Vísir - 21.08.1971, Blaðsíða 10
10
V í S I R . Laugardagur 21. ágúst 1971
IÍ KVÖLdB j DAG B i KVQLdII j DAG B Í KVÖLD I
vi ES] IH
fyrir 50 Járum
Álftin og álftarunginn hafa nú
verið sett í girðinguna í Tjörninni,
og semur vel. Unginn semur sig
alveg aö siðum göm'.u álftarinnar
Og baðar út vængjunum um leið
og hún o.s.frv.
Vísir 21. ágúst 1921.
SKEMMTISTAÐIR •
Þórscafé. Gömlu dansarnir í
kvöld. Polka-kvartettinn leikur.
Rööull. Haukar leika í kvöld og
á morgun.
Hótel Loftleiðir. — Hljómsveit
Karls Lilliendahls, — söngkona
Linda C. Walker, — tríó Sverris
Garðarssonar og Big Ben skemmja
i kvöld og á morgun.
Hótel Borg. Opið í kvöld og á
morgun. — H’.jómsveit Gunnars
Ormslev leikur, söngvarar Didda
Löve og Gunnar Ingólfsson.
Hótel Saga. Opið í kvöld og
á morgun. Hljómsveit Ragnars
Bjarnasonar leikur bæði kvöldin.
Ingólfscafé. Göm'.u dansarnir í
kvöld. — Hljómsveit Þorvalds
Björnssonar leikur.
Lindarbær. Hljómsveit/ hússins
leikur Gömlu dansana í kvöld.
Skiphóll. Dansleikur laugardag
tii kl. 2.
Glaumbær. 1 kvöld Gaddavír
og diskótek. Sunnudag Náttúra
og diskótek.
Lækjarteigur 2. Hljómsveit
Jakobs Jónssonar og tríó Guð-
mundar leika í kvöld. Sunnudag
leika Rútur og félagar og trió
GuÖmundar.
Silfurtunglið. Acropolis leikur
í kvöld.
Tónabær. Jeremías leika í
kvöld frá kl. 8—12. Leiktækjasal
urinn opinn frá kl. 4. Sunnudag-
ur opið hús kl. 8—11.30.
F y r sta gamanmy ndin
um „pilluna“ í
Nýja bíó
Um þessar mundir sýnir Nýja
bíó brezk-amerísku gamanmynd-
ina ,,Frú Prudence og pillan". —
Myndin fjallar um Hardcastle-
hjónin Þau eru hástéttarfólk og
eiga fagurt heimili íyrir utan Lon
don. Gerald er bankastjóri og
mjög ve! efnaóur. — Hjónaband
þeirra er orðið 12 ára og er ekki
upp á það bezta. Gerald hefur þó
eina huggun, en hann á sér hjá
konu sem Elizabeth heitir, þau
hafa haldið við hvort annað í
mörg ár. Gerald man eftir því að
hafa séð glas í fórum konu sinn
ar. Aö sjálfsögöu fer hann að
gruna að kona sin haldi fram
hjá sér. og taki inn pil’.una. —
Hann hugsar sér gott til glóðar-
innar og ætlar að koma konu
sinní og elskhugá í klípu með
því að skipta um pillur í g!asinu
og setja aspir'in i staðinn.
Með aðalhlutverk í myndinni
fara: Deborah Kerr, David Niven,
Robert Coote, Irina Demick. —
Leikstjóri myndarinnar er Field-
er Cook.
Atriði úr bandarisku gamanmyndinni „Frú Prudence og pillan"
sjónvarp#
Laugardagur 21. ágúst
18.00 Endurtekið efni. Verkfræði-
og Raunvísindadeild Háskó'.a
Islands.
Þriðju kynningarþáttur sjón-
varpsins um nám við H.í. Brugð
ið er upp svipmyndum úr
Verkfræöi- og Raunvísindadeild
sem er hin yngsta af deildum
skólans.
Urasjónarmaður Magnús Bjarn
freösson. - Áður sýnt 19.
febrúar 1971.
18.35 Kristinn Hallsson syngur
lög eftir Árna Thorsteinsson.
Guðrún A. Kristinsdóttir ann-
ast undirleik. Áður flutt 5 okt.
1970.
18.50 Enska knattspyrnan.
Derby County—Manchester
United.
19.35 Hlé.
20.00 Fréttir.
20.20 Veður og auglýsingar.
20.25 Smart spæjari Spamaðar-
æöiö.
Þýðandi Jón Thor Haraldsson.
20.50 Myndasafnið. M. a. myndir
um brúðuleikhús og stjómar-
setur Sovétríkjanna, Kreml.
Umsjönarmaður Helgi S'kúli
Kjartansson
21.20 Bandarískur skólakór.
Bandarískir skó!anemar frá
Roger’s High School í New
York-rfki voru hér á ferð
síðastliðið vor, skemmta með
körsöng, kvartettsöng og hljóð
færaleik. Lögin, sem flutt
verða eru þjóðlög og vinsæl
dægurlög.
21.40 Beiskur sigur ODark Vict-
ory). Bandarísk bíómynd frá
árinu 1939. Leikstjóri Edmund
Goulding. Aðalhlutverk Bette
Davis og George Brent. Þýð-
andi Ellert Sigurbjörnsson.
