Vísir - 04.08.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 04.08.1971, Blaðsíða 6
6 VÍSIR. Miðvikudagur 4. ágúst 1971, , Páll V. G. Kolka - HÉRAÐSLÆKNIR Lífsmeiðinum laukur varstu, lund þín arfur vorrar móður, hreinn og beinn í hug og máli, hvergi reyndir þig að dylja. Áttir grunduð orð með kyngi, ekkert skrum, sem galla hylja. Vildir þjóðar vera sonur, vinna af alúð þinni móður. Stefndi sál til stórra verka strax f byrjun þinnar ferðar. Lagðir upp með ljúfar vonir leitandans, sem hlaut að finna, traustið enda á tái og glingur tældi ei þig til auðra stranda, þar sem einskis var að vitja en vélar böls, sem höppum granda. Sá ég þig til brautar búinn, banamerktan, aöframkominn. Stóðst sem drangur stuðlabergsins, ! sterkur gagnvart boðaföllum,--- ' þjáninganna þyrnibroddum — —, þekktir hvorki hik né efa. Áttir vísa von um efndir: Vini og starf í öðrum heimi. Sjaldan brást þér bogalistin, betri fannst ei margur drengur. Sást ei uggur örvæntingar út frá þfnum sjónum stara, heldur blikið innri elda annríkis og hugarfestu, - af þvf Guð f efnið andar ódauðleika sinnar veru. Geöi næmu,-----gull af manni — —, greipstu djarft á meinakýlum, veikum huggun, vanmáttugum vonargjafi, hollur vinur. Baðstu heitt, er dreyrðu dropar, -----dauðann mættir brottu reka, og sigðin þin nú sigrað gæti, er sveifluöu þfnar læknishendur. Á málfundum þú varst og vaskur, á vitsmuni ef reyna þurfti, en flokksbræðranna ekki að óskum alltaf fórstu né að vonum. En vaxtarbrum þitt,---vizkan snjalla, Ivakti æ máls til nýrra miða, og orðin sýndu, að hug þinn heillað höfðu nýjar töfrasýnir. Hugarþelið hjartað tjáði, — haldreipiö þitt mikla, sterka, brást þér ei né brandi þínum, blikuðu sverðin mörg á lofti. Hugmyndir svo hratt lézt fljúga, að hugsjóna þær bjuggust skrúða, og sókndjarfur, án sýndarmennsku, svipinn þinnar móður barstu. Sumardagar, sólskinsbjartir, signuðu þínar hinztu stundir, Gifturíkur gæfumaður gekkst til fundar loks við Örottin, —- — en gæðavffs þíns heitu hendur hlúðu að þér bezt og sannast--. Ævifélag ykkar endist annars heims,----til nýrrar sögu. P.t. Vífilsstööum 27. júlí 1971. Þorsteinn L. Jónsson VERKAMENN Úskum að ráða nokkra verkamenn. Uppl. í síma 10437 eftir kl. 8 á kvöldin. Véltækni hf. S. J. skrifar: „Þaö varð mér tilefni tii þess að skrifa ykkur nokkrar línur. hvað mér finnast læknar vera vakrir á að skrifa recept á allra handa lyf fyrir fólk, sem misno-tar það svo, — eins og alkunna er — og reyndar finnst mér þeir furðu móttæki- legir fyrir fullyrðingum leik- manna um, að einhver og ein- hver sé andlega veikur og þurfi vist inni við Sundin blá. Eins og bezt sést á atviki, sem ég ætla að segja ykkur frá. Hérna eitt kvöldið var ég að dytta að vaski I húsinu heima og ég vildi ijúka þ\ó af, þótt verkið drægist fram á kvöld og yfir miðnætti. Þegar aðrir voru gengnir til náða, og ég var einn leiddist mér einveran, og ég fór að raula, kveða vísur og loks tók ég til við að hafa yfir ýmsar eftirhermur — sem sagt æfa mig að herma eftir kunningjum mínum. Slikt hef ég oft gert, og þeir og ég haft gaman af. Slfkt er ekki fátítt og hafa aðrir gert. Nema ég varð var við um- gang í húsinu og skeytti því nú engu fyrst, en fór svo og hugði að — en sá þá engan. Leið svo stutt stund, og meöan ég var niðursokkinn f verkið, vissi ég ekki fyrr til en kominn var til ml'n maður inn 1 húsið, og sá stóð yfir mér. Skýringar fékk ég á tilkomu hans. Þetta var næturlæknirinn, sem kominn var að beiðni heimilislæknis mfns, en til heim- flislæknisins hafði verið hringt af einhverjum, sem heyrt hafði til