Vísir - 21.08.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 21.08.1971, Blaðsíða 3
V 1 S I R . Laugardagur 21. ágúst 1971, 3 Bítlamir á hljómleikum — Paul stofnar hljómsveit — „Þú ert aðeins fallegt andlit.", syngur John um Paul Það þótti að vonum tíðindum sæta er Paul McCartney gerði það heyrum kunnugt, að hann væri búinn að stofna nýja hljómsveit. Ennþá meiri tíðindum þótti það þó sæta, að hann hygðist koma fram á hljómieikum með hljóm- sveit sína í haust. Eða með öðrum orðum: Strax og lagaleg vandamál Pauls í sambandi við hina Bítlana hefðu verið leyst. — Paul hefur nefnilega ekki látið sjá sig á hljóm- leikpalli síðan Beatles komu fram opinberlega fram í síðasta sinn, en það var á árinu 1966. >ví var það, að öll pop-heims byggðin greip andann á lofti er það spurðist, að „nýir Beatl- es“ færu loksins að stíga fram í sviðsljósin. Og Paul gat enn einu sinni brosað kampakátur. Honum hefur alltaf veitzt auð- velt að gera rétta hluti á réttum tíma. Það má jú heita vel af sér vikið hjá honum, að koma fram með nýja hljómsveit á meðan ætla mætti, að hinir Bitl amir. væru rétt byrjaðir að átta sig á sundrtmg hljómsveitarinn ar. Paul varð þó ekki kápan úr þvtf klæðinu, að koma fyrstur Bftllanna fram á hljónfleikum eftir að Beatles hættu. George og Ringo — hæglátu Bítlarnir — trrðu honum fyrri til og á meðan æskan hér á Fróni naut verzlunarmannahelgarinnar — fkrgu þeir tvímenningar vestur um haf og komu fram á útihljóm leJkum í New York. Þeim til aðstoðar vom þeir Leon Russel'l og Rlaus Voorman, fyrmm liðs maður f Manfred Mann. Að hljómleikunum afstöðnum sneri Ringo þegar í stað til Spánar, þar sem hann hefur um nokkurt skeið verið önnum kaf- inn við að leika ribbalda fyrir framan kvikmyndavél. Sú mynd á að bera nafnið ,,Blindman“ og hennj lýkur á því, að Ringo laét ur lífið með byssukúlu annars ribbalda í brjóstinu. — Þetta er sko kúrekamynd. George Harrison hefur heldur ekki haft hægt um sig frá því Ringó lætur lífið með byssu- kúlu amerísks ribbalda í brjóstinu — í kvikmynd. George Harrison and Friends nefndi hann hljómsveitina ... um mánaðamótin. Ferðina tii Bandaríkjanna hefur hann not- að til að komast 'í kynni við hljómsv. Band og svo slóst hann í hljómleikaför um" Bandarlkin með fjörulöllunum The Beach Boys. Hljómleikar Georgs og Ringós vörpuðu óneitanlega nokkrum skugga á hljómsveitarstofnun Paul, en hann heldur þó ótrauð ur áfram að æfa upp nýju hljóm sveitina, en nafn hefur hann ekki valið henni enn. Paul hefur hugsað sér að fara með hlutverk sólógítarleikarans í hljómsveitinni, en í Beatles Nú síðast komu þau Lennon og Yoko fram á hljómleikum með Frank Zappa. kroppaði hann f bassa, sem kunn ugt er. Lindu, konunni sinni skip ar hann sess við píanóið, en hún er lagviss með ágætum. Hetfur meira að segja samið nokkurn hluta þeirra laga, sem bóndi hennar hefur flutt á hljómplöt- um undanfarið. Aðrir liðsmenn McCartney- hljómsveitarinnar eru einnig brezkir og amerískir. Trommu- leikarann í hljómsveitina varö Paul sér t.d. úti um í Ameríku er hann vann að hljómplötu sinni RAM. Söngvarinn, gítarleikarinn og lagasmiðurinn Denny Laine, sem einnig er í hljómsveitinni — er hins vegar brezkur. Á sfnum tíma var hann einn af stofnend um Moody Biues. Loks má geta þess, að John Lennon er um þessar mundir að leggja síðustu hönd á næstu LP plötu sína. Á þeirri plötu syng ur hann svo sem við var að bú ast nokkur lagakorn um hana Yoko sfha, en það sem er virki- lega f frásöigur færandi er það, að hann fjaliar einnig um Paul McCartney í einum textanna og þar gefur að heyra laglfnu, se hljóðar svo: „You were just a prettv face, and your sounds are like Muzak to my ears.