Vísir - 25.06.1971, Blaðsíða 13
13
▼ í SIR. Föstudagur 25. júní 1971.
Tjað var margt um manninn á
skrifstofu Orlofsnefndar
húsmæðra i Reykjavík, þegar
Fjölskyldusiðan leit þar inn í
fyrradag. Þarna flettu orlofs-
nefcdarWonur í óðaönn í skýrsl-
um sínum og konur streymdu
inn til skrásetningar f orlofs-
ferðir.
Orlof húsmæðra hefst nú 28.
júní og stendur yfir til 8. sept.
Farnar verða fimm orlofsferðir,
sem munu standa yfir í 8 daga
hver, en oriofskonur fá nú til
afnota nýlegt og glæsilegt hús-
næði f Laugargerðisskóla á Snæ-
fel'lsnesi. í oriofsferðirnar kom-
ast 280 konur i þetta sinn, og
verða 56 saman i hverjum hóp.
„Það er ekki talað um það þó
þreyttir blaðamenn fari í orlof,
og ég sé enga ástæðu til . að
tala um þreyttar mæður, þegar
orlof húsmæðra ber á góma.
Þær konur, sem njóta orlofs
húsmæðra eru eins og hver
annar starfshópur í þjóöfélaginu'
nema þær hafa kannski meiri
þörf á félagsskap en aðrir í
Á skrifstofu orlofsnefndar Traðarkotssundi 6 hefur verið nóg
að gera við skrásetningu þátttakenda í oriofið í sumar.
„..og þar er alltaf
fullt af skáldum
—• talað við Steinunni Finnbogadóttur um
orlof húsmæðra, sem er að hefja sumarstarfið
orlofi sínu,“ segir Steinunn
Finnbogadóttir, ljósmóðir, for-
maður orlofsnefndarinnar i
spjalli við Fjölskyldusíöuna um
orlof húsmæðra
... margar hafa upp-
götvað ðnotaða hæfi-
leika
„Undanfarin ár hefur orlofið
verið til húsa að Laugum í Dala-
sýslu en nú er verið að stækka
skólann þar og verður það því
f Laugargerðisskóla í Eyjahreppi
á Snæfellsnesi í sumar. Þar
geta 56 konur dvalið i einu við
mjög góðan aðbúnað. Það verða
engin vandkvæöi á því að láta
sér líða vel þar og láta tímann
li'ða. Það er sundlaug á staðn-
um, vel útbúin setustofa með
hljóðfæri og möguleiki á að
hafa kvöldvökur fjölbreyttar og
skemmtilegar en sá háttur er
hafður á, að þær eru hafðar á
hverju kvöldi. Innifalin i orlof-
inu er einnig ein skemmtiferð
— í sumar verður farinn hring-
urinn um Snæfelisnes.
Söngur er mikill þáttur i
kvöldvökunum. Þær eru sá
þáttur orlofsdvalarinnar sem
konur, sem hafa kynnzt henni,
vildu sízt missa af. Konurnar
leggja til efni og flytja í ríkum
mæli þótt fararstjóri hafi þar
að sjálfsögðu hönd í bagga.
Margar kvannanna hafá upp-
götvað á kvöldvökunum óhotaoa
hæfileika. Þær hafa lesið upp,
sagt sögur og ég veit dæmi
þess. að sumar hafa brugðið
sér á smánámskeið á eftir, t.d. í
fundahöldum og mælskulist, og
á kvöldvökunum er alltaf fullt
af skáldum. Þess er vert að geta,
að það hefur verið rómaður
menningarblær sá, sem hefur
verið á orlofskonum þar sem
þær hafa dvalið.
1 þetta sinn fara fimm hópar
frá Reykjavik i átta daga orlofs-
dvöl. í fyrra voru hóparnir
fjórir og dvalardagamir 10. Til
þess að koma einum hópi V
viðbót, styttum við oríofsdvölina
66
f 8 daga þó við teljum ekki
æskilegt að stytta dvalartímann,
en aðeins til að mæta stað-
reyndum, fjárhag og eftirspurn.“
— Hvernig er með greiðslu
fyrir orlofsdvöl?
„Hver orlofsnefnd hefur
mjög frjálsar hendur um þaö,
mjög algengt er aö konurnar
borgi ekki neitt. Frá því að við
hófum orlof áriö 1965 höfum
við hugsað okkur að hver kona
borgi einn þriöja af kostnaði.
Konurnar borga 1500 krónur og
ferðakostnaö. sem er - tæplega
þriðjúrigur kostnaðarins.“
— Og það er varla vafamál,
að aðsókn í orlofsdvöl hefur
verið góð?
„Hún hefur verið mjög mikii
og í fyrra varð að grípa tii þess
að láta 40 konur dvelja sem
gesti hjá nágrannabæjunum,
sem reka orlof — þessari
eftirspurn höfum við rtíynt aö
mæta nú með því að fjölga or-
lofsferðum. Þáð bætast alltaf
einhverjar nýjar við á hverju
ári, sem hafa áhuga á orlofs-
dvöl, og þær, sem hafa .farið
áður hafa fulia„ hufe á að fara
aftur, orlofsdvölin hefur verið
þeim það mikils virði.“
— Hvaða konur hafa rétt til
orlofsdvalar og á hvaða aldri eru
þær, sem sækja um?
