Vísir - 10.09.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 10.09.1971, Blaðsíða 13
VI S IR . Föstudagur 10. september 1971. i i > ’ ’ >i", 13 Ctundataflan leikur þó nokk- urt hlutverk i heimilislífi margra fjölskyldna. Hún hlutar niður starfsdegi barnanna og það er m. a. undir henni komiö hvernig hægt er að hagræða matmálstímum i hádeginu, ferð- um barna til og frá skóla o. fl. Það er mikið undir því homið, að skólástjórum takist að koma stundatöflunni vel saman. Fjöl- skyldusíðan hafði samband við tvo skólastjóra, sem sögðu frá stundatöflunnj V' sínum skóla. Kennslutímanum skipt í blokkir 1 Langholtsskóla hafá ýmsar tilraunir verið gerðar með stundatöfluna s.l. tvö ár. Skól- inn er tvísettur. „Það var í hittifyrra, sem við gerðum verulegar breytingar á stundatöflunni," segir Kristján J Gunnarsson skólastjóri. „Við skiptum tímanum frá kl. 8—12 í þrjár blokkir, hver blokk er 70 mínútur, en samtals er tím- irm frá 8—12 sex 35 m'inútna kennslustundir og 15 mínútna frímínútur tvisvar á milli. Þessu höfum við breytt og höfum nú mismunandi langan tíma í hverri kennslustund. Á tíman- um frá kl. 8—9.30 höfum við eina blokk sem getur stundum verið þrjár 30 m’inútna stundir eða tvær 35 mínútna stundir og ein 20 mínútna stund. í tungu- málunum höfum við áðeins 20 mínútna stundir og höfum þá tímana oftar og þykir okkur þetta heppilegra fyrirkomulag en það sem tiðkast í gagnfræða- skólunum þar sem kennslu- stundirnar eru færri og 45 m'in. f einu.“ — Hver hefur reynslan orð- ið af þessu fyrirkomula'gi? „Það eru skiptar skoðanir hjá kennurunum. Sumum finnst 70 mfnútna tfmabilið verða heldur langt fyrir yngri börnin, þó fer það eftir kennurum Mörgum kennurum líkar það vel, sérstak- lega fyrir eldri börnin, og hefur þótt gefast meiri ró fyrir börnin að vinná að löngum verkefnum þar sem þau fara þá sjaldnar í frímV'nútur." — En hver er skoðun nem- endanna sjálfra? „Það var gerð könnun í 1. og 2. bekk gagnfræðaskólans, og útkoman varð ákaflega jákvæð, 90% nemenda voru hlynnt breytingunni bæði á þessu og ýmsu öðru í sambandi við skóla- starfið Ég gerði þá breytingu m. a. að í stað bekkjarstofa kæmu sérgreinastofur þar sem kennárinn hefur allt, sem til aíraegs œnajzv hafa einn bekk f hverri stofu og skólinn nýttist á tímanum 8—2 eða 9 — 3. í Langholtsskóla hefur verið gerð nýjung með stundatöfluna og eru kennslustundirnar allt frá 20 mín. í 70 mín. að lengd. Reyni að hygla hádegisbekkjunum Jón Ámason skólastjórj í Árbæjarskólanum á erfiðara um vik með stundatöfluna í þrísett- um skóla sínum. „Stundataflan er búin og gerð, þegar við byrjum skólann, hún er ágústvinna," segir hann. „Hér er þrísetning að mestu leyti og miklu erfiðara fyrir að koma stundatöflunni saman, og hún verður óhagkvæmari en maður myndi annars hafa hana. Það er engan veginn hægt að komast í kringum það, þegar um stóran skóla er að ræða. Sérgreinatímaxnir fara fram í ákveðnum stofum og þegar 30 bekkir eða fleirj eru um sömu stofuna geta ekki allar kennslustundirnar fallið á sama tfmann. Við reynum að láta þetta koma sem minnst niður á þeim sem yngst eru.“ — Ef tekin eru dæmi? „Ég hef hér bekkjartöflu eins 11 ára bekks fyrir framan mig. Þessi bekkur kemur alltaf klukk an átta á morgnana og fjórum sinnum í viku verða þau að Stundataflan í tvísettum skólum •" . ...............