Vísir - 22.05.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 22.05.1971, Blaðsíða 7
V1S I R . Laugardagur 22. maí 1971 cTWenningarmál Samkór Kópavogs á æfingu fyrir tónleika sína um helgina — Garöar Cortes stjórnar. Gunnar Bjömsson skrifar um tónlist Ærleg skemmtun Kópavo það rikti góöur andi á söng- skemmtun Samkórs Kópa- vogs, sem ihaldki var í Kópa- vogsbiói sl. laugardag. Kórinn starfsfús og glaður, enda með góöa samvizku eftir langar og strangar æfingar i vetur. Eng inn fer í grafgötur með þaö, hviiíkt átak það er aö trotnma sig upp með myndarlega efnis skrá handa blönduðum kór, þar sem seinni hlutinn er meira að segja ópera. Það hlýtur að vera samdóma álit allra, sem lögðu leið sína í Kópavog þennan eft irmiðdag, 'að ágaeta skemmtun hafi þeir haft af þeirri dagstund. Raddsetning Jóns Ásgeirsson- ar á Krummavísum er að þvi skapi snilldarleg, sem hún er alkunn orðin. Það er líka mikil sönggleði í Sprengisandinum hans Gríms Thomsens. Og þama var frumflutt lag eftir söngstjórann, Garðar Cortes, Til stjörnunnar, við texta Þor- steins Erlingssonar, hugljúft lag og áheyrilegt. Krystyna Cortes annaðist undirleik á píanó í' sumum lögunum og gerði það af smekkvísi. Camkór Kópavogs mundi hljóma pi-ýðilega víða, ef I hljómleikasal væri, en- í þessu húsi geldur hann auðvitað hins dauða hljómburðar: Það er eng inn hljómburöur í Kópavogs- bíóí. Bassamir sýndu víða af sér nokkurn stirðbusahátt og áttu stundum dálitið bágt með að halda áftur af sér. En þrátt fyrir það, og einnig þött kven raddimar væru ekki einlægt sammála um tónhæð upp á milli metra, þá voru þetta frískleg- ustu tónleikar með blessunar- lega sterkum svip af ærlegri sveitaskemmtun í allra jákvæð- ustu merkingu þess orðs. Einn hlutur ápillti samt- verulega heildarsvipnum ög pað var píanóið, fjarskalega vanstillt og hjáróma hljo'SfærT,0 fit“eiiiskis söma fyrir aðstandendur. Allir hlutaðeigendur hafa auðvitað þúsund afsakanir á takteinum og þær eru sjálfsagt góðar og gildar allar, dæmi: A) ekki hægt að fá stillingamann, nema með árs fyrirvara, b) tilgangslaust að stemma hljóðfærið, það er óðara komiö í sama horfið aft ur, c) tekur því ekki að stemma hljóðfærið. þegar hugsað er til fyrirhugaðra flygilskaupa á næsta ári, d) stemmarinn gerir það að skilyrði að ganga megi hann að vinnu Sinni fyrir há- degi, húsvörðurinn fæst ekki til að Ijúka upp húsinu fyrr en í fyrsta lagi upp úr tvö, (þannig áfram). Hvað sem góðum og gildum ástæðum líður, snýr þó eitt og aðeins eitt að áheyrand- anum í salnum: Hljóðfærið var ekki hreint. Nema ég veröi sann færður um annað, vil ég bregða hlutaðeigendum um hirðuleysi í þessu efni. A ð afloknu löngu hléi, flutti kórinn ásamt einsöngvur- um óperuna „Réttarhöldin“ eft ir Gilbert og Suilivan. Hún er einþáttungur og hið skemmtileg asta verk. Egill Bjarnason þýddi textann. Einsöngvarar voru þau Snæbjörg Snæbjarnardóttir, Há kon Oddgeirsson, Ruth L. Magn ússon, Kristinn Hallsson, Erling ur Hansson og Egill Bjarnaon. Snæbjörg vakti athygii mína sak ir snoturs söngs. Kristinn Halls son er alltaf músíkalskur og traustur söngvari, haldinn þeim góða anda tónlistarinnar fram í .fingurgpma, Hið sama segja um Ruth L. Magnússon, sejii Va-r sannkallaður hvalreki ' * á'TjBjMr ísienzks tónlistárlífs, er hún fluttist hingað til lands. Mig grunar þó að annir á öðrum vígstöðvum en einsöngsins hafi nokkuð truflaó hana um sinn, söngkona af jafnágætum gæða- flokki og hún þyrfti að halda í horfinu af fullum krafti. Þeir, sem nú eru ótaldir, skiluðu sínum hlut samvizkusamlega. Undirieik óperunnar annaöist kringum tuttugu manna hljóm- sveit, sem kölluð var saman eins og hendi veiífað, og sýnir þaö