Vísir


Vísir - 21.09.1971, Qupperneq 1

Vísir - 21.09.1971, Qupperneq 1
 ■ íl_ •>.'.-............................... mBBœ „Tölvan ekki nógu stór' — segir fræðslustjóri wsmmmm #1. árg. — Þriðjudagur 21. september 1971. — 214. tbl. „Við höfum fylgzt með því, sem hefur gerzt á Norðurlönd- um, og það er kannski mögu- leiki á því ef stærri vélar koma“ sagði Jónas B. Jónsson fræðslu stjóri, þegar Vísir spurði hann um möguleikann á því að vinna stundaskrár skólanna í tölvu. Fræöslustjóri sagði ennfreniur, að stundaskrárgerðin værj má! hverS skóiastjóra fyrir sig, og fræðslu- ■ • ■ ’ vW'.v»»íWfW®‘ ... álfjallinu. Þessar birgðir álverksmiðjunnar eru í eigu félagsins ALUFINANCE, sem álbræðslur í ýmsum löndum hafa í sameiningu til að ráða betur við hið erfiða markaðs ástandi og hindra verðfall á heimsmarkaði. Álfjall" fram til 1975 Birgðir orðnar 22-23 þúsund 'onn Þrjú þúsund tonn bætt ust ofan á „álfjallið“ í Straumsvik í seinasta mánuði, og riú liggja þar fyrir óseld 22—23 þús- und tonn af framleiðslu verksmiðjunnar. Horfur eru taldar á, að þetta ís- lenzka álfjall kunni að stækka allt fram til 1974 eða jafnvel 1975, áður en vænta megi breyttra við horfa á heimsmarkaði. Birgðir hafa hrannazt Uþp hjá álverksmiðjunni undanfarna mánuði. Fyrstu fjóra mánuðj árs ins voru ti) dæmis flutt út rúm sex þúsund tonn_ en nærri ell- efu þúsund tonn á sama tíma í fyrra. Dr. E. Boschard, tækni- legur framkvæmdastjóri álvers ins, segir í viðtali við Visi, að framleiðslu sé samt haldið á- fram af fulium krafti, og unnið að byggingu þriöja áfanga verk smiöjunnar, en þeim fram- kvæmdum á að ljúka árið 1972. Þá munu afköst verksmiðjunnar verða 70—77 þúsund tonn á ári, svo aö birgðirnar eru nú jafnvel orðnar nærri þriðjungur af þeirrj ársframleiðslu, en þær eru nú um helmingur af núver- andi ársframleiðslu verksmiðj- unnar. — Doktór Bosch- hard segir, að ekki séu lík- ur á, að ástandiö á heimsmark- aði lagist fyrr en árin 1974—75. . Hann segir, að nú sé talið, að offramleiðsla á áli í Evrópu einni nemi 700 þúsund tonnum á ári. Víöa hafi verksmiðjur ver iö lagðar niður, en ekkert dugir. Vandræðin eiga rætur í á- standinu á bandariskum mark- aði, þar sem samdráttur hefur verið og raunar víðar um heim. Atvinnujöfnunarsjóður og Hafnarfjörður hafa tekjur af framleiðslugjaldi á áli, svo- nefndu álgjaldi, en það er reikn að af framleiðslunni með á- kveðnum undantekningum — H'H Handteknir fyrir hefndarórós Lögreglan handtók í gær- kvöldj tvo 16 ára gamla pilta, sém leitað var að vegna líkams árásar á jafnaldra þeirra í fyrri nótt. Fórnarlambið gat gefið lýs- ingu á árásarmönnum sínum, þvV að hann kannaðist við báða, og ennfremur höfðu þeir haft á orði við hann, að þeir ætluðu að ]umbra á honum til þess að launa honum lambið gráa. Virtust piltarnir tveir hálda, að þessi jafnaldri þeirra hefði vísað lögreglunni á þá vegna innbrots, sem þeir höfðu framið í fyrra. Virðist árásin sprottin af ein berum misskilningi. Piltarnir tveir hafa ekki verið látnir sæta neinni refsingu fyr- ir innbrotið, sem þeir frömdu I fyrra', en það mál var upplýst ekk; alls fyrir löngu, og hefur ekki endanlega verið fjallað um það. Þeir voru hafðir í haldi í nótt, -og biðu þeirra yfirheyrslur í morgun. — GP íslandsmeisfari í flugi — Sjá bls. 10 Bólusetningar áfram hérlendis — en Bretar og Bandarikjamenn að hætta bólusetningum við kúabólu „Það hefur ekki komið til tals að hætta kúabólusetningu