Vísir - 03.06.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 03.06.1971, Blaðsíða 9
o í S I R . Fimmtudagur 3. júní 1971. ðeð9 9ð00»9ðð»ti«e«9eii«M)« e n a í slenzkur iðnaður færist stöð- • ' ugt í aukana. Framleiðslan ° hefur vaxið talsvert síðustu ár- ð in í iðnaði almennt, og i»ans er 2 farið að gæta að marki í út- o flutningi. Nú er áætlað, að fram- . leiðsla iðnaöarins hafi vaxið um ? 10 af hundraði á fyrsta fjórð- o ungi þessa árs miðað við sama 2 tíma í fyrra. Þetta er lausleg • niðurstaða af úrtaksathugun, a eem Félag íslenzkra iðnrekenda 2 og Landssamband iðnaðar- • manna hafa framkvæmt. 2 Könnun þessara aðila á ástand; 2 og horfum í iðnaðinum, sem nú » er lokið, leiðir í ljós, að fyrir- 2 tæki, sem höfðu 63% af öllu • starfsfólkinu, segjast framleiða e meira en á sama tíma í fyrra. 2 Fyrirtæki með 13% starfsfóiks- » ins segja, aö framleiðslumagnið 2 hafi verið minna. Önnur fyrir- • tæki telja framleiðslu sína hafa . verið svipaða. 2 Það er mikilvægt í þessu sam » bandi, að afkastageta fyrirtækj- 2 anna nýtist betur en áður var. ® Plastiðnaður eflist Allmikil aukning hefur orðið »j á framleiðslu í ullariðnaði, y<’ •* ” í J. 11 Plastiðnaðurinn eflist — Frá Múlalundi Framleiðsla talin hafa vaxið um i0°]o frá fleiri starfa nú við fatagerð, °g einnig þar er búizt við vaxandi / tyrra — flest fyrirtæki auka starfslið fJölda fólks og leggja / meiri fjárfestingu Fjörkippur í sútun prjónaiðnaöi og fatagerð. Þess- ar greinar hafa verið Á stöðug- um vexti hér á landi, og þar hefur orðið veruleg aukning í ár, ef miðað er við sama tíma í fyrra. I iönaðinum eins og flestum greinum dregst framleiðslan yf- irleitt saman um vetrartímann. Framleiöslan er líka yfirleitt minni en hún var á síðasta fjórð ungi 1 fyrra. í ullariðnaðinum hefur fram- leiðslan hins vegar aukizt í vet- ur og búizt er við, að hún haldi stööugt áfram að vaxa. Starfs fólki fer fjölgandi í þeirri grein, og mun væntanlega enn fjölga Y sumar, Ýmjs ný,/jprjesting ,er á döfinni í ullariðnaðí. í prjónaiðpaðiaytJl.heflu; ffflPl^ leiðslan aukizt, ef miðað er við sama tíma í 'fyrrá og gert ráð fyrir, að hún haldi áfram að vaxa í sumar. Hins vegar er framleiðslan þar rtinni en hún var á síöasta ársfjórðungi 1970. Þarna hefur starfsfólki fjölgað. Um fatagerð gegnir sama máli og ullariðnaöinn að þar er nú framleitt meira en var síð asta fjórðung ársins 1970. Æ Altaf fjölgar starfsfólki í íðnaði Það hefur verið nokkur ljóð- ur á okkar ráði, hð sútun og verkun skinna hefur ekki verjð ’ éfúk'öflúg'þg skyidi, þárna eý að, verða breyting tii batnaðar. oll þáu fynrtæki iþessari greirf,' sem gáfu upplýsingar, ætluðu aö auka fjárfestingu í ár. Einnig í fyrra var mikil fjárfesting í greininni. Framleiðslan var fyrstu þrjá mánuði þessa árs meiri en hún var bæði í haust og fyrir ári. Öllum er kunnugt um þá efl- ingu innlendra skipasmiða, sem átt hefur sér stað hérlendis á síöustu tveimur árum. Með skipu legum aðgerðum hins opinbera hefur tekizt að gera innlendar skipasmíðar samkeppnishæfar. við erlendar á fjölmörgum svið- unt. • í skipasmíðum og viðgerðum hefur framleiðslan aukizt á fyrsta fjórðungi þessa árs og bú izt við, að hún haldi áfram að aukast á árinu. Afkastagetan er betur nýtt í þessari grein. Starfs fólki fjölgaði í vetur og er búizt við, að þama verði veruleg fjölg un í .sumar. Venjulegur vinnu- tími er styttri en áður var vegna samninga um styttingu vinnu- vikunnar í málmiðnaði. Vaxandi starfsliö í plastiðnaði Plastiönaður vex á íslandi. — Framleiöslan var í vetur veru- lega meiri en á sama tíma í fyrra, og iðnrekendur búast við áframhaldandi aukningu. Starfs fólki fjölgaði í plastiðnaði á árs fjórðungnum