Vísir - 10.09.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 10.09.1971, Blaðsíða 2
Rússneskir hermenn í rússíbana Mikil alþjóðleg skemmtun stóð í nokkra daga nýlega í Gorky- garði I Moskvu, og þama f þvi landi sem menn aðaliega skemmta sér við að horfa á dansandi skóg arbimi f sirkusum, heimsmeist- ara i Iyftingum og leikfimikappa af bezta tagi og ballettmenn, varð mikil hrifning yfir þvi vestræna húllumhæi sem Bandaríkjamenn, • V-Þjóðverjar Frakkar, Finnar Svíar, Hollendingar og Belgar stóðu að. Rússnesk böm, hermenn og eig inkonur geystust í rússíbönum og parísarhjólum eins og þau hefðu aldrei áður heyrt um slíka hluti, og rokk-hljómlist hellti sér yíir hlustir gesta í Gorky-garðinum. Vestrænum skemmtikröftum og tækjastjórum á þessari hátíð fannst mikið til um glaðværð Rússanna og svo kurteisi. Enginn ruddist fram fyrir annan í bið- röðum, og börn ollu engum ó- skunda. Aöeins örfáir innfæddra voru síðhærðir, fáir með skegg eða klæddir í gallabuxur á vestræna vísu — fannst Bandaríkjamönn- unum t. d. frekar að Moskóvítar væru klæddir sem væru þeir á leið i jarðarför en á skemmtun. Mjög fáar konur voru í síð- buxum og engin í stuttum buxum. Jafnvel sólgleraugu hafa enn ekki náð að ryðja sér til rúms þar eystra — en ánægt var fólkið fyrir því. Sýning þessi eða skemmtun, samanstóð af efni sem meira en 60 vestræn lönd lögðu saman í, og verður hún haldin í fjölmörg um borgum um öll Sovétríkin, en byrjað var i Moskvu. Italir settu upp „Go-cart“ braut- ir og leyfðu rússneskum strák- um að aka sem þeir vildu. Kan- ar settu upp keiluspilsbrautir og Þjóðverjar sérstakt bilahús, þar sem hver ekur um annan þver- an — nema í Moskvu reyndu allir að forðast árekstra — sem eru helzta skemmtun manna I slíkum bílahúsum hér vestra. Skemmtun þessi, sem Rússar kölluðu „Attraktsion ’71“ er eins dæmi í skiptum Sovétríkjanna við vestræn lönd, og sögðu hermenn nokkrir, sem hvað iðnastir voru við rússlbanann, að í Moskvu- borg hefði aldrei áður gerzt neitt svo skemmtilegt sem „Attrakt- sion“ þessi ítalskir strípa- lingar í stríði Eitthvað er fólki farið að fækka á suðrænum baðströndum þótt ekki sé það mikið, ítalska sólin mun enn halda góðu hitastigi, og talsvert fjör er enn á ítölskum bað- ströndum — að því okkur er tjáð. Það er einmitt á þess- um árstíma sem strípal- ingum — öðru nafni nátt- úrudýrkendum — fjölgar mikið á baðströndum á Ítalíu. Leyfist þeim, er vilja baða sig kviknaktir, að vera á almennum bað- ströndum, þ.e.a.s. ef þeir tjalda af svæði sitt með sóltjaldi — þarf ekki að vera þak þar yfir. Um nokkra hrið hafa slík tjöld verið leyfð, og þótt duga til að vemda strípa lingana fyrir glápi fólks í bikini-buxum og lögregl unni. „Leyfum strípalinga- búðir.“ I land; páfans þykir það yfir- leitt voðalegur dónaskapur að vera allsber undir berum himni. Samt eru strtpalingamir orðnir svo kræfir á ítaKu, að þeir eru farnir að heimta að sérstakar búðir eöa svæði fyrir þá verði lögleyfð. r Erum flultir oð Hverfisgötu 82. Sami sími og áöur 23857. Letur sf. Offsett-fjölritun. ——^rySmurbrauðstofan | BJORNIIMIM Njálsgata 49 Sími <5105 Ritari samtaka ítalskra strípa- linga, Vincenzo Bruni, segir, „það er ómögulegt að leggja stund á náttúmdýrkun í felum. Það verð ur að leyfa stripalingabúðir með lagasetningu." Land til leigu „Náttúrudýrkun" er ekki meö öllu bönnuð á Italíu, en strípaling ar kvarta undan því, að lögregian sé ævinlega á hælum sér. §am- band Italskra náttúrudýrkenda segir, að félagar þess telji 5000 manns, og f Róm séu raunar 10 sinnum fleirj sem sýnt hafi. að þeir séu hlynntir slíkum félags- skap. Um það bil 15 búðir fyrjr þá er berrassaðir vilja vera, eru starfræktar 1 trássj við lög, hingað og þangað um Italíu. „Og 10. september ætlum : við' að tjalda kringum okkur inrii miðri Róm og halda partí," seg- ir Bruni ritari, „þeir félaganna strípalingasambandinu sem eiga hús með opnum svölum eða stór um görðum, munu bjóða gestum til sín, og viö getum öll skemmt okkur saman." Borgarstjórinn ’i Poggio Nativo hefur hafið áróður fyrir því, að borgarráðið leyfi að „náttúru- dýrkendum" verði leigðar 75 ekr- ur lands I nágrennj borgarinnar gegn um 15.000 kr. ársleigu til 95 ára. Raunar hefur kaþólskur prest- ur í Poggio Nativo magnað upp herferð gegn þessari fyrirætlan borgarstjórans. og kann að verða stórmál úr, þar eð þeir báðir presturinn og borgarstjórinn eru nokkuð áberandi persónur innan kaþólska demókrataflokksins á Italíu, sem nýtur stuðnings kirk; Hermenn úr Rauða hernum í rússíbananum Stelpa frá Liberty Hún heitir Grffw Rivers þessi stúlka. Hún er 21 árs að aldri og var fyrsta þeldökka stúlk- an sem kjörin hefur verið „ung- frú svört“ í Sullivansýslu f Banda- ríkjunum. Hún er þarna að hvöa fagra útlimi og taugar við Dixie-vatn í borginni Liberty, þar sem hún sigraði í feeurðarsamkeppninni. Hún er hjúkka i borgarspitala Liberty Irorgar oe má'in: 38 — 26— eða samk' æmt íslenzkri 38

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.