Vísir - 25.06.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 25.06.1971, Blaðsíða 5
eOMLU KEPPINAUTARNIR KR OG AKRANES SITJA NÚA BOTNINUM Nýja Kópavogsliðið í 1. deild, Breiðablik, stökk up í fjórða sæti í 1. deild, þegar það sigraði KR á Melavellinum í gærkvöidi með 1—0, en skildi um leið gömlu keppinautana og tvö beztu lið íslands tvo síðustu áratugina, KR og Akranes, eftir á botninum í 1. deild — þau hafa bæði aðeins hlotið tvö stig eft- ir fjórar fyrstu umferðirn- ar í keppninni. Hlutskipti þeirra nú er að reyna að verjast falli — í stað þess að keppa að íslandsmeist- aratitlinum eins og oft áð- ur. Það var ekki rismikil knatt- spyrna sem sást á Melavelli í gær- kvöldi — síðari háifleikurinn áreið anlega þaö lakasta. sem sézt hefur í íslandsmótinu hingaö til, enda sannast átakanlegt, aö sjá leikmenn berjast á hörðum og þuirum mal- arvellinum vitandi af Laugardals- vellinum betri en nokkru sinni fyrr nokkra km í burtu. Norðan strekkingur var, þegar — Breiðablik vann KR i gærkv'óldi 1-0 á Melavellinum ur Kópavogs, og sá, sem skoraði sigurmarkið gegn KR. Barizt um knöttinn í vítateig KR. Landsliðsmaður Kópavogs, Guðmundur Þórðarson (nr. 9) komst lítið áleiðis gegn þessum mikla varnarvegg KR. Ljósm BB» leikurinn fór fram^og stóð beint á syöra markið, Breiðablik lék und- an vindinum í fyrri hálfleik og var miklu meira í sókn gegn vængbrotnu liði KR, sem að meirihluta var skipað leikmönnum úr 2. flokki félagsins. Þekktustu leikmenn liðs- ins voru ekki meö eins og annars staðar er skrifað um á síðunni. Leikmenn Breiðabliks gáfu sem sagt tóninn lengi vel í leiknum — en sá tónn var hvorki fagur né skær — mest þóf á miðjunni og lítiö um vel uppbyggðar sóknar- lotur. Mörkin komust varla í hættu — þar til allt í einu á 32. mín. að mikið var um að vera innan markteigs KR. Magnús Guðmundsson, binn ágæti markvörður KR, stóð bá heldur betur í eidlínunni. Knött- urinn barst inn i vítateiginn og Magnús sló knötiinn frá. Breiöa- bliksmenn náða honum strax og einn þeirra átti hörkuskot á markið, sem Magnús varði giæsi lega. En hann var kominit upp að marki KR á svipstundu aftur — gefið var fyrir og Magnús, sem varla var búinn að stað- ' setja sig á rvý hijóp fram, reyndi i að komast að knettinuin, en tókst illa og bezti maður Breiða- bliks Haraldur Erlendsson náði honum á markteigslínunni. Hann sýndi mikla rósemi í æs- andi stöðu — lék á varnarleik- mann KR og fyrir markið. Síð- an sendi hann knöttinn í mark með hörkuskoti. 1—0 og þetta reyndist sigurmark Breiðabliks í ieiknum. KR-ingar áttu fáar sóknarlotur gegn norðangolunm' og það var ekki nema Sigurþór Jakobsson, sem eitt hvað lét að sér kveða í framlín- unni. Á 3’3. min. lék hann mjög skemmtilega á tvo vamarleikmenn Breiðabliks og inn í vítateig. Fast jarðskot háns, sieikti mark Breiða- Dliks, en að utanverðu. Um síðari hálfleikinn er bezt að hafa sem fæst orð. Knattspyrna sást varla þar va^ spymt hátt og langt og oftast mil’i mótherja. Knattspyrna eins og við