óneitaniega aðdáunarverð- an starfsvilja þess fól'ks, sem er nú þegar upp fyrir höfuð í músikstarfi margt hvert. Þama . kynnu margir að telja sig grilla í gamlan draum hérlendan: Að koma á fót áhugamannahljóm- sveit, reiðubúinni til að axla verkefni eins og þetta. Því mið ur var ekki því að heilsa að öllu leyti, því að hér var stærst ur hluti hljómsveitarinnar hljóð- færaleikarar úr Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Ég sé ástæðu til að nefna í þessum flutningi Jósef Magnússon, flautuleikara, og'einkar geöþekkan flautuleik hans. j^öpavogur hefur oftar en einu sinni áður sýnt góðan vi'lja til listræns starfs. Er skemmst að minnast Kópavogsvökunnar í vetur ieið. Ég slæ botninn í þessa grein með þvi að sam- fagna Kópavogsbúum yfir fram taki þeirra í tónlistinni fyrr og síðar. Þeir eru góðir nágrannar. RITSTJÓRN LAUGAVEGI J78 SÍMI MíjSO □■jrjrj mrm ■w mm ■ ■ m 1ÉÉ£ ý skákþingi ísiands 1971 skip uðu Jónas Þorvaldsson, Gunnar Gunnarsson og Magnús Sólmundarson 4.—6. sæti í landsliðsflokki. Þurfti því auka keppni um 4. sætið, en það veitir þátttökurétt i landsliðs- ftokki að ári. Tefld var tvöföld umferð og enn voru keppendur jafnir. Jón- as og Magnús geröu báðar skák- ir sínar innbyrðis jafntefli, og töpuðu sinni skákinni hvor gegn Gunnari. Fyrir síðustu skákina stóð Jónas bezt að vígi, þurfti „að- eins“ jafnteflí með hvitu gegn Gunnari. Það er hins vegar erf- itt að vera undir þeirri sál- fræðilegu pressu að }/> vinning ur dugi og það kom giögglega i 'jós hjá Jónasi. Hann tefldi byrjunina hikandi og eftir nokkra ónákvæma Ieiki var frumkvaeðið f höndum svarts. Hvítt: Jónas Þorvaldsson Svart: Gunnar Gunnarsson Reti-byrjun 1. Rf3 d'5 2. c4 c6 3. b3 Bf5 (Hið svokallaða New-Yourk kerfj. Hugmyndin er að hafa peðakeöjuna c6-d5-e6 og koma jafnframt drottningarbiskupn- um í gagnið.) 4. d3 e6 5. Bt>2 Rf6 6. g3 Bc5 (Óvenjulegur leikur sem rugl ar hvítan í ríminu, Venjulega er biskupnum valinn staður á e-7.) 7. cxd? (Gefur miðborðið eftir að á- stæðulausu. Að vísu mátti hvít- ur ekki leika 7. Bg2, vegna dxc S. bxc Db6 með liötun á b2 og f2. Eða 8. dxc DxD 9. KxD Bxf. En hvítur gat leikið 7, Dc2 ásamt Bg2 og 0-0 við tækifæri.) 7. . . exd 8. Bg2 o-o 9. oro He8 10. Rc3 Rbd7 11 h3 Dc7 12. d4? (Betra var 12. Kh2. Bæði lokar hínn gerði leikur biskupinn inni á b2 og eins gefur hann svö)t- um eftir reitinn e-4.) 12. . . Bd6 13. Hcl (Hótar 14 Rt>5.) 13. , . a6 14. Rh4 Be4! 15. Rx'B RxR 16. Rf5 Bf8 17. Dd3 g6 18. Re3 Dd6 (Nú var hótunin 19. Rxd.) 19. BxR? (HvítUf máttj varla við því að missa þennan sterka biskup úr vörninni. Til greina kom 19. Rdl ásamt Rc3 og reyna þannig að ná mannakaupum.) 19. . . HxR 20. Hc2 (Að öðrum kosti leikur svart- ur Bh6 með ðþægilegri leppun.) 20 .. H'aeS 21. Rg2 Dew 22. Kh2 Bd6 (Ekki 22. . . Hxe? 23. RÍ4.) 23. e3 Df5 24. Bcl (Hvítur var kominn í tíma- hrak og síðustu leikirnir bera þess vott.) 24. . . h5! 25 f4 Rf6 26. Rh4 Dd7 27. Rf3 Kg7 28. Re5 Df5 (Með lúmskrj hótun, sem hvit um yfirsést.) 29. Hg2? H4xR 30. DxD HxD 31. g4 hxg 32. hxg Hg5! og hvítur gafst upp. Ef 33. Hl-gl Hh'8í 34. Kg3 Hxgt og vinnur. Jóhann Sigurjónsson MELAVÖLLUR 1. leikur íslandsmótsins í knattspyrnu er í dag kl. 16.00. KR - ÍBA SJÁIÐ SPENNANDI LEIK. Aðalfundur Sólumidstöðvar hraðfrystihúsanna hefst að Hótel Esju, þriðjudaginn 25. maí 1971 kl. 10.00. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin. Hverfafundur frambjóðenda Laugardagur 22. maí kl. 15.00: Laugarnes, Langholt, Vogar, Heimar. LAUGARÁSBÍÓ: Ræðumenn. Jóhann .Hafstein, Geir Hallgrímsson, Ellert B. Schram. Fundarstjóri: Ólöf Benediktsdöttir, kennari.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.