Vísir - 25.06.1971, Blaðsíða 16
Hinn langi armur laganna
þversum yfir dymar til að
varna því, ef einhverjum
bráðlátum lægi á að líta á töl
umar sínar.
Blandnar tilfinningar á skattsiofunni i morgun
Rétt eftir klukkan níu
var opnað, fólkið
þrengdi sér enn meira
aö dyrunum, og þeir
fyrstu flýttu sér inn. —
Lögregluþjónn stóð við
dyrnar og hélt hendinni
í dyrastafinn eins og til
að varna inngöngu, ef
einhverjum bráðlátum í
hópnum lægi mikið á.
Jii stundum virðist skatturinn
vera eftirsóknarverður — alla
vega tölurnar yfir þá upp-
hæð, sem þarf að greiöa ríki
og borg þetta árið. Það var
stór hópur, sem beið eftir að fá
að líta á tölumar yfir útsvar og
skatt í Iðnaðarmannafélagshús-
inu í Vonarstræti í morgun.
Spenningurinn breyttist í ann
að hugarástand, þegar tólurnar
eru komnar á biaðiö, sem afbent
er — óánægja, vonbrigði, á-
nægja yfir, að upphæðin skuli
þó ekkj vera hærri. Hins vegar
ber fólkið ekki tilfinningarnar
utan á sér og sjást lítil svip-
brigði á því — þó eru furðu
margir fremur léttir í spori,
þegar þeir ganga út um hliðar-
dyrnar — því skatturinn véröur
ekki umflúinn.
Þeir kunningjarnir Guðbrand-
ur Elifasson og Jakob Vilhjálms
son eru hressir í tali þarna inni
hjá skatttölunum: „Já, þarna
sérðu“ segir Jakob, þega*- þeir
bera saman tölurnar ,,mig lang-
aði bara til þess að líta á hvern-
ig þettá ýrði“, og hann er hress
•í bragöi yfír að hafa haft á
réttu að standa, og segir við
blaðamanninn: „iHannibal talar
viö þá“. Guðbrandur segist hafa
skotizt ti'l að ná í skattatölurnar
í smáhléi hjá Eimskip, „þetta er
ebki meira en maður bjóst við“
segir hann yfiir hækkuninni hjá
sér fcá iþwf í fyrra. Það var held-
ur dauflegna hljóðið í ungri
stúlku, sem var meðal þeirra
fyrstu að komast inn til að líta
á gjöld sín. „Ég vissi þetta
alveg, ég hefði svo sem getað
sparað mér sporin og sofið dá-
lítið lengur — en kærastinn
minn hann fær nú taugaáfell".
Og viðbrögðin verða mismun-
andi viö gjðldunum, sem hinir
áköfustu gá að í skýrslunni í
skrifstofunni f Vonarstræti, og
svo þeim sem eru skráö í blöðin,
sem pösturinn ber heim til borg-
arbúa næstn daga. — SB
sýnir nýju sút-
unarverksmiðjuna
Guðbrandur og Jakob bera saman bækurnar fremst á myndinni en þama er fyrsti hópurinn,
sem hleypt var inn í skrifstofuna í Vonarstræti í morgun til að líta á tölur yfir útgjöld til borgar
og ríkis á árinu.
— Nýja 4500 fermetra verksmiðjan komin
/ full afk’óst
Fréttamönnum af Reykjavíkur-
blöðum, var í dag boðið að skoða
hina nýju loðsútunarverksmiðju
SÍS á Akureyri.
Verksmiðjan hefur nú tekið til
starfa af fullum krafti, en bygging
verksmiðjuhússins hófst í júní 1969
og í fyrra í maíbyrjun, hófst starf-
semi verksmiðjunnar að nokkru,
leyti.
Loðsútunarverksmiðjan stendur í i
verksmiðjuhverfi Sambandsins á
Gleráreyrum og sútar bessi verk-
smiðja mokkaskinn, skinn í loð-
kápur og annað þess háttar.
Var verksmiðjuhúsið byggt með
það fyrir augum, að möguleikar,
væru fyrir hendi að stækka húsið
um 50%.
Hús það sem þegar hefur veriðl
reist, er 3880 fermetrar á grunni,
en ef allt gólfrými er talið, telst
það 4500 fermetrar.
Hver loðkápa sem verksmiðjan
framleiðir mun kosta kringum 7000
krónur í framleiðslu, og mun
þannig óhætt að reikna með útsölu
verðj hverrar loðkápu kringum
16—17 þúsund. Lítiö hefur sézt af
framleiðslu loðsútunarverksmiðj-
unnar hér innanlands, þar sem
90% af framleiðslunni hafa veriö
flutt út, en kannski breytist það
eitthvað núna, þegar verksmiðjan
hefur tekið til starfa af fullum
krafti. Fyrsta árið var ekki hægt
að afkasta eins miklu og nú, og
þar fyrir utan var heldur ekki hægt
að fullgera framleiðsluvörur verk-
smiðjunnar hér heima. — GG
Tvær stúlkur kærð-
ar fyrir árás
Tvær súlkur um tvítugt
voru kærðar í nótt fyrir árás
og voru þær handsamaðar og
hafðar í fangageymslunni í
haldi í nótt.
