Vísir - 10.09.1971, Blaðsíða 5
VÍSIR. Föstudagur 10. september 1971.
5
Vísir kynnir leikmenn Tottenham Hotspur
ann. Það fer nú hver að verða
síðastur að ná 'i stúkumiða. Selt
veröur í dag og kl. 9 — 12 á
morgun, laugardag. Og þá höld
um við áfram kynningu Vísis
á leikmönnum Tottenham:
Joe Kinnear (bakvörður):
Hann valdi landslið Eire og
lék sinn fyrsta landsleik gegn
Tyrklandi 1966. Hefur nú leikið
10 landsleiki. Hóf að Ieika knatt
spyrnu með St Albeans City,
sem áhugamaður, en fór til Tott
enham í ágúst 1963 og gerðist
atvinnumaður í febrúar 1965.
Lék sinn fyrsta deildaleik gegn
West Ham í aprtl 1966. Hefur
síðan verið fastur maður í lið-
inu en missti fjölmarga leiki
1969 vegna meiðsla. Var í sig-
urliði Tottenham 1967. Hann er
24 ára gamall, lágvaxinn, 1.75
m og 73 kg.
Martin Chivers (miðherji):
Varð fastur maður í enska
landsliðinu í vor, eftir að hafa
skorað mörg mörk V siðasta
keppnistímabili. Var meðál mark
hæstu leikmanna í 1. deild 1970
— 1971. skoraði 21 mark. Mjög
sterkur Ieikmaður og leikinn
af jafn stórum manni að vera.
Hann er 1.86 m og 82 kg. Lék
áður með Southampton og sinn
fyrsta deildarleik með því liði
1963. Var keyptur til Totten-
ham í janúar 1968 fyrir 80 þús.
pund og Frank Saul. Meiddist
jlla á hné 1969 og var lengi
frá keppni. Hefur leikiö fleiri
landsleik; 23 ára ’.eikmanna fyr-
ir England, en nokkur annað
eða 17. Fæddur í Southampton
27. apríl 1945. Hefur leikið 5
landsleiki fyrir England og skor
að 'i þeim 5 mörk. Skoraði bæði
mörk Tottenham í úrslita'eik
deildabikarsins s. 1. vetur á
Wembley er Tottenham vann
Aston Villa 2—0
Barry Daines (markvörður):
Lék fyrst með Chelmsford,
en kom til Tottenham 1968.
Hann hefur leikið nokkra leiki
með unglingalandsliði Englands
og er talinn mjög efnilegur mark
vörður.
Anthony Want (varnarleikm.):
Kom til Tottenham 1963, eft-
ir að hafa leikið mikið með skóla
liðum. Gerðist atvinnumaður
1965 og var um tíma fastur mað-
ur f unglingalandsliði Englands.
Lék sinn fyrsta leik í 1. deild
1968 og hefur leikið nú í haust
með því.
Terence Naylor (varnarleikm.):
Fæddist í Islington og lék
þar fyrst með unglingaliðum, en
æfði síðan bæði með Arsenal og
Millwall áður en hann gerðist
Sala á aðgöngumiöum á leik
Keflavíkur og Tottenham hefur
gpngið mjög vel, en forsala í
Reykjavík er við Útvegsbank-
atvinnumaður hjá Tottenham, í
júlí 1969. Hefur leikið nokkra
1. deildar-leikj að undanförnu.
Ralph Coates (framherji):
Einn af beztu leikmönnum
Englands og er taliö að hann
muni verða einn af máttarstólp-
um enska landsliðsins næstu ár-
in. Lék áður með Burnley, en
var keyptur til Tottenham í vor
fyrir 190 þúsund pund, sem er
næst mesta peningaupphæð sem
greidd hefur verið fyrir ensk-
an leikmann. Coates hefur leik-
ið 4 landsleiki fyrir England.
Hann er 24 ára 1.74 á hæð og
75 kg.
VALS-
DAGUR-
INN
Hinn árlegi Valsdagur verður
haldinn á íþróttasvæði félagsins að
Hl’iðarenda n. k. sunnudag, og hefst
kl. 10 f.h., með leikjum í yngstu
flokkum félagsins í knattspyrnu.
Valsdagurinn verður settur af
formann, félagsins Þórði Þorkels-
syni. kl. 1.30 e.h., en að ávarpi
hans loknu hefja'st svo kappleikir
í þeim íþróttagreinum er félagið
'eggur stund á, m. a. knattspyrnu,
handknattleik körfuknattleik og
badminton
+
MUNIÐ
RAUÐA
KROSSINN
Laugardalsveliinum
Eins og kunnugt er hefur ísland
verið dregið til að leika gegn lýð-
veldinu írlandi í undankeppni ungl-
ingakeppni Evrópu í knattspyrnu,
en það lið sem vinnur þann leik,
keppir síðan við Wales um það
hvaða land kemst i aðalkeppnina,
sem háð verður á Spán; í maí n.k.
Sú þjóð sem tapar i síðari leikn-
um, vinnur sér aftur á móti rétt
til að fara beint f aðalkeppnina
1973.
Unglinganefnd KSÍ vinnur um
þessar mundir að undirbúningi
keppninnar viö íra, og hefur farið
fram á að leikið verði hér heima
í síðarj hluta september- eða fyrri
hluta október, en svar frá írum
hefur ekki borizt ennþá.
