Vísir - 10.09.1971, Blaðsíða 16
I " B&Ík HfogEwi f|fi;
.
Föstudagur 10. scpt. 1071.
Brotizt
inn í
golfskála
Tvær undanfamar nætur hafa
'■‘jófar lagt leið sína í Golfskái-
■'.nn hjá Akureyri og stolið þaðan
"?!gæti og tóbaki. Fyrri þjófnað-
irinn uppgötvaðist f gærmorgun,
’n þá skildu þjófarnir þó eitthvað
^ftir af birgðunum. — Þegar svo
imsjónarmaður skálans fór þang
■ 5 í morgun til þess að koma því
"yrir sem eftir var, í öruggari
leymslu, greip hann í tómt. Þjóf-
arnir höfðu komið aftur í nótt og
’iirtu þá hverja ögn. —GP
Þeir Magnús Á. Árnason og Guðmundur Benediktsson fulltrúar myndhöggvara í sýninganefnd FÍM
í hinum nýja sal Norræna hússins þar sem haustsýningin stendur nú yfir.
BADFINGCR Tll ISIANDS
Þrjár erlendar pop-hljómsveilir leika i
Laugardalshöll á 6 tima tónleikum
Nú hefur heldur betur
hlaupið á snærið hjá ís-
lenzkum pop unnendum.
í næstu viku Jcpma þrjár
brezkar pop-hljómsveit-
ir til Reykjavíkur þeirra
erinda að leika á sex
klukkutíma hljómleik-
um í Laugardalshöllinni
laugardaginn 18. sept.
Það er skemmtikraftaskrif-
stofa Ingibergs Þorkelssonar,
sem stendur að hlióm'eikunum,
en það var einmitt sami aðili
og stóð að hljómleikum Deep
Purple í Laugardalshöllinni í
vor.
Hljómsveitirnar, sem koma
fram á h'jómleikunum í næstu
viku eru Badfinger Man og
Writing on the wail. Allt saman
þekktar og viðurkenndar hljóm
sveitir.
Badfinger þekkja íslenzkir
unglingar sennilega bezt og þá
ekki hvað sízt fyrir lögin ..Come
And Get It“ og „No Matter
What You Are“ Það fyrrnefnda
samdi Bítillinn Paul McCartney
fyrir hljómsveitina til flutnings
í kvikmynd meö þeim Ringo
Starr og Peter Sellers.
Það voru þeir Paul McCartney
og John Lennon, sem uppgötv-
uöu Badfinger og komu þeim
á hljómplötusamning við hljóm
skífugerð Beatles, Apple. Hafa
Beatles haft Badfinger að eins
konar tómstundagamni s’iðan
beir sjálfir drógu sig í hlé árið
1967.
Það síðasta sem Badfinger
áttu saman við Bítlana að sælda
var í New York í síðasta mán-
uöi. Þar kom hljómsveitin fram
á útihljómleikum ásamt þeim
George Harrison og Ringo
Starr. v ^
Hljómsveitírnar þrjár, Badfing
er, Man og Writing koma til
íslands n k. fimmtudag og eru
það því þrír dagar, sem hljóm
sveitarfólkið (22ja manna söfn-
uður) mun verja á íslandsgrund,
en öll hersingin heldur heim
til Bretlands strax að morgni
þess 19.
Dvalarstaður hljómsveitanna
meðan á dvölinni hér stendur
verður Hótel Holt og svo að
öllum líkindum skemmtistaðir
borgarinnar, þar sem gefur að
heyra íslenzkar pop-hljómsveit-
ir leika listir sínar.
—ÞJM
Vart við
síldina
skammt
frá
Surtsey
Ámi Friðriksson varð var við
ítilsháttar síld við Surtsey í gær
og voru komin þangað sex—sjö
-íldveiðiskip í gærmorgun, en
'óðningarnar hurfu með það sama.
Linn bátur mun hafa kastað þarna
: fyrrinótt og fengið einhvern smá
-latta. Mikil deyfð hefur verið yfir
íldveiðunum enn sem komið er
:ns og raunar oft viþ verða fyrst
haustin og engin veiði að heitið
Teti ennþá. utan hvað nokkrir bát-
r urðu varir austur í Breiðamerk
■írdýpi og þar er nokkur floti enn
■4 og bíður í voninni.
Vélbáturinn Manni, sem rær frá
fef'av’ik, fékk í gær stóra og væna
u'ld í trollið út af Eldey og virð
ist þar vera eitthvað um síld, þótt
ekkj sé víst að hún sé þar í nein
um torfum. Leitarskipið Árni Frið
riksson er nú á leið á Eldeyjar-
-væðið og mun kanna það í dag.
—JH
Nýi bókabíllinn var yfirbyggður í Finnlandi og rú mar tvö þúsund bindi í hillurn. Hann á að svara
þörfinni fyrir bókakost.
Bókabílarnir okkar
slá öll met í útlánum
Nýr bill tekinn i notkun
Nýr bókabíll hefur verið tekinn í
notkun hjá Borgarbókasafninu.