Myndin greinir frá ungri auð-
mannsdóttur, sem hefur mikla
unun af hestamennsku. Eitt
sinn fellur hún af baki og við
læknisrannsókn kemur í ljós,
að hún gengur meö alvar'.egan
höfuðsjúkdóm.
23.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur 29. ágúst
18.09 He'.gistund. Séra Bjami
Sigurðsson á Mosfelli.
18.15 Tvistill. Tvistill og Lappi
tína ávexti. Þýðandi Guðrún
Jörundsdóttir. Þulur Anna
Kristín Arngrímsdóttir.
18.25 Teiknimyndir. Loftvarna-
Bangsi — Tré-skurölæknirinn.
Þýðandi Sólveig Eggertsdóttir.
18.40 Skreppur seiðkar!. 9. þáttur
Merki bogmannsins. Þýðandi
Kristrún Þórðardóttir.
19.05 Hlé.
20.00 Fréttir.
20.20 Veður og auglýsingar.
20.25 Frá New Orleans. Þýzk
tnynd um borgina New Orleans
f Lousiana-fylki í Bandaríkjun
um og aldalanga sögu hennar.
Brugðið er upp gömlum mynd-
um og svipazt um eftir frönsk-
um áhrifum — Þýðandi Sonja
Diego.
20.59 Frá tónlista'-keppni i Brúss
el. Sigurvegarinn. Myriam Fried
frá ísrael, leikur fiðlukonsert
eftir Mendelsohn.
21.30 Dyggöirnar sjö. Klofinn í
heröar niður. Brezkt sjónvarps
leikrit úr flokki, sem á frum-
málinu nefnist „Seven Deadly
Virtues" og er h'.iðstæður
leikritaflokknum „Dauðasynd
‘irnar sjö“. — Höfundur David
Hopkins. Aðalhlutverk George
Cole, Terence Alexander og
Mary Kenton. — Þýðandi Jón
Tlior I-Iaraldsson.
22.20 Dagskrárlok.
Bíöum aöeins meö aö synda og
lenda i lifsháska þar til stóri fall
egi björgurtarmaðurinn kemur á
vakt.
tilkynnin:.\r •
Hjálpræðisherinn. Sunnudag kl.
11 helgarsamkoma, kl. 20.30
hjálpræöissamkoma. — foringj-
ar og hermenn taka þátt í sam-
komum dagsins. A'.lir velkomnir.
KFUM. AImenn samkoma ann-
að kvöld kl. 20.30 i húsi íélags-
ins Amtmannsstíg 2B. — Sigur-
steinn HerSVhinsson útvarpsvirki
talar. Allir velkomnir.
Kvenfélag Bústaöasóknar. —
Berjaferð fjölskyldumanna á
sunnudaginn. Sími 34270 og
35507
ÁRNAÐ HEILLA •
85 ára verður á morgun (sunnu
dag) frú Ágústina Jónsdóttir —
K'.eppsvegi 6.
Messur
Dómkirkjan. Messa kl. 11. —
Ferming. Séra Jón Auðuns, dóm
prófastur.
Laugarneskirkja. Messa kl. 11.
Séra Garðar Svavarsson.
Árbæjarprestakall. Guðsþjón-
usta í Árbæjarkirkju kl. 11 fyrir
hádegi. Séra Guðmundur Þor-
steinsson.
Hallgrímskirkja. Messa kl. 11.
Séra Ragnar Fjalar Lárusson.
Háteigskirkja. Messa kl, 11. —
Séra Arngrímur Jónsson. Dagleg
ar kvöldbænir eru í kirkjunni kl.
6.30 s.d. Séra Arngrímur Jónsson.
Ásprestakall. Messa í Laugarás
bíói kl. 11. Séra Grímur Grims-
son.
Langholtsprestakall. Guðsþjón-
usta kl. 10.30. Báðir prestarnir.
ANDLÁT
Guörún Ólafsdóttir Hátúni B and
aðist 11. ágúst 75 ára að aldri. —
Hún verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju kl. 1.30 á mánudag.
SJÚNVARP KL. 21. 40:
„Einhverskonar eldri útgáfa af dr. Kildare"
„Þetta er einhvers konar eldri
útgáfa af dr. Kildare", sagði El!-
ert Sigurbjörnsson, þýðandi laug
ardagsmyndar sjónvarpsins, þeg
ar blaðið hringdj í hann til að
forvitnast um myndina. Myndin
er bandarísk og nefnist „Beisk-
ur sigur“ („Dark Victory“) og
var gerö árið 193S. Myndin grein
ir frá ungri stúlku af rikum ætt
um. Hún hefur mikla unun af
hestamennsku. Eitt sinn þegar
hún er í útreiðartúr, fellur hún
af baki Við læknisrannsókn kem
ur í ljós, að hún er haldin alvar
legum höfúðsjúkdómi. Ellert sagði
aö myndin gengi svo út á það
hvort hún læknast af sjúkdómn
um. Með aðalhlutverk í myndinni
fara: Bette Davis, George Brent,
Humphrey Bogart '.eikur einnig i
myndinni. Leikstjóri er Edmund
Goulding.
Bette Davis og George Brent í hlutverkum sínum.