Vísir


Vísir - 12.06.1971, Qupperneq 4

Vísir - 12.06.1971, Qupperneq 4
4 VISIR . Laugardagur 12. júní 1971, ÞETTfl Vlb ÉG Sd4 Hinn vinsæli handboltaleik- maöur Geir Hallsteinsson er íþróttakennari og hefur umsjón meö leikja- og íþróttakennslu um 500 sex til sjö ára bama í Hafnarfiröi. I sólskininu i gær- dag brá blm. Vísis sér meö sjónvarpsdagskrá næstu viku suður f Fjörð og hitti Geir aö máli, þar sem hann var viö kennslu á Hörðuvöllum. Við vorum elcki fyrr setztir niður í grasbala með sjónvarps dagskrána en Geir hóf má'Is á því, hve sjónvarpið væri með afbrigðum gott. Geir sagði: „Ég hef ferðazt vítt og breytt um Evrópu og þurft að eyða mörg um kvöldunum við sjónvarps- tæki á hótelherbergjum, þar sem maður er skikkaður til að sitja langtímum í keppnisferð- um. Ég tel mig því hafa aðstöðu til að bera dagskrá fslenzka sjónvarpsins saman við dagskrár erlendra sjónvarpsstöðva. Ég vil halda því fram, aö islenzka sjónvarpið beri tvfmælalaust af i samanburöl viö þaer stöövar. Það er vitanlega alltaf hægt að deila um það, hvort ekki megi gera betur, en eins og dagskrá fslenzka sjónvarpsins er, er hún virkilega ásjáleg. Hún tal ar miklu meira til fjöldans en þær erlendu." Er Geir tók að fletta i gegn- um sjónvarpsdagskrá næstu viku, varð fyrst fyrir honum leik ritið Dauöasyndirnar sjö, sem er á dagskrá sunnudagsins. „Þetta leikrit hef ég oftast nær horft á og alitaf verið jafnhrif- inn. Ég hef nefnilega mest gaman af mannlegum myndum og leikritum. Það er einmitt slfkt efni, sem hittir f mark hjá fjöldanum hér. Ekki þessar has- ar- og drápsmvndir," sagði Geir. Á sunnudaginn kvaðst hann „tvímælalaust" ætla að horfa á kosningasjónvarpiö. „Það ætti að geta orðið virkilega gott núna, engu síður en í fyrra — og sjálfsagt betra,“ sagði Geir. MÁNUDAGUR „Ég horfi þá eins og endra- nær á fréttimar, þær eru alltaf jafnvel framsettar," hélt Geir áfram. „Annað er það nú ekki á dagskrá sjónvarpsins, sem ég gæti hugsað mér að sjá á mánu daginn — nema þá ef vera kynni „Svipmyndir af niannlíf- inu í stórborginni“. ÞRIÐJUDAGUR „Af sömu ástæðum og ég gat um áðan horfi ég gjaman á Kildare lækni. Hann er ákaflega mannlegur náungi. Eiður Guðnason er líka ágæt- ur. Sérstaklega er hann góður sem spyrjandi og þvi set ég mig ekki úr færi að sjá þáttinn „Setiö fyrir svörum", en sá þáttur er á dagskrá næst á eftir Klldare. Því næst em svo íþróttir á dagskrá og þar er jú eitthvað við mitt hæfi. I’þróttir eru nefnilega mitt svið, mitt líf. Ég tel mig hafa lært geysilega mikið á fþróttaþáttum sjónvarps ins. Þeir hafa að mínum dómi lyfzt geysilega upp eftir að Ómar Ragnarsson tók við þeim. AHa gagnrýni á íþróttaþætti hans tel ég óréttmæta. Ómar hefur komið til móts við flestar eða allar íþróttagreinar og gert þeim mjög sanngjörn skil með hliðsjón af vinsældum íþrótta- greinanna hverrar fyrir sig. I meðförum Ómars finnst mér iþróttaþættir sjónvarpsins verða orðnir með bezta efni sjónvarps- ins.“ MIDVIKUDAGUR: Ekkert sé ég við mitt hæfi í dagskrá miðvikudagsi-ns. Um bíómyndir sjónvarpsins vil ég segja það, að þær gömlu -'ogfe mannlegu eru oft góðar, svo mannlegar. Stríðsmyndirnar,, eru hins vegar hrikalega leið- inlegar og eiga ekkert erindi til okkar Islendinga — ekki nema þá einhverra sárafárra, sem hafa yndi af hrottaskap.“ FÖSTUDAGUR: „Mannix horfi ég á. Hann er venjulega hress og skemmtileg- ur og laus við alian hrottaskap inn, þó að það komi náttúrlega fyrir, að Iumbrað sé á honum. Ot úr s-lagsmálunum kemur hann þá alitaf ógreiddur — það hefur han-n fram yfir Dýrlinginn gamla. j Erlend málefni er fremur mis- jafn þáttur að gæðum, en ein- staka sinnum kemur það þó fyr ir, að þar séu tekin fyrir mál- efni, sem ég hef áhuga á. Það stendur ekki hér í dagskránni um hvað hann f jailar næst ...