Vísir - 25.05.1971, Blaðsíða 8
8
VlSIR. Þriðjudagur 25. niaí 1971,
Otgefandi: KeyKiaprenr dl.
Framkvæmdastjðri: Sveinn R Eyjðlfsson
Ritstjóri • Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfúlltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesscm
Augiysingar Bröttugötu 3b Simar 15610 11660
Afgreiösla - Bröttugötu 3b Simi 11660
Ritstjórn • Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur)
Áskriftargjald kr. 195.00 ð mánuði innanlands
I lausasölu kr. 12.00 eintakið
Prentsmiöia Vtsis — Edda hf.
.....-.........
Enginn annars bróðir
JTjölskrúðugt er um að litast á vinstri væng stjórn-
málanna um þessar mundir. Þar eru sex starfandi
stjórnmálaflokkar og þar af fimm, sem bjóða fram í
væntanlegum alþingiskosningum. Vinstri kjósend-
ur hafa því um nóg að velja í þetta sinn.
Fjölbreytnin hefur aukizt mjög ört. Ekki er langt
síðan vinstri flokkarnir voru aðeins tveir, Alþýðu-
flokkur og Sósíalistaflokkur Úr Sósíalistaflokknum
var myndað Alþýðubandalag með stuðningi klofn-
ingsmanna úr Alþýðuflokknum. Alþýðubandalagið
hefur síðan klofnað í Stalínista, sem kalla sig Sósíal-
istafélagið, Þjóðviljamenn, sem kalla sig Alþýðu-
bandalagið, og Hannibalista, sem kalla sig Samtök
frjálslyndra og vinstri manna.
Þessi klofningur virðist ætla að halda áfram. í röð-
um Hannibalista hafa risið úfar milli gömlu verkalýðs-
njannanna og yngri menntamanna. Var Hannibal
sjálfur hrakinn úr efsta sæti listans í Reykjavík vest-
ur á firði, eins og frægt er orðið; Ekki er trúlegt, að
þau sár grpi fljótt. -j-jo
Á þessum vinstri slóðum eru ónefndir tveir fámenn-
ir hópar, sem oftast eru ekki teknir alvarlega. Er þar
fyrst að nefna Fylkinguna, sem áður hét Æskulýðs-
fylkingin, og virðist vera í lauslegum tengslum við
Þjóðviljaliðið. Hins vegar eru það núllistarnir, sem
bjóða fram í þremur kjördæmum og hafa ýmist grín-
ista eða vinstri sinnuð ungmenni í efstu sætum. Virð-
ist sá flokkur vera eins konar hástig í þróun vinstri
stefnu á íslandi, og fer vel á því.
Ónefndur er loks stærsti vinstri flokkurinn, Fram-
sóknarflokkurinn, sem einu sinni var miðflokkur, en
hefur færzt ört'til vinstri á síðustu fim:::tú:i árum.
Formaður flokksins úrskurðaði nýlega í sjónvarpinu,
að flc!:kr.ri"r æri vinstri flokkur. Sú ctaðreynd er
raunar ljós af stef:'” fk-’ ksins árin.
Enginn íslenzkur stjórnn.f.iaflokkur hefur kastað
jafn ótt og títt á loft tillögum um útþenslu ríkisbákns-
ins, nýjar nefndir, ráð og stofnanir, en einmitt Fram-
sóknarflokkurinn. Reiknað hefur verið út, að í vetur
hafi þingmenn flokksins lagt fram tillögur og frum-
vörp, sem fela í sér 445 milljón króna kostnað við
nefndir, ráð og stofnanir. Enginn annar vinstri flokkur
kemst í hálfkvisti við Framsóknarflokkinn á þessu
sviði.
Yfir að líta er þetta vinstra lið eins og ormagarður.
í blöðum og tímaritum þess ber miklu meira á gagn-
kvæmum árásum en árásum á Sjálfstæðisflokkinn,
eina flokkinn, sem ekki er vinstri flokkur. Brigzlyrðin
ganga á víxl milli vinstri flokkanna og verða því hat-
rammari sem nær dregur kosningum. Það er ákaflega
ósennilegt, að þetta ósamstæða lið muni geta haldið
friðinn í nýrri vinstri stjóm, þótt hugur margra leið-
toganna standi einmitt til myndunar slíkrar stjórnar.
Gyðingar hrekkja Rússa
— bandariskir Gyðingar hefna kynbræðra sinna i Sovétrikjunum
Gyðingar í Bandaríkjunum hafa sett næsta stórt
strik í reikninginn, hvað snertir bætta sambúð
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Það er að minnsta
kosti skoðun sovézkra stjórnarerindreka sem á
Vesturlöndum starfa.
Allt frá því hin fámennu, en samt undarlega öfl-
ugu samtök Gyðinga í Bandaríkjunum, hófu í vet-
ur að sitja fyrir og hrekkja sovézka sendimenn í
Washington og New York, hefur verið reynt að
stöðva Gyðingasamtökin í framferði sínu, en ekkert
ráð hefur mönnum enn komið til hugar, sem dugir
gegn Gyðingum.
Rússar í Bandaríkjunum, þ.e. þeir er gegna ein-
hverjum störfum í Washington og New York fyrir
land sitt, eru orðnir dauðhræddir við hemaðarað-
ferðir Gyðinga, sem miða að því að minna umheim-
inn á hve kjör Gyðinga í Sovétríkjunum séu slæm
— verri en annarra borgara, og að yfirvöld þar í
landi ofsæki Gyðinga á ýmsa lund, svo sem eins
og með því að banna þeim að flytjast úr landi.
