Vísir - 22.05.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 22.05.1971, Blaðsíða 16
ISIR Laugardagur 22. maí 1971. Dyraumbúnaður forstofu- hurðarinnar er svo illa útleik- inn, að vart er hægt að loka dyrunum — hvftð þá heldur að læsa. Borgin réð öryggisverði — og nú dugir ekki annað en fara að þeirra fyrirmælum Tveimur mönnum, fyrr- verandi verkstjórum hjá Reykjavíkurborg, var þann 1. apríl s.l. falinn sá starfi að fylgjast með því, að fyllsta öryggis væri gætt við vinnustaði í Reykjavík. Gatnamálastjóri tjáði Vísi í gær, að öryggisverðimir hefðu aðalbækistöðvar á Grensásvegi, og hefðu þeir viðtalstíma í hálfa klukkustund fyrri hluta dags og svo aftur frá kl. 13—14 dag hvern. Milli þess sem öryggis verðirnir sinna símihringingum og taka við ábendingum fólks um varhugaverðan frágang við vinnustaði eða annað slíkt, aka þeir um boi;gina og beina frán- um augum að nýbyggingum, skurðum, gatnagerðarfram- kvæmdum, og revnr’.ar öllu því sem borgarbúum, fótgangandi sem akandi kann að stafa hætta af. Sjái mennirnir eitthvað at- hugavert, hafa þeir vald til að segja viðkomandi aöilum. hús- byggjendum, húseigendum eða verktökum að kippa hlutunum í lag og gefa frest til þess. Ef viðkomandi sinnir ekki boði ör yggisvarðar, geta verðirnir kall að út lið til að hreinsa til eða fjarlægja hættuvald á kostnað viðkomandi eiganda eða verk- taka. Öryggisverðirnir nýju, sem heita Kjartan Ólafsson og Gísli Guðmundsson, hafa skipt borg- arsvæðinu með sér, þannig að annar þeirra ekur daglega um vesturborgina en hinn um aust urborgina og miðast skiptingin við Kringlumýrarbraut. Hafi ein hver hug á að benda vöröunum á hættulega staði, er ekki ann- að aö gera en hringja til þeirra í síma 18000 og hafa af þeim tal á viðtalstíma. — GG Urðu að innkalla kosningahandbók: Hannibalistar fengu rangan listabókstaf Innkalla þarf allt upplagið af nýrri kosningahandbók, sem kom út í vikunni. Hefur komið í ljós að framboðslistar Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna eru í bókinni merktir listabókstafn- um I í stað F. Þá er framboðslisti Samtaka frjálslyndra í Norðurlandskjör- dæmj vestra 1 bókinni, en sá listi var dreginn til baka eins og kunn- ugt er. Samtök frjálslyndra og vinstri manna munu hafa gert kröfu um að dreifingu bókarinnar yrðj hætt og hún innkölluð. Er talin hætta á að upplýsingar bókarinnar geti rugiað háttvirta kjósendur í ríminu. Var þess krafizt að gerðar yrðu leiðréttingar, sem samtökin gætu fellt sig við 1 gærmorgun var byrjað að safna bókinni inn og framundan eru yfir- límingar í bókinni, — alls verða það 30 þús. límingar, sem gera verður, áður en hún kemur aftur á markaðinn — JBP Ekki samsæri gegn Framboðsflokknum — einhverjar h'ómlur verður að hafa „Ætlaði varla að trúa eigin augum — segir kona um dýrkeypta reynslu af leigjendum sinum — Allt á tjá og tundri i ibúðinni \ ■ Það var ófögur sjón, sem mætti Magdalenu Guð- mundsdóttur, er hún kom í íbúð sína á Melunum s.l. miö- vikudag. tbúðina hafði hún leigt hjónum með bam síðan í fyrrahaust, en eftir árang- urslausar tilraunir til að fá leiguna greidda hjá þeim hjón um tók hún það ráð að fá fógetann í lið með sér. Átti að bera hjónin út með fógétavaldi sl. miðvikudag væru þau ekki farin úr ibúðinni. Þau fóru á þriðjudag. „Ég ætlaði vart að trúa mín- um eigin augum, þegar ég kom svo til að líta á íbúðina á mið- vikudaginn", sagði Magdalena i viðtali við Vísi. „Til að byrja með var búið að brjóta þannig út úr umbúnaði forstofu- hurðarinnar, að engra lykla var þörf til að komast inn. Er inn var komið blöistu við útkrotað- ir veggir og allir í sárum. Fleiri hurðum haifði greinilega verið sparkað upp en forstofuburð- inni, stórt gat hafði t.d. verið brotið í baöherbergishurðina og hurðarhúnar eldhúshurðarinnar báru þess einnig glögg merki, að miklu afli hefði verið beitt við þá“. „Eldhúsið er Iíka ákaflega