Ti; unglinganefndarinnar voru
tilkynntir 62 piltar í sambandi við
val unglingalandsliðsins og var
meirihluti þeirra reyndur s. 1. sunnu
Heimsmet og Banda-
ríkin hafa forustu
í gær hófst í Minsk i Sovét-
ríkjunum landskeppni í sundi milli
Bandaríkjanna, Bretlands og Sovét
ríkjanna og stendur keppnin í þrjá
daga.
í s'iðustu greininni í gær setti
bandaríska sveitin í 4x100 m skrið
sundi kvenna nýtt heimsmet —
syv-.Ci á 4:00.7 mín., sem er broti
úr sek. betra en eldra metið, sem
austur-þýzk sveit setti.
Bandaríkin höfðu mikla yfir-
burði í keppninni sigruðu í nær
öllum greinum nema bringusundi.
Þau hlutu 119 stig fyrsta keppn-
isdaginn. Sovétrikin hlutu 73 og
Bretland, sem aðeins átti þriðja
mann f einni grein, 48 stig. Bezti
árangur náðist í 100 m skriðsundi,
en það syntí Bandaríkjamaður á
52.8 sek. Mark Spitz sigraði auð-
veldlega í sinum greinum.
dag, en aldurstakmark keppninnar
er 18 ára og yngri, eöa miðað við
að piltarnir séu fæddir eftir 1. ág-
úst 1953 og ekki eftir 1. ágúst
1956.
í sambandi við val unglinga-
landsliðsins efnir unglinganefndin
til fjáröflunarleiks, sem fer fram á
Laugardalsvellinum í Reykjavík
laugardaginn 11. september og
hefst leikHrinn kl. 17:00.
Liðin sem keppa' eru annars veg-
ar Faxaflóaliðið, sem gerði garðinn
frægan í Skotlandi í júlí s 1. og
hins végar úrva] úr hópi þeirra
pilta, sem tilkynntir hafa veriðtil
nefnda-rinnar V sambandi við val
ungiin'g'alandsliðsis.
Faxaflóaúrvalið skipa piltar sem
erú 16 og 17 ára, en úrvalið piltar
sem erú 17 og 18 ára. Faxaflóaúr-
valið á þvf í högg; við sér eldri
piltá, en vonandi tekst liðinu að
sýna knattspyrnuunnendum þeim
sem leggja leið sína í Laugardal-
inn á laugardaginn eitthvað af hinni
góðu og skemmtilegu knattspyrnu,
sem liðiö varð svo nafntogað fyrir
í Skotlandi í sumar.
I Faxaflóaúrvalinu leika Sverrir
Hafsteinsson KR, Ólafur Mágnús-
son, Val, Janus Guðlaugsson FH,
Lúðvík Gunnarsson, ÍBK. Björn
Guðmundsson, Víking, Grimur Sæ
mundsson, Va]. Gunnar Örn Krist
jánsson. Víking, Otto Guðmunds-
son, KR allir fæddir 1955, Þor-
varður Höskuldsson, KR. Guðmund
ur Ingvason, Stjarnan Gísli Torfa-
son, ÍBK, Stefán Ha'lldórsson, Vík-
ing Ásgeir Ólafsson, Fylki, Gísli
Antonsson, Þrótti, Hörður Jóbann
esson, ÍA, allir fæddir 1954.
f úrvalsliðinu eru meðal annars
kunnir 1. deildar-Ieikmenn eins og
Árni Stefánsson, ÍBA Atli Þór-
Héðinsson, KR, og Hinrik Þórhalls
son, Breiðabliki Aðgangseyrir verð
ur 100 kr. fyrir fullorðna, en 50
kr. fyrir börn, Stjórn KSÍ hefur
falið unglinganefndinni að sjá um
allan undirbúning keppninnar, en
nefndina skipa Árni Ágústsson, for
maöur Gunnar Pétursson og Hreið
ar Ársælsson,
Frarri gegn
Akranesi
Á sunnudaginn kl. fjögur mæt
ast tvö efstu liöin frá í fyrra
í 1. deild á Laugardalsvellinum,
Akranes og Fram. Þetta átti
að verða síðasti leikur mótsins
samkvæmt skrá, en tveir leikir
eru enn eftir. KR—Fram laugar
daginn 18. sept. og IBV — ÍBK
sunnudaginn 19. sept.
Tveir leikir verða háðir á
morgun \ 2. deild Á Melavelli
leika Þróttur, Rvk. og FH, og
á ísafirði IBÍ—Haukar. Á sunnu
dag leika Þróttur N, og Sel-
foss í Norðfiröi.
Meistararnir á úti-
velli í deildabikar
í gær var dregið á Englandi í
þriðju umferð deildabikarsins og
Tottenham, sem sigraði í keppn-
inni í vor. leikur niðri á suður-
ströndinni, gegn 3. deildar-liði
Torquay. En drátturinn var þann-
ig:
C. Palace—Aston Villa
QPR—Blackburn/Lincoln
Nottm Forest —Chelsea
Oxford—Stoke City
Gillingham —Grimsby
Liverpool — Southampton
Bolton—Manch City
Blackpool — Colchester
West Ham/Cardiff—Derby/Leeds
Bristol Rov.—Charlton
Torquay — Tottenham
Sheff. Ut.d,—York/Middlesbro
Manch. Utd, —Burnley
Arsenal — Newcastle
Norwich—Charlisle
Watford—Preston
Enn er fjórum jafnteflisleikjum
úr 2. umferð ólokið og því ekki vit
að hvaða lið rnætast þarna í 3
leikjum. —hsím
-__xí-vSmurbrauðstofan I
jí ----------------■
BJQRNINN
Njálsgata 49 Sími 15105