Vísir - 06.07.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 06.07.1971, Blaðsíða 8
Q V í SIR . Þriðjudagur 6. júlí 1971, / VÍSIR Otgefandi: Keykjaprent nl. \l Framkvæmdastjóri: Sveinn It Eyjólfsson (f Ritstjóri- íönas Kristjánsson Fréttastjóri: Jön Birgir Pétursson (l Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jöhannesson )l Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson y Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Slmar 15610 11660 / Afgreiösla- Bröttugötu 3b Simi 11660 \ Ritstjón: Laugavegi 178. Sími 11660 C5 linur) / Askriftargjald kr. 195.00 ð mðnuð) innanlands \ I lausasölu kr. 12.00 eintakiö ( Prentsmiðja Visis — Edda hf. \ mmmmnmmmmmnmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmtmmmmmmmmmmmmmm I Frjálsir fjölmiðlar Blöð í Bandaríkjunum eru um þessar mundir að \ birta svokölluð leyniskjöl um aðdraganda þess, að ( Bandaríkin urðu þátttakandi í stríðinu í Víetnam. ( Bandarísk stjórnvöld reyndu að koma í veg fyrir þessa l birtingu. Hæstiréttur felldi fyrir nokkrum dögum úr- ) skurð blöðunum í vil. Þetta mál er að mörgu leyti athyglisvert. Blöð víða um heim hafa fagnað dómsúrskurðinum sem sigri prentfrelsis og málfrelsis yfir tilraunum ríkisvalds til að skerða þessi mannréttindi í þágu þess, sem stjóm- ) völd kölluðu öryggi rfkisins. Hæstiréttur úrskurðaði ekki, að stjórnarskráin veitti fjölmiðlum algeran rétt til að birta hvað sem vera skal, hvemig sem á stend- ur. Blöðin New York Times og Washington Post báðu / heldur ekki um það. Þau fóru aðeins fram á að fá ) heimild til að birta þessi ákveðnu skjöl á þessum ) ákveðna tíma. \ Hlutverk fjölmiðla er að gefa almenningi kost á ( sem víðtækustum upplýsingum um það, sem almenn- ( ing varðar. Stjómvöld hafa hins vegar, einkum í stærri / ríkjunum, ríkar tilhneigingar til að halda margs kon- ) ar upplýsingum leyndum fyrir aimenningi. ) Þetta á auðvitað einkum við um ýmiss konar mál, \ sem eru talin hemaðarlegs eðlis. ( í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna reyndu stjórn- ( völd í þetta sinn fyrir dómstólum að hindra birtingu // upplýsinga, sem ríkisstjórnin sagði, að mundu valda ) óbætanlegu tjóni öryggi ríkisins, ef þær kæmu fyrir ) almennings sjónir. Dagblöðin héldu fram þveröfugum \ sjónarmiðum og sögðu, að það væri einmitt hags- ( munamál þjóðarinnar allrar, að þessi skjöl yrðu gerð (i heyrinkunn, enda hefðu þau fyrst og fremst sögulegt ( gildi. j Skjölin greindu ekki frá herflutningum eSa áætlun- ( um herstjórnarinnar í Víetnam nú. Þau eru, eins og ( kunnugt er "1’ frá fyrri tíma. Ekkert þeirra er nýrra / en síðan árið iC"g. ) Afleiðingin af birtingu bessara skjala kann að ) verða, að fólk leggi í framtíðinni minni trúnað á full- \ yrðingar forystumanna. Skjölin sýna, að oft hafa for- \ setar Bandaríkjanna og róðherrar vísvitandi leynt ( almenning staðreyndum um stríðið í Víetnam og farið / með blekkingar. Fyrst og fremst kemur þetta illa við ) þá menn, sem stjómuðu á þessum tíma, til dæmis Hu- ) bert Humphrey, sem enn er í sviðsljósinu og sækist \ eftir að verða frambjóðandi við næstu forsetakosn- ( ingar. y Lýðræðisskipulag grundvallast á því, að almenn- / ingur hafi bæði þekkingu og skilning á mikilvægum / vandamálum. Án þess stenzt lýðræði ekki. Það er j hlutverk blaða og annarra fjölmiðla að miðla þekk- \ ingunni. V Eins og dómari í Hæstarétti Bandaríkjanna segir: l „Án frjálsra og upplýstra dagblaða getum við ekki /l verið upplýst þjóð“. (J Deilur um áhrif C-vitamins gegn