„AHar konur, ef þær eru hús
mæður í Reykjavík og konur á
cillum aldri. Þær, sem ekki hafa
farið áður í orlofsdvöl ganga skii
yrðisiaust fyrir en hinar, sem
það hafa gert hafa fullan rétt
á því að sækja aftur. Það eina,
sem kemur í veg fyrir það, er að
þær komist ekki að vegna eftir-
spurnarinnar. Um aldurinn er
það að segja að það er sjaldgæft
að konur innan við þrftugt sæki
um orlofsdvöl, en það hefur þó
komið fyrir. Sú vngsta hefur ver
ið 25 ára gömul. Konumar sem
sækja um orlofið eru aðallega á
aldrinum 40—60 ára og ekki
bundnar ungum börnum. í orlofs
dvöl sem þessum gefst sérstakt
tækifæri til þess að njóta félags
skapar, og mér er óhætt að segja
góðs félagsskapar og þvf má
segja að þar sé tækifæri fvrir
þær, sem ýmissa hluta vegna
hafa þörf fyrir hann.“
... ungu konurnar með
börnin vandamál
— En ungu konumar með smá
börnin em ekki erfiðleikar á aö
fá þær með í orlofið?
„Jú, það er einmitt stóra
vandamálið. Það em þær sem
virkilega þyrftu að fara f orlof,
en þar kemur tvennt til. Þær
eiga erfitt með að komast að
heiman meðan þær eru með ung
börn og í öðru lagi líta þær
þannig á orlofið, að þaö sé ekki
þeirra heldur annarra kvenna,
þeirra eldri og þreyttari. Þetta er
að sjálfsögðu reginmisskilning-
ur því öllum er þörf á hvíld og
tiíbreytingu, Það, sem hægt væri
að gera frá okkar hlið til þess
að fá ungu konurnar með er
barnaheimilisrekstur í sambandi
viö orlofið. en barnaheim-
ilið gæti allt eins verið uppi
f Mosfellssveit og orlofsheimili
kvenna uppi í Dölum þvf þaö á
ekki að vera þannig, að konurn-
ar þurfi að hafa afskipti af börn
unum þennan tíma.“
... og því ekki orlofs-
heimili fyrir hjón
— Fyrst byrjað er á þessum
hugleiðingum — hvað er hægt
aö gera fyrir þreytta karlmann
inn í fjölskyldunni?
„Blessaður maðurinn er ekkert
aukaatriði. Ég hef oft hugleitt
það, að alveg éins og örlof er til
fyrir konur þá ætti aö vera hægt
að reka heimili fvrir hjón til or-
lofsdvalar og það er alls ekki ó-
hugsandi sem einn liður i starf-
semi stéttarfélaaa. Orlofsheim-
ili eins og Ölfusborgir gefa
fjölskyldunni möguleika. og
það er ómetanlegt, en þaö
er mjög gott að hafa fjölbreytni í
þessu og fyrirkomulagið er hag
kvæmt, eins og við höfum haft
það. maður er algjörlega frjáls
en hefur möguleika á félagsskaþ
ef maöur vill.“
— Orlofsnefndir eru til víða
á landinu eru starfshættir þeirra
ðlíkir?
„Reykjavíkumefndin hefur
haft forgöngu um að reyna að
koma á samræmdiu^kipulagi. —
Orlofsnefndirnar úti á landi hafa
svo litla hópa, að þær hafa að-
eins geta farið f 1-2 daga
ferðalög með þá, og hafa ekki
getað rekið orlofsheimili. Nú hef
ur fulltrúum orlofsnefndatma
verið skrifað, og það á að hafa
ráðstefnu um mánaðamótin októ
ber og nóvember í haust með
það markmið f huga, að afflir
landshlutar geti rekið orlofs-
heimili á þann veg, að stór
svæði sameinist um rekstur
hvers heimilis. Það er von mín
að með þessu sé hægt að sam-
eina starfskraftana og fá betri
nýtingu auk fjármálahliðar-
innar og hinnar félagslegu þar
sem möguleikarnir verða miklu
meiri á meiri félagsskap."
Skrifstofa orlofsnefndarinnar,
sem Reykjavíkurborg lét ný-
verið f té er f Traðarkotssundi 6
og þar er opið út júnímánuð á
mánudögum, miðvikudögtun og
föstudögum klukkan 3—5 á dag
inn og tekið þar á móti um-
sóknum, en auk þess verður
hægt að fá þar upplýsingar og
fyrirgreiðslu allan júlímánuð á
mánudögum frá kl. 3—4. —SB
d
rti
Nú geta alir eignazt borðstofuhúsgögn.
Greiðsluskilmálar: 2.000 kr. útborgun og 1.500 kr.
á mánuði.
Trésmiðjan Víðir
auglýsir
Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt.
Verzlið í Víði
Laugavegi 166 — Sím/ 22229