Vísir - 22.05.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 22.05.1971, Blaðsíða 1
VISIR 61. árg. — Laugardagur 22. maí 1971. — 113. tbl. Málinu ekki lokið — segir dr. Þorsteinn Sæmundsson „Að mínum dómi er málinu lýsingar, sem fram hafa komið alls ekki Iokið með þessu,“ sagði dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur, um þær yfir- frá formanni framkvæmdan. Rannsóknaráðs ríkisins og fram- kvæmdastjóra. „Gerir ekkert til þðtt það rigni“ „Nei, þetta er ekkí beinl’inis skólaferðalag. Við ákváðum bara að skreppa þetta, af því að við erum búin í prófunum," sögðu þessir krakkar úr fimmta bakk L í Laugarnesskólanum, þegar blaðamaður Vísis hitti þá uppi í Mosfellssveit í gær. „Áttu ekki allir í bekknum hjól?“ „Nei, og sumir nenntu ekki með.“ „Ætlið þið langt?“ „Upp að Hafravatni.“ „Verðið þið ekki þreytt á að hjóla?“ ,Nei,“ segja þau og vilja ekki láta tefja sig. „Nú er að koma rigning." „Það styttir þá aftur upp, og það gerir heldur ekkert til, þótt það rigni svolítið,“ segja þau og eru rokin án þess að kveðja í háifgildingsskólaferða- lag á hjólunum sínum, og þau virðast skemmta sér bærilega, þótt ferðinni sé ekki heitið út fyrir landsteinana. — ÞB Þungatakmörkunum aflétt á Norðurlandsvegi: Bílaflotinn tilbúinn að flytja björgina norður — Farið var oð bera á v'óruskorti Það lá í loftinu í gær að hækka ætti öxulþunga á Norðurlandsveginum í dag, en takmörkunum var létt af á Snæfellsnesi í gær. Um leið hófust miklar annir hjá vöru- flutningabílstjórum og flutningastöðvum eftir þriggja vikna stöðvun. Bílstjóramir byrjuðu að hlaða bíla sína og bjugg- ust til að leggja af stað um miðnætti. Aðrir lögðu af stað með létta- flutning áleiðis til Reykjavíkur, en vörur byrjuðu að streyma inn í vörugeymslur þar og fvlla þær. Farið var að bera á vöru- skorti á ýmsum stöðum vegna flutningserfiðleika síðustu vikna og var Akureyri orðin kóklaus og tindavodkalaus, en aöeins barst þangað ein sending — sem var fljót aö hverfa að sögn heimildarmanns á Akureyri. Hjá Vegageröinni fengust þær upplýsingar í gær, að vegir væru að batna og væri búið að létta öxulþungat'akmörkunum af vegum á Suðurlandi. — Öxulþungi yrði hækkaður upp I 7 tonn á aðalvegum á Norður- landi í dag. Enn er samt slæmur vegankalfli í Húnavatnssýslu en hann verði ekki látinn halda leið inni lokaðri. Isleifur Runólfsson fram- kvæmd'astjóri Vöruflutningamið stöðvarinnar sagði i viðtali við Vísi í gær, að tekið heföi verið á móti vörum frá því um morg uninn. „Við höfum hér um bil fullt hús eftir þennan eina dag, og það hefur verið stanzlauá keyrsla utan úr bæ og óhemju mikið að flytja. Ég gizka á að hér séu t.d. komin um 20—30 tonn, sem eiga að fara til Ak- ureyrar einnar", ísleifur var ó- ánægður meö framkvæmdina á öxulþungatakmörkum Vegagerð arinnar. Það er sjálfsagt að hlýða tak- mörkun og hlífa veginum og það höfum við gert. en þessi tak- mörkun á að koma iafnt á al!a. Við höfum þegar kvartað undan því, að Norðurleið hefur ver- ið leyft að fa-ra sfna leið, en viö vitum til þess að Norður- leiðarbfl, sem vegur 8 tonn, hleypti 16 farþegum út á Blönduósi, auk j>ess sem hann var með vörur. Þarna hefur öx- ulþunginn verið 3—4 tonn fyrir ofan leyfilegan þunga. Og á með an þeir stöðva okkar fyrirtæki hafa þeir leyft mjólkurbílum fyr ir norðan að vera með tonn fyr ir ofan hámarksþunga. Stöövun in hefur einnig orðið til þess, að það hefur fullt af sendiferða bílum farið að aka leiðina mrlli Reykjavíkur og Akureyrar meö þrjú og hálft tonn. Þeir eru með miklu minni dekk, og að okkar áliti