“ LAUGARDAGUR: „Eins og aiitof oft viil koma fyrir á laugardögum er aðeins einn ljós punktur I sjónvarps- dagskránni, þar á ég við dag- skrárlokin, þau eru það eina, sem ég sé áhugavert í dagskrá næsta laugardags — fyrir utan fréttirnar auðvitað ...,“ 1 sagði Geir að lokum. —ÞJM Nauðungaruppboð sem auglýst var í 81. tölublaði Lögbirtingablaösins 1969 og 2. og 4. tölublaði 1970 á eigninni Akurbraut 7, Innri-Njarðvík þinglesin eign Ara Jóhannessonar fer fram eftir kröfu Skúla J. Pálmasonar, hrl., Vil- hjálms Þórhallssonar, hrl. og Tómasar Tómassonar, hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 16/6 1971 kl. 5.00 e. h. Sýslumaðurinn I GuIIbringu- og Kjósarsýslu. Úrval úr dagskrá næstu viku SJONVARP • Mánudagur 14. júní 20.20 Kosningaúrslit. Yfirlit um kosningarnar og viðtöl við tals menn flokkanna. 21.10 Sænska söngkonan Suzanne Brenning syngur óper ettulög í sjónvarpssal. Undirleik anna-st hljómsveit undir stjórn Carls Billich. 21.35 Saga úr smábæ. Framhalds mynda-flokkur frá BBC, byggð ur á skáldsögu eftir George Eliot. 4. þáttur. Heimkoman. ! 22.20 Mannlíf i stórborg. Brugð- j ið upp svipmyndum af mannlíf ! inu i stórborginni New York og lýst kostum og göllum stór borgarlífsins. Þriðjudagur 15. júní 20.30 Kildare læknir. Húmar að kveldi. Mynd þessi er í beinu framhaldi af myndinni Með ást arkveðju frá Nígeríu, sem sýnd var sl. þriðjudag. 21.20 Setið fyriT svörum. Umsjón armaður Eiður Guðnason. 21.55 Iþróttir. M.a. mynd frá landsleik [ knattspyrnu milli Dana og Skota. Miðvikudagur 16. júní 20.30 Carmina Burana. Kórverk með dönsum eftir Carl Orff, einn af kunnustu tónsmiðum og tónlistarfrömuð- um Þýzkalands á tuttugustu öld. Tónverkið Carmina Bur- ana er samið seint á fjórða tug þessarar aldar, en söngtext arnir eru fengnir úr handritum, sem skráð voru í klaustrum miðalda. Söngvarnir eru hér fluttir á frummálunum, alþýöu-latínu og gamalli þýzku og frönsku. Flytjendur eru nemendur úr skóia Hartvigs Nissens í Osló, en formálsorð flytur Jón Stef- ánsson. 21.20 Portúgal. Fylgzt mcö portú gölsku þjóðlífi og svipazt um í höfuðborginni Lissabon og Lissabon og litlu fiskiþorpi i héraðinu Algarve suður með sjó. 21.45 Fær í flestan sjó. Banda- rísk bíómynd frá árinu 1961. Leikstjóri Vincent Sherman. — Aðalhlutv. Debbie Reynolds, Steve Forrest og Andy Griffith. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. Ek-kja nokkur flyzt búferlum frá New York til Arizona í byrjun þessarar aldar. Þar lend ir hún í ýmsum ævintýrum og er loks falið að gegna valda miklu embætti. Föstudagur 18. júní 20.30 Tryggðarof. Finnsk mvnd um víxlspor í hjónabandi og af leiðingar þeirra. Kannað er við horf almennings og brugðið upp tölum úr bandarískum og sænskum skýrslum um þessi mál. Þýðandi Gunnar-Jónasson. 21.l0 M'annix. Dauði í A-moll. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.00 Erlend málefni. Umsjónar maður Ásgeir Ingólfsson. Laugardagur 19. júní 18.00 Endurtekið pfni. „Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn". Flutt eru lög eftir Sigfús Hall- dórsson. 1 þættinum koma fram auk hans Tómas Guð- mundsson, Sigurveig Hjálte- sted. Guðmundur Guðjónsson Kristján Kristjánsson, Ingibjörg Björnsdóttir og fleiri. Áður sýnt 6. maí 1968. 18.30 Réttur er settur. Laganem ar setja á svið réttarhöld í máli, sem rís út af sambýlis- vandamálum í tvfbýlishúsi. — Stjórnandi Magnús Bjamfreðs son. Áður sýnt 31. jan. sl. 20.25 Smart spæjari. Djöflaeyjan. 