Vísir - 02.10.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 02.10.1971, Blaðsíða 5
VÍ S f R. Laugardagur 2. október 1971. 5 KIRKJAN O CIr ÞJÓ Helgi hvíldardagsins mm Lfik. 13, 10—17. Textar morgundagsins tala til vor um hvíldardaginn og helgi faans. Frá því áð þeir viðburðir gerðust, er þeir greina frá. er nú liðinn langur tími. Mikium breytingum faefur heimurinn tek ið á þeim tima, og mjög er óiíkt mat manna' á hinum ýmsu hlut- um nú og þá. Hugsunarhátturinn hefur á ýmsum sviðum breytzt svo mjög, að það sem þá var talið sjálfsagt og nauðsynlegt, ex ná ekki aðeins talið ónauð- sjmiegt heldur hégómi og hind- urvitni, og annað, sem þá þótti ósœmilegt og óleyfilegt, er nú ef tii vill talinn sjálfsagður hlutur. Á þetta ekki sizt við um hv'ildardaginn og helgihald háns. Þó er sá Guð, sem yfir mönnunum ríkt; þá hinn sami og yfir oss ríkir nú. og vilji hans er hinn sami nú eins og hann var þá, einnig i því er snertir helgihald hvíldardagsins Hið ævaforna boðorð hans: „Halda skáltu hvíldardaginn heilagan", er þess vegna 'i sama gildi nú og það var þá. Þetta boðorð stend- ur óhaggað og óumbreytanlegt, hvaða skilning sem kynslóðir hinna ýmsu aldá leggja í og hvaða háttalag sem þær kunna að hafa á um helgihald hvíldar- dagsins. Farísearnir, leiðtogar Qyöinga, voru menn strangir og þröng- sýnir i trúarefnum Sá strang- leiki hlaut að koma fram i við- horfi þeirra til lífsins yfirleitt og þá m. a. í viðhorfi þeirra til helgihalds hvíidardagsins. Vér íslendingar erum yfirleitt mjög frjálslyndir í trúarefnum, einnig það hlýtur að koma fram í við- horfj voru til lífsins, og þá ekki s'izt í viðhorfi voru tii helgi- halds hvíldardagsins, enda á- reiðanlega meginmunur á því, hvernig Gyðingar fyrir 19 öldum vöröu hvíldardegi s'inum, og þvi, hvernig vér íslendingar verjum honum nú á tímum. Þótt Farí- searnir væru á rangri leið i helgihaldi hvíldardagsins og fengju oftsinnis ávitur fyrir það af munni Frelsara vors, þá er ekki endilega víst að vér, sem hlaupið höfum yfir í andstæðar öfgar í þessum efnum séum á réttri leið. Þar sem hver ein- stakiingur metur og miðar hvíld- ardaginn aðeins við sín persónu Iegu hugðarefni hverju sinni, leiðir það af sjálfu sér, að „heigi hald“ hinna ýmsu og ólíku ein- staklinga hefur á sér næsta ó- líkan og sundurleitan blæ. Við þetta er í sjálfu sér ekkert að athuga, því að sá, sem vinnur e.t.v. sex daga vikunnar hjá öðr um verður að sjálfsögðu að fá einn dag vikunnar fyrir sjálfan sig Til þess ætlaðist skaparinn í upphafi. En allt um það stend- ur óhaggað boðorðið: „Halda skaltu hvíldardaginn heilagan," og það er í þessum efnum, sem svo margur reynist veginn og léttvægur fundinn.Hin ævaforna reynsla sýnir, að það er oss mönnunum fyrir beztu að heiðra hvíldardaginn og nota hann til hvíldar, og að þeir. sem sækjast eftir að vinna hVildardaginn sem aðra daga, muni ekki upp- skera neina blessun af slíku háttalagi. Hitt er svo annað mál, að í nútíma þjóöfélagi er ýmissi þjónustu þann veg háttað, að hún krefst helgidagavinnu. Við slíku er ekkert að segja enda hvíldartími þá veittur 'i staðinn einhvern annan dag vikunnar. Ein er þó sú helgidagavinna, sem á engan hátt vanvirðir hvíldardaginn, heldur þvert á móti heiðrar hann og heiðrar boðorðið um að halda hann heil- agan. Þetta er sú vinna, sem Frelsarinn sjálfur vann á þess- um degi, þrátt fyrir ill orð og aðkast trúarleiötoganna. Það er sú vinna eða það verk sem unnið er í þjónustu kærleikans. Þannig getur sá, sem unnið hef- ur baki brotnu allan hvíldardag inn hafa heiðrað hann og haldið hann heilagan, ef þessi vinna hefur verið látin í té bágstöddum bróður, sem þurfti hennar ein- mitt með á þessum degi, þar sem aftur á móti annar sem unnið hefur sömu vinnu aðeins Gæzlusystur Styrktarfélag vangefinna vill ráða 2 gæzlu- systur til starfa við dagheimilið Bjarkarás Stjörnugróf 9 frá 15. nóv. n.k. Umsóknir sendist skrifstofu Styrktarfélags vangef- inna fyrir 15. okt. n.k. Sendisveinn Óskum eftir að ráða sendisvein hálfan eða allan daginn. Æskilegt að viðkomandi hafi vélhjól til umráða. Uppl. ekki veittar í síma. Cudogler hf. Skúlagötu 26 til þess að afla sjálfum sér meiri