Vísir - 10.09.1971, Blaðsíða 1
61. árg. — Föstudagur 10. september 1971. — 205. tbl.
BADFINGER - „tóm-
stundagaman Beatles'7
kemur hingað-s/d bls. 16
SauSfjáreigendur og sveita-
stjórnir stríSa á SuSurnesjum
í sumar hefur veriö reist
mikil fjárgirðing yfir þvert
Rosmhvaianes, frá Höfnum
að Stapa. Eru það sveitarfé-
lögin í kringum Miðnesheið-
ina er standa að girðingunni,
Keflavíkurkaupstaður, Gerða
hreppur, Miðneshreppur og
Hafnahreppur. Er girðingin
reist með það í huga að halda
sauðfé fyrir austan hana á
þeim tíma er það á að vera á
afréttarlöndum.
Eru bændur sem jarðir eiga
fyrir vestan girðinguna mjög
óánægðir með þessa skipan mála
og telja mjög gengið á rétt sinn.
„Það eru bara loöin svör og
vitleysa sem við fáum frá fram
kvæmdaráðilum friðunarinnar,"
segir Berent Magnússon bóndi
í Krókskoti við Sandgerði. „Hér
hefur fé verið frjálst frá ómuna-
tíð. Þetta verða mikil óþægindi
fyrir okkur sem eigum jarðir
og erum með fé hér
Við höfum flutt fé okkar til
sumarbeitar til Krtsuvíkur og
þar er það yfir sumarið.
Svo er það nú svo að alltaf
eru einhverjir sem ekki nenna
að hirða um að koma sínu fé
á afrétt, og það er þetta fé sem
er að skemma garða og upp-
skeru í bæjunum.
Einnig finnst mér ófært áð
þeir skuli hafa smalað fénu um
daginn austur fyrir girðinguna.
Það er það mikið af fénu farið
að koma heim, svo efast ég um
að þeir hafi leyfi til þess að
smala land sem þeir ekki eiga
og reka féð þarna austur fyrir.
Ekkj veit. ég heldur hvernig þeir
fara að réttlæta það að reka féð
bangað vegna bess að landið
barna fyrir austan er tvfmæla
iaust eign Voga. og Strandá-
manna og beitarþolið ekki nógu
mikið til þess að taka við þessu
fé.
Líka er það nú svo að smala
mennskan, bæði hér og á flug-
veliinum hefur verið algiörlega
máttlaus. Flugvöllurinn er vel
girtur að vestan en ónýtar girð
ingar að austan.
Það var brjáiæði að girða fyr-
ir fleiri milljónir, frekar hefði
átt að smala vel og keyra féð
til Krísuvíkur.
Miðneshreppur hefði aldrei átt
að taka þátt í þessu, það eru
alltof margir aðilar innan hans
er eiga hagsmuna að gæta.“
„Meiningin með girðingunni
er sú að losna við lausagöngu-
fé úr bæjarlandinu," sagði Jó-
hann Einvarðsson, bæjarstjóri 'i
Keflavík, er við leituðum frétta
af þessu máli hjá honum. „Á-
sókn er mikil í garöana hér í
Keflavík, og hafa kindurnar unn
ið mikil skemmdarverk á þeim.
Innan Keflavíkur er fjárbú-
skapur bannaður, en nokkuö
mun vera um það að menn úr
bænum eigi fjárhús fyrir utan
lögsögu hans.
Einnig er hér um að ræða ör-
yggismál flugvallarins því að á-
sókn kindanna þangað er stór-
hættuleg. Er girðingin umdeilda
að parti girðing flugvaltarins,
svokölluð Pattersonsgiröiivg, og
hefur tekizt samkomulag við
varnarmálanefnd að hún taki að
hluta þátt í kostnaði við gæzlu-
hlið, sem verður á Reykjanes-
brautinni.
Höfðum við samband viö sýslu
manninn J Hafnarfirði og er
hann að athuga mögulega reglu-
gerð fyrir fjárhald innan sam-
eiginlegrar girðingar. En komiö
hefur í ljós að girðingarlög, lög-
reglusamþykktir Keflavíkur og
sýslunnar svo og lög um fjallskil
og fleira eru ekki sammála I
öllum atriðum varðandi þetta
mál.
