Vísir - 21.08.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 21.08.1971, Blaðsíða 16
jvrtugcurcKtgui z»i. A£U9l ljíx. Japanskir sportmenn Sumum erlendum sportveiði mönnum, sem hingað koma, er víst nokkuð sama hvort þeir veiða mikið eða lítið, ef þeir aðeins fá að horfa niöur í hyl ina og sjá framan í laxinn. Þess ir japönsku laxveiðimenn, sem voru að veiðum i þeirri frægu Laxá í Kjós í fyrradag, virtust að minnsta kosti hafa meiri á- huga á að sjá laxinn stökkva upp fossinn, heldur en krækja önglinum i hann. Þeir settust með stangir sínar á stein og skemmtu sér a'.veg konunglega. En slík skemmtun mun raunar nokkuð dýr, þar sem dagurinn f Laxá kostar 5.600 kr. fyrir hverja stöng. — Ljósm. Birgir. —JH Vilja hjélreiðabraut í stað einbýlishúsah verfis íbúar í Árbæjarhverfi vilja fá hjólreiðabraut við Rofatíæ þar sem skipulagsnefnd hefur þegar veitt leyfi fyrir 12 íbúðarhúsum. Var til- laga um hjólreiðabraut- ina lögð fram á fundi í gær þar sem voru mætt ir fulltrúar Framfarafé- lags Árbæjarhverfis, skipulagsnefndar . og borgarráðs m.a. Vísir talaði í gær við Sigur jón Ara Sigurjónsson formann framfarafélagsins, sem sagði, að árið 1969 hefi skipulag við Rofa bæ verið ákveðið. og þar áætl- uð tvöföld gata eftir hverfinu. „Með tilkomu nýja þjóðvegar- ins yfir Bæjarháls var þessu breytt, og ákveðið að setja þarna 12 hús, sem voru veitt einum byggingaraðila. Það, sem við höfum á móti þessum framkvæmdum er m. a. þetta: Það er verið að endur skipuleggja hverfi, sem búið er að ganga frá, og með því geng ið að þeim, sem fengu úthlutað endaíbúðum í hverfinu Ráðgert er að setja nýju húsin á mjóa ræmu meðfram götunni í stað ^kgreinarinnar, sem þar átti að vera, og þrengir það mjög aíð götunni, sem mikil umferð er þegar um. Húsin, sem eiga að koma þarna eru öll eins, yerk smiðjuframleidd, og að okkar áliti ljót. Þaö er yfirlýst stefna borgarinnar að hatnia gegn bíla umferð m. a. með J>v*i að fá fólk til þess að nota almenn- igsvagna. í borginni er hvergi gert ráð fyrir hjólreiðabraut, sem geti unnið að þessari stefnu borgarinnar, því stungum við upp á hjólreiðabraut á þessum stað.“ — SB Öþefur. flugnasveimur og rottur — sorphaugar hafa myndazt fyrir neðan Sólarlagsbraut „Ég horfi á það með hryll- ingi að haugarnir eru að fær- i ast nær húsunum hjá mér“, segir Hannes Einar Halldórs son Bjargi III, Seltjarnarnesi sem er rétt á mörkum Sei- ,,Sorphaugarnir“ fyrir neðan Sólarlagsbraut eru aðalleikvöllur barnanna í nágrenninu — fiskverkunarhús í 30 metra fjarlægö — flugusveimur og rottur í og yfir. tjarnarness og Reykjavíkur- borgar. „Haugamir fyrir neð an fegurstu götu borgarinnar, Sólarlagsbraut hafa smám saman verið að vaxa og auk- ast og eru nú komnir ískyggi lega nærri.