Sovézkur stjórnarerindreki og lítill drengur á gangi í New
York. í humátt á eftir koma félagar úr Gyöingasamtökum,
greinilega merktir. Þeir fylgja Rússum eftir um allt, þannig
að þeir finna sig ofsótta.
Bandar'isk yfirVöld eru nú
orðin hrædd við geðvonzku
sovézkra vegna skæruhernaðar
Gyðingasamtaka.nna. Rússar í
New York eiga ævinlega yfir
höfði sér einhvern óþægilegan
hrekk af hendi Gyðinga. Þeim
er fylgt eftir á götum úti, unnin
skemmdarverk á skrifstofum
þeirra og heimilum, og geta í
raun ekki um frjálst höfuð strok
ið. Nú hefur loks verið látið til
skarar skríða gegn Gyðinga-
samtökunum. Rab-bí Meir
Kahane, leiðtogi Gyðingasamtak
anna var handtekinn f New
York í fyrrj viku ásamt. sex
fylgismönnum sínum. Sjömenn-
ingarnir voru handteknir oe
þeim gefiö aö sök að hafa brotið
lög um vopnaburð. 1967 voru
sett lög um að bannað væri að
bera vopn í New York, þ.e.
innan ákveðins svæðis.
Nokkrum klukkustundum
seinna gekk Kahane aftur laus.
Vinir hans höfðu greitt 25000
dollara í lausnargjald.
Rússar voru ekki sérlega
hrifnir áf þessari handtöku
Kahane, og fannst sem Banda-
ríkjamenn hefðu getað gengið
beint framan að hlutunum í
þessu — því eiga þeir að venj-
ast heima hjá sér, og þeir gátu
ekki skilið, að ekki væri hægt
að handtaka mann og ákæra,
nema einhver gögn væru fyrir
hendí, sem beita mætti gegn
manninum.
Dónaskapur
Og Rússar eru sárreiðir:
„Við vitum vei hvað lögreglan
ykkar gerir við Svörtu pardus-
ana“, segir sovézki diplomatinn
Loginov, sem búið hefur í New
York í 3 ár, „og við sáum hvað
var gert við friðarsinnana um
daginn í mótmælagöngunni.
Þegar 'ögreglan ykkar hefur hug
á að standa í vegi fyrir eða
stöðva einhvern hóp í að fram-
kvæma ætlanir sínar, þá gerir
hún það. Það er hins vegar ekki
gert hvað okkur áhrærir".
Bandari'skir diplomatar vilja þó
haida því fram, að handtaka
Kahane í fyrri viku sanni að
vilji st-jómarinnar að stöðva
framferði Gyðingasamtakanna,
sé fyrir hendi.
Eiginkonur rússnesku diplo-
matanna kvarta undan, þvi, að
þær geti ekki lengur farið út úr
húsi. Þær geti ekki farið i kjör-
búðir að verzla, þvi að þeira sé
fylgt eftir af einhverjum Gyðing
um, sem stríði þeim á ýmsalund
og kalli á eftir þeim dónaskap
og móðganir. í sfðustu viku
réðst strákahópur að 9 ára
gamalli dóttur Loginovs þar
sem hún gekk fram hjá gyð-
inglegu samkunduhúsi og hróp-
uðu strákamir svívirðingar og
klám á eftir stúlkunni: „Hugsið
ykkur“, sagði Loginov, „og
bamið er ekki nema 9 ára“.
Innan ramma
laganna
Ef Jögreglan hefur einhvern
áhuga á að stöðva framferði
Gyðingasamtakanna, þá er stað-
reyndin sú, að hún á næsta ó-
hægt um vik. Gyðingarnir hafa
nefnilega vit á þvS, áð fara ekki
út fyrir ramma laganna — eða
ekki mjög langt a.m.k., t.d. er
líkamlegu ofbeldi aldrei beitt f
stríðinu við Sovétmennina —
og jafnvel þótt þeir gerðu það,
iiiiiiimn
flSBSSSS
Umsjön: Gunnar Gunnarsson.
lemdu einhvern rússneskan
diplomat til óbóta, þá leyfir
sovézka utanrikisþjónustan
starfsmönnum sfnum ekki að
kæra opinberlega fyrir slik verk
og vitna fyrir rétti
Rússar segja nefnilega, að
það sé ekki þeirra mál að vitna
í bandarískum réttarhöldum,
heldur sé það hlutverk banda-
ri'sku lögreglunnar að veita
þeim vernd sem diplomötum.
Bandaríkjamenn segja hins veg-
ar að lítið verði að gert í máli
þessu nema með samvinnu Rúss
anna. Málið er mjög flókið.
Gyðingasamtökin, („Jewish
Defense League“) eru fámenn,
og flestir meiriháttar Gyðinga-
leiðtogar f Bandaríkjunum eru
í andstöðu við samtökin, en
samt sem áður líta þeir baráttu
þeirra með velvild, þar sem
hún beinist gegn meðferð Sov-
étmanna á Gyðingum f Sovét-
rt'kjunum. Vígstaða Gyðinga er
sterk. Ef t.d. borgarstjórinn í
New York fyrirskipaði að upp-
ræta Gyðingasamtökin eða
stöðva í eitt skipti fyrir öll
framferði þeirra við Rússana,
væri ekki um annað að ræða
en senda fjölmennt lögreglulið
á ýmsa staði í borginni og
fylgja Rússum eftir um alit. Ráð-
ast sfðan með kylfum á Gyð-
ingana, þar sem þeir sæjust
saman — og þar með hafa Gyð-
ingar vakið meiri athygli, og
enginn vafi er á hvert almenn-
ingsálitið yrði: Rússnesk/banda-
rfskar Gyðingaofsóknir. — GG