Vísir - 04.08.1971, Blaðsíða 4

Vísir - 04.08.1971, Blaðsíða 4
 Greinargerí Í.B.R. í Tottenham-máíinu Íþróttasíðu Vísis barst á laugar daginn greinargerð frá íþrótta- bandalagj Rvíkur í sambandi við leigu á Laugardalsvelli fyrir leik Keflavíkur og Tottenham. Þar kemur fram meðal annars að stjóm ÍBK hafði valið þann kost, að beita einhverri þrýstingsað- ferð í sambandi við blööin. Vísir hreyfði þessu máli fyrstur blaða og vill taka það fram, að það var ekki af hálfu Keflvíkinga, heldur eingöngu að blaðinu barst sú frétt, aö Laugardalsvöllurinn væri ekki til leigu á tímabilinu 13.—19. september fyrir leik Keflavíkur og Tottenham. — Greinar gerð ÍBR fer hér á eft- ir: ÍBK var aldrei neitað um Laugardalsvöllinn Végna skrifa í sumum dagblað anna undanfarna daga varðandi leiki Tottenham og ÍBK í Evr- ópukeppni UEFA, viljum vér vekja athygli á eftirfarandi: Á þessu ári taka 3 íslenzk knattspyrnuliö þátt í Evrópu- bikarkeppnum, ÍA í keppni meistaraliða og Fram í keppni bikarmeistara. ÍBK tekur þátt í þriðju bik^rkeppninni, — um UÉFA-bikarinrí, sem sett er á 'i stað bikarkeppni sýningaborg- anna, Þannig vill til við niður- röðun leikja. að öll 3 liðin eiga heimaleik 15. sept. og leika á úti velli 29. sept. þó með þeirri und- antekningu, að Fram þarf að leika í forkeppni, sem fram fer á Möltu í lok ágúst. Ef svo hefði farið að ÍA hefði dregið Arsenal og Fram Liverpool, all- ir leikirnir hefðu átt að leikast á íslandi 15 sept. hver hefðu við brögðin orðið, ef sú reg-la hefði átt að gilda, að ensku liðin hefðu einhverri forgangsrétt? íþróttavellir Reykjavíkur em heimaveliir Reykjavíkurfélag- anna og þar af leiðandi eiga þau kröfu til forgangs að afnot um þeirra fram yfir félög utan af landi. Félagsmenn Fram og annarra Reykjavikurfélaga eru útsvarsgreiðendur hér í borg og standa sem slíkir undir rekst urshalla og byggingarkostnaði iþróttamannvirkjanna í borg- inni ásamt öðrum borgurum. Þegar ÍA sótti um afnot Laug- ardalsvallarins fyrir nokkru fyr ir leik hinn 13. sept. gegn Sliema Wanderes, var þeim bent á að Fram hefði forgangsrétt og einnig var þeim bent á, að at- huga með heimaleik um mán- aðamótin ágúst-september Það gerðu Akurnesingar án alís há- vaða en svo æxlaðist til, aö ÍA leikur báöa sina leiki í 1. um- ferð gegn Sliema Wanderes á Möltu í ]ok september. Jafn- framt voru Akurnesingar varað ir við að svo mikill hávaði yrði í kynningu blaðanna á Tottenham, að þeir yrðu kaf- færðir og virðist það hafa kom ið fram. ÍBK sótti um afnot Laugar- dalsvallarins 15. sept og var þeim bent á, að Fram hefðj for- gangsrétt að þeim degi Jafn- framt var ÍBK bent á að fengn- um sfmaupplýsingum frá skrif- stofu ensku deildakeppninnar, að Tottenham ætti frí í deild- inni vikuna 20. —26. sept. og 22. sept. væru IBK h'eimi' afnot Laugardalsvallarins fyrir um- ræddan leik Þá var ÍBK jafn- hliða bent á. að vöMurinn væri til reiðu hinn 15. sept. ef Fram dytti út úr keppninni. Ef þetta var stuttur fyrirvari, hvað þá með þann fyrirvara, sem Fram fær ef það kemst áfram, ef fé- lagið þarf að leita nýrra leikdaga og semja um þá við Rúmenana? Stjórn ÍBK tók þann kostinn að beita „þrýstings“-aðferðum V þessu máli með dyggri aðstoð nokkurra blaðamanna. — Þar gleymdist alveg að allar tilslak anir við ÍBK mundu bitna á Fram ef það kæmist áfram. ÍBK var bent á að skipta á leikdögum. Leika í London 15. sept. og i Reykjavik 29. sept. Þetta féllst ritarj Tottenham G. N. Jones á í símtali viö varafor- mann KSl, Ingvar Pálsson, og á föstudagsmorgun við fram- kvæmdastjóra IBR. Hann upp- lýsti að þetta kæmi sér betur fyrir Tottenham, því að Arsen- al hefði 29 sept. fyrir heimaleik sinn í Lundúnum, en Totten- ham yrði að finna nýjan leik- dag fyrir leik sinn gegn ÍBK sem áttj að vera sama dag, en báðir eru vellirnir í Norður- London meö stuttu millibili. — Jafnframt var hann spurður um möguleika á aó halda báöum þessurn möguleikum opnum, og gengið yrði írá endanlegum leik dögum I lok ágúst eftir leiki Fram á Möltu. Sagði hann að þetta hefói ekki kornið upp, en sér sýndist fyrirvarj á flugpönt- unum og hótelum nokkuð naum ur. Formaóur ÍBK Hafsteinn Guð mundsson upplýsti á fimmtu- dagskvöld á tundi með fofmanni ÍBR, Ulfari Þóröarsyni, og for- mannj KRR, Ólafi Erlendssyni, að Tottenham vildi EKKI fallast á leikdagavíxlun og á þessum ósönnu íorsendum samþ . for- maður ÍBR vilyrði fyrir 14. sept. á Laugardalsvellinum. Við visum á bug öllum dylgj- um um, að afstaöa stjórnar ÍBR til umsóknar ÍBK sé liður í ein- hverri misklið eða deilu. Af- staða ÍBR mótast eingöngu af þeirri skyldu að gæta hagsmuna Fram, sem eins af aðildarfélög- um þess. Okkur er ljóst hver akkur er í því að fá hingaö slíkt lið sem Tottenham og ekki síð ur hver hagur það er ÍBK að fá slíkt lið fyrst á „heimavelli". ÍBK var heppiö í drætti og ósk- um við þeim til hamingju með andstæðingana, Tottenham Hot spur, sem ávallt er fengur að fá í heimsókn. Virðingarfyllst, íþróttabandalag Reykjavíkur. Ríkharður Jónsson, landsliðsþjálfari. svsæs- Selja leikskrár í kvöld i Faxaflóaúrvalið verður á ferli í áhorfendaröðum í kvöid. klætt búningum sínum. Piltarnir sem unnu svo frækilegt afrek í Skot- | landi í síðasta mánuði, ætla að | selja „prógram“ til ágóða fyrir d • » . starfsemi unglinganefndar. -r- Hafa þeir vilyrði fyrir „pró- grami“ einnig þegar Japanir keppa hér. Á leikskránnj við Frakklandsleikinn á dögunum fengu þeir 25 þús. kr. í sjóðinn. Euae Nýjatizkaner málmbindi! SKÓLAVÖRÐUSTÍG13. Hvíld á landsliðsæfingu á mánudagskvöldið, — í kvöld eru það átökin miklu gegn liði Englendinga á Laugardalsvellinum,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.