Var hann fenginn til aö liægt væri
að svara þörfinni, en geysileg að-
sókn var að gamla bílnum. Á sl.
ári voru útlán úr gamla bílnum
198 þúsund bindi, og má kalla það
metútlán, en venjulegur bókabíll
erlendis lánar að meðaltali út 100
þúsund bindi á ári.
Nú er gamli bíllinn, sem var inn
hjá Borgarbókasafninu
réttaður úr strætisvagni að hvíla
sig. Þegar hann verður tekinn í notk
un aftur, sem verður innan skamms
verður verksviðið fært út og komið
oftar við á suma staöina en áður
til að lána út bækur.
Nýi bíllinn er frá Þýzkalandi og
er innréttaður og yfirbyggður í Finn
landi. Kostaöi hann tæpar tvær
milljónir króna. Rúmast tvö þúsund
bindi í hillum háns og er hann því
aðeins minni en eldri bíllinn, sem
rúmar tæp þrjú þúsund bindi. Af-
greitt veröur úr nýja bílnum eins
og þeim gamla, en innréttingar eru
þó svolítið frábrugðnar hinum.
Eiríkur Hreinn Finnbogason borg
arbókavörður veitti Vísi þessar upp
lýsingar í morgun. Hann sagði
greinilega þörf vera fyrir bókabíla
meðan til væri afskekkt bæjar-
hverfi og ekki síður fyrir afskekkt
ar byggðir. —SB
Sættir við
sjónvarpið
Sættir hafa tekizt milli sjón
varpsins og Félags íslenzkra
myndlistarmanna. 1 kvöld verð
ur sjónvarpað frá sýningu félags
ins, sem stendur nú yfir í Nor-
ræna húsinu. Félagsmenn sumir
höfðu áður lýst óánægju sinni
með, að sjónvarpið gerði góðum
og slæmum sýningum jafn hátt
undir höfði.
Þeir Magnús Á. Árnason og
Guðmundur Benediktsson sem eru
í sýningarnefnd FÍM fyrir mynd
höggvara komu að máli við V*isi
og sögðu frá sýningunni, sem hef-
ur notið óvæntrar góðrar aðsókn-
ar og góðrar sölu, en nai hafa
14 verk selzt á sýningunni. Á sýn
ingunni eru 96 verk
„Það hefur verið reynt aö hafa
þessar sýningar félagsins sem allra
vandaðastar, en síðan við misst-
um Listamannaskálann höfum við
orðið að hafa sýningamar í ýmsu
sýningarhúsnæði. Þegar sýningar-
skálinn á Miklatúni opnar ætlum
við að koma þessari sýningu í fast
ara form,“ segja þeir.
— Hvað um vaxandi þátttöku og
áhuga íslendinga í myndlist ef til
vil] á kostnað bókmennta?
,,í eftirmála að bók minni Lista
mannaljóð", segir Magnús, „segi ég
að hefðu aðstæður haldizt óbreytt
ar frá því, sem þær voru um alda
mót hefðu fleiri listamenn nú orð
ið skáld. góð og léleg eftir aðstæð
um, og ég bætti við, að fyrir frum
kvæði Ásgríms Jónssonar hafi okk
ur opnazt nýtt tjáningarsvið, sem
er myndlistin.“ —SB
Selja þeir
tvo skut-
togara á
vörusýning-
unni?
Viðræður fara nú fram á
milli fulltrúa pólsku skipa-
smíðastöðvanna, sem þátt
taka í Kaupstefnunni f Laug-1
ardal og íslenzkra aðila, um /
kaup á fleiri skuttogurum. ;
Gunnar Friðriksson, forstjóri 1
Vélasölunnar hf. sagði, er við í
leituðum frétta af þessum við- L
l ræöum hjá honum að viðræð- /
L ur færu fram um kaup á aðl
l minnsta kosti tveimur skuttog
t urum til viðbótár af sömu
1 stærð og nú væru H smíðum í
L Póllandi
? Sagði hann aö þar eð um svo
I stórar upphæðir væri að ræða,
I, þá þyrfti allmikinn undirbúning
j af hálfu banka og stjómvalda •
} áður en nokkuð veröur ákveðið )
II þessum málum. k
1 Einnig hefur verið rætt um t
7 möguleg kaup á minni skipum, /
1 um 500 rúmlestir, en þau mál \
1 eru enn einnig á viðræðustigi. I
L Verð stærri togaranna er um í
/ 130 milljónir en þeirra minni /
1 um 100 milliónir. 1
\ Pólverjarnir eru mjög ánægð I
i ir með útkomuna úr sýning- L
/ unnj, og sannast að segja höfðu /
1 þeir ekki búizt við að almenn-1
I ingur sýndj deild þeirra á Kaup i
L stefnunni jafn mikla athygli og t
/ raun bar vitni.
J Væntanlega verður frekari 1
i frétta að vænta af þessum (j
i samningaviðræðum á næstunni, 1
/ og þá hvort um frekari skut- /
1 togarakaup verður að ræða af 1
\ hálfu íslendinga hjá pólskum t
1 skipasmíðastöðvum. — JR ^