Vísir - 02.10.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 02.10.1971, Blaðsíða 16
Föstudagur 1. október 1971. ,Jsl@nzka sjón- varpið 5 órum á efftir dönsku,# Einn poki dugir 500 börnum n dag Styðja danska útvarpsmenn Á stijórnarfundi Blaðamannafé- lags Islands í gær var ákveðið að beina þeim tilmælum til félaga í B. 1., að þeir sendu ekki fréttir ; : ■ ;v/: •••':; ; wmmmmmm — segir Politiken Danska sjónvarpið hefur flutt i fyrsta sinn leikrit frá íslenzka sjón varpinu. Það var Postulin eftir Odd Bjömsson, sem sýnt var hér s. 1. vetur og fjallar um bilið milli kyn slóðanna og hve litið það er í raun inni. Danska blaðiö Politiken segir, aö með þessu sé íslenzka sjónvarpið orðið þátttakandi í samstarfi sjón varpsstöðva á Noröulöndunum um leikrit. Að vísu megi ekk; búast við möngum sjónvarpsleikritum frá íslandi, sem geti ekki með S—10 leikritum fylgzt með hinum stöðv- unum. „Stúdíó“ það, sem íslenzka sjónvarpið noti, sé eitthvað svipað þvf og danska sjónvarpsleikhúsið hafi hætt að nota fyrir fimm ár- um, og til gamans meg; geta þess, að íslenzka sjónvarpið hafi enn einn sjónvarpslausan dag í viku. - HH Niu tonn af mjólkurdufti send til Indlands 180 t>ús. dagskammtar til barna flóttamanna 360 sekkir af mjólkur dufti, eða níu tonn voru fluttir I gærdag frá Mjólkurbúi Flóamanna suður á Keflavíkurflug- völl. Er hér um að ræða sendingu frá Rauða krossi íslands til Ind- verska Rauða krossins, sem mun síðan dreifa því til flóttamanna frá Austur-Pakistan. Er verðmæti sendingar þessar ar um 450 þúsund íslenzkra kr. og er hún keypt fyrir fé sem komið hefur inn í söfnun þeirri sem stáðið hefur yfir til styrkt- ar flóttafólki frá Austur-Pakist- an. Alls munu nú hafa safnazt um 470 þús. krónur. Munu flugfélögin þrjú, Loft- leiðir, Flugfélag íslands og BEA, hafa tekið að sér að koma mjólk urduftinu til London. Flytja þau það endurgjaldslaust þegar rými leyfir í áætlunarfluginu. Það magn sem hvert barn fær á dag er 50 grömm þannig að í hverjum 25 kílóa sekk er dags skammtur fyrir 500 börn. Má af því sjá aö þótt magnið sé ekki mikið þá samsvarar það 180 þús. skömmtum. Má þvi segja' að sendingin sem Rauði krossinn sendir í nafni ís- lenzku þjóðarinnar, samsvari þvi að sérhver Islendingur gefi tæp lega einn skammt. Söfnuninni til flóttamann- anna veröur haldið áfram eitt hvað lengur. —JR eða annað efni til danskra útvarps- ins og sjónvarpsins meðan á verk- falli fréttamanna við þessar stofn antr stendur. Þetta er merkingin á pokunum sem fara til Indlands. <fc----------------------------------------- Læknar loka á laugardögum Nú verða læknastofur einnig lok- aðar á laugardögum yfir veturinn eins og hefnr tíökazt yfir sumarið. Ein stofa verður þó opin, en það er læknastofan á Klapparstíg 27 og verða þar tveir læknar á vakt frá 9—12 á laugardagsmorgnum. Læknarnir taka ekki við vitjana beiðnum heldur ber fólki að hringja í kvöld- og helgidagavaktina, þeg ar um það ræðir. —SB v,vvðv.v.v:.v.v.v.w.v.VAV.w.vðm'.WA\v.v Skálholti Kambans sjónvarpað Fjögur leikrit i undirbáningi hjá sjónvarpinu Bílstjórar frá Mjólkurbúi Flóamanna, þeir Jóhann Jónsson og Þórarinn Guöjónsson, með einn 25 kílóa poka af mjólkurdufti, en hann nægir 500 börnum á dag. Flutningabílarnir með sendinguna eru í baksýn. „Grímseyingar mótmæltu strax44 ,Aldrei leitaB oð stóru grjóti" — segir oddviti „Það er alrangt, að ekki hafi