Vísir - 21.08.1971, Blaðsíða 1
VISIR
61. árg. — Laugardagur 21. ágúst 1971. — 188. tbl.
Popparar undir-
búa kaupstefnu
Ekkert sem bendir til þess að síld-
veiði sé að vænta í Norðurhöfum
— segir Jakob Jakobsson — Engir
sterkir árgangar komið fram
„Hér í tjaldinu er að skapast sú
bezta stemning, sem náðst hefur frá
því sögur hófust,“ fullyrtu garparn-
ir sem vinna nú baki brotnu við
að innrétta pop-tjald Kaupstefnunn.
ar 1971 inni í Laugardalnum.
Baidvin Björnsson, sem hefur yf-
irumsjón með vinnunni 1 pop-tjald-
inu, kvaðst vonast til að sú stemn-
ing, sem náðst hefði, næði að hald-
ast út allan sýningartímann líka.
Og i rauninni ætti þaö að vera
hægðarleikur einn, því siíkur og
þvilikur væri sá útbúnaður, sem
gæða mun pop-tjaldið popandanum,
sem nú er fyrir öllu.
„Hér verður t. d bæði diskótek
og Ijósashow, að. inaður tali ekki
um öll þau galdratæki, sem fyrir-
tækin, er hér munu sýna, nota til
að draga að sér og s'inu sem mesta
athygli," útskýrði Baldvrn.
Sýnendur í „POP 71“ (en svo
nefnist tjaldið) höndla með hinar
ólíkustu vörur. Þama sýna til að
mynda bifreiðaumboð, bókaútgef-
endur, sportvörusali, gullsmiðir og
hljómtækjasalar. Að ógleymdum
tizkufataiverzlunttm unga fólksins.
—-ÞJM
Það er ekkert um það
vitað, hvenær síldveiði
er að vænta í Norðurhöf
um. Það hefur ekki kom
ið fram neinn sterkur ár
gangur, sem borið gæti
uppi veiði ennþá, sagði
Jakob Jakobsson, fiski-
fræðingur, er Vísir
spurði hann álits í gær.
Ummæli norska sjávar-
útvegsráðherrans, Knut
Hoem, í blaðinu Finn-
mark, hafa vakið tals-
verða athygli, en þar
fjallar hann um útfærslu
landhelginnar við ísland
og segir að útfærslan
myndi koma hvað harð
ast niður á síldveiðum
og Norðmenn yrðu úti-
lokaðir frá sínum hefð-
bundnu veiðisvæðum.
Að sögn Jakobs hefur verið
fylgzt náið með síldarstofnin-
um í Norðurhöfum undanfarin
ár, en engir sterkir árgangar
hafa komið fram. L’itilsháttar
fjörkippur virðist hafa hlaupið
í síldina 1969 og er smávegis
af tveggja ára síid aö alast upp
nú, en hún getur ekki oröið uppi
staöa í neinni verulegri veiði.
Nú síðast í sumar standa yfir
í Barentshafi sams konar athug
anir á hrygningu fiskstofna og
gerð var hér við land í sumar
og þar kemur ekkert fram um
að síldin sé að rétta við, því
miður, sagði Jakob að lokum.
Þess má geta að Norðmenn
veiddu í fyrra 40 þúsund lestir
rúmar af síld úr árganginum
1969, sem þá var eins árs síld
og drógu þar með mjög veru-
lega úr þeim möguleika, að
síldarstofninn í Noröurhöfum
eflist á nýjan leik. Norski ráð-
herrann hefur því ekkert ákveð
iö fyrir sér, þegar hann talar
um „aðgerðir“ til þess að byggja
upp síldarstofninn, — Hins
vegar er það auðvitað von
manna, að stofninn eflist ein-
hverntfma og yrði þá væntan-
lega að gera einhverjar ráð-
stafanir á alþjóðavettvangi tíl
þess að friða síldina. — JIH
„DoIIaragrín“ stjórnvalda
veldur vandræðum
Til hvers er verið að borga tryggingu fyrir dollarann?
„Dollaragrín“ stjórnvalda
er dýrt spaug. Eins og kunnugt
er, hefur þeim, sem hafa keypt
erlendan gjaldeyri hér á landi
þessa daga, veriö ætlað að
greiða sérstaka „tryggingu“ i
Þyngsti boli sem
sögur furu uf
fuliinn
— sjá bls. 7
Yngstu móðir
heims
Sjá bls. 2
ofanálag, 10—15% af verðmæti
þess gjaldeyris, sem þeir kaupa.
Þetta kemur við fjölmarga lands
menn, ferðamenn og kaupmenn
og marga aðra. Mörgum þykir
þetta allskrítið, sérstaklega um
Bandaríkjadollara.