mfn og ekki orðið rótt. Maðurinn biður mig með góðu að fara nú og þvo mér um hendurnar, og sfðan að taka á mig náðir, en hann skuli gefa mér RÓANDI SPRAUTU! — Ég muni hafa gott af því. Það komu nú einhverjar vom- ur á mig. sem var að visu aiger óþarfi, þvf að góður vilji lá greinilega á bak við þetta hjá blessuðum lækninum. — En þá segir hann mér að þetta sé mér fyrir beztu, og það verði ekki betra fyrir mig að þrjózk- ast við. því að þá sé hann til- neyddur til þess að senda mig inn á „Sundin blá'* mér til heiisubótar. Það má, hver vita það, sem viil, að á slfkri stundu eru gðð rið vissulega dýr. Mér buðust tveir kostlr: — Annar að þiggja rðandi sprautu og fara að sofa, og vakna síðan ... tja, Guð má vita hvar, eða í hvaða félags- skap. En hinn var sá, ef ég möglaði, að vera fluttur inn á ,,Sundin blá“. Nú veit ég ekki um reynslu annarra en mfn kynni af fólki, sem lent hefur inni við „Sundin blá“ eru þau að þær manneskj- ur rísa aldrei undan því aftur. Þeirri staðreynd er veifað sem keyri yfir höfði þeirra, það sem aftir er ævi þeirra. Einhvern veginn tókst mér meö ægi!egu átaki að halda jafn- vægi (og þá bjargaði mér. að ég er ekki alveg sneyddur skopskyni) og auðvitað fór ég ekkj að mögla. Mig langar nefnilega ekkert inn á „Sundin blá“. Næstu mínútur eru mér háif óljósar í endurminningu, en einhvem veginn tókst mér, aö leiða næturlækninum það fyrir sjónir, að ég væri ekki eins vitlaus, og ég iiti út fyrir að vera. Og ég slapp bæði við sprautuna og ferðina inn á Sundin blá. En þetta hefur sem sagt orð- ið mér tilefni hugleiðinga. Mér hrýs hugur við þvf, hvað getur hlotizt af of mikilli trúgimi og fijótfærni lækna. Það rifjast upp fyrir méi hörmungarsaga af konu, sems flutt var i lögregluböndum inn ,á „Sundin b’á“ út af einhverju tilefni Hvað, sem verið hefur um andlegt heilbrigöi hénnar fyrir það atvik, þá beiö hún aldrei bætur á þvf tjóni, sem hún hlaut á sálu sinni við þessa meðferð. Hún hefur aldrei vilj- að koma út aftur. „Ég þoli ekki slíka meðferð, og vil ekki lifa innan um fólk, sem þannig getur komið fram við meðbræður sína eöa syst- kin.“ sagði hún. Nú þykir það goðgá næst aö Ferðalangur segir m. a. þetta um útvarpiö um verzlunarmanna helgina: „Yfirleitt fannst mér umferöarfræðslan of mikil, — maður var orðinn hundleiður á þessu eilffa stagli sýknt og heil- agt. Á mánudagskvöldið varð það manni sannar'ega til léttis að heyra hanagalið hans Gísla Kristjánssonar í búnaðarþætti, sem f'.uttur var einmitt á þessum frfdegi okkar verzlunarfólksins, einmitt á þeim tíma, þegar létt danslög eða skemmtiþættir hefðu átt bezt heima í dag- skránni. En mér og ýmsum öðr- um þótti sem sé bara góð tll- „Annaðhvort róandi sprautu eða spenni- treyju, ef þú ert oð mögla, gói minn!“ vera með einhverjar aðfinnslur viö lækna hér á landj eða láta æmta á einhverri gagnrýni á störf þeirra. Þess vegna vil ég síöur birta nafn mitt. — Þaö er svo sem engin nauðsyn að fara einhverja krossferð á hendur þeim Lítil ábending hlýtur að eiga rétt á sér: Að þeir í Guös bænum athugi sinn gang! P.s.: Mér er ekki svo illa við nokkurn mann, að ég gæti ósk- að honum þess að lenda 1 þeirri ægilegu aðstöðu, sem ég var króaöur f kvöldið sæla, þegar ég átti að fá sprautuna.*' breyting að heyra andakvakið og gaggið í hænsnunum á Kjal- arnesinu eftir ofausturinn af til- kynningum um beltaspenningar og rúðubrot'*. HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 Annað hvort róandi sprautu x — eða vist inni við ?Sundin blá4 Hænugagg og umferðaráróður /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.