Vísir - 03.06.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 03.06.1971, Blaðsíða 7
Ví S I R . Fimmtudagur 3. júní 1971. 7 cTMenningarmál Þráinn Bertelsson skrifar um kvikmyndir: Raffnarök jck-k~k Nótt hinna löngu hnífa. (The Damned) Stjórnandi: Luchino Vis- conti Handrit: L. Visconti, Nic- ola Badalucco og Enrico Medioli Aðalleikendur: Dirk Bogarde, Ingrid Thulin, Hehnut Griem, Renaud Verley, LFmberto Ors- ini, Florinda Balkan, Charlotte Rampling o.fl. Austurbæjarbíó, enskt UA, islenzkur texti. ötterdammerung“ vildi Visconti láta þessa mynd sína heita, en það útleggst „Ragnarök". Svoleiðis titil skil- ur ekki nokkur maður, sögðu framleiðendurnir, og myndin var látin heita „The Damned" (Hinir fordæmdu) og á íslandi er hún nú sýnd undir hinu margþvælda nafni „Nótt hinna löngu hn'ifa“. Raunar skiptir ekki máli, hvað svona mynd heitir, nenria kannski að hinn lágkúrulegi titill verði til að narra einhverja til að sjá myndina, sem ekki kunna að meta né geta metið myndir af þessum gæðaflokki — frábærar myndir. Ekki fannst manni aö minnsta kosti laust við það fyrsta kvöldið, sem myndip var sýnd, að ein- hverjir unglingar létu í ljósi sljóleika sinn og skilningsleysi I með þunglyndislegum kýrstun- um og jafnvel bauli og frammí- köllum. Samt þarf ekki mikið mann- vit til að sjá, hvað Visconti er að fara í þessarj mynd sinni, en það er kannski annað mál, hvort menn hafa áhuga á því, menn eiga það meira að segja til að daufheyrast viö sannleik- anum. S.A.-menn úr sveitunum, sem mestan þátt áttu í að koma Hitler til valda, skemmta sér á hóteli við Wiesse, án þess að gruna, að foringinn hefur snúið við þeim bakinu, og nótt hinna Iöngu hnífa er að renna upp. Luchino Visconti. Myndin er tekin er hann vann að kvik- myndun sögunnar „Dauðinn í Feneyjum", en sú mynd hlaut góðar undirtektir á nýafstaðinni kvikmyndahátíð í Cannes. Ein var góð, önn- ur vond, þriðja ljót og leiðinleg... Einn var góöur, annar illur, þriðji grimmur (The Good, Bad and the Ugly) Stjómandi: Sergio Leone Aðalhlutverk: Clint East- wood, Eli Wallach, Lee Van Cleef Eínu sinni leit út fyrir, að Sergio Leone hefði hæfileika til að gera góðar kvikmyndir. Að minnsta kosti tókst. honum að gera nýstárlega skemmtimynd hér einu sinni, og hún hét auð- vitað „Fyrir hnefafyllj af doli- urum“. Raunar var sú mynd ekki annað en nákvæm stæling á kvikmynd eftir Kurosawa, en vel gerð stæling ei að síður. Næst kom „Fyrir fáeina doll- ara í viðbót", sem eins og nafn- ið bendir til var aðeins gerð til að græða fáeina dollara ) viðbót, sem eins og fyrri myndin sýndi aðeins, að Leone hefði líkast til getað gert þolanlegar myndir, ef hann langaðj ekki svo óskap- lega til að græða fáeina dollara í viðbót. Loks kom myndin, sem nú er sýnd í Tónabíói. Fánýtið sjálft uppmálað, dapurleg endurtekn- ing á því andleysi, sem áður er komið, nema hvað sadismi, ó- mennska og mannleg ónáttúra kemur ennþá skýrar fram en áður. Ekkert réttlætir þessa hrak- legu upptalningu á þeim sví- virðilegheitum, sem Leone skemmtir sér við að bregða upp fyrir áhofendum sínum. Hvergi er ljós punktur. Svona rusl væri betur látið ósýnt. Og svo pru menn að fjarg- viðrast út af sænsku klámi. Þaö er út í hött að ætla að reyna aö lýsa þessari mynd með því aö tíunda söguþráðinn, þótt hann út af fyrir sig kunni að vera athyglisverður. Sömu- leiðis er það