“ Það leggur af þeim óþefinn, flugnasveimur er yfir þeim og í næsta nágrenni, rottur valsa þarna um, og þetta er aðalleik- völiur barnanna 1 nágrenninu. í 30 metra fjarlægð frá haugun- um er saltfiskverkunarstöð. Ég hef margsinnis reynt að fá úr- bót á ástandinu en án árangurs. Einu sinni kallaði ég lögregiuna á staðinn, en hún treysti sér ekki til að fara þarna um, óþef- urinn var svo hryllilegur af þessu. Það eru aðallega flugurnar, sem hafa þjáð mig í sumar og svo óþefurinn. Þarna fyrir neðan Sólariagsbrautina átti aö vera uppfylling með mold. Rusl hef- ur verið meira um, en annað siagið koma ýtur og ýta yfir. Ég hef staðið i því að benda mönn- um góðfúslega á það, að það sé útilokað að henda rusli þarna, það eigi ekki erindi á þennan stað, en ún árangurs, fólk fylg- ir almennt eftir borginni. Með- an þessi ósómi á sér stað ganga ekki slagorð eins og „Hugsum áður en við hendum" og „Hreint land, fagurt iand“. Ég hef heyrt fó'.k segja, að þetta sé búið að vera svona þarna sl. þrjú ár. Það er allavega búið að vera svona síðan í fyrravetur, þegar ég flutti út á Seltjarnarnesið. Ég er sennilega einn af fáum. sem hlakka til vetrarins. Þá snjóar kannski yfir draslið Það, sem hefur ýtt mér af stað, er m. a. það, aö ég er hræddur vegna barnanna þarna. Þetta er helzti leikvöllur barnanna úti á Sel- tjarnarnesi og bílstjórar eru ekki nándar nærri nógu gætnir. Á þessu svæði hef ég líka rekizt á byssusting, sem einhver. sem ekki er með réttu ráði, hefur skilið eftir." Vísir hafði samband við Hreinsunardeild borgarinnar i gær og, spuröi, hverju þetta sætti. Árni Ámason hjá Hreins- unardeildinni sagðist vera nýbú- inn að fá upphringingu frá borg- ar'.ækni, og ætti að vera búið að koma fyllingunni f lag fyrir helgi. „Bærinn hefur verið að fylla þarna upp með uppgreftri, mold og grjóti, en mér ,gr ekki kunnugt um að þangað hafi ver- ið flutt sorp. Okkur ski'.st, að einstakiingar hafi verið þar að verki." —SB Mörg ríki telja út- færsluna ekki brot Hans G. Andersen hélt uppi vörnum á Genfarfundinum „Vitnað hefur verið tll yfirlýstr- ar stefnu íslenzku ríkisstjórnarinn- ar ..að færa fiskveiðilögsögu Is- lands út fyrir 1. september 1972. Það hefur verið sagt, að slíkar að- gerðir séu ekki í samræmi við al- þjóðalög og mundu ekki stuðla að alþjóðasamvinnu á þessu sviði. — Sendinefnd mín telur, að ummæli ýmissa sendinefnda hér og hin mikilsverða skýrsla Matvæla- og landbúnaðarstofnunarinnar um þjóðarétt sýni greinilega, að fjöl- mörg riki líti ekki á stefnu okkar S. þessum efnum sem brot á alþjóða- lögum.“ Þetta sagði Hans G. Andersen þjóðréttarfræðingur á Genfarfund- inum, í svari sínu við gagnrýni Breta og Sovétmanna á fyrirætlun- um islenzku ríkisstjórnarinnar i landhelgismálinu. Hans G. Ander- sen sagði, að útfærsla íslendinga byggöist á nauösyninni á að vemda lífshagsmuni þjóðarinnar. — Hann rakti sögu landhelgismálsins og sagði, að aðstæður væru svipaðar nú og þær voru árið 1958, þegar fært var út 1 12 mílur fyrir alþjóða ráðstefnu. Þá hafi ekki verið beðið eftir alþjóðaráðstefnu, sem halda átti árið 1960, enda ekki verið trygging fyrir þvi, að hún leysti vandann. — íslenzka ríkisstjórnin teldi. að gera yrði ráðstafanir nú þegar til að vernda hagsmuni þjóð- arinnar. Vænta mætti mjög vaxandi veiða erlendra flota, búnum full- komnustu tækni. Hann sagði, að ís- lenzka sendinefndin' væri fullviss um stuðning meirihluta sendinefnd- anna, þegar á reyndi. —HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.