og er búizt við, að fólki mun; enn fjölga þar. Við sækjum einnig fram í kemískum iðnaði. Fyrirtæki í kemískum undirstöðuiðnaði, svo sem framleiðslu á tilbúnum á- burði, súrefni, acetylengasi og slíku, segja. að framleiðslan hafi vaxið í ár. Þau telja sig þurfa að bæta við sig fólki. Talsverð fjárfesting var í greininni í fyrra og er fyrirhuguð veruleg fjárfesting í ár. I málningar- og lakkgerð óx framleiðslan verulega miðað við sama tíma árið áður. Hún varð hins vegar minni en hún var á síðasta fjórðungi ársins 1970. Iönrekendur í greininni gera ráð fyrir að auka fram- leiðslu sína í ár og fjölga starfs fólki. Þá jókst nok-kuð framleiðsla á sápum og. þr.eiftl?eíisivörum. —. Talsverð aukning hefur oroið f fyHríækjumV^ 'sétn^ ’frámleiða steinsteypu, rör, múrsteina og í öörum steinefnaiðnaöi. Umsvif í byggingariðnaði voru meiri í vetur en á sama tíma í fyrra. I nokkrum iðngreinum er framleiðslan nú minni en hún var fyrir ári. Nokkur minnkun varð á framleiðslu veiðarfæra á 1. ársfjóðungi þessa árs. — Einnig varð minnkun hjá fyrir- tækjum í málmiðnaði almennt, en þar var búizt við aukinni framleiðslu, þegar líður á árið. Hagstæðari þróun í kexframleiðslu Talsverð aukning varð i inn- réttingasmíði miðað viö sama árstíma í fyrra. Framleiðslan jókst talsvert í drykkjarvöruiön aði miðað við fyrsta fjórðung síðastliðins árs. Einnig varð aukning I sælgætisgerð talsverð og nokkur aukning í brauð- og kökugerö. í kexframleiðslunni var nú framleitt meira en í haust. Þetta er hagstæð þróun, því að í fyrra minnkaði fram- leiðslan talsvert á miðjum vetri. Loks má nefna húsgagnagerð, sem færist f vöxt og stefnir að auknum útflutningi. Þar var framleitt nokkru meira en á sama tíma í fyrra. Starfsfólki fjölgaði í vetur og afkastagetan var betur nýtt. Fyrirtækin f þeirri grein gerðu ráð fyrir að fjölga starfsfólki hjá sér með vorinu. Þessi könnun er í aöalatrið- um byggð á svörum iðnrekenda við spurningum f orðum frekar en tölum. Þegar gert er ráð fyrir, að framleiðslan hafi í heild sinni vaxið um sem næst 10 af hundr aði á 1. ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra, er hins vegar miðað við tölulegar upplýsingar frá fyrirtækjunum. — HH ) Sfefufli — Hvert er álit yðar á framkvæmdumim fyrir framan Stjórnarráðið? (Þar er verið að færa til stytt- urnar) Ásmundur Sveinsson, mynd- höggvari: — Ég hef aldrei ver- ið neitt innstilltur inn á þessa bronskalla, svo að mér stendur alveg á sama um þaö, þó að það sé verið að færa þá til eða frá í bænum. Sigurjón Ólafsson, myndhöggv- ari: — Mér hefur satt aö segja alltaf þótt það furðuleg ráðstöf un, að vera að þurrka út þennan sérkennilega blett fyrir framan Stjórnarráðið. Ég geri ráð fyrir að stytturnar fari aldrei eins vel þama undir húsgaflin- um. Mér er mikill missir að þesáum sérkennilega bletti og tel þaö hafa verið óþarfa aö þurrka hann út. Bílamir hefðu bara getaö haldið áfram að taka þessa smábeygju fram hjá honum. Umféröin þarna um verður líka akki svo mikil eftir svo sem 20 til 30 ár. Sigurður Hannesson, viðskipta- fræöingur: — Fyrst það var nauðsyn að breikka veginn finnst mér ekkert að athuga við þessar framkvæmdir. Það er sjálfsagt smekksatriði hvert stytturnar hafi átt að fara, en frá mínum bæjardymm séð ættu þær ekki síður að geta notiö sín á nýja staðnum. Sveinn Björnsson, viðskiptafræð ingur: — Mér finnst þetta vera óhæfa. Það hefði frekar átt aö minnka umferðina en stjórnar- ráösblettinn. Helga Guðmundsdóttir, skrif- stofustúlka: — Æ ... ég hefði heldur viljað hafa stytturnar og blettinn eins og það var. Allar breytingar á þessum stað eru til hins verra... .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.