Vísir - 06.08.1971, Síða 10
0
V í S I R . Föstudagur 6. ágúst 1971
Drukkinn maður kleif þver-
hníptan hamarinn í Ásbyrgi
Fullur maður tók sig til uni
verzlunarmannahelgina og klii'r
aðj upp snarbrattan, og eigin-
lega ókleifan hamravegg í Ás-
byrgi Þannig var að skemmtun
var í Ásbyrgi é laugardagskvölti
ið, fölk var aö dansa, og kom
þar Húsvíkingur að, sem
sveitamenn nokkrir voru að
raeða sín á milli um einhvern
forföður sinn, sem unnið hefði
það ótrúlega afrek að kiífa upp
hamarinn í suðvesturhomi Ás-
byrgis.
Húsvíkingurinn, sem var mjög
drukkinn tjáði þá sveitamönn-
unum að þeim dygði lítt að
gorta af afrekum einhverra for-
feðra, hann skyldi sýna þeim að
spariklæddur Húsvíkingur og
þar að auki fullur, gæt; auðveld
lega klifið hamarinn, jafnvel
þótt hann sé 60 m hár og efri
j hluti hans slúti fram yfir gjána.
Svo lagðj fulli maðurinn af
stað. klæddur dökkum spariföt-
um og nælonsóluðum skóm. —
Viský-fleyg hafði hann f rass-
vasa.
í fyrstu tóku fáir eftir mann-
inum, en áöur en langt um leið
hættu menn að dansa og horföu
með angist á ofurhugann k'Vfa.
Maöurinn hélt stöðugt áfram,
fór sér engu óðslega og þegar
hann var kominn i miðjan ham-
arinn, fann einhverja örsmáa
syllu að tylla sér á. Þar settist
hann, fékk sér góðan sopa úr
fleygnum og dinglaði soldið fót-
unum.
„Hann hagaði sér alveg eins
og þau'.æfður skemmtikraftur",
sagði sjónarvottur ,,hver ein-
asti maður sem staddur var í
Ásbyrgj horföi á hann. Margir
reyndu með fortölum að fá hann
til að koma niður en hann anz-
aði engu og hélt áfram upp“.
Lögreglan á staönum var ger
samlega ráðþrota. Loks lagði
hún af staö út úr Ásbyrgi og
ætlaði að grípa hann þegar upp
kæmi þannig að ekkj yrði af
niðurferðinni. Löng leið er að
komast á brúnina ef menn klifra
ekki beint, og þess vegna var
klifurgarpurinn fulli mun fljót-
ari Þegar upp var komið, settist
hann á brúnina, söng og drakk.
Svo stóð hann upp og gerði
kúnstir. Stóð á blábrúninni að-
eins á hælunum, en lét tærnar
visa fram af. Svo sneri hann bak
inu fram af og tók bakfölj og
drakk. Þá sá hann til ferða lög
reglujeppans. Tók hann þá á rás
eftir brúninni. en eftir stutta
stund nennti hann ekki lengur
að hlaupa og skellti sér fram af
brúninni og klifraði alla leið
niður aftur.
Fólk það sem á horfði var
skelfingu lostið á meðan maöur
inn klifraði. Margir sneru sér
undan gátu ekki hugsað sér aö
sjá hann hrapa, en aðrir stóðu
stífir af hræðslu og horfðu á
allt saman. Sagði sjónarvottur,
að ekki væri vafamál, að þessi
maður hefði annaðhvort verið
augafullur eða þá væri hann
gersamlega taugalaus. — GG
I
.1
Hópferðir
t
í
Margajr stærðir hópferðabila
m leigu.
i
BSI
Umferðarmiðstöðinni.
Sími 22300
##
Lézt af
völdum
pillunnar
##
35 ára tveggja barna móöir hefur
Iátizt í sjúkrahúsi í Tollhætten i
Sviþjóð af völdum kransæðastíflu,
sem læknar segja, að getnaðarvarna
pillan hafi orsakað.
„Önnur skýring kemur ekki til
greina,“ segir yfirlæknirinn í sjúkra
húsinu í Trollhætten, Ole Care-
skog.
Áður haföi þaö komið fram í
opinberum skýrslum, að fimmtán
sænskar konur hafa látizt af krans-
æðastíflu, sem sennilegast er að
„pillan“ hafi valdið.