illa útíeikið", hélt Magdalena áfram. „Eld'avélina tel ég vera ónýta og í grillofninn vantar grillteininn og ýmislegt annað lauslegt. Óhreinindi vantar þar hins vegar ekki, helzt lítur út fyrir að ofninn hafi aldrei verið þrifinn. „Gluggarnir og umbúnaður þeirra er víða mjög illa farinn Málningu hefur sumstaðar ver- ið plokkað upp úr, og f eldhús inu er rúðan brotin úr“. sagði Magdalena. Kvaðst hún framvegis aðeins ætla að leigja skyldifólki eða kunningjafólki, sem hún gæti fyllilega treyst. „Frænka mín og dóttir hennar ætl'a að fá fbúðina leigða þegar mér hefur tekizt að koma henni f lag á ný“, sagði Magdalena að lokum. —ÞJM . ii m ? „Ég held að væntanlegir kjós- endur Framboðsflokksins geti vel við unað — þeirra menn verða með I öllum umræðum sem útvarpað verður í hljóð- varpi og sjónvarpi — þeir verða aðeins ekkr með- -í hringborðs- umræðum þingflokkanna, og þar verða þeir ekki þar sem þeir eru ekki þingflokkur og eiga ekki mann á þingi. Bjóða auk þess ekki fram nema í 3 kjördæmum“ sagði Gunnar G. Schram, ritari útvarpsráðs, Vísi í gær. Er þetta ekki bara samsæri gömlu flokkanna gegn. ungu mönn unum. Eru þeir ekki hræddir við 'óþægilegar spurningar manna sem kannski eru Óhræddir við að spauga svolítið? „Það held ég ekki. Ég veit ekki. Þarna er einvöröungu farið eftir hefð, sem skapaðist 1967, þegar Lýðræðisflotokurinn bauð fram í 2 kjördæmum. Þá fékk hann ekki að vera með í hringborðsumræðum þingflokka, þar sem hann var ekki þingflokkur — átti engan mann á þingi'*. Vísir hafði samband við Guð- mund Jónsson, framkvæmdastjóra Nýsfárlegar kappreiðar í Kópavogi Núna um helgina verða kappreið- ar og góðhestadómar á Kjóavöll- um. Fyrir þessu gengst hesta- mannafélagið Gustur í Kópavogi. 1 dag klukkan þrjú verða gæð- ingar félagsmanna dæmdir með svipuðu sniði og gert var á Evrópu- u>óti fslenzka hestsins i Þýzka- landi. Þá verða fjórar nýjar keppnis greinar á kappreiðum félagsins á j morgun klukkan hálfþrjú. Auk hefðbundinna keppnisgreina verður keppt í 3000 metra þolhlaupi, þar sem allur gangur er leyfður, nema stökk og fetgangur, einnig verður keppt í hindrunarhlaupi, víðavangs- hlaupi og tölti, — ÞB Leigjendurnir hafa sennilega viljað geta notið útsýnisins út um eldhúsgluggann, óhindrað... hljóðvarps, en hann ritar jafnframt fundargerðir útvarpsráðs. Sagði Guðm. að engar fastákveðn ar reglur væru til um starfshætti útvarpsráðs: „Það hefur alla tíð sem ég man eftir, sett sínar reglur jafnóðum og þurft hefur, enda oft um alls konar undantekningar að ræða, ýmis viðvik, sem þurft hefur að snúast við — og einhverjar hömlur veröur auðvitað að hafa. Það getur sprottið upp fjöldi smá flokka t.d. í Reykjavík, þar sem meðmælendur framboðsflokka þurfa ekki að vera nema 140. Þann ig getur kannski önnur hver fjöl- skylda boðið fram. og í þessu til- viki fannst mönnum sem sömu regl ur þyrftu að gilda og hafðar voru um framboð Óháða lýðræðisflokfcs ins, flokks Áka Jakobssonar. Arm ars verður Framboðsflokkurinn með í öllum flokkakynningum og umræðum í sjórwarpi og útvarpi — nema hringborðsumræðunum í sjónvarpi". Samsæri gömlu flokkanna? „Nei, þaö held ég ekki“. —GG Skúraveður og norð- vestanátt um helgina — segir Páll Bergbórsson „Veður um helgina verður líkast til svipað því sem verið hefur undanfama daga,“ sagði Páll Bergþórsson veðurfræðlng- ur í viðtali við Vísi í gærkvöldi. „Það er erfitt að spá langt fram í tímann, en ég geri ráð fyrir að veðrið, að minnsta kosti hér á Suðvesturlandi verði svipað og ver- ið hefur, nema ef ti'l viltl ofurlítið svalara." Yfir landinu er lægð, sem leiðir af sér norðvestanátt og skúrir, að minnsta kosti í dag, en varla er von á stórrigningum, svo að veðrið ætti að verða hiö hagstæðasta til helgar- ferðalaga og þá gera smáregnskúrL mikið gagn við að binda rjífcAð á vegunum. — ÞB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.