“ —ÞJM Paul McCartney nægir ekki, að hafa sótt konu sína til Ameríku. Þangað sækir hann einnig liðsmenn í nýju hljóm sveitina sína. Ritstjóri Stefán Guðjohnsen Spilið í dag kom fyrir í leik milli Precision Club-sveitarinnar (Gar- ozzo — Belladonna — Truscott — I’ayden) við sveit úrvalsliðs S- Afríku. Staðan var n-s á hættu og austur gaf. ♦ G ♦ K-10-7 ♦ A-7-6-4 4» A-D-l 0-9-2 ♦ D-9-6-5-3 4 K-7-2 V A-8-3 * G-5-2 ♦ enginn ♦ 9-5-3-2 4 G-8-6-5-4 4 K-7-3 ♦ A-10-8-4 ♦ D-9-6-4 ♦ K-D-G-10-8 ♦ ekkert Þar sem Garozzo og Belladonna sátu n-s gengu sagnir á þessa leið: Austur Suður Vestur Norður P 14 14 24 34 44 P 4V P 44 P 4G P 54. P 6* P 64 Allir pass. Gæfan fylgir djörfum og Ga- rozzo fékk út hjartaásinn frá vestri. Þetta var mikil hjálp og gerði raunverulega útslagið. Næst kom spaði, tekinn á ásinn og síðan var spaði trompaður í blindum. Sagn hafi trompaði sfðan tvo spaða f við bót, fór inn á hendina með því að trompa lauf og tók trompin af austri. Hann fékk síðan tvo síð- ustu slagina á hjartakóng og laufa ás. Slétt unnið. Hefði vestur spil að út spaða í upphafi, þá valt spilið á hjartafferðinni og raunveru lega var hrein ágizkun hvemig ætti að spila hann. Hjartafferðin var einnig örlaga- rík á hinu borðinu, en þar varð lokasamningurinn þrjú grönd. Vest ur spilaði út spaða og sagnhafi drap á kóng austurs með ásnum. Aðein átta slagir voru ömggir og sagnhafi reyndi að fá þann n'funda með því að svína hiartaníu. Þaö mishermnaðist og nú kom spaða sjö Sagnhafi lét áttuna, vestur ní- ur.a og sfðan kom lauf. Sagnhafi reyndi svíninguna, en hún mis- heppnaðist og enn kom spaði. Þrir niður á hættunni. Eðlilegra virðist að svína hjart- anu í gegnum vestur til þess að fá ekki gegnumspil gegnum spað ann og sú leið hefði leitt til sig- urs. skakLTUVB Skákþing Norðurlanda var haldið hérlendis f fyrsta sinn 1950, og varð Baldur Möller þá skákmeistari Norðurlanda, en það var í fyrsta skiptj sem ís- lendingur hlaut þá nafnbót. — 1961 vann Ingi R. Jóhannsson titilinn hér f Reykjavík og 1964 vann Freysteinn Þorbergsson hann einnig. 1961 voru Islendingar mjög sigursælir sigmðu V öllum flokk um og áttu þrjá efstu menn f landsiiðsflokki. Að þessu sinni er það þátt- taka stórmeistarans Friðriks Ó1 afssonar sem hvað mesta athygli vekur. Hann hefur ekki teflt á Norðurlandamótj síðan 1955, en þá varð hann f efsta sæti ásamt Bent Larsen. Tefldu þeir síðan einvígi um titilinn sem Larsen vann eins og frægt er orðið. Af erlendum keppendum er Sejr Holm, Danmörku álitinn hvað öflugastur Það var því góð byrjun hjá Birni Þorsteins syni að vinna hann í 1. umferð. Hvítt: Björn Þorsteinsson Svart: Sejr Holm Frönsk vöm 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 c5 4. Rgf3 Rc6 5 exd exd 6. Bb5 De7t 7. Be2 cxd 8. 0-0 (Nú er komin upp sama staða og hjá. Keres: Capab’anca, AVRO-skákmótinu 1938. Þar lék Capa 8. . . Dc7 en fékk verri stöðu eftir 9. Rb3 Bd6 10. Rbxd a6 11. b3 Rge7 12. Bb2 0-0 13. RxR bxR 14. c4 Hér velur Daninn annað framhald.) 8. . . Dd8 9 Rb3 Bd6 10. Rbxd Rge7 11. Hel (Betri áætlun er 11. b3 0-0 12. Bb2 og menn hvlts em mjög virkir. Eins og skákin tefl ist. jafnár svartur fljótlega tafl iö.) 11 . 0-0 12. Bd3 RxR 13. RxR Rc6 14. Rf5 BxR 15. BxB Be5 16 Bd3 Dd6 17. g3 Had8 18 Hbl (Eftir 18. c3 gæti svartur leik ið d4 við hentugt tækifæri.) 18. . Df6 19. Kg2 g6? (Björn var kominn í nokkurt tímahrak og andstæðingurinn sem átti nægan tíma smitast af hraðanum 19 . . Hfe8 var sjá'fsagður leikur.) 20. Bh6 Hfe8 21. f4t Bxd 22 3g5- (Vinnur skiptamun og þar með skákina.) 22 . Dc3 23. BxH HxB 24. He3 Da3 25. De2 Hd7. (Ekki 5 . . Dxa? 26. c3 og vinnur mann.) 26. Bf5 He7! 27. HxH RxH 28. Bd3 Kf8 (Hótunin var 29, HxB DxH 30. DxR.) 29. c4! Bf6 30. Hxb d4 31. Hb8t Kg7 32. Hb3 Da4 33. g4 g5 34. h4! h6 35. fxg hxg 36. h5 HRc6 37. Hb5 Rb4 38. Bbl Da3 39. Df2 d3? 40. h6t og svartur gafst upp. Jóhann Sigurjónsson BJORIMININI Njálsgata 49 Sími 15105

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.