Þegar stjómvöld gáfu fyrirskipun
sína um þessa „tryggingu“, var
hún lítið rökstudd. Fyrir hverju var
verið oð tryggja? Svarið getur aö-
eins verið eítt. Slfk trygging getur
ekki verið til annars ætluð en að
koma í veg fyrir hugsanlegt tap ís-
lenzkra banka af gengisbreytingum,
það er að segja því, að gengi ís-
lenzkrar krónu lækkaði miðað við
erlenda gjaldmiðla. Þetta gæti ann
aðhvort orðið með þv*i að sjálft
gengi krónunnar yrði fellt eða þá,
að gengi annarra gjaldmiðla hækk
aði en gengi krónunnar ekki.
Að þessari tryggingu er mikið ó-
hagræði. Hún leggur bönkunum á
herðar feikilega skriffinnsku, því að
útfylla þarf undirrita, geyma og
reikna ógrynni af pappírssneplum.
Síðan mun til þess koma, þegar í
ljós kemur hver verður niöurstað
an af gengiskreppunni, aö endur-
greiða þarf fjölda manna einhverj
ar upphæðir. Það er erfitt að meta
hvaða kostnaður þessu fylgir fyrir
bankana, en hann er áreiðanlega
töluveröur.
Gagnvart neytandanum, 'sem
gjaldeyrinn kaupir, er óhagræðið
augljóst. í fyrsta lagi þurfa allir að
leggja fram og þá væntanlega
„1ána“ bönkunum 10—15% meira
fé en þeir ætluðu. Margir ferða-
Iangar hafa verið ilja komnir und
anfama daga, er þeir hafa skyndi
lega orðið að grafa upp þúsundirnar
til viðbótar því sem þeir höfðu
ráiknaö með. Sumir hafa ekki átt
þetta til, eins og gengur, og „slátt
urinn“ verið erfiður. Svipuöu má'li
gegnir auðvitaö um kaupmenn al-
mennt.
Allt þetta yröu menn að láta sig
hafa ef ekki væri við ráðið, þaö er
að segja, að krónan væri í raun
og veru að falla um 10—15% mið
að við al'la erlenda gjaldmiðla. En
þetta er í meira lagi skrítið, þegar
haft ér í huga að það var fall banda
ríska dollarans á almennum mark
aöi, sem kom öllu þessu af stað. Af
því að dollarinn féll í raunverulegu
verðmæt' bá spratt eengiskreppa
um allan heim. En hvers vegna
í ósköpunum, spyrja þeir, sem nú
greiða „tryggingu" stjórnvalda, „á
að greiða 10—15% meira fvrir doll
arann þegar fall hans gagnvart öðr
um gjaldmiðlum kom öl'lu af stað.“
Engin rök geta verið fyrir auka-
greiðs'lum fyrir dollar; nema þau,
að íslenzka krónan sé í þann veginn
að falla gagnvart dollar, og það
kæmi úr hörðustu átt.
Mönnum finnst það hin mesta
þversögn, sem um getur, að menn
borgi meira fyrir dollara, af því
að þeir eru að falla,
Aðeins rúmt ár er liðið síðan þá-
verandi stjórnvöld vildu, að gengi
krónunnar yrði hækkað Núverandi
stjórn lýsti því strax yfir að gengis
lækkun kæmi ekki til greina.
Gjaldeyris,,sjóður“ er einhver
allra mesti sem nokkru sinni hefur
orðiö á íslandi. —HH
Þrír íslendingar
bnrðir til óbótn í
Kaupmnnnnhöfn
Þrír íslendingar lentu á sjúkra-
húsi í Kaupmannahöfn á miðviku
dagskvöldið eftir heiftarleg slags-
mál, er upphófst á veitingastað f
borginni. Voru Islendingamir á
heimleið með flokki þjóðdansafólks
og fóru út um kvöldið, en á veit-
ingastað þessum segir fólkið að ráð
izt hafi verið á sig.
Voru íslendingarnir, tveir karl-
menn og ein kona öll flutt til að-
gerðar á sjúkrahús á eftir en annar
maðurinn meiddist töluvert og er
enn rúmliggjandi. kinnbeinsbrot-
inn.
Segist fólkið hafa verið á heim
leið eftir skemmtun kvöldsins, þeg
ar karlmaöur og tvær konur undu
sér að þeim fyrirvaralaust þar sem
þau voru að ræða við þjóninn á
veitingastaðnum.
Fór svo að konan hlaut aðkenn
ingu af heilahristingi og var mjög
marin, en sá mannanna sem
minnst skaddaðist var saumaður
saman á augabrún. Þetta leiða at-
vik varð til þess að fólkið gat ekki
haldið áfram ferð með hópnum til
Austurríkis, en áður hafði fölkið
ferðazt um í Svíþjóð Lögreglan
f Kaupmannahöfn hefur málið til
rannsóknar, —JBP