Vísir - 21.09.1971, Page 3

Vísir - 21.09.1971, Page 3
V1SIR Þriðjudagur 21. september 1971. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND 3 Umsjón: Haukur Helgason Bæja- og sveitastjórnarkosningarnar i Noregi: Verkamannaflokkurim, hægri og vinstri flokkurinn töpuðu nokkru — Miðflokkurinn og kristilegir unnu á Trygve Bratteli Verkamannaflokkurinn norski, sem stjórnar með minnihlutastjórn tapaði fylgi í bæja- og sveita- stjórnakosningunum, sem fram fóru í gær og fyrra- dag. Hægri flokkurinn og vinstri flokkurinn töpuðu einnig, en miðflokkurinn og kristilegi flokkurinn unnu á. Þegar úrslit voru í morgun kunn í 539 af 550 stöðum, þar sem kosið var hafði verkamannaflokkurinn fengið 42,2 prósent atkvæða og tap að 1,8 prósentum. Hægri flokkurinn hafði 17,8 prósent, tapaði 1,7 pró- sentum. Vinstr; flokkurinn 8,4 pró- sent, tap 1,4 prósent. Miðflokkurinn hafði 11,7 prósent og hafði unnið 2,3 prósent. Kristi legi flokkjurinn fékk 8,6 prósent og bætti við sig 1,6 prósentum. Vinstri jafnaðarmenn fengu 4,8 prósent og töpuðu 0,4 prósentum og kommúnistar 1,3 prósent, sem var 0,1 prósent aukning. — Auk þess voru víða sameiginlegir listar. Foringjar flokkanna voru yfirleitt sammála um, að úrslitin mundu Ástæðulaus skyldubólu- ,Meiri hætta af bólusetningu en sjúkdómnum á Vesturlöndum' Ríki, þar sem heilbrigðis mál eru í góðu horfi, gætu nú án áhættu hætt reglu- bundinni bólusetningu við Kenneth Kaunda forseti Sambíu hefur verið kallaður „maðurinn með andlitin tvö“ af andstæðingum sínum. Stjórnarandstaða moluð í Sambíu kúabólu, að sögn tals- manns alþjóðlegu heilbrigð isstofnunarinnar í Genf. „Málum er nú þannig komið í löndum eins og til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum, aö áhættan við bólusetningu er í rauninni meiri en hættan á að veikjast af sjúkdómn- um“, segir hann. I Bandaríkjunum hefur ekkert kúabólutilfelli komið upp í 22 ár, en á ári hverju deyja sex af völdum bölusetningar við sjúkdómnum. Sjúkdómurinn hefur að heita má verið útrýmt í stórum hlutum heims, meöal annars í S- Ameríku og Vestur-Afríku. Mest hætta er á sjúkdómnum á Indlandi, Pakistan og löndum þar í grennd. Bretar hættu fyrir ári að hafa skyldubólusetningu gegn sjúkdómn um og er búizt við að Bandaríkja menn fylgi i fótspor þeirra í þaust. litlu breyta. Trygve Bratteli, for- sætisráðherra og formaöur Verka- mannaflokksins, sagði, að kjörsókn hefðj verið léleg og það valdið mestu um breytingarnar, sem urðu frá fyrri kosningum. Þetfca hafi einkum komið fram í stærstu bæj- unum. Forystumenn Miðflokksins, sem er flokkur Per Bortens, fyrr- verandi forsætisráðherra, töldu gott skipulag hafa valdið miklu um aukn ingu á fylgi flokksins. Þeir lýstu ánægju sinni með styrk Miðflokks- ins í bæjunum, en Miðflokkurinn var áður fyrr bændaflokkur. Formaður Kristilega þjóðarflokks ins, Korvald, telur, að ungir kjós- endur hafi stutt flokk sinn í rík- ara mæli en áöur. Formaður hægri flokksins, Kaare Willoch, viður- kenndi, aö hægri flokkurinn væri í öldudal eftir stjómarkreppuna í vor. Úrslitin væru ekki hagstæð, en þó væri flokkurinn aftu.r að ná sér á strik eftir kreppuna. Formað- ur Vinstri flokksins, Helge Seip, viðhafði svipuö ummæli um sinn flokk. Hipp® STRÍÐ? Egyptar hervæðast af kappi, og menn Cttast stórstyrjöld i Mið- Austurlöndum. — Ástandið hefur hríðversnað, eftir að sá atburð- ur varð, er myndin sýnir, þegar Egyptar skutu niður her- þotu Israelsmanna yfir Sinaí-eyðimörkinni og s;ö af átta í áhöfn biðu bana. — Myndin sýnir hermann frá ísrael kanna flakið. Forseti Sambíu, Kenneth Kaunda gekk í gær milli bols og höfuða á stjórnarandstæðingum í landinu. — Lögreglan handtók tíu helztu for- ingja stjórnarandstæðinga. Þó var fyrrverandi varaforseta, Simon Kapepwe hlíft í þessari lotu. Búizt hafði verið við þessum að geröum, síjjian Kapapwe gekk úr stjóm fyrir skömmu. Kaunda held ur því fram, að flokkur Kapepwes njóti styrks frá Suður-Afríku. Meðal þeirra, sem handteknir vom, er varaformaðurinn I flokki Kapepwes og flestir aðrir £ stjórn flokksins. Kaunda segist gera þetta til að vernda örvggi ríkisins. Hann segir, að óánægðir stjórnmálamenn hafi sent menn til erlendra ríkja til að fá þjálfun f skæmhernaði. Þess vegna hafi sér verið nauðugur einn kostur að beita hörðu til að halda uppi lögum og reglu í Sambíu. Kápepwe neitar því, að stuðnings menn hans hafi átt nokkurn þátt f neðanjaröarstarfsemi. Dularfullar fréttir um . i i kóleru á Mallorca Tveir sænskir ferðamenn hafa lagzt á sjúkrahús á Mallorca með ýmis kóleru einkenni, segir sænska blaðið Expressen í gær. Blaðið vitnaði einnig til fréttar frá Mallorca, þar sem sagt var að sænskur ferðamaður, Lars Erik Pettersen frá Gautaborg hefði lát- izt úr kóleru í síðustu viku. Þessi frétt var frá sænskum sjónvarps fréttamanni komin, en haft er eftir sænskum lækni að Petterson hafi látizt af völdum lungnabólgu. Lækn ir frá Noröurlöndum hefur hins veg ar sagt, að hann hafi boriö merki kóleru. Sænski ræðismaðurinn á Mallorca, Torsten Svensson, neitar þvf, að nokkrir Svfar hafi veikzt af kóleru á Mallorca. „Okkur er jafnóðum til- kynnt um öll veikindi Svía hér“. segir ræðismaðurinn, „og við höfum ekkert heyrt um að sænskir ríkis- borgarar hafi veikzt af kólem.“ Svensson neitaði því einnig, aö Fett erson hefði látizt úr kóleru. Hefði Hk hans verið krr'ið, og því slegið föstu, að banameinið hefði verið lungnabólga.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.