Vísir - 06.07.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 06.07.1971, Blaðsíða 5
FRAM HtfUR AFTUR NÁD FORUSTU11. DCILDINNI — sigraði KR 2-0 í rislágum leik i gærkv'óldi Dýrðarljóminn, sem leikið hefur um 1. deildarleik- f i á Laugardalsvellinum að undanförnu, hvarf heldur f tur, þegar Fram og KR mættust þar í gærkvöldi. í íeiðinlegum og iélegum leik sigraði Fram með 2—0 o'g tryggði sér þar með aftur efsta sætið í deildinni — hefur hlotið einu stigi meira en Valur og Keflavík eftir sex umferðir — og sá sigur Fram var verðskuldaður, því liðið var sterkari aðilinn í þessari viðureign. Liö KR er heillum horfiö. Bald- vin Baldursson sat uppií stúku og horföi á félaga sína berjast hinni vonlausu baráttu — fyrirliði KR- liðsins Jón Sigurðsson stundar nú grálúðuveiðar og leikur varla meira með 'i sumar — og auk þess kom Sigurþór Jakobsson ekki til leiks. Liö KR var því að mestu leyti skipað kornungum piltum — aö vð'su efnilegum flestum — en oröið efnilegur gildir ekki í hinni hörðu 1. deiidar keppni, þar þarf meira til, og gamla, góða KR situr því enn neðst á botninum i deildinni, með aðeins tvö stig eftir sex leiki. Sá töfrasproti, sem virtist magna leikina á Laugardalsveliinum um fyrri helgi, var ekki til staðar í gær kvöldi og það er ekki nóg að leika á frábærum Laugardalsveliin- um — liöin verða að sýna ein- hverja knattspymu til þess að á- horfendur hafi gaman af 'því að koma á leikina. Fram hefur að vísu afsökun — iiðið Jeikur ekki fyrir áhorfendur — það leikur til sigurs og strax eftir fyrra mark liðsins í gærkvöldi, sem var skorað strax á 12. mínútu, virtist takmark- ið aö halda þessu marki — fá ^kkj á sig mark. Og þaö heppnað- Staðan 1, deild Staðan er nú þannig: Fram 6 4 1 1 14—9 9 Keflavík 6 3 2 1 14—7 S Valur 6 á 2 1 13-9 8 Akranes 6 3 0 3 14—11 6 Vestm.eyjar 6 2 2 2 12—10 6 Akureyri 6 2 1 3 8-13 5 Breiðablik 6 2 0 4 4—13 4 KR 6 1 0 5 4-11 2 Markahæstu leikmenn í deild- inni eru þessir: Haraldur Júl'iusson, Vestm. 5 Kristinn Jörundsson, Fram 5 Steinar Jóhannesson, Keflav. 5 Andrés Ólafsson, Akranesi 4 Ingi Björn Albertsson, Val 4 Matthías Hallgrímsson, Akran. 4 Eyjólfur Ágústsson, Akureyri 3 Friðrik Ragnarsson Keflavík 3 Höröur Hilmarsson, Val 3 Kári Árnason, Akureyri 3 Alexander Jóhannesson, Val 2 Arnar Guðlaugsson, Fram 2 Björn Lárusson, Akranesi 2 Erlendur Magnússon, Fram 2 Hermann Gunnarsson, Val 2 Jón Sigurðsson, KR 2 Magnús Torfason, Keflavík 2 Óskar Vaitýsson, Vest. 2 Sigurbergur Sigsteinsson, Eram 2 Örn Óskarsson, Vest. 2 ist og svo sterk var vörn, að I<R fékk raunverulega aðe'ins eitt tæki færi ti! að skora í leiknum. Fram hóf leikinn með miklum krafti — svo miklum, að þar var eins og takmarkið væri að greiða hinu unga KR-liði rothögg, þegar í upphafi. Þetta tókst að vissu marki. Fyrstu mVn. fór knötturinn varla af vallarhelmingi KR og hætta var oft við markið. Þannig bjargaði bakvörðurinn Sigmundur Sigurðs- son snilldarlega á 6. mín, með því áð skalla frá á marklínu - alveg uppundir stöng — hörkuskalia frá Sigurbergi Sigsteinssyni og eftir 12 mín. hafði Fram skorað sitt fyrsta mark. Arnar Guðlaugsson átti þá fast skot á mark KR. Magnús markvörður Guðmundsson varði en hélt ekki knettinum og misstj hann fyrir fætur eins út- herja Fram — Ágústs Guð- mundssonar. Hann spyrnti á markið, knötturinn fór í stöng og rann síðan eftir marklínunni. Þar koniu þeir að Þórður Jóns- son, KR, og hinn markheppni miðherji Fram, Kristinn Jörunds