Vísir - 04.08.1971, Blaðsíða 2
Dóttir
Onassis
giftist fast-
eignasala
— fyrir að láta misþyrma Ijósmyndara
Lögfræðingur einn í Aþenu
höföar nú mál á hendur Jacque-
line Onassis, þar sem krafizt er
fimm og hálfrar milljón króna
skaðabóta.
Skjólstæðingur lö'gfræðingsins
heitir Dimitrios Kouioris og er
Ijósmyndari að atvinnu. Hann
heldur því fram, að frú Onassis
hafi látið lífverði sína berja hann
til óbóta.
Þetta atvik geröist á þriðjudag
í síðustu viku á eynni Skorpíos,
þar sem Onassis-hjónin dveljast
um þessar mundir.
Lögfræöingurinn Christos
Stathakopulos segir, að ljósmynd-
arinn hafi verið barinn eftir kapp-
siglingu á mótorbátum, sem hófst,
þegar frú Onassis tók eftir því,
að hann hafi verið að taka mynd
ir af henni.
Vélsjóri um borð í „Kristínu"
skemmtisnekkju Onassis og tveir
lífverðir náðu í Kouloris eftir mik
inn eltingarleik og neyddu hann
til að lenda báti sínum á Skorpi-
os-eyju, þar sem þeir lúbörðu
hann.
„Meðan mennirnir voru að mis-
þyrma mér,“ segir í framburði
Kouloris, sem lögtræðingur hans
las upp í réttinum í Aþenu, „stóð
frú Onassis fáein skref í burtu,
brosti og lét í ljós ánægju sína
yfir aðförunum.“
Dimitrios Kouloris þessi var
fyrir ári sýknaður af ákæru fyrir
að vera í leyfisleysi að þvælast
á Skorpios, en þá var hann að
taka myndir af Rose Kennedy,
móður John F. Kennedy, þegar
hún var að heimsækja hina fyrr-
verandi tengdadóttur sína.
Núna á dögunum gerðist það
f Las Vegas í Bandaríkjunum, að
Ohristina Onassis, tuttugu ára
gömul dóttir Aristótelesar Onass-
is, gekk með allri leynd í hjóna-
band með Joseph nokkrum Bolk-
er, sem er 47 ára aö aldri og bú-
settur í Los Angeles.
Bolker þessi er fasteignasali
að atvinnu, Christina er dóttir
Onassis frá fyrsta hjónabandi
hans, er hann var kvæntur Tinu
Livanos, en það hjónaband endaði
meö skilnaði árið 1960.
□□□□□□□□
Ólánsamir
bílþjófar
Gæfan ’.ék ekki við bfl'þjófa,
sem aetluðu að krækja sér í bíl
fyrir lítið í úthverfi Toulon-bong-
ar í Frakklandi. Bíllinn tilheyrði
lögreglustjóranum í borginni, sem
sá til ferða þjófanna og elti þá
uppi á h’.aupum, og náði þeim
loks, er hinir „heiðarlegu“ þjófar
stönzuðu við rautt ljós.
□□□□□□□□
Minningar-
messa um
Kennedy
Amerfska tónskáldið og hljóm-
sveitarstjórinn, Leonard Bern-
stein, hefur nú samið verk, sem
verður flutt við vígslu minningar-
húss um John F. Kennedy i
Washington-borg 8. september
næstkomandi. Bernstein segir, að
verkið verði að nokkru leyti i
sama formi og kaþölsk messa,
með tilliti til þess að forsetinn
sálugi var kaþólskur. Sumpart
verður textinn kirkjulatína og
sumpart núfcímamál, segir Bern-
stein, og menn bíða spenntir eftir
að heyra verkið. Bernstein sjálfur
er Gyðingur, svo að það er von
að menn séu fullir eftirvæntingar
að komast að því, hvernig hon-
um tekst að setja saman kaþólska
messu.
TYIGGY FÓR í DANSINN....
Stúlkan, sem dansar svona létt grindin" eða „pípuhreinsarinn". ar mundir, hafandi gert kvik- ar í meira lagi, en kunnugir segja
á fæti, hérna á meðfy’.gjandi Hérna sést hún vera að leika mynd eftir sögu D. H. Lawrence að myndin, sem Russel er núna að
mynd er engin önnur en sú valin- hlutverk sitt í nýrri mynd eftir „Ástfangnar konur" og síðan gera með Twiggy sé siðsamleg í
kunna Twiggy, sem lengi vel var Ken Russel, en sá kvikmynda- mynd um ævi Tsjækovskís. Báðar bezta máta — miðað við nútíma-
kölluð annað af tvennu „hor- höfundur er mikið í tízku um þess þessar myndir þykja kynferðisleg- venjur.