Vísir - 03.06.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 03.06.1971, Blaðsíða 3
yl SIR. Fimmtudagur 3. júní 1971. 3 í MORGIIN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND Umsjón: Ilaukur Helgason Rvor er Wilson? Hvar stendur Harold Wilson for ingi forezíka Verkamannaflokksins f deilunum um aðild Bretlands að Efnahagsbandalaginu? Málið er umdeiít, og Ihaldsflokkurinn er kldfinn og einn foringja hans, En- och Powell, foerst af hörku gegn að ild. 1 skoðanakönnunum er meiri- hlutmn jafnan andvígur aðild. En menn vita ekki, hvar Harold Wiison mœi standa, fþegar á hólminn kem ur, og það gæti riöið baggamuninn hvaða ákvörðun hann tekur. — Skopteiknarinn lýsir þessu á teikn ingunum hér. Stuðningsmenn EBE leita að Wilson f? og andstæðingamir líka Frakkinn Pompidou leitar að hon- uni Er hann hjá Heath? Er hann með Powell? Hvar er Wilson? Kreppa íminkarækt /Noregi Minkum fækkaði um fjórðung Minkaræktin í Noregi er í kreppu. „Minkum hefur fækkað um 25 af hundraði á árinu, og það virðist aug- ljóst, að enginn getur rækt að mink á núverandi verði“, segir Olav V. Tand berg framkvæmdastjóri í Norski utanríkisráð- herrann gerir harða hríð að Portúgölum á ráðherrafundi NATO Norski utanríkisráðherrann Andr eas Cappelen mun í dag gera harða hríð gegn Portúgal á ráðherrafundi Atiantshafsbandalagsins, sem hald- inn er í Lissabon. Portúgal sætir mikilli gagnrýni innan NATO vegna einræðisins í landinu og einkum vegna nýlendu stefnunnar. Barizt er í nýlendum Portúgala í Afríku og Portúgal hef ur haft aðra stefnu í nýlendumál um en önnur nýlenduveldi fyrri tíma. Portúgalar líta á nýlendur sínar í Afríku sem hluta af Portú- gal og vilja ekki veita fólki þar sjálf stæði. Búizt er við, aö utanríkisráðherra Portúgals Patrici, muni svara á- kæru norska ráðherrans og taka fram að löndin Angóla, Mozambik og Portúgalska Gínea séu hluti af Portúgal. Því sé rangt að tala um nýlenduveldi og kúgun. Cappelen ætlar að gagnrýna Portúgali á grundvelli samþvkktar um þetta mál sem gerð var einróma í norska Stórþinginu. Mun ráðherr ann lýsa því, að hann telji stefnu Portúgala brjóta f bága við grund- vailarreglur Atlantshafsbandalags- ins. Búizt er við, að Portúgai muni ekki láta mikið að sér kveða á fund inum. Portúgalir eru gramir vegna vaxandi andstöðu víða um heim við stefnu þeirra Þeir hafa meðal ann- ars gengið úr UNESCO, menningar stofnun Sameinuðu þjóðanna vegna deilna um lönd þeirra í Afríku. sambandi loðskinnafram- leiðenda í viðtali við blað- ið Aftenposten. Hann seg- ir, að meðalframleiðandi hafi ekki haft fyrir fram- leiðslukostnaðinum í ár. Orsakirnar fyrir þessum erfiðleik um er ástandið á heimsmarkaði. — Mestur hluti minkaræktunarinnar í Noregi er fyrir erlendan markað, mest bandarísk'an eða vestur-þýzk an markað. Eftirspurn hefur minnk að í Bandaríkjunum siðustu árin. — Einnig hefur framieiðsian innan- anlands í Bandarfkjunum dregizt saman. í Vestur-Þýzkalandi er hins vegar vaxandi eftirspum. Tandherg segir að á því byggist það, að norsk ir framleiðendur hafi getað haldið áfram. Hann segir, að nú fækki mink- um bæöi á Noröurlöndum og í Bandaríkjunum og Kanada. Hann foýst við, aö framleiðslan í heimin- um muni minnka um 20% næsta ár. Formaðurinn í félagi minkarækt unarmanna í Heiðmörk í Noregi, Vincens Steen, segir í viðtali við Aftenposten að margir framleiðend- ur f fyikinu hafi slátrað öllum dýr um sínum vegna þess, hversu illa horfi. Fischer vann 6:0 Bandaríski stórmeistarinn Bobby Fischer hefur unnið ein- vígið við sovézka stórmeistar- ann Mark Taimanov. Fischer vann sjöttu skákina f röð í gærkvöldi, og hefur hann sex vinninga en Taimanov eng- an. Taimanov gaf skákina sem hafði farið í bið. Bobby Fischer Kambódia: 3000 manna lið við höfuðborgina 200 skæruliðar féllu í nótt í hörð um bardögum aðeins 16 kílómetr- um frá Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu. Fulltúi herstjórnar Kambódíu hers segir, að stjórnarherinn hafi gert árás og rekið skæruliða frá fornu bænahúsi, sem þeir höfðu ráð ið f margar vikur. Af stjórnarher- mönnum hafi aðeins faliið níu og 40 særzt. Þessir bardagar urðu aðeins ein um sólarhring eftir að stjórnarher- inn hafði sigrazt á stórum herfiokki Norður-Víetnams á austurbökkum Mekongfljóts. Ekki færri en þrjár herdeildir frá Norður-Víetnam með samtals 3000 hermcnn hafa tekið sér stöðu á aust urbakkanum og er þetta mesta lið sem þeir hafa haft í nágrenni höfuð borgarinnar, síðan bardagar hófust í Kambódíu að marki fyrir einu ári. 1000 hafa dáíð úr kóSeru Caetano forsretisráöherra Portúgals Meira en 1000 hafa nú dá- ið úr kóleru í Nadia-hérað inu í Vestur-Bengal sam- kvæmt fréttum frá Nýju ^ Oelhi í gær. i Flest fórnarlömbin voru flótta- ! fólk frá Austur-Pakistan. — Nadia héraðið er norðan borgarinnar Kal kútta. Fréttir hafa borizt um að kólera geisi á öðrum stöðum, þar sem flóttafólkið frá Austur-Pakist an hefst við. Heilbrigðismálaráðherrann í ind verska fvlkinu Vestnr-Bennal sagði í gærkvöldi, að fylkið þarfnaðist að stoöar indversku ríkisstjórnarinnar og erlendra aðtla, bæði hjúkrunar- liðs og lyfjá til að geta sinnt öllum beim fjölda, sem hefur veikzt af kóleru. Ráðherrann sagði, að flóttafölk- inu væri einkum hætt við veik;"1 um "iftif langa og erfiðp ferð frá Au.-.tur-Pakistan til Indíasds. Oft neytti fólkið skemmdra matvæla og óhreins vatns.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.