viljum hafa hana sást ekki. KR-ingar sóttu miklu meira en á’-angur var eng- inn og mark Köpavogs komst varla i hættu - nema á síðustu sekúndu leiksins, begar hinn ágæti mark- vörður liðsins, Ólafur Hákonarson, kom fingrum á knöttinn á síðasta augnabiiki cg Ivfti honum yfir þver islá.rÞegar 20 mín. voru eftir varð bezti maður KR-liðsins Sigurþór Jakobsson að yfirgefa leikvanginn og kom Baldvin Baldvinsson í hans stað — en tókst lítiö að sýna á þeim mínútum. Lið KR á krossgötum \ O : Þrir af þekktustu leikm'ónnum libsins hófu ekki leik i gær Það vákti mikla athygli í gærkvöldi, þdgar leikur Breiða- bliks og K.R. hófst á Melavell- inum, aö þrír af þekktustu leik- mönnum KR — Jón Sigurðsson, fyrirliði í allt vor, Baldvin Baldvinsson og Þóröur Jónsson voru ekki í liðinu. Hver er á- stæðan? spurðu áhorfendur hvem annan ViS eftirgrennslan kom í ljös, að Þórður Jónsson var bundinn við vinnu norður á Akureyri og gat ekki leikiö af þeim sökum, en hins vegar höfðu þeir Jön Sigurðsson og Baldvin Bald- vinsson — þó Baldvin kæmi inn á sem varamaður, þegar tuttugu minútur voru eftir — verið settir úr liðinu vegna þess, að þeir hafa mætt illa á æfingar að undanförnu. Ekki gott til þess að vita, þegar KR þarfnast allra sinna beztu manna. KR á mjög efnilegan 2. aldurs- flokk og þeir drengir stunda æf- ingar mjög vel. Sex þeirra léku með KR-liðinu í gærkvöldj og ef félaginu tekst að veriast falli í sumar þarf það áreiðanlega ekki að kvíða framtíðinni. En liðið er á krossgötum sem stendur — þessir ungu piltar hafa enn ekki þá leikreynslu, sem nauðsynleg er í 1. deild, og á nieðan þurfa hinir eldrj að vera burðarásar þess. En á því hefur orðiö slæmur þverbrestur. Breiðablik hefur nú hlotið fjögur stig í fjórum leikjum, en fyrir keppnina voru margir, sem spáðu, aö liðið mundi varla hljóta stig. Kópavogsmenn hafa gert grín að þeim. Liðið leikur ekki glæsilega knattspyrnu — en hefur nokkrum ágætum leikmönnum á að skipa eins og Haraldi Erlendssyni — Magnúsi Steinþórssyni, eldfjörug- um bakverði, Þór H'annessyni, drjúgum framverði og Hreiðari Breiðfjörð, sem er ^neggsti maður framlínunnar. Hins vegar sýndi Guð mundur Þórðarson, miðherji og kunnasti leikmaður liðsins, sem leikið hefur með iandsliðinu, iítið í þessum leik og komst ekkert á- leiðis gegn Birni Árnasyni, mið- verði KR. En lið Breiðabliks er mik ið baráttulið og þar er einna fremst ur í flokki Guðmundur H. Jónsson, hinn litli miðvörður, sem aldrei gefur eftir. Um KR-liðiö þarf ekki að fara mörgum orðum — það er lið í mót- un og með marga efnilega leikmenn, sem enn hafa litla sem enga reynslu. M'agnús, markvörður, Björn og Sigurþór voru beztir í þessum leik oo ,hinn ungi Árni Steinsson sýnir stoSugt betri leiki. Prýðilegur dóníari' var í þessum leik, Hafnfirðingurinn Ragnar Magnússon, sem ég hef ekki áður séð dæma leik í 1. deild, en hefur greinilega til þess ágæta hæfileika. -hsím Hinn ágæti af höfði Trausta Hallsteinssonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.