20.55 Myndasafnið. Umsjónarmaö ur Helgi Skúli Kjartansson. 21.25 Vængjaður sigur. Bandarfsk bíómynd frá árinu 1944. — Aðalhlutverk Lon McCalIister og Jeanne Crain. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. Hópur manna ákveður að ganga í flugherinn og greinir myndin frá undirbúningi þeirra f her- skólanum og fyrstu þátttöku þeirra í bardögum. ÚTVARP •; j —r1 w fl 19.35 Um daginn og veginn. — F.ggert Jónsson hagfræðingur talar. 19.55 Stundarbil. Freyr Þórarinsson kynnir popp tónlist. 20.25 Íþróttalíf. Örn Eiðsson segir frá. 22.35 Hljömplötusafnið i umsjá Gunnars Guðmundssonar. Þriðjudagur 15. júní 19.35 Frá útlöndum. Umsjónarmenn: Magnús Þórð- arson, Elías Jónsson og Magnús Sigurðsson. 20.15 Lög unga fólksins. Gerður Guðmundsdóttir Bjark- lind kynnir. 21.05 Iþróttir. Jón Ásgeirsson sér um þáttinn. 21.45 „Sjakalar og Arabár", smá saga eftir Franz Kafka. Ingi- björg Jónsdóttir Þýddi. Þórunn Magnea Magnúsdóttir les. 22.35 Harmonikulög. Franconi og félagar hans leika. 22.50 Á hljóðbergi. Miðvikudagur 16. júní 19.35 Á vettvangi dómsmálanna. ’ Sigurður Líndal hæstaréttarrit ari talar. 20.20 Surriarvaka. a. Nokkur orð um hinn fornnor ræna Finnmerkurseið eða gald- ur. Jón Norðmann Jónasson bóndi í Selnesi á Skaga flytur erindi. b. Veðrahjálmur. Svei-nbjöm Beinteinsson fer með kvæði eftir séra Jón Hjaltalín. c. Islenzk sönglög. Engel Lund syngur þjóðlög, dr. Páll Isólfsson leikur undir, Sig urður S-kagfield syngur lög eftir Jón Leifs, Fritz Weisshappei leikurundir. d. Eiríkur góði. Þorsteinn frá Hamri tekur.saman þáttirtn og flytur ásamt Guðrúnu Svövu ■Sýavarsdóttur. Fimmtudagur 17. júní 19.30 Fánahvöt. Ræða eftir Guðmund Finnboga- son frá 1906. Finnbogi Guð- mundsson flytur. 20.25 Milli steinsins og sleggjunn ar. Sigrún Harðardóttir og Jón Guðni Kristjánsson lesa ljóð. 20.50 Leikrit: „Dúfna<veizlan“ eft ir Halldór Laxness. Fluttur verður fyrsti þáttur og fyrsta atriði annars þáttar. Leik stjóri Helgi Skúlason. Föstudagur 18. júní 19.30 Barnið sem vegfarandi. Margrét Sæmundsdóttir fóstra flytur þáttinn. 19.50 Krabbamein i lungum. Hjalti Þórarinsson yfirlæknir fijAur erindi. 20.30 Lundúnapistill. Páll Heiðar Jónsson segir frá. Laugardagur 19. júní 17.40 Valsar eftir Johann Strauss Cleveland sinfóníuhljómsveitin leikur, George Szell stjómar. 19.30 Mannlegt sambýli, — er- indaflokkur eftir Jakobínu Sig urðardóttur. Annað erindi nefn ist Utangarðshluti fjölskyldunn ar: Faðirinn. Sigrún Þorgríms- dóttir flytur. 19.55 Hljómplöturabb. Guðmundur Jónsson bregður plötum á fóninn. 20.40 Smásaga vikunnar: „Jóla- dagur" eftir Frank O’Connor. Ingibjörg Jónsdótti-r íslenzkaði. Jöhann Pálsson les. Mánudagur |4% jýiy Ferðafélagsferðir: Laugardag 12. júní klukkan 2. 1. Þórsmörk. 2. Eyjafjallajökull. Sunnudag 13. júni kl. 9.30 frá BSl 1. Brennisteinsfjöll. 2. Krísuvíkurberg. Ferðafélag Islands, símar 19533 og 11798. Farfuglar — ferðamenn: Sunnudaginn 13. júní. 1. Hengill og Marardalur. 2. Hrómundartindur og Katt- artjamir. Farið verður frá Arnarhóli kl. 9.30. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík fer fram opinbert uppboð að Borgartúni 3, mánudag 21. júní 1971 kl. 16.00 og verður þar seld gufupressa „Pros- perity" talin eign efnalaugarinnar Lindin hf. Greiðsla við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík fer fram opinbert uppboð að Vesturgötu 53, mánudag 21. júní 1971 kl. 11.30 og verða þar seldar 2 fatapressur, taldar eign Efnalaugar Vesturbæjar hf. Greiðsla við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.