| — talab v/ð tvo skólastióra um stunda- t'ófluna, sem ákveður starfsdag skóla- nemenda, og nýjungar i henni þarf ti] kennslunnar í greininni, en krakkarnir ganga á milli stofanna og er þetta svipað fyr- irkomulag og haft er t. d. li Menntaskólanum í Hamrahlíð.“ — Hvernig er stundatöflunni hagað að öðru leyti í tvísettum skólá? 80% af börnunum eiga 5—7 mínútna leið í skólann „Eldri bekkirnir koma venju- lega tvisvar í skólann en yngri bekkirnir oftast ekki nema einu sinni flesta daga vikunnar Það er ómögulegt að komast hjá því með eldri bekkina að þeir mæti tvisvar í skólanum. Námsefnið rúmast ekki á stundatöflunni nema í tvennu lagi, með því móti að kennt sé bæði fyrir og eftir hádegið. Ef reynt væri að hafa kennslutímann samhang- andi yrði hann í matartímanum einnig. í tvísettu barnaskólunum held ég' að sé alveg óþarfi að ---• ,f 4$—.--------- ■ láta barn koma þrisvár á dag hins vegar verða þau iðulega að koma tvisvar. í flestum skóla- hverfum er vegalengdin frá heimili að skóla stutt. Ég held að um 80% af börnunum eigi 5—7 mínútna leið í skólann og undantekning er, ef það er lengra en 10 — 15 mfn. gangur frá heimili að skóla Þó er það til eins og t. d. í Skerjafirðinum, en börn þaðan sækja í Mela- •skólann. Þessi hlaup milli héitft-l& íljs og skóla eru því frekar--» .undantekning en regla, og.Tég'"* •held, án þess að alhæfa nertt,--* 'áð það saki ekki bamið áð Jara fjórum sinnum á dag milli *. ^SéimiIis og skólans, það er ekki,~* igýo mikil hreyfing, sem krafizt er af nútímamanninum.“ .£— Þá erum við komin að séurningunn; um skólamáltíð- ina. 'ér 'í;„Áður en skólamáltíðin kem- ur inn í skólann verður skóla- hfisiö að vera einsetið fyrir 10 0a bekki og eldri. Þá yrði að koma aftur eftír hádegi. Hér er annar 11 ára bekkur, sem verð- ur að koma þrisvar sinnum eftir hádegi í sérgreinatíma Til þess að koma þessu betur saman hef ég hyllzt til þess að fella tt'ma saman eftir hádegið, t. d. með því að láta teikningu koma strax á eftir leikfimi hjá drengjunum og handavinnuna eftir leikfimi hjá stúlkunum. Svo eru það bekkimir, sem koma í hádeginu. Það er reynt að hygla þeim eins og hægt er með því að fella saman tfmana. En í þrisettum skóla er matartím; li raun og veru enginn, þar sem kennt er a’llan tímann frá 8—5 En svo að nefnt sé einnig dæmi um eitthvað gott þá em hér þr.ír 7 ára bekkir, sem koma aðeins einu sinni í skólann á dag og hafa frí á laugardögum líka.“ — SB I I Auglýsing Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið óskar að ráða stúlku til afgreiðslu- og vélrit- unarstarfa. — Til greina kemur að ráða hálfs- dagsstúlku. Ódýrari en aárir! Shodr LEIGAft iUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. AUGLÝSIÐ LAUS STAÐA Starf fulltrúa í skrifstofu Menntaskólans við Tjörnina er laust til umsóknar. Laun sam- kvæmt 15. launaflokki í launakerfi starfs- manna rí«3ins, þegar fullri starfsþjálfun er náð. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 8. október. n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 8. september 1971. / VISI Menntamálaráðuneytið, 9. september 1971. i I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.