peninga, hefur alls ekki haldið daginn heilagan — Aö halda hv'ildardaginn heilagan er að verja honum að Guðs vilja. Hér gilda engin viss fyrirmæli um aö vinna eða vinna ekki, að hvílast eða hvíiast ekki, að skemmta sér eða skemmta sér ekki. Hvora tveggja þessara andstæðna getum vér valið og í báðum tilvikum vanhelgað hvíldardaginn. En þaö einkenni- lega er, að vér getum einnig I báðum tilvikum heiðrað og hald ið hvíldardaginn heilagan. ef vér gleymum þvi ekki, að þessi dagur er öðrum fremur Drottins dagur, og að á þessum degi ber oss jafnvel öðrum dögum fremur að iáta stjórnast af hans vilja, hvort heldur er heima eða að heiman, í hvíld eða starfi, við lestur eha í leik. Það er ein- mitt þetta, sem oss íslendingum vill gjarnan gleymast. Frjáls- lyndj vort gagnvart hvíldardeg- inum er orðið helzt til mikið. Því að þótt vér munum eftir, að sunnudagurinn er hvíldar og frídagur, sem vér megum verja að eigin óskum þá vill oss gjarnan gleymast hitt, að sunnu dagurinn er helgur dagur, aö helgj hans er meiri en hinna daga vikunnar, og aö vér ættum síður að leyfa oss ýmsa hlutj á sunnudegi en á virkum degi. Þannig hefur almenningsiálitið verið allt fram á vora daga. Oss finnst það meira hneyksli, ef drukkinn maður hefur i frammi óspektir í kirkju en ef hann gerði slíkt í venjulegu sam- komuhúsi vegna þess að ennþá hefur kirkjan, — sem er sér- staklega Guði helgað hús — meiri helgj í vitund vorri en venjulegt samkomuhús. En eins og vér teljum helgi kirkjunnar meiri en annarra húsa, þannig ættum vér að telja helgi sunnu- dagsins meiri en annarra daga, og þannig ætti það að vekja meira hneyksli og skömm að sjá menn, drukkna eða ó- drukkna, hafa ’i frammi ólæti og óspektir á sunnudegi en á virk- um degi. M.ö.o. vér ættum að dæma harðar ósæmilega fram- komu og illvirki. sem unnin eru á sunnudegj en aðra daga, ein- faldlega vegna þess, að helgi hans er meiri en annarra daga. — Þessi hugsunarháttur mun þó víst — því miður — vera að hverfa með vorr; kynslóð. For- feður vorir voru strangari gagn- vart sunnudeginum en vér. í þeirra tíö þótti það sjálfsagt að ganga til kirkju á sunnudegi og hlýða á guðsþjónustu, eða ef því varð ekki við komiö, þá að hafa Guðs orð um hönd í heimahúsum. Einnig voru viss verk, sem menn alls ekki unnu á sunnudegi. svo sem deyöa skepnur o.fl Helgi sunnudags- ins var meiri í vitund þeirra en hún er nú orðin í vitund vorri. Og þótt vér gleymum því gjarn an ekki, að sunnudagurinn er hvíldar- og frídagur og höfum meira að segja fengið hálfan eða allan laugardaginn að auki, þá hættir oss miklu fremur til að gleyma hinu, að sunnudagur- inn er helgur dagur. Frjálslyndi vort í hinum ýmsu efnum. einn- ig trúarefnum, er að sjálfsögðu lofsvert innan vissra takmarka, en þegar frjálslyndið er orðið það mikið. að enginn einn hlutur er oss hejgarj en annar og vér breýtum' Samkváémt þVf, þá hef- ur það áreiöanlega leitt oss út á villigötur enda þótt þær göt- ur liggi í gagnstæða átt við þær, er Farísearnir forðum gengu Um helgi sunnudagsins og rétta notkun hans fjallar hug- vekja Kirkiusíðunnar f dag. Höfundur hennar er sóknar- presturinn á Útskálum, sr. Guð- mundur Guðmundsson. Hann er Eyfirðingur að astt f. á Ásláks- stöðum í Hörgárdal árið 1919, lauk stúdentsprófi á Akureyri 1940 og guðfræöiprófi 4 árum síðar. Strax sama vor var hann vígður til Brjánslækjar, síðar var hann prestur í Bolungarvík en síðan 1952 hefur hann verið prestur á Útskálum. Árin 1945 —47 stundaði sr. Guðmundur framhaldsnám í guöfræöi bæði í Svíþjóð og Sviss. Kona sr. Guðmundar er Stein- vör Kristófersdóttir frá Litlu- Borg í Víðidal. Biðjum því Guð um að gefa oss vit og þrek til þess að forð- ast villigöturnar. hvort sem þær liggja tij hægri eða vinstri, heldur veita oss vizku og náð til þess að rata hinn rétta veg, einnig í því að halda hvíldar- daginn heilagan. Dömur Sníð máta og þræði saman. — Uppl. 25519. il tg Hver næst? Hvert nú ? Dregið þriðjudaginn 5. október Aöeins þeir sem endurnýja eiga von á vinningi. Síðustu forvöð til hádegis á dráttardag. HAPPDRÆTTI SÍBS 1971. Y' ■ ' •" ■ v-. • f; •...•• 4 <■ Mrt i vænduin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.