Leigubílstjóri kærði þær,
en þær höfðu verið farþegar
í bifreið hans, þar til hann
amaðist við því, að þær helltu
áfengi niður í aftursæti bíls-
ins. Kom þá til orðahnipp-
inga, sem enduðu með því, að
stúlkurnar urðu að fara út úr
bílnum.
Önnur stúlkan danglað; hand-
tösku sinni í höfuðið á leigub'il-
stjóranum, og særði hann í and-
litið. Sár hans reyndist þó ekki
alvarlegt.
En hann kærði verknaðinn til
lögreglunnar sem leitaði kvenn-
anna og fann þær. Urðu þær
ekkj blíðar við og þótti þá ekki
annað ráðlegt en að hneppa þær
í varðhald. / — GP
FIMM HÆSTU GJALD-
ENDUR Á AKUREYRI
einstaklingar og fyrirtæki
Skattskráin var lögð fram á Ak-
ureyri í gær. Útsvörin voru alls
125.625.300,00 kr., heildarupphæð
aðstöðugjalda 30.171.100,00 kr. og
tekjuskattur 60.463.844,00.
Hæstu gjaldendur af einstakl-
ingum á Akureyri eru: Oddur Karl
Thorarensen Jýfsali 490.500,00 í út-
svar og aðstöðugjald og 188.826,00
í tekjuskatt Snorri Kristjánsson
bakar; 370.800,00 í útsvar og að-
Skatthæstu Kópavogsbúar
1 Kópavogi var ekki hægt að fá
uppgefnar tölur um tekju- og
eignaútsvar, en hæstu tekjuskatt-
greiðendur í Kópavogi eru:
1. Krístín Jónsdóttir, Hlíðarvegi
46 443.582.00. 2. Karl Jónasson,
Meigerði 29 343.583.00. 3. Ketill
Axelsson, Mánabraut 27 287.080.00.
4. Kjartan Jóhannsson, Þinghóls-
braut 27 255.010.00 5. Guðmundur
Benediktsson, Hrauntungu 50
246.529.00. 6. Páll Helga-
son, Þinghólsbraut 54 228.531.00.
7. Marinó Pétursson, Álftröð 3
213.505.00. 8, Þorgeir Jónss., Sunnu
braut 29 199.680.00 9. ívar Guð-
mundss., Nýbýlavegi 30a 192.644.00
10. Magnús Norðdahl, Hoitagerði
58 1889.35.00.
Fyrirtæki: 1. Málning hf. 1.066.-
277.00. 2. Byggingavöruverzl Kóp.
sf. 1.036.744.-. 3. Braúö hf' 217.-
655. — , 4. Rörsteynan hf. 187.496.—.
5. Hámar sf. 118.937.—.
stöðugjald og 288.716,00 í tekju-
skatt, Valdimar Baldvinsson heild-
sali meö 308.600,00 f útsvar og
aðstöðugjald og 82.600,00 í tekju-
skátt, Baldvin Þorsteinsson skip-
stjóri á Súlunni 274.300,00 í útsvar
og aöstööugjald og 163.200,00 1
tekjuskatt, Sigurður Ólafsson lækn-
ir 271.600,00 í útsvar og 266.573,00
í tekjuiskatt.
5 hæstu ifyrirtæki eru: Kaupfélag
Eyfirðinga með 10.491.100,00 i út-
svar og aðstööugjald og 2.167.783.-
00 í tekj.uskatt, Verksmiðjur SlS
4.287,000,00 í aðstöðugjald, Út-
gerðarfélag Akureyrar með 1.551,-
100,00 í aðstöðugjald, Slippstöðin
1.393.100,00 í aðstöðugjald, Bygg-
ingavöruverzlun Tómasar Bjöms-
sonar hf. 941.700,00 £ útsvar
og aðstöðugjald og 395.293,00
£ tekjuskatt.
-SB
Hæstu Hafnfirðingar
í Hafnarfirði var 127.700.00 kr. jafnað niður á 2920 einstajd-
inga og 86 fyrirtæki. Aðstöðugjaid greiddu 344 einstaklirfgar
og 131 fyrirtæki, samtals 13.335.300.00 kr.
Hafparfjörður: tekjuskattur, tekjuútsvar og eignaútsvar:
1. Hörður A. Guömundsson, Hringbraut 46 1.052.730.00
2. Jónas Bjarnason, Kirkjuvegi 4 939.816.00
3. Sævar Gunnlaugsson, Hringbraut 32 694.758.00
4. Halldór Halldórsson, Lindarhvammi 8 586.216.00
5. Einar Ingimundarson, Brekkugötu 13 549.254.00
6. Jósef Ólafsson, Kyího'.ti 102 476.749.00
7. Grímur Jónsson, Ölduslóð 13 457.177.00
8. Guðmundur Lárusson, Hringbraut 19 426.898.00
9. Jóhannes Jönsson, Ölduslóð 15 413.190.00
10. Andri Heiðberg, Arnarhrauni 16 377.383.00
Fyrirtæki:
1. Raftækjaverksmiðjan hf. 1.547.309.00
2. íshús Hafnarfjarðar hf. 1.488.186.00
3. Knútur og Steingrímur hf. 1.176.063.00
5. Venus hf. 830.945.00
4. Lýsi og mjöl hf. 866.987.00