hér, og mér er ekki kunnugt um að það hafi komið til tals á Norðurlöndum“, sagði Benedikt Tómasson skólavfir- læknir hjá landlækni f viötali viö Visi I morgun. Erlendis frá berast þær fregnir, að Bretland hafi hætt við aö skylda kúabólusetningu við bólusótt þar sem meiri hætta sé talin á veikind um, sem leiði af bólusetningunni en á bólusótt sjáifri. Talið er, að Bandaríkin muni hætta viö skyldu á kúabólusetningu í haust. Benedikt sagði að hér væri skyida um frumbólusetningu innan tveggja ára aldurs og endurbólu- setningu með árangri seinna. — Hann sagði sér ekki vera kunnugt um alvarlegt veikindatilfelli af vöid um kúabóiusetningar hér. Bólusótt artilfellis hefði ekk; orðið vart hér á þessari öld. skrifstofan hefði ekki mikið með það mál að gera nema launalega séð. Hann gizkaöi á, að einn til tveir menn í hverjum skóla ynnu stundatöfluna. Hvort það væri erfitt verkefni? „Já, það gefur auga leíð, ao peg ar 15 þúsund nemendur koma í sköla þá er það erfitt.“ Hvort það séu mistök, þegar nem andi sé látinn mæta í skóla i eina kennsiustund snemma að morgni t.d. á laugardegi? „Jú, það held ég að hljóti að vera, og ég geri ráð fyrir því, að stundataflan sé að venju endurskoð uð i skólunum, þegar skólinn hefur starfað eina til tvær vikur og reynt að lagfæra það, sem skólastjóri tel ur þörf á eða óskir foreldra hafa komið um.“ Fræðsiustjóri sagði ennfremur að rætt hefði verið um það á skóla- stjórafundum að fá sérfræðilega að stoð en fyrir utan það, að það sé gífuriega dýrt, þá hafi tölvur ekki enn verið notaðar við gerð stunda töfiunnar í barna- og gagnfræöa- skólum á Norðurlöndum, en nýfar ið sé að athuga þann möguleika. Hver skóli vinni þar sínar stunda- töflur eins og hér og sé þar allt þægilegra og í fastari skorðum. — Stundataflan sé unnin á vorin og bannaðir flutningar milli hverfa, sem ekki sé gert hér og þuríi ým- ist að fækka hér í deildum eða fjölga við það, og það langt fram á vetur og við það geti töflur oft raskazt. Þá kom það fram í viðtalinu við fræðslustjóra, að skólastjórum séu sett takmörk við stundatöflugerð hvað varðar kennslumagn og einn ig kennarafjölda og sé það sam- kvæmt lögum. —SB Að fara SUÐUR til lækninga Sjá bls. 8 Um bólusótt erlendis minnti Benedikt á bólusóttartilfellið í Dan mörku á sl. ári en þá lézt maður úr bólusótt, sem hann hafði sýkzt af annars staðar og var fjöldi manns settur í sóttkví m.a. íslendingar, sem verið höfðu á Skodsborg og sumir, þegar hingað heim yar kom- ið. — SB Islending- urinn samdi „biblíu sjávarút- vegsins" Á einu sviði eru íslendingar ör- uglega ekki vanþróaðir, en þaö er í fiskveiðum. Afkösf okkar veiðimanna eru meiri en nokk- urra annarra starfsbræðra þeirra. Af þekkingarbrunninirm hefur verið hægt að miðla veiði- mönnum annara þjóða, sem hafa e.t.v. ekki veitt nema 5 tonn eða minna á ári miðað við 200 tonnin okkar. Sagt er frá einum þeirra sem hafa Iagt sig fram í þessum efnum, Hilmari Kristjónssyni, höfundi handbók- ar i fiskveiðum, sem kölluð hef- ur verið biblía sjávarútvegsins. SJÁ BLS. 9. Skólafólkið fær hvergi húsnæði Enn þurfa fjölmargir skólanem ar að sækja til höfuðborgarinn- ar til að fá uppfræðslu, — en höfuðborgin er þess ekki megn ug að hýsa al'lt þetta unga fölk. A.m.k. virðist illa ganga hjá ýms um að verða sér úti um herbergi eða litlar íbúðir. Vísismaður ræddi I gær við ýmsa aðfla um þessa mál. SJÁ BLS. 8.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.