Vísir - 06.08.1971, Blaðsíða 7
/ í S IR . FÖstudagur 6. ágúst.
Elzti September-
málarinn sýnir í
Norræna Húsinu
Myndir eftir Snorra Arinbjam
ar verða til sýnis í anddyri Nor
ræna hússins næstu vikur.
Myndimar, sem eru olíumál
verk og vatnslitamyndir, eru
frá árunum 1924—1955.
Snorri Arinbjarnar fæddist 1.
desember 1901 í Reykjavik og
andaðist í Reykjavík 31. maí
1958. Faðir hans var bókaútgef
andi og rak bókaverzlun í hús
inu nr. 41 við Laugaveg.
Snorrj fór mjög snemma að
teikna og mála og árið 1923 fór
hann til Kaupmannahafnar og
hugðist dvelja þar við nám. —
Danski málarinn Viggo Brandt
var kennari Iians um skeiö og siö
an nokkrir aðrir en síðla árs
1925 hvarf hann aftur heim til
íslands. Tveim árum síðar hélt
hann til Noregs og settist í Lista
háskólann í Osló sem nemandi
Axels Revolds prófessors. —
„Sjálfsmyndin“ sem við getum
skoðað í Norræna húsinu um
þessar mundir er gott dæmi um
list hans á þessum tíma.
Snorri Arinbjarnar var elztur
„Septembermálaranna". Hann
tók þátt í sýningum þeirra og í
fjölmörgum samsýningum bæði
hér heima og erlendis.
Ftestar myndanna sem nú eru
ttl sýnis í Norræna húsinu eru
úr einkasafni bróðursonar málar
ans, Harðar Arinbjarnar og úr
Listasafni ASÍ. Norræna húsið
er opið daglega kl. 9—19 nema
sunnudaga kl. 13—19.
fímm vínbarír utan kaupstaðanna
— og sá sjötti kemur sennilega i Hallorm-
staöaskóg — engin vandræói vegna vin-
veitinganna, segir lógreglan
Vínbörum fer stöðugt vatn, Hótel Höfn
fjölgandi úti á lands-
byggðinni. Frá því vín-
veitingalögunum var
breytt á árinu 1969 hafa
fimm hótel orðið sér úti
um vínveitingaleyfi og
það sjötta bætist senni-
i hópinn von bláþar, ^ haldið opnum í friði og spekt og
en það er hóteTið’ í Hall- r ald"e> hef<3> Þurft á iö«regiuað-
* ... T T. stoð að halda á þessum stöðum.
ormsstaðaskogi. — Hm „Ha... er bar á Bifröst?“
hváði varðstjórinn 1 Borgarnesi
er Vísir innti hann eftir hans
Hornafirði, Hótel Borgar
nes, Bifröst og nú síðast
Edduhótelið á Laugar-
vatni.
Er Vísir spurðist fyrir um
það, hvemig barirnir hefðu
mælzt fyrir, var hvarvetna þau
svör að fá að þeim hefði verið
eru: Reynihlíð við Mý-
umsögn. Meira ónæði hafði hann
ekki haft af barnum þeim.
„Ég vil meina, að það sé frem
ur æskilegt en hitt að hafa bar
hér á Hótel Bifröst" sagði hótel
stýran þar. „Fyrst og fremst er
þaö kostur að geta boðið vín
með mat, og svo gerir tilkoma
barsins það að verkum að hótel
gestir eru ekki að hafa með sér
vínpela og flöskur á hötelher-
bergin. Eins hlýtur að vera
minna um að fólk reyni að
lauma fleygum með sér inn á
dansleiki hér þegar þeir vita af
bamum opnum.“
„>aö liggur í augum uppi að
meira er drukkið, ef víðar fæst
vínið“ voru orð Jóhanns Skafta
sonar sýslumanns S-Þingeyjar-
sýslu er blaðið haföi tal af hon
um, en bar fékk Jóhann í sýslu
sína í júní sl. er Hótel Revnihlíö
var veitt vínveitingaleyfi. Hafði
þá verið kosið tvívegis um mál
ió í sýslunefndinni og i síðana
skiptið sigraði Bafekus með eins
atkvæöis mun.
Jóhann sýslumaður dregur
enga dul á andúð sína á bam-
um en umkvartanir kveöst hami
engar hafa fengið út af bamutn
í Reynihlíð.
Einn þeirra lögreg-luþjóna, er
átt hefur lögregluvaktir í þjóð-
garðinum á Þingvölium tjáöi
Vísi aö aldrei heföi komiö til ó-
láta í eða viö Valhöll, þrátt fyr
ir að vín sé selt f hótelmu. Hins
vegar haföi hann á oröi, aö sér
fyndist heldur hvimleitt að sjá
fólk neyta áfengis á ÞingvöMom
hvort sem það væri í hóteiinu
eða utan þess. „Þingvellir hafa
ætiö skipað annan sess i huga
mér en þann að ég geti almenni
lega sætt mig við shkt á þeim
stað“, sagöi hann.
—ÞJiM
I GLUGGAHELLI
Þórsmörkin, sá unaðsreitur hef-
ur verið talsvert til umræöu í les
endadálkum blaösins aö undan-
förnu. Við birtum þvi þessa
mynd úr Mörkinni. hún sýnir út
sýnið frá Gluggahelli. Þarna er
margt að skoða og gott að vera,
hvort heldur komið er meö
Feröafélaginu, sem flestir gera
reyndar eöa á eigin vegum. —
Fjöldi manna hefur fariö i Þórs
mörk i sumar og dvalið þar.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 18. 20. og 21. tbl. Lögbirtingablaðs
1971 á Smárabraut 11, þingl. eign Rósenbergs Jóhannes
sonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykja-
vík á eigninni sjálfri, þriðjudag 10. ágúst 1971, kl. 14.30.
Borgarfógetaembættið I Reykjavik
Nuuðunguruppboð i.
sem auglýst var í 18. 20. og 21. tbl. Lögbittingablaðs
1971 á Síðumúla 30, þingl. eign Vöku hf. fer fram eftir
kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri,
þriðjudag 10. ágúst 1971, kl. 11.00.
Borgarfógetaembættið f Reykjavik
Þriggja daga sumar-
leyfisferðir um
Snæfellsnes
alla mánudaga frá BSÍ kl. 9.
Skoðað Snæfellsnes, Breiðafjarðareyjar, Dal-
ir og Borgarfjörður. Heim um Þingvöll.
Gististaðir: Búðir og Stykkishólmur.
Kunnugur fararstjóri. Uppl. í síma 22300.
Hópferðabílar Helga Péturssonar*