Vísir - 02.10.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 02.10.1971, Blaðsíða 7
VÍSÍR. Laugardagur 2. október 1971. 7 cTVIenningarmál Meistaraskóli Iðnskólinn í Reykjavík fyrir þá, sem hugsa sér að sækja um viður- kenningu bygginganefndar Reykjavíkur til að standa fyrir mannvirkjagerð í umdæminu, mun starfa í vetur, ef næg þátttaka fæst. Kennt verður seinnihluta dags, 20-24 tíma á viku og hefst kennsla væntanlega um mánaðamótin október — nóvember n.k. Inmstun fer fram í skrifstofu skólans dag- ana 4. til 14. október á skrifstofutíma. í broddi fylkingar: Árni Tryggvason í fullum höfuðsmannsskrúða. Skólastjóri ÞjóSleikhúsið: Höfuösmaðurinn frá Köpenick Þýzkt ævintýri í 3 þáttum eftir Cari Zuckmayer Þýðandi: Óskar Ingimarsson Leikstjóri: G'isli Alfreðsson Leikmynd: Ekkehard Kröhn Búningar: Lárus Ingólfsson TTöfuðsmaðurinn frá Köpenick er hittin ádeila, hnyttið gys um þýzka hernaðarhyggju, aga- trú og ofstjórn. Sjálf hin sanna saga sem Ieikurinn segir frá hefur á síöan orðið alkunnugt dæ-mi þjóölegra þýzkra skaplýta — og er það ef til vill að ein- hverju leyti áð þakka leikriti Carls Zuckmayer og vinsælli kvikmynd eftir leikritinu sem gerð var fyrir nokkrum árum. Hvemig gat þessi saga gerzt? Þetta er að sögn höfundar sú spuming sem leikurinn leitast við að svara. En sögulegt til- efni leiksins er fráleitt ástæða þess að hann er enn í dag leik- irm viða um lönd — það er æti- andi að efni hans eigi enn i dag hljómgrunn hvarvetna þar sem skrifstofuveldj viðgengst með tilskilinni trú á réttsköpuð yfir- völd. Höfuðsmaðurinn frá Köpe- nick lýsir uppreisn lítilmagna Höfuðsmaðurinn frá Köpenick í fangi réttvísinnar: Bessi Bjarnason, Valur Gíslason, Ámi Tryggvason, Rúrik Haraldsson. Ólafur Jónsson skrifar um leiklist: Manneskja í maskínunni gegn ómennsku, afskræmdu stjórnkerfi. og markmið leiksins er að lýsa kerfinu sjálfu og þeim hugsunarhætti sem það rís á fremur en atvikum uppreisn- arinnar. Af þessu leiðir m. a. hve langdreginn leikurinn verð- ur framan af og virðist aldrei ætla að koma sér að efninu. Cýning Höfuðsmannsins frá k*’ Köpenick er stærsta við- fangsefni, langhelzta leikstjóm- arverk G’isla Alfreðssonar til þessa, fólksfrek og fyrirferöar- mikil leiksýning sem ekki hefur verið til sparað — enda ýtar- legum áróðri haldið uppi fyrir hennj af blaðafulltrúa leikhúss- ins undanfarnar vikur. Hér er augljóslega stefnt að mikilli að- sókn og vinsældum. Og aðferð leikstjórans að efninu með marséringum og lúðraleik, við bráðhnyttna leikmynd Ekke- hards Kröhn þar sem mynd Vilhjálms Þýzkalandskeisara gnæfir yfir sviðið, vekur óneit- anlega ánægju og áhuga í upp- hafi. Satt að segja varð upphaf hennar einhver skemmtilegustu augnablik sýningarinnar, Því að texti leiksins reyndist sjaldn- ast verulega fyndinn í Þjóðleik húsinu sýning hans fjarska löng þótt mikið væri lagt upp úr lipurlegum sviðskiptum, létt- um brag hennar. Án efa á Höfuðsmaðurinn frá Köpenick varanlegar vin sældir og gengi sitt á leiksviði einkum að þakka þvi að hann reynist í réttum meöförum út- metinn farsaleikur, tilefni hnyttinnar og skopvísrar úr- vinnslu efnisins. mikillar glað- værðar á sviði og í sal. Til að skopefni leiksins nýtist til hlít- ar þarf við leikinnar úrlausnar hvers og eins hlutverks, þótt þau séu mörg og smá. og mjög sam- felldrar stílfærslu efnisins i heild. Þótt Gísli Alfreðsson marki sýningunn; haganlega stefnu og aðferð að efnivið hennar fannst mér hún víða rista fjarska grunnt: Lýsing militarismans í leiknum, líftaug ádeilunnar, staðnæmdist einatt við fótastapp, hávaða, umsig- slátt. Auövitað tókst sitthvað vel til einstök leikatriði og heil hlutverk. Ég nefn; til dæmis 5ta og 7da, 16da og 17da atriði leiksins þar sem Rúrik Haralds- Gíslason og Bessj Bjamsfson lýstu allir bróöhnyttnum mann- gervingum hernaðarhyggju og agastjómar í daglegu borgara- legu lífi. Obermuller borgar- stjðri Erlings Gíslasonar hygg ég að sé ein heillegust mann- lýsing f leiknum, mótuð með næmrj °S markvl'sri skopkennd, en t.a.m. Lárus Ingólfsson fór af miklum hagleik með mörg smá hlutverk í sýningunni. Eins og gerist á fólksfrekum sýning- um reyndust hin fjölskipaðri atriði leiksins, þótt þau væru haganlega búin á svið, einatt lausarj f böndunum — og var þó t.a.m. æðigaman að 8da at- riði. tukthúsinu með ómetan- Iegum herpresti Bessa Bjarna- sonar. En maður saknar þess sem sé að leikurinn njóti i heild viðlíka stílfærslu, skopgervingar og hin fremstu hlutverk og at- riði hans. Einungis slík samfella hins sundurleita efnis hygg ég að láti skopefni. og þar með einnig alvöru Ieiksins undir niðri, njóta sín til Mitar. Á rnj Tryggvason fer með hlutverb Wilhelms Voigt, hins ölánssama refsifanga og höfuðsmaons í Köpeniek, lang- mesta hlutverkið í leiknum og sitt viðurihlutamesta viðfangs efni um Iangt skeið. Það má ætla að nógu mikHsháttar skopleik- arj í þessu hlutverkj gætj gert Höfuðsmannirm að einhlíða stjömusýningu þar sem allt sner ist um þessa mannlýsmgu eina saman — hvemig sem slik að- ferð kæmi heim við tilætlun leiksins. Að slíkri úrlausn var sem betur fer ekki stefnt í Þjóðleikhúsinu, en gaman var að þv’i og kom heim.við aörar að ferðir sýningarinnar hve frjáls- mannlega og ýkjulaust Árni fór að hlutverki sínu einkum fram- an af Ieiknum. Voigt er í ver- unni eina eiginlega manneskