Vísir - 06.08.1971, Qupperneq 5
SIR . FÖstudagur 6. ágúst.
5 (
IpÉfi w
.
>;■ s':
ns'ss*'" |
■
■
..
\ - s
mmmam
\ ■.
■■ A>|
sí*;s«
w-SÍ'vivSy.w:
íslandsmótið
um lieSginu
Handknattleiknum í skólaporti
'Vusturbæjarskólans heldur áfram
á sunnudaginn kl. 20 með tveim
eikjum. Þaö er f a-riðli milli ÍR og
Próttar og í b-riðli milii Fram og
CR.
Það var rangt hjá okkur hér á síð
m"i aö færeysku stúlkumar hefðu
í ið þær íslenzku í handknatt-
e “keppninni i Galtalækjarskógi
tíögunum Það rétta er nefnilega
íö jafntefli varð hjá stúlkunum,
<:8. Leiðréttist þetta hér með og
;túikumar í Hrönn beðnar velvirð
mgar á.
Sænsk og
syndir á NM
í Reykjavík
Hún heitir Eva Folkesson og
! er sænsk. Hún verður í hópi
i sundfólks, sem keppir hér á
| Noröurlandamótinu i sundi 14.
4 og 15. ágúst n.k. þ.e. um aðra
l helgi Verður þar margt um af-
' reksfólk af hinum Norðurlöndun
, um og sannarlega tilhlökkunar-
efni aö fá að horfa á Norður-
I landamótið.
Eva á tímana 1.09,2 í 100 m
baksundi og 2.30.2 í 200 m bak
' sundi. en hún varð 4. í röðinnj í
f fyrrnefndri grein á Evrópu-
| meistaramótinu í Barcelona og
I 8. í röðinni í 200 metrunum.
. Eflaust hyggur íslenzka sund(
/ fólkið á að hrinda mörgum met /
! um á mótinu hér, — 15 voru þau .
síðast, þegar keppt var eins og'
menn muna.
VARÐI ALLT Sigurgeir Sigurjónsson, markvörður Hauka v arði allt sem að marki kom og bjargaði liði sínu í þessum leik.
Hér er hann að verja eitt af skotum Valsmanna en hart er sótt eins og sjá má.
Valsmenn gátu ekki skorað
Haukar unnu fc>vi stórt, 24:17
Haukar unnu góðan
sigur yfir Valsmönnum í
gærkvöldi, þegar íslands
meistaramótið í hand-
knattleik utanhúss hófst
í skólaporti Austurbæj-
arskólans. Leikurinn var
hnífjafn, — eða þar til
Sigurgeir Sigurjónsson,
markvörður Haukanna,
\ 1
m, <* m,
birtist á velinum. Þá var
staðan 17:17. Eftir að
Sigurgeir birtist, tókst
Valsmönnum alls ekki
að skora mark.
Haukar skoruðu hins vegar 7
rnörk eftir þetta, en oft varði
Sigurgeir hreint ótrúiega vel,
Iínuskot t.d. hvað eftir annað.
I þessum leik var jafntefli i
hálfleik 9—9 og leikurinn jafn
og spennandi allt þar til þessi af
burðamarkvörður kom inn á til
að bjarga Haukum i höfn. —
Valsmenn komust þó 3 mörk
yfir á tíma í seinni hálfleik, en
Haukar jöfnuðu eins og fyrr
greinir.
Viðar Símonarson skoraði 8
mörk í þessum leik, — Stefán
Jónsson 7, Ölafur Ólafsson 3 og
Sigurður Jóakimson 2 en aðrir
færri. Fyrir Val skoruðu flest
mörk þeir Jón Karlss 9, Ólafur
Jónsson 3, Ágúst Ögmundsson
2 og aðrir færri.
Eins og gefur að skilja voru
bessi tvö stig Haukum mikiis
virði enda lítur út fyrir að þeír
komi til með að verða eitt þeirra
liða, sem berjast um siguriaunin
í móti þessu, en óneitanlega var
þetta tap mikið áfall fyrir Vals
menn. —JBP
ÍR lék sér að Gróttu
Ottesen-nafnið er orðið anzi áber
andi í handknattleiknum okkar, í
KR eru tveir af mestu skotmönnum
liðsins með þetta nafn, — og i
Gróttu voru tveir markhæstu leik
menn liðsins í gær einmitt Ottesen
ar Þór með 6 mörk og Sigurður með
3. En þetta dugði skammt gegn ÍR
ingum, sem voru í miklum ham.
ÍR hafði yfirburöi í þessum leik
og í hálfleik var staðan 16:6 og
Gróttumenn áttu sér aldrei við-
reisnar von. Leik þessum lauk með
IR-sigri^ 30—16.
Markhæstir fyrir ÍR voru þeir
Brynjólfur Markússon með 7, Ágúst
Svavarsson 6, Jóhannes Gunnars-
on Þórarinn Tyrfingsson og Vil-
hjálmur Sigurgeirsson allir með sín
4 mörkin hver en Ólafur Tómasson
3 og aðrir með færri.
•4 VARÐI FÁTT .. .en markvörður Gróttu fékk erfitt kvöld
í Austurbæjarskólaportinu. Hann fékk ekki varið neitt ámóta og
„kollega“ hans í Haukamarkinu. Vörn Gróttu var i mcgnustu
óreiðu gegn frískum ÍR-ingunum og þegar þannig er umhorfs fá
markmenn yfirleitt litlum vömum við komið.