tilgangslaust að ætla sér aö kveða upp einhvern Salómonsdóm um ágæti mynd- arinnar, þvi að orð eips og frá- bær, stórkostleg, ógleymanleg eru aðeins upphrópanir, sem láta í 'ljós hrifningu áhörfand5 ans, en segja ekkert um mynd- ina. IJagnarök" gerist rétt um valdatöku Hitlers, og að- alpersónurnar eru meðlimir auðugrar fjölskyldu, sem á vopnaverksmiöju, og svo maður nokkur, sem hefur unnið sig upp 'i að verða einn af stjórn- endum verksmiðjunnar, og verð- ur siðar fjölskyldumeðlimur. Þetta eru umbrotatímar. Sumir úr fjölskyldunni vilja snúast á sveif með hinum nýju valdhöfum vegna sannfæringar sinnar; aðrir til þess eins að maka eigin krók; sumir snúast eindregið móti helstefnunni; og enn aðrir láta aðeins reka á reiðanum undir áhrifavaldi þeirra, sem ákveðnari eru. Valdagræðgi, geðbilun, spill- ing og úrkynjun virðast vera þau orð, sem Visconti tekur helzt mið af í þessu listaverki sínu, og sannarlega mistekst honum ekki að túlka merkingu þessara orða. Frá upphafi til enda hefur myndin áhorfandann gersamlega á valdi sínu, nema kannski þann áhorfanda, sem hefur meiri á- huga á tómatsósu en kvikmynda list. Visconti bregzt hvergi boga listin. Ótrúlega vel tekst honum að blása lífi í myndina og gera hana sanna, þrátt fyrir atburði, sem oft eru í meira lagi ótrú- legir. En hvað gerðist ekki í Þriðja r'ikinu á þessum tíma? Er ekki öll saga þess með ólik- indum? Það er ótrúlegt, aö nokkur maður, sem hefur áhuga á góð- um kvikmyndum eða góðri list, láti þessa mynd framhjá sér fara, og þeir sem hvorki hafa á- huga á góðum kvikmyndum né góðri list ættu heldur ekkj að sleppa þessu tækifæri tii að sjá, hvernig einn mesti listamaður okkar tima setur sannleikann fram — þeir hafa ennþá síður efni á því en hinir fyrrnefndu. Það er erfitt fyrir þann, sem einkum hefur æfingu í að skrifa um vondar kvikmyndir, að skrifa um meistaraverk eins og ,,Ragnarök‘‘ eftir Visconti. En það er ánægjulegt, þegar kvik- myndahús sannar tilverurétt sinn meö því að sýna slikar myndir annað slagið. Ferðaklúbbur Vegna fjölda áskorana ferðavina minna boöa ég hér með til stofnfundar ferðaklúbbs fimmtudaginn 3. júní 1971 í Tjarnarbúð (uppi) kl. 8.30. Að loknum stofnfundarstörfum sýni ég ferðamyndir eftir þvi sem tími er til. Allir sem áhuga hafa á ferðamálum eru velkomnir. Þorleifur Guömundsson, Austurstræti 14 símar 16223 og 12469. Nauðungoruppboð sem auglýst var í 70, 71. og 73. tbl. Lögbirtingablaös 1970 á hluta í Hjaltabakka 6, talinni eign Ingibjargar Michelsen fer fram eftir kröfu Veðdeildar Lands- banka íslands og Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eign- inni sjálfri mánudag 7. júní 1971, kl. 15.00 Borgarfógetaembættið í Reykjavík Nuuðunguruppboð sem auglýst var í 78., 79. og 81 tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á hluta í Drápuhlíð 42, þingl. eign Jóns Ásgeirs- sonar fer fram efteir kröfu Útvegsbanka Islands á eigninni sjálfri, mánudag 7. júní 1971 kl. 14.00. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík Nuuðungaruppboð sem auglýst var í 50., 52. og 54. tbl. Lögbirtingablaðs 1969 á hluta í Hólmgarði 36, talinni eign Kristjáns Magnússonar fer fram eftir kröfu Tryggingastofn- unar ríkisins og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eign- inni sjálfri, mánudag 7. júní 1971, kl. 16.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.