Vísir - 06.07.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 06.07.1971, Blaðsíða 9
V1SIR . Þriðjudagur 6. júlí 1971 9 ... MEÐ ÖRYGGISBELTIN SPENNT 1 RÚMINU....“ — Rætt við Pétur Sveinbjarnarson um gagn- semi öryggisbelta „Á hverju ári eiga tíu til tólf þúsund bifreiðar- stjórar aðild að umferðaróhappi. Fæstir þessara manna hafa öryggisbelti spennt um sig, en þeir / vildu sennilega flestir eftir á, að svo hefði verið.“ Tjetta sagði Pétur Sveinbjarn- arson. framkvæmdastjóri Umferðarráðs, en um þessar mundir stendur yfir mikil her ferð til að hvetja ökumenn til að nota öryggisbeltin í bílum sínum. „Það var 1. janúar 1969, sem það varð skylda, aö öryggis- belti væru i öllum nýjum fólks- og sendiferöabílum. Og nú má gizka á, að öiyggisbelti séu í níu til tíu þúsund b‘ilum.“ ,,Af hverju var farið að krefjast þess, að öryggisbelti væru í bílum?“ „Ástæöan var sú, að talið var fulikannað, að öryggisbelti komi að góðum notum, er umferðaró- höpp verða. í langflestum til- vikum verða slys þannig, að þeir, sem í framsætunum sitja eru í mestri hættu, og þeir rek- ast á stýri, mælaborö, framrúðu eða 'bílþakið. Öryggisbelti koma að mestu ley-ti í veg fyrir að þessi slys geti oröið. Til að sýna, hversu nauð- synlcg öryggisbeltin eru má benda á, að í Bandaríkjunum fór ust í fyrra um 55 þúsund manns í bifreiðaslysum, og rannsóknir benda til þess að tíu til fimm- tán' þúsund af þessum fjölda hefðu bjargazt, ef öryggisbelt- in hefðu verið spennt." „Hér eru menn skyldugir aö hafa öryggisbelti í nýjum fólks- og sendiferðabílum. Af hverju ekki í öllum bílum?“ „Ijað er líka þróunin, að ör- yggisbelti verði sett í alla bíla. í Bandaríkjunum gekk í gildi núna um daginn, 1. júlí, ný reglugerð sem útheimtir. að öryggisbelti séu ‘i öllum stórum bílum, og ekki nóg með það, öryggisbelti eiga líka að vera í hjólhýsum, sem bílar draga. Ef einhver er inni í hjólhýsinu. kannski sofandi, þá er honum uppálagt að hafa öryggisbeltin spennt í rúminu.“ „Á það ekki langt í land hér, að menn fari að óla sig niður í fletin. Það lítur út fyrir, að í- %.fi " *•*** ,W «W ' •,/. , 15000 Bandarikjamenn létu lífið í umferðarslysum, m.a. vegna þess að þeir voru ekki með beltin spennt — nú er það orðin skylda í Bandaríkjunum að notabeltin, — og í sumutn tilfell- um líka þegar legið er í rúminu! margir séu feimnir við að nota öryggisbelti." „Jú, maður hefur orðið var við einhverja illskiljanlega tregðu hjá fólki varðandi notk- un öryggisbelt|i,i;:Margir { sér, ékki gréin'iíýrifegildúþeirra, en nú hafa kypnt áll mikið’ svö atrmjtiHr aAIu að vera farnir að kahnást viö gagn semi þeirra, og þá lítur helzt út fyrir, að þeir, sem ekkj nota Þessi mynd var tekin um helgina af slysi í Reykjavík, — öryggisbelti hefðu' ugglaust getaö komið «ið gagni hér ens og oftast. Ófáum slysum geta beltin komið í veg frir, — og jafnvel dauðsföll. belti, séu beinlínis feimnir, hræddir við að öðrum finnist þeir vera hlægilega varkárir. En svo þegar þessir sömu menn lenda i einþverju umferðaró- happi, sjá þeir eftir því að 'ii-'RaH‘álit44fá1'ávorta5'hræddir við aðhlátur, þegar beltift dingla Iaus 1 bílnum hjá þeim.“ ,.Hvað: eru menn lengj að venjast því að nota öryggis- belti?“ „'p'f viðkomandi einsetur séT að venjast beltum, verður hann að nota öryggisbelti í öll- um sínum akstri, bæöi innan bæjar og utan, og það tekur yf- irleitt viku eða tíu daga sam- fellda notkun að venjast beltun um, þannig að menn séu farn- ir að setja þau á sig umhugs- unarlaust, þegar þeir setjast upp f bílinn“. „Eru ekki til ýmsar gerðir ör- yggisbelta?“ „Það eru til fcvenns konar belti. Svonefnd tveggja punkta belti og svo þriggja punkta belti. — Eins og þessi nöfn benda til eru þessi belti ýmist fest á tveimur eða þremur stöðurn. Tveggja punkta belti eru belti eins og þau, sem notuð eru í flugvélum, en þriggja punkta belti, eru þau belti sem liggja yfir öxlina, og þau eru einu beltin, sem Bif- reiðaeUtirlitið viðurkennir“ „Geturöu nefnt einhver dæmi þess. að öryggisbelti hafi forðað fólki frá stórslysum?“ „Já, ég get nefnt möng dæmi. Sfðastliðið sumar geröist þáö til dæmis, að bíl var ekið út af i Hvalfirði. í bílnum voru tveir piltar, og hvorugur þeirra slas- aðist. Báöir voru þeir með örygg isbelti spennt um sig. Þeir höfðu komið við í Botnsskála. og þar höfðu þeir séð áróðursspjald, þar sem fólk var hvatt til að aka með spennt öryggisbelti. — Þeir fóru eftir ábeftdingúnni, og hafa ekki séð eftir því“. „Hvað kosta öryggisbelti, ef menn vilja láta setja belti f gamla bíla?“ „Öryggisbelti kosta milli tvö og þrjú þúsund krónur, og eru víst örugglega einhver bezta fjárfesting, sem um getur“ — ÞB íbEW — Notið þér öryggis- belti við akstur? Magnús Tómasson, myndlist- armaður: Nei, ég nota þau ekki. Það eru engin öryggisbelti f bfln um mínum, en hann er Ford 1930. Mér fyndist ekkert spenn andi aö kevra, ef ég væri í ör- yggisbelti. Reynir Markússon, afgreiöslu- maður hjá Skeljungi: Ég nota þau einungis þegar ég er að keyra utanbæjar. Snorri Laxdal, brunavörður: Nei, yfirleitt ekki, ég hef ekki belti í bílnum mínum. Teitur Guðmundsson, Móum, Kjalarnesi: Nei, ég nota þau ekki, þaö eru engin öryggisbelti í bflnum. Svava Vaifells, húsmóðir:' Ég nota þau ekki, þvi miður eru þau ekki í bílnum, hann er ár- gerð ‘66. M9 Súsanna Svavarsdóttir, starfs- stúlka, Hótel Eddu, Laugarvatni: Nei. bað eru engin í bílnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.