Barbro Westerholm í félags-
málastjórn í Svíþjóð segir sam-
kvæmt viðtali í blaðinu Arbetet, að
ennþá séu ekki til nægar sannanir
fyrir því, að piilan geti valdið,.
kransæðastífiu. Hann segir, að
kransæðastífia sé sífellt að veröa
algengari sjúkdómur meðal kvenna.
„Þaö er erfitt að greina á milli
þeirra tilvika þar sem okkur grun
ar, að pilian hafi valdið sjúkdómn-
um, og hinna tilvikanna," segir
hann. — HH
íslandsmót
yngri flokknnnn
íslandsmót yngri flokkanna i
frjálsíþróttum (18 ára og yngri) fer
fram á Melavellinum laugardag og
sunnudag og hefst kl. 2 báða dag-
ana. Þátttakendur eru 130.
HEILBRIGÐI
ÞID GETID SJÁLF BÆTT LÍKAMA YKKAR
-Ár Trimmœfingar
^0 M
/W
w Í/Í’K
l .
-Ár Megrun
ic Styrkæfingar
★ Vöðvaæfingar
ir Saur.abað
Komið í reynslutíma yð-
ur að kostnaðarlausu
Opið frá kl. 10—21 e.h. virka daga og laugardaga 10—16 e.h.
Hringið í síma 14535 eða lítið inn.
Skipholti 21
HEILSURÆKTARSTOFA C3U við Nóatún
I í DAG | Í KVÖLD |
SKEMMTISTAÐIR 9
Þórscafé. Dýpt.
RöðuII. Haukar.
Silfurtunglið. Acropolis.
Hótel Borg. Hljómsv. Gunnars
Ormsiev.
Hótel Loftleiðir. Karl Lillien-
dahl og Linda Walker. Trió Sverr
is Garðarssonar.
Hótel Saga. Hljómsveit Ragnars
Bjarnasonar.
Glaumbær. Náttúra og diskótek
Veitingahúsið að Lækjarteig 2.
Hljómsv. Guðm. Sigurjónssonar.
Gosar.
Ingólfscafé. Gömlu dansarnir.
Hljómsv. Garöars Jðhannessonar.
Tónabær. Trúbrot leíkur frá
kl. 9—1.
Sigtún. Gömiu dansarnir. Hljóm
sveit Rúts Kr. Hannessonar.
VEÐRIÐ
i DAG
Norðvestan gola
og bjart með köfl
um í dag, en suð-
austan go'.a og
skýjað í nótt Hiti
9 — 13 stig.
8IFREIÐASK0ÐUN
R-15151 — R-15300
t
ANDLAT
FUNDIR
KFUM — KFUK. Samvera fyrir
félaga og gesti þeirra veröur i
félagsheimiiinu við Holtaveg í
kvöld kl. 8.30 — Kvöldvökudag-
skrá. Veitingar.
Hjálpræðisherinn. Almenn sam-
koma í kvöld ki. 8.30 að Kirkju-
stræti 2. Allir velkomnir. 1
Sigríður Stefánsdóttir, Stóra
geröi 14 andaöist hinn 1. þess:
mán. 29 ára að aldri. Hún verðu
jarðsungin frá Fossvogskirkju kl
10.30 í fyrramáliö.
Guðmundur Einarsson, Hrafn
istu, andaðist hinn fyrsta þess:
nián. 8B ára aö aldri. Hann verö
ur jarðsunginn frá Fríkirkjunn
kl. 10.30 í fyrramálið.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 18. 20. og 21. tbl. Lögbirtingablaðs
1971 á Skaftahlíð 9, þingl. eign Hallgríms Hanssonar
fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavfk,
Veðdeildar Landsbanka íslands og Iðnaðarbanka Is-
lands hf. o.fl. á eigninni sjálfri, þriðjudag 10. ágúst
1971, kl. 11.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 18. 20. og 21. tbl. Lögbirtingablaðs
1971 á Staðarbakka 30, þingl. eign Jóns T. Ágústsson-
ar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á
eigninni sjálfri, þriðjudag 10. ágúst 1971, kl. 16.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 18. 20. og 21. tbl. Lögbirtingablaðs
1971 á Skriðustekk 9, þingl. eign Jóns Ingólfssonar
fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og
Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri,
þriðjudag 10. ágúst 1971 kl. 14.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
MUNIÐ
COMBI-POTTURINN verður sýndur tvisvar sinnum
í dag kl. 15 og kl. 21 að Hótel Esju.
í COMBI-POTTINUM er hægt að laga 6 rétti á að-
eins 15 mínútum.
Komið í dag, aðeins fáir dagar eru eftir.
j Auglýsið í Vísi