fara þeir oft á tiö um eins iiia með vegi og ef okkar bflar væru með 5 tonn. Það hefur dunið á mér óánægj an með það. að úti á landi eru þeir aö fá sömu sendingarnar og við höfum ekki getað tekið á móti“. — SB AKUREYRINGAR FA HRAÐBRAUT Útlit er fyrir a& Akureyringar fái í sumar sína fyrstu hraðbraut. Sigurður Jóhannsson, vegamála- stjóri skýrði Vis; frá því í gær, að Vegagerðin myndi fljótlega bjóöa út 2ja km iangan spotta sem mun ná al-k frá Höpfnersbryggju að flugvelli, en þar sem vegurinn mun væntanlega liggja, er jarðvcgur blautur, liggur enda á leirum suð- ur með firði og býðir af þeim sök um ekki að ieggja hann varanlegu slitlagi fyrr en vegurinn liefur sigið svo sem hónum þóknast. Slitlagið Sagði dr. Þorsteinn, að þaö væri iaagar vegur frá því. að greinar- gerð r’ikisendurskoðunar um reikn- irtgsskil ráðsins eða atbugasemdir formanns framkvæmdanefndar vörpuðu ljósi á atvik máisins. — En Þorsteinn hafði gert athuga- semdir við ársreikninga Rannsókna- ráðs og óskaö endurskoðunar á þeim og ýmissa nánari skýringa. Fundur var haldinn í ráðinu þriðjudaginn s.l. þar sem fjallað var um reikninga ráðsins fyrir árið 1969, og mun dr. Þorsteinn hafa gert við þá allmargar athuga- semdir, sem snerta miklu víðtækari atriði en fjallað hefur verið um í blaðaskrifum um fjárreiður ráðs- ins til þessa. Einnig mun dr. Þorsteinn hafa Iagt fram á fundinum tillögur til úrbóta, en afgreiðslu þeirra til- lagna mun hafa veriö frestað þar tii á næsta fundi ráðsins, sem ráð- gert er, að haldinn verði i júní. 1 greinargerð, sem Halldór Sig- urðsson hefur sent fyrir hönd ríkis- endurskoðunar, segir, að margar af athugasemdum hennar við reikn- ingsskil ráðsins eigi rætur að rekja tii þess, að ekki hafi verið viðhöfð nægjanleg vandvirknj í færslum. Segir þar, að ríkisendur- skoðunin hafi úrskurðað endur- greiðslur úr hendi framfevæmda- stjóra ráðsins að upphæð nær kr. 23.300.00. Þá segir enn 'i greinargerðinni, að ekki hafj verið aflað heimildai ráðuneytis tii ferðálaga til útlanda á kostnað rikisins, en um leið er þess getið, að framkv.stj. hafi gert grein fyrir hverju einstöku ferða- lagi, og verði látið við svo búið standa. 1 athugasemdum, sem feam- kvæmdastjóri Rannsöknaráðs, Steingrímur Bermannsson, hefur létið fyigja þessari greinargeið, segir hann, að menntamálaráðherra hafi staðfest á fundi ráðsins, að samþykki hafi legið fyrir ölium utanferðum nema einni eða tveim- ur, en í nokkrum tilvikum hafi verið munnlegt samþykki. Aðspurður um, hvað enn væri ó- upplýst við reikningshald Rann- sóknaráös, kvaðst dr. Þorsteinn Sæmundsson í samtali vlð Mm. Vísis ekki vilja ]áta hafa efíir sér neitt aö svo stöddu máli. — 6P kemur því ekki á veginn fyrr en | rein til hvorrar áttar, „að minnsta i fyrsta lagi að ári. • kostj til að byrja með“, s'agði vega Verður hraðbraut þessj jafnbreið ! málastjóri. og hraðbrautir þær sem verið er Undirbúningsrannsóknum á vegar að leggja um Suðurland og út frá stæðinu er i þann veginn að ljúka Reykjavík, þ.e. Vesturlandsvegur- og hönnun vegarins. Er þess þvi iun. sjö og hálfur metri, ein ak uð vænta að vegurinn verði boð- inn út næstu daga. — GC Þannig fer fyrir ónýtum bif- reiðum eins og þessari hér sem jarðýta var að leika sér að inni á Ártúnshöfða í gaer. Bílivnn á samt að gera sitt gagn áfram, — verður notaður f uppfyllingu. Ruslið í Reykjavík er áfram um ræðuefni í blaðinu í dag, en blaðið hefur fengið fjölda upp- hringinga og bréfa vegna þessa máls. Sjá bls. 9 — Rusl upp fyrir höfuð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.