Vísir - 06.07.1971, Blaðsíða 13
13
V ISIR . Þriðjudagur 6. júlí 1971.
a
u
Bftferð trj Akureyrar og ttl baka:
Kostar bíleiganda 2300 kr.
ea þá er fastakostnaðurinn ekki reiknaður með
það kostar bíleiganda 2.300 kr.
að aka til Akureyrar og til
baka með smáakstri um bæinn.
Þessa tölu fékk Fjölskyldusíðan
út í viðræðum við Guðlaug
Bjö/gvinsson framkvæmdastjóra
FÍ.B. en hann er nýkominn
heim úr ferðalagi með íjölskyld
una ti'l Akureyrar.
„M&r reiknaðist til að þetta
væru þúsund kíiómetrar“ sagði
Guðiaugur. „Það eru 448 kíló-
metrar hvora leiö og akstur um
bæinn.
Ef við reynum að fara milli
veginn og áætlum að bíllinn
eyði 10 lítrum af bensíni á
hundrað kílómetra, bensínlítr-
inn er 16 kr., þá fara 1600 krón
ur í 1000 km akstur. Eftir
hverja þúsund kílómetra þarf að
smyrja bílinn, í það fara 300 kr.
Hjólbaröaslit reiknum við á 400
krónur“.
í þessu reikningsdæmi um það
hvað það kostar, að ferðast á
eigin bíl eru ekki teknar með
afskriftir eða annað sem tilheyr
ir föstum kostnaði bílsins, held-
ur aðeins það, sem bileigandinn
þarf að borga beint úr vasanum
eftir og meðan á ferðalaginu
stendur.
í^uðlaugur var spuröur að því,
hvað hann ráðlegöi fólki að
hafa með séf í ferðalagið við-
komandi bílnum.
„Það má benda fölki á að fá
sér plastpoka, sem hægt er að
hafa innan í plastgrind og hægt
að geyma svefnpokana í og ann
an viðleguútbúnað, en reyndar
stórskemmdi ég lakkið á bfln-
um mínum þar sem þess konar
plastpoki náöi að liggja utan í
lakkinu og komst að bleyta, er
eyðilagði lakkið. En það er einn-
ig hægt að fá plastdúk, sem
hægt er að binda niður og teygj
ur til að krækja yfir toppgrind
ina. En 3—4 manna fjölskylda
kemur viðlegubúnaöi ekki fyrir
í farangursrýminu. Þá bendi ég
ökumönnum á að fá sór eitthvað
af varahlutum t.d. aukakveikju-
lok, platínur, kerti, kveikjuham-
ar og viftureim. Þetta myndi ég
eindregið ráðleggja ökumannin-
um aö hafa með sér.
Cvo eru það rúöubrotin, sem
eru svo aigeng. Þaö er nauð
synlegt fyrir ökumanninn að
hafa uppi á þeim bfl, sem olli
brotinu, ?á nafn hans og bílnúm
er, það er einnig nauðsynlegt að
hafa í bilnum hjá sér einhvern
óskyldan, sem ekki telst t«l fjöl
skyldunnar, sem vitni, að ifðrum
kosti fæst skaðinn ekki bættur
úr tryggingum nema bíllinn sé
sérstaklega tryggður fyrir rúðu-
brotum t.d. með kaskótryggingu.
Þegar rúðubrot koma fyrir er
nauðsynlegt að setja plast fyrir
rúöurnar. — Ve'gaþjónustubílar
hafa plast til þess að stinga í
rúöur til bráðabirgða, sem hefur
verið útbúið sérstaklega fyrir
F.Í.B. Vegaþjónustan lemur brot
in úr og setur plastið yfir.
Það er til mjög einfalt ráð
til þess að koma í veg fyrir
rúðubrot, en það er að bílstjór-
ar dragi úr feröinni, þegar þeir
mæta bílum. Rúðubrotin verða
vegna þess, að menn standa á
bensíngjöfinni þegar þeir mæt-
■ - ...........■ ■ ■ ..:■■■"-■' ;■■■■■’.
ast og það er svo mikill snún-
ingur á afturhjólunum að þau
þeyta möl upp úr veginum. Þá
er nauðsyn'Iegt að hafa Ijósin á,
þegar ekið er í rykmekki".
Guðlaugur varar bílstjóra ein-
dregið viö því að aka með
brotna rúðu. Gusturinn, sem
kemur inn um gluggann er
Iúmskur og getur verið mjög
hættulegur heilsunni.
Og í raun mim þaft vera skyn-
samlegast fyirir bílstjóra aö
hafa plasthlíf fyrir brotinn
glugga með í bílnum, þegar h'ald
ið er af stað f ferðalagið, það
sparar óþarfa töf og jafnvel að
en verra hijótist af, ef bílstjór
inn gerist svo óvarkár aö aka
meö brotna bíltúöu. —SB
Guðlaugur nýkominn úr Akur
eyrartúmum — bensínkostn-
aðurinn nam 1600 krónum.
■
er orðin 360 síðna litprentuð bók í Mliegri möppu,
sem inniheldur allt sem viðkemur konunni og
heimilinu.
VÍSIR í VIKULOKIN
er afgreiddur án endurgjalds frá byrjun
til ným. áskrifenda.
(nokkur tölublöð eru þegar uppgenginí)
fylgir aðeins til fastra áskrifenda.
Vönduð mappa getur fylgt á
kostnaðarverði.
VÍSIR í VIKULOKIN
VÍSIR í VSXULOKIN