kom- ið fram ákveðnar óskir um breyt- ingar á áætluninni um hafnarfram- kvæmdirnar 1 Grimsey. Ég var sjálfur staddur á hafnamálaskrif- stofunni í marz árið 19B9 og þá voru mér sýndar þessar áætlanir heirra. Ég mótmælti þeim strax og -eyndi að benda þeim á, að brim varnargarður á fyrirhuguðum stað myndi aldrei standa lengi. Fram- •<"*>mdip hófust ekki fyrr en í ' ini og því var nógur tími til að gera breytingar, ef einhver áhugi hefði verið fyrir hendi,“ sagði Al- ‘reð Jónsson oddviti í Grímsey, er Vísir hafði samband við hann. Ha’fnamálastofnunin sendi dag- blöðunum greinargerð um hafuar- framkvæmdirnar í Grímsey og birt ist hún í blöðunum í gær. Segir þar m. a. að Grímseyingum hafi verið kynntar áætlanir um fram- kvæmdir, en engar ákveðnar ósk- ir komið fram um breytingar. Einn ig segir að Grímseyingar hafi ekki sótt um bætur úr hafnabótasióði vegna garðsins sem skolaði i burtu. Ástæðan fyrir hvarfi garðs ins var sú, að ekki fékkst nógu stórt grjót — 10—12 tonna — í eynni, segir hafnamálastofnunin ennfremur. „Nei, við vildum sko ekki hafa garðinn þarna,“ sagöi Alfeð. „þegar ég talaöi um þetta við verkíræðing inn sem hafði yfirumsjón með hafn arframkvæmdunum, sagði hann að það vær; ,,prinsip‘‘ stofnunarinnar aö breyta aldrei teikningum Hins vegar bætti hún öll mistök að fullu. Þess vegna töldum við aö hafnamálastofnunin myndi ann- ast bótagreiðslur. En ef það stendur bara á umsókn frá okkur, þá er hægur vandi að útbúa hana strax. Satt er það, að það þurfti mun stærra grjót í garöinn. En engin leit var gerð að nógu stóru grjóti i eynni og auk gátu tæki þau er hingað voru send ekki tekið meira en 5 tonn í einu og því var engin glóra í byggingu brimvarnargarðs- :ins, sagðj Alffeð að lokum. — SG Sjónvarpið virðist ætla aö halda þeirri stefnu að sýna eitt íslenzkt leikverk í mán- uði hverjum og eru miklar annir hjá starfsfólki sjón- varpsins um þessar mundir viö undirbúning vetrardag skrárinnar. Októberleikritið verður að sögn Jóns Þórarins sonar forstöðumanns lista- og skemmtideildar, „Uppi á fjalli að kyssast“ eftir Jón Dan, sem tekið var upp í sumar, mikinn part úti. Sjónvarpið mun nú vera að undirbúa upptöku fjögurra verka. sem filmuð verða í haust og vetur. Viðamest þessara verka er „Skálholt" eftir Guð- mund Kamban, sem sýnt var í Þjöðleikhúsinu á sinum tíma. Leikstjóri verður Baldvin Hall- dórsson. Brynjólf biskup leikur Valur Gíslason, en hann lék það hlutverk einnig í Þjóðleikhús- inu. Ragnheiði Brynjólfsdóttur leikur ung leikkona sem num ið hefur í Þjóðleikhúsinu, Sunna Borg, bróðurdóttir Öinnu Borg en Daða leikur Guðmundur Magn- ússon. Jón Þórarinsson vildi ekki segja neitt um þetta verk- efni sjónvarpsins að svo stöddu enda ekki farið að vinna verkið ennþá. Þá mun liggja fyrir hjá sjón- varpinu aö taka upp leikrit sem nefnist „Deilt með tveim". höf- undur er Kristinn Reyr Og sagði hann að verkið væri sér staklega skrifað fyrir sjónvarp- ið. Leikstjóri veröur að lfkind- um Gísli Alfreðsson. Auk þessa mun ætlunin að taka upp í vetur sænskt barna leikrit, sem nefnist „Vala' vekj- araklukka“ og verður Bríet Héð insdóttir leikstjóri. Um þessar mundir er svo unnið að leikriti eftir ungan höfund, Ásu Sól- veigu, og nefnist það Svartur sólargeisli. Leikstjóri er Helgi Skúlason. Frá þvi h&fur áóur verið sagt hér í blaðinu, —JH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.