Vísir - 22.05.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 22.05.1971, Blaðsíða 8
V í SIR . Laugardagur 22. maí 1971, Otgefandt: KeyKjaprenr nt. rrauakvæmdastjóri: Sveinn R, Eyjöifason Ritstjóri ■ Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valditnar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610 11660 Afgreiðsla- Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjórs: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 12.00 eintaldð Prentsmiðja Visis — Edda hf. Hrakspár og harmatölur ]\j[argir hafa á orði að kosningaáhugi almennings sé / með minnsta móti nú, miðað við það sem áður hafi / verið, þegar svo skammt var orðið til kosninga. Þetta kom m. a. fram í útvarpsþættinum „Mál til meðferð- ar“ í fyrrakvöld, þar sem nokkrir kjósendur voru um það spurðir. Af þessu er þó engan veginn ástæða til að draga þá ályktun, að sinnuleysi um stjómmál sé / að aukast meðal almennings. Það mun vafalaust koma / í ljós á kjördegi, að þátttakan í kosningunum verður \ ekki minni en áður. Hitt er ekki nema von, að fólk sé farið að þreytast á því pólitíska rifrildi, sem flest blöðin hafa ástundað ár eftir ár Hvemig er t. d. hægt að búast við að fólk ) taki mark á þeim öfgum og óráðshjali, sem blöð \ stjórnarandstöðunnar hafa borið á borð fyrir þjóðina \ síðustu 12 árin? Þau hafa allan þennan tíma verið að ( boða landsfólkinu, að þess biðu á næsta leiti hin / hörmulegustu örlög. Það byrjaði á spádómi fram- / sóknarvitringsins um „móðuharðindin“, sem flokks- ) menn hans vilja nú helzt að gleyiiiistj ems og þeir \ vilja h'ka og vona að saga vinstri stjórnarinnar sálugu \ sé gleymd. ( Engar af þessum hrakspám stjórnaran^stöðunnar / hafa rætzt. Þvert á móti hefur þróunin orðið í gagn- / stæða átt. Lífskjör þjóðarinnar hafa aldrei verið betri ) en á valdatíma núverandi stjórnar. \ Nú er það einkum tvennt, sem stjórnarandstæðing- \ ar ætla að nota sér til framdráttar í þessum kosning- ( um. Líklega er rétt að nefna landhelgismálið fyrst, / enda þótt það sé einhver sú fráleitasta og ósvífnasta / kosningabomba, sem upp hefur verið fundin. Hún er ) þó raunar ekki ný, því að sömu flokkar hafa notað t þetta mál í sama tilgangi áður. En dettur nokkrum / heilvita man’’: i hug að trúa því, að ríkisstjómin að- / hafist þar nokl.'.'ð ?nn°ð en bað r,'m að beztu cg ) vitrustu manna yfk'sýn cr rckast og þjóðinni fyrir \ beztu? Þeir stjórnmálamenn, sem nú em að reyna að \\ telja kjósendum trú um annað, mæla gegn betri vit- (( und, og sumir jafnvel þvert ofan í það sem þeir hafa (/ áður sagt og til er eftir þá á prenti. j) Hitt er svo hvað gerast muni 1. september n. k. þeg- ) ar verðstöðvunartímabilinu lýkur. Þar er sannarlega \ ekki verið að skera hrakspámar við nögl sér. Algert \ hrun er boðað. Örbirgð og hungur blasir við þjóðinni! ( Hið sama var henni sagt þegar viðreisnarstjórnin var / mynduð. Og enn á fólk að trúa. Vitaskuld verður að / gera ráðstafanir þegar þar að kemur. Núverandi ríkis- ) ?tiórn sannaði það þegar efnahagsáföllin dundu yfir \ úð hún er þeim vanda vaxin, að ráða fram úr \ erfiðleikum þegar þá ber að höndum. Heldur nokkur ( að ný vinstri stjórn, sem jafnvel væri enn verr sam- / sett en sú, sem sigldi öllu í strand 1958, mundi reynast / færari um að finna réttu ráðin en sú stjórn, sem nú ) V~,. ’•? \ „Heita sætið44 Glímuskjálfti fer nú að gera vart við sig hjá þeim aðilum, sem á hausti komanda verða að hafa gert það upp við sig hvort þeim þyki æski legt að Rauða-Kína fái sæti á þingi Sameinuðu þjóðanna. Hve miklu máli skiptir það heiminn að Kína eigi fulltrúa hjá Sþ? Og verð ur það ekki erfitt að hemja Kínverja innan Sþ. á venjulegum gmnd- velli, jafnvel eftir þessa borðtennis-þýðu? „Fjöl- skylda þjóðanna!