Kostnaðurinn við girðinguna
er kominn í um eina milljón, og
viljum við gjarnan að því fé yrði
ekki á glæ kastað og hún komi
að tilætluðum notum.
Okkar hugsun er að í framtíð-
inn; verði hér ekki annar fjár-
búskapur en á lögbýlum, réttur
þeirra er tvímælalaust meiri en
þeirra sem við viljum kalla
tómthúsmenn.
En við vetðum að bíða og
sjá hvernig þessum málum vind-
ur fram á næstunni," sagði
bæjarstjórinn að lokum. — JR
Kanarísælan
fyrir 300
krónur á dag
Mikið stríð er hafið milli ferða-
skrifstofanna í Danmörku um
Kanaríeyjaferðir. Stjernerejser
býður 8 daga ferðir á 2400 kr.
ísl., 300 krönur á dag með öllu.
fslenzku ferðaskrifstofumar
fylgja ekki með f þessu kapp-
hlaupi.
Sjá bls. 4
Tölvurnar
mannlegri
en við?
I lesendabréfum er m.a. rætt
um það hvort tölvumar séu
orðnar mannlegri en mennimir
Þar eru og gagnrýndar hrakspár
um Ástralíufarana, stórhættu-
legan götuslóða og menn, sem
iáta hendur skipta og fá þó allt
af að ganga lausir.
— Sjá bls. 6
Stundataflan
Sjá bls. 13
ENN EINN
SLAPP TJR
STEININUM
— en hljóp / flasið á Tógreglubjóni
Einn fanganna í Hegningar-
húsinu við Skólavörðustíg slapp
út úr prísundinni í gærdag —
sá áttundi, sem sleppur út á
þessu ári.
Flótt,- hans varð uppvís sam-
stundis og var lögreglu þegar gert
viðvart. Og aðeins nokkrum min-
útum síðar kom löregluþjónn með
fangann, sem haföi hlaupið beint
í flasið á lögrecluþjóninum uppi við
Skólavörðuholt.
Fanginn var fluttur í fangageymsl
una í Hverfissteini, þar sem hann
var hafður í gæzlu í gær
—GP
Refsivöndur
laganna
reiddur
til höggs
Sjá bls. 9
Brezki sendiherrann Geoffrey
Jackson var látinn laus í morg
un eftir 8 mánaða veru hjá Tupa
maros-skæruliðunum hann var
„náðaður" vegna flótta 106 fé-
laga Tupamarosmanna og
skömmu síðar birtist hann á
tröppum kirkiunnar I Nýju-Par
ís í Uruguay
Annar heimsfrægur maður
úr fréttunum, Joe Cahill var
líka látinn laus í nóttt
STOFNA YOGA-
SKÓLA í HRUNA-
MANNAHREPPI
Stór hópur fólks, sem iðkar
hugeðlisvísindi hefur keypt
land í jörðinni Jötu efst í Hruna
mannahreppi og ætlar að koma
þar upp hvíldarheimili og yoga-
skóia í framtíðinni.
Hafa félagamir í þessum hóp
unnið að því að girða og ræsa fram
Iandið á síðustu þrem árum og eru
búnir að leggja veg að jörðinni, en
húsakynni skortir enn. Hafa félag-
arnir látið sér nægja að gista í
tjöldum, þegar þeir hafa heimsótt
staðinn. Næst á dagskrá er að koma
upp húsakynnum til þess að hægt
sé aö hefja starfsemi þama, en á-
ætlanir um það hvenær þau húsa-
kynni eiga aö vera komin upp og
hvenær skólinn taki til starfa liggja
ekki fyrir — enda segja þeir félag-
ar, að þeim liggi ekkert á, en það
mun vera þáttur í þeirra vísindum
að taka lífinu með ró.
Þessi samtök hafa ekkert sam-
heiti enn sem komið er. Þau byggð
ust upp í kringum námskeið, sem
Vestur-íslendingurinn Þór Þórodds-
son hefur haldið hér tvisvar á
sumri í nokkur ár. Nemendahópur-
inn er orðinn allstór, nokkur hundr
uð manns. — SB