kvefi: Á að 20-falda skammtinn? C-vitamfn var „uppgötvað“ fyrir 40 ánim. Síðan hafa margir talið það lækna alls konar sjúkdóma, allt frá kvefi upp í berkla, mislinga og geð klofa, hálsbólgu og eitrun af slöngubiti. Þótt sérfræðingar séu sammála um, að C-vfta- mín verðskuldi ekki allt þetta hól, þá greinir þá á um margt. Nú stendur slagurinn um mátt C-vítamíns sem lyfs við kvefi. Nóbelsverðlaunahafi mælir með margföldum skammti Fyrir skömmu ritaði nóbels- verðlatmafaafitin Linus Pauling bók, þar sem hann fullyrðir, að stórir skammtar af C-v\'tamtni kotni í veg fyrir og lækni venju legt kvef. Pauling hlaut nóbels- verðlaun fyrir afrek í elnafræði. Hann segist ekkj hafa fengiö kvef árum saman enda eti hann C-vítamin statt og stöð- ugt. Margir mótmæla Pauling og segja, að hann sé ekki fræði- maður á sviði læknavísinda. Þeir kalla hann „leikmann“ á þessu sviði. Heilbrigðisyfirvöld I Banda- ríkjunum mæla með því. að ful) orðinn karimaður, sem vegur um 70 kíló og er Við góða heilsu, taki 60 milligrömm af C- vítamíni á dag. Nóbelsverðlauna hafinn Pauling mselif með, að menn taki milli 1000 og 2000 milligrömm á dag. Og fái menn kvef engu að slður. skuli þeir auka skammtinn upp í 4000 til 15000 milligrömm á dag. Vegna frægðar Paulings h'ust uðu menn á orð hans. Milljónir manna hafa veitt þsim athygli, og C-vitamín tók að hverfa úr hillum lyfjabúða f Bandarikjun- um. Greinilega höfðu búsundir manna hlaupið upn til handa og fóta og keypt C-vltamín. Svo komu aðrir læknisfróðir og vöruðu menn við hæt+ntmi af óhóflegum inntökum C-víta- míns. Deilt um tilraun meö stúdenta Þeir bentu á. aö þrátt fyrir kunnáttu sína í efnafræði stydd ist Linus Pauling ekkj viö nein ar eigin tilraunir með áhrif C- v’ítamíns. Þvert á móti miðaöi hann við tilraunir, sem aðrir hefðu gert og voru yfirieitt ekki taldar gefa fullnægjandi niður- stöðu. Meðal rannsókna. sem Paul- ing vitnar til, er ein, sem var gerð árin 1939—40 við Minne- sótaháskóla. Fjögur hundruö tuttugu og sjö stúdentar voru „tilraupadýrin" í þessari rann- sókn. Þeim var skipt í tvo hópa og öHum sagt, aS þeir fengju kvefmeðal, sem verið væri að rannsaka. Aðeins umsjónarmenn rannsóknarinnar vissu, hverjir hefðu fegið C-vítamín og hverj ir ekki. 233 fengu 100 milligramma pillur með C-vítamíni. Hinir 194 fengu hins vegar ekki annað en sykurpillur. sem litu eins út, og voru með súrbragði. Fyrir- mælin voru hin sömu: Taka skyldj tvær pillur á dag f 28 vikur um vetrartímann. Fimm- tíu af þeim, sem tóku C-víta- mfn. var sagt að auka skammt- inn upp V fimm pithir á dag, ef þeir væru að fá hvef. Rannsóknin virtist benda til merkilegrar fækkunar kveftil- fella. Áður hafði verið kannað, hversu oft þessir stúdentar hefðu haft kvef, áður en til- raunin var gerð. Samkvæmt upp lýsingum þeirra höfðu þeir að meðaltali haft kvef nærri sex sinnum. Stjómendur rannsókn- arinnar reiknuðu út hversu „mörg kvef“ kæmu á hvorn hóp inn. Kom í ljós, að þeir, sem áttu í raun og veru að taka C-vítamín höfðu áður haft kvef að meðaltali 5,5 sinnum en hinn hópurinn 5,9 sinnum, áð- ur en tilraunin var gerð. Eiftir 28 vikur voru kveftilfellin lögð saman í báðum hópum. Hópur- inn. sem hafði i rauninni tekið C-vítamín, hafði nú að meðal- tali aðeins haft kvef 1,9 sinnum, sem var 65,5 prósent minnkun. Það merkilega var, að hinn hóp Urinn haföi aðeins fengið kvef 2.2 sinnum aö meðaltali þessar 28 vikur, sem var 62,7 prðsent mlnnkun. Minnkunin var þvi ekki ósvipuð, hvort sem menn höfðu tekið C-vítamín