Vísir - 04.08.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 04.08.1971, Blaðsíða 3
VÉSIR. Miðvíkudagur 4. ágúst. 1971. É í MORGUN UTLÖNDK MORGUN UTLÖNO í MORGUN UTLÖNO 3 MORGUN ÚTLÖND Umsjón: Haukur Helgason Nýtt Gíneumál: Öryggisráðið sendir rannsóknar- nefnd að kanna ákærur um innrás Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær kvöldi að senda þriggja manna nefnd til Gíneu til að kanna, hvað hæft sé í fullyrðingum um, að Portú galar hafi gert árás á þetta ríki í Vestur-Afríku. Ráðið samþykkti einróma ályktun artillögu sem lögð var fram af Sóm alíu, Sierra Leone og fleiri rikjum, en þar er sagt að verja skyldi sjálf stseði Gíneu. Portúgölsk nýlenda sem einnig heitir Gfnea liggur að lýðveldinu Gíneu á vesturströnd Afrfku. Fuiltrúi lýðveldisins Gíneu hjá Sameinuðu þjóðunum óskaði eftir sérstökum fundi Öryggisráðsins. — Hann sagöi, að ríkisstjóm sín hefði komizt á snoöir um samtöi milli erlendra flotadeilda og Portúgala. Af samtölunum hefði komið fram að brátt mundi reynt að leysa úr haldi málaliöa og aðra útiendinga, sem hefðu átt þátt i árás á Gíneu í nóvember síðastliðnum. Portúgalar neituðu í fyrrahaust, að þeir hefðu átt hlut að innrás í Gfneu en Öryggisráðið fordæmdi þá engu að síður eftir að rannsóknar- nefnd hafði farið til Gíneu og gefiö skýrslu. Fyrir mánuði ákvað Ör- yggisráðið að senda rannsóknar- nefnd til Afríkuríkisins Senegal, er það rfki haföi sakaö Portúgali um árás. Nefndin hélt frá Senegal fyrir nokkrum dögum og mun hún brátt gefa skýrslu. Eftir fundinn í Öryggisráðinu í gærkvöildi hafði U Thant fram- kvæmdastjóri samband við fulltrúa frá ýmsum ríkjum til að ræða um skipun rannsóknarnefndar. Er bú- izt við að í nefndinni verði einn ful'ltrúi frá vestrænu ríki, einn frá kommúnistaríki og einn frá hlut lausu ríki. Stjórnin í Gíneu hefur látið hand taka mikinn fjölda fólks, frá því að samtölin heyrðust á útvarpsbylgj- um. Herinn er við öllu búinn. t/ppjbof gegn Kínverium á Jövu Hermenn við alvæpni umkringdu í morgun kínverska skóla í héraðs höfuðborg á eyjunni Java í Indónes íu eftir að 100 indónesískir stúdent ar höfðu ráðizt á kinverska nem- endur þar. Um helmingur af 1,5 milljón íbúum í þessari borg, sem nefnist Semarang er af kínversku bergi brotinn. Upphlaupsflokkar indónes ískra nemenda æddu um borgina í gærkvöldi og hrópuðu: „Molum Kín verjana". Stjórnvöld tilkvnntu í nótt að allt mundi gert, sem nauðsynlegt væri til að varðveita lög og reglu. SKILDU EFTIR GERYIHNÖTT Hringekja haíursins Þessi teikning gefur góða mynd af ástandinu í Arabaríkjunum, eins og það er nú. Allt logar í illdeilum. Stjórnum er steypt eða reynt að steypa þeim að undirlagi annarra Arabaríkja. Við styrjöld liggur milli sumra þeirra. Geimfararnir í Apollo 15 taka í kvöld stefnu á jörð eftir sinn mikla vísinda- leiðangur á tunglinu. Aðal- vél skal ræst kl. 21.18 til að færa geimfarið á stefnu til jarðar. Áður er heimferð in byrjar, á að setja lítinn gervihnött á braut um tunglið. Gervihnötturinn á að geta enzt í eitt ár og mæla segulmagn. Þetta er fyrsta tilraun sinnar teg- undar í sögunni. Um átján klukkustundum eftir að aðalvélin hefur sett Apollo 15 á braut til jarðar á A1 Worden að fara í geimgöngu. Meðal annars er honum ætlað að sækja ljósmynda- filmur úr kassa utan á geimfarinu. Geimfararnir áttu rólegan dag í gær og þeir létu sjálfvirka Kerfið safna flestum upplýsingum við rannsókn þá, sem þeir gerðu á tungl inu. Áður en þeir hvíldust í nótt, skýröi Scott geimfari frá því að enn einu sinni væri kominn leki að drykkjarvatnsgeyipinum en sér hefði tekizt að þétta án vandræða. Lítilsháttar flóð varö i farinu í gær vegna leka úr geyminum, áð ur en orsökin fáhiigl. ' Samkvæmt seinustu tilkynning- um frá geimvísindastöðinni í Houst on vegur grjótið, sem þeir félagar hafa meö sér um 77 kg. Ef allt gengur samkvæmt áætlun mun Apollo 15 koma niður í Kyrra hafið á laugardag um kl. 20.46, 295 klukkustundum og 12 mínútum eftir að honum var skotið upp frá Kennedyhöfða. □ n I Pakistan og Grikkland 0 Ö Samþykkt i fulltrúadeildinni: Hætt skuli aðstoð við Fulltrúadeild Bandaríkja þings samþykkti í gær- kvöldi tillögu um að hætta öllum hernaðarlegum og efnahagslegum stuðningi /ið Pakistan og Grikkland. Samt er í samþykktinni smuga sem stjórnin mundi væntanlega notfæra sér til að halda áfram að styrkja Grikkland, að sögn Gerald Fords leiðtoga repúblíkana í deildinni. í frumvarpinu segir, að ekki skuli setja vopnabann á ríki, ef vopna- sendingar séu alger nauðsyn fyrir öryggi Bandaríkjanna. Það var utanríkisnefnd fulltrúa- deildarinnar, sem samdi frumvarp- ið, fyrir mánuði. Þar er sagt, að stöðva skuli fyrst um sinn aðstoð- ina við Pakistan og Grikkland til að sýna, að Bandaríkjamenn séu hvergi nærri ánægðir með ástandið í innanríkismálum í Pakistan og Grikklandi. Þessar tillögur voru hluti af frum varpi um heimild til ríkisstjórnar- innar um að verja ákveðnu fjár- magni til aðstoðar við erlend ríki. Frumvarpið var í heild sinni sam- þykkt með 200 atkvæðum gegn 192 og fer nú til öldungadeildarinnar. Stjórn Nixon haföi í upphafi ætl- að að veita Pakistan efnahags- og hernaðaraðstoð, sem næmi um 10 milijörðum á þessu fjárhagsári. 6. 7. og 8. ágúst er fjörið í Eyjum Dagana 6., 7. og 8. ágúst er fjöriö í Eyjum. Á DAGSKRÁ er m.a.: Hljómsveit Ingimars Eydal og Þorstelns Guðmundssonar, Ómar Ragnarsson, Bessi og Gunnar, Big Ben, , • Guðmundur Jónsson, Rió tríó, Þrjú á palli, brenna, bjargsig, flugeldasýning, íþróttir, knattspyrna o.fl. a 8

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.