son, og Kristinn reyndist skarp- ari í þeirri viðureign — tókst að þrýsta knettinum yfir mark línuna. Eitt-núll og áhorfendur bjuggust við, að Fram-sigurinn yrði stór. En svo varð ekkj og Fram lagði ekki eins mikla á'herzlu á sóknarleik- inn þaö sem eftir var. Að vísu Sænskt met i 1500 mhlaupi Bandaríkjamaðurinn Marty Liquori sigraðj nýlega 'i 1500 m hlaupi í Míianó á Ítalíu éftir rnjög harða keppni við ítalann Franco Arese og Svíann Ulf Högberg. Liquori hijóp á hinum frábæra tíma 3:36.0 mín. Arnes var rétt á eftir á 3:36.3 mín., en Svíinn settj sænskt met j 3:37.3 mín. Á sama móti tapaði Jay Sil- vester í kringlukasti, svona fyr ir siðasakir einu sinni. Geza Feyeer frá Ungv.erjalandj sigr- aði með 63.90 m en Silvester kastaði 10 sm styttra. Banda- ríkjamaðurinn Mark Winzeried sigraði 'i 800, m á 1:47.8 mín. og Svíinn Kjell Isakson í stangar stökki. Hann stökk 5.20 m, en sömu hæð stukku einnig Renato Dionisi, Ítalíu, og Dick ■ Rails- back, USA. Lothar Doster, V- Þýzkalandi sigraði í hástökki með 2.15 m. fékk liöið tvö ágæt marktækifæri — fyrst, þegar Arnar spymti fram hjá marki V góðu færi, og svo þeg ar Ágúst spyrntj viðstöðulaust á markið eftir fyrirgjöf — en beint á Magnús markvörð. Á 22. mín. komst Atli Þör Héðinsson, hinn skemmtilegi miöherji KR, í gott færi, en tókst ekki betur upp en að hann spyrnti knettinum beint á Þorberg Atlason í marki Fram. En þetta var raunverulega eina marktækifæri KR í leiknum. Síðari hálfleikurinn var mjög viðburðasnauður. Á 15. mín. fengu Framarar hornspyrnu og eftir nokk ur átök inni í vitateig barst knött urinn tij Kjartans Kjartanssonar frá einum varnarmanni KR og Kjartan skoraði með föstu skoti. Hann hafði komið inn á mínútunni áður — í stað Arnars, sem meidd- ist — og skoraði raunverulega með sinni fyrstu spyrnu. Og eftir þetta mark lagði Fram litla sem enga áherzlu á sókn- ina, enda mátti segja að sigurinn væri í höfn — stundum mátti sjá miðherja liðsins, Erlend Magnús- son meðal öftustu varnarmann- anna. Og KR komst ekki áfram gegn þessari sterku vörn Fram þótt liðið væri meira 'i sókh lokamínútur leiksins. Vörn Fram var sterk í þessum leik — um það verður ekki deilt — en liðið hefur oftast áöur sýnt betri leiknj í mótinu. En sigur vannst og nú er aö vita hvort Fram- liðið hefur nýja sigurgöngu — Ieikurinn á undan gegn Val var hinn fyrsti, sem Fram tapaði af 21 leik. Nú horfir orðið alvarlega hjá Lítiif jör- leg afsök- un það í gærkvöldi átti að fara fram leikur milli Víkings og Þróttar í 1, flokki á Reykjavíkurmótinu. F.n þegar til kom varö að fresta leiknum, þar sem engan dómara var hægt að fá til að dæma leikinn. Ástæðan. Allir dómarar, sem til náðist, voru uppteknir. þar sem þeir þurftu að horfa á leik Fram og KR á Laugardalsvellinum í gær- kvöldi! — Furðulegt, aö slík af- sökun skuli enn borin fram. KR. en að vísu er von meöan Breiðablik er ekki nema tveimur stigum á undan. Þórður Jónsson bar mjög af í liðinu í þessum leik — og Sigmundur bakvörður átti sinn bezta leik með liðinu hing að til. En liðið er of sundurlaust til að einhver árangur náist. —hsím. Magnús markvörður KR missti knöttinn frá sér og Ágúst Guðmundsson náði honum og átti skot í stöng ... síðan rann knötturinn eftir ntarklínunni en þegar Þörður Jónsson ætlaði að spyma frá komst Kristinn Jörundsson fyrir knöttinn og tókst að þrýsta honum yfir marklínuna. (neðri mynd- in.) — Ljósm BB. i /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.