eða syk- urpillur.' Forstöðumönnum rann sóknarinnar leizt ekki nógu vel á niðurstöður s’fnar og töldu þær of ,,gruggugar“ til að marka rnætii nokkuð um áhrif C-víta- míns á kvef. Ef til vill voru áhrifin mest „sálræn", þannig að menn fengu síður kvef, af því að þeir héldu sig vera að taka kvefmeðal, jafnvel þótt helmingurinn tæki aðeins syk- urpillur. Slík áhrif eru alþekkt og viðurkennd f læknisfræði. Pauling- leggur hins vegar talsvert upp úr þessum niður stöðum og fullyröir, að þær gefi vísbendingu um áhrif C- vítamíns sem vörn gegn kvefi. Stórir skammtar geta verið hættulegir Dr. Charles Glen King, sem „uppgötvaði" C-vítamínið áríð 1932 ásamt öðrum, vill ekki fall ast á fullyrðingar um undramátt lyfsins. Hann segin „Það eru engar sannanir tH fyrir þv\, að stórir skammtar af C-vítamfni hafi nein sérstök gagirleg áhrif, svo sem að lækna venjulegt kvef,“ þótt það sé nauösynlegt líkamanum í hæfilegum skömmt um, þá sé rétt að vekja athygli á þeirrj hættu, sem felst í að taka mjög stóra skammta af einhverju efni umfram það, sem líkaminn þarfnast. Óhæfilegar tökur C-vftamí»s getf valdið míklum niðurgungi, sem gæti verið hættulegt einkum fyrir ungböm og gamalmenni. Gerð- ar hafi verið tilraunir tW að fá fósturlát með þvf að gefa kon- um gffurlega skammta af C- vftamVni. Aðrir hafa bent á, að gifur- legir skammtar af jafn „venju- legum“ efnum og sykri og salti eða venjulegu vatní geta haft mjög háökalegar afleiðingar fyr Ir fölk. Heilbrigður mannslfkami hef ur mn 1500 miMigrömm af C- vítamíni, sem er svipaður skammtur og Pauling mælir með, að fólk taki daglega. Hve mikið, sem menn eta af C-vita míni, er nærri ógerlegt að auka þessar „birgðir“ í likam- anum. Það, sem umfram verður, fer frá nýrum beint í þvagið, og yfirieitt innan þriggja klufcku stunda frá töku. Öft er sagt, að þetta sé hættu laust. Þó er vitað um mörg dæmi um slæmar afieiðingar. 1 leiðbeiningum sem bandariskir læknar fá er varað við að gefa mjög stóra skammta af C-v!ita- míni sjúklingum, sem hafa til híieigingu til að fá nýmasteina og nokkra aðra sjúkdóma. Hins vegar er talið, að hverjum heil* brigðum manni ætti ekki að verða'meint af þvf að taka 1000 milligrömm á dag af C-vítamini, sem er lægra markið, sem Paul ing setur fyrir daglegan skammt. Væm 2(K) milligrömm bezt? Afleiðing skorts á C-vítamíni er skyrbjúgur, sem ís’endingar þékktu fyrr á öldum. Skyrbjúg- ur var algengastur meðal sjó- manna og hermanna, en í tok 18. aldar gætti hans minna víð- ast hvar, enda hafðj mönnum skilizt, að unnt var að fyrir- byggja sjúkdóminn með neyzlu nýrra ávaxta og grænmetis. Eft ir uppgötvun C-vítamíns kom í Ijós, að 10 milligrömm af þvt komu í veg fyrir skyrbjúg. Þótt rifizt sé um áhrif C- vítamfns sem kvefvamar, þá er almennt viðurkennt, að það er mikilvæg lækning við ýmsum sjúkdómum. Þá er viðurkennt gildi þess til að fá sár til að gróa. Marair skurðlæknar munu jafnan gefa sjúklingum eftir uppskurð 100—300 milligrömm af C-vítamfni á dag. Auk þess þarfnast likaminn aukins C- vítamíns, begar maðurinn hefur teklð berklaveiki, „venjulega gikt“ eða við alvarlegum bruna. Þarfir manna eru miös mis- munandi. Rannsóknir sýna áð sumir þurfa aðeins 10 milli- grömm af C-vítamínj á dag, aðr ir unp í 200 milligrömm. Sér fræðingar áfíta, að ef tfl vill sé sá C-vitamínskammtur, sem heilbrigðisvfirvöld mæla með. b e. 60 TTn'liprömm. full Htill. Umsjón: Hauknr HeTgason Kvefið er eln versta melnvætturln.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.