‘ er eng inn samnefnari á mann- kynið. Þá fjölskyldu mynda pólitískir fulltrú- ar ríkisstjórna. Ekki ein- hver tiltekinn fjöldi „fulltrúa mannkyns“. Menn vita það vel, að þótt Kína eigi ekki sæti á þingi Sþ. þá er það þeim engin hindrun í að taka þátt í alþjóðlegu sam- starfi, kæri þeir sig um það. Kínverjum gæti þótt j afnyel rientu^rá aö stánda utan'Sþ. — þanníg háfa þeir áukið ‘ svigrúm ‘og‘þá méiri álir'ÍfJ áVÍþjóðlfegum vettvangi. Þótt Rauða-Kína eign ist fulltrúa hjá Sþ. í New York, er ekki þar með sagt að kín- verska þjóðin komist í betra samband við umheiminn, eða að kínverska stjórnin færist af hinu aiþjóðlega einskismannsiandi inn í einhverja notalega alþjóö- lega fjölskyldu. Nixon Andstæðingar -fP- f ekki englar En auðvitað eiga alþjóðleg samtök eins og Sþ. að spanna yfir öll þau ríki sem mark er tekið á í heiminum. Og auðvitað eru það þjóðir á borð við Kín- verja, sem öðrum fremur eiga að eiga rikisstjörnarfulltrúa á Sþ. þingi — og í raun stjórna sameinuðu þjóðunum. Banda- rikjamönnum er það vitanlega ljóst, að þótt Kfna eignist fuíl- trúa hjá Sþ„ breytast Kínverjar ekki úr andstæðingum í engla. Upp á síðkastið hefur og orðið hreyfing innan Bandarikjanna á því (og einnig meðal stuðnings- þjóða USA), að samskiptum við Rauða-Kína verði nauðsynlega að koma á einhvem eðlilegan grundvöll Því miður er þvi svo varið að aðild Kína er mjög svo flökinn hlutur og ekki er það til að bæta ástandið að aðal- stöðvar Sþ. eru í New York. Svo er það stærsta vandamálið: Stór- veldi eins og Kína verður að fá sæti í Öryggisráðinu og þá neit- unarvald, eins og önnur stór- veldi. Sá er hængurmn á, að Formósumenn, sem upphaflega tóku sæti hjá Sþ. sem fulltrúar Kína, sitja fyrir og erfitt mun verða að breyta grundvelii að- ildar þeirra —fá Formósumenn til að víkja úr Öryggisráðinu. Sumir segja að eina ráðið til þess verði að fá Frakka til að gefa eftir fastasæti sitt í Örygg- isráðinu og sleppa neitunarvald- Shang-Kai-shek inu. Hvorug þjóðin hefur í hyggju aö gefa slíkt eftir. Eitt Kína eða tvö í Sameinuðu þjóðunum virð- ist fara ágætl. um þær tvær þjóð ir, sem báðar bera nafniðKongó. Og einnig þær tvær þjóöir, sem bera nafnið Yemen. Kínverj um viröist gersamlega ómögu- legt að skipta þannig með sér einu nafni. Þaö er aöeins til eitt Kína — enn sem komið er, a. m. k. Og þennan baklás er enn síö- ur hægt að opna þar sem eitt land, sem ber nafnið Kína, á þegar sæti f Öryggisráöinu. Fyrir næstum mánuði fékk Nixon forseti í hendur skýrslu frá ráðgjafanefnd, sem starfaði undir forsæti Henry Cabot Lodge, og var Nixon í þeirri skýrslu ráölagt að stefna að þvi að bæði Kína og Formósa ættu fulltrúa á Sþ.-þingi. 1 fyrra haust voru Bandarfkjamenn þeg ar 'búnir að skiota um stefnu gagnvart Kma-aðild og voru ekki lengur harðir á neitun sinni, heldur héldu fast við réttindi Maó þau, sem Formósa á innan Sþ. sem áframhaldandi fullgildur meðlimur. Það er næsta aug- ljóst að Nixon myndi láta Lodge ráðgjafanefndina vinna áfram aö lausn á Kína-vandmálinu og stefna að því að 2 Kína ættu aðild að Sþ. ef hann ímyndaði sér aö Kínverjar (Rauða-Kína ■■■■■■■■■■■■ Umsjón: Gunnar Gunnarsson. og Formósa) myndu samþykkja aðild á slíkum grundvelli. Ekk- ert bendir til að þessar 2 þjóð- ir mundu gera það. Gordíonshnútur Meðal Sþ.-fulltrúa er mikiM áhugi á „2-Kína-kenningunni“, eða öllu heldur kenningu um að annað landið skuli kalla Kína, en hitt Formósu (Taiwan), og reikna þannig flestir fulltrúanna meö að Rauða-Kína fengi sæti í Öryggisráöinu, en Taiwan yrði á allsherjarþinginu Það sem á skortir er, að Kfna samþvkki þessa hugmynd. Og talsmenn Ohang-Kai-sheks hafa ekki ver ið hótinu hrifnari af hugmynd- inni en talsmenn Maós. Þannig er ekki hægt að reikna með því að Taiwan leysi þennan Gordí- onshnút með því að ganga sjálf- viljugir inn á að $«*>pa lausu sæti sínu í Öryggisráðinu og færa sig niður í allsherjarþing. Og Formósu-fulltrúinn er aö eigin áiiti fulltrúi alls Kfna. Aukasæti handa honum eftir að fulitrúi Rauða-Kína, fulltni’ alls Kína, er kominn inn, verðuur því aðeins búið til, að Peklng- Kína samþykki slfka ráðstöfun. Og þá erum við komin í hring. Ætli Peking-Kína meti aðild að Sþ. svo mikils að þeir fallist á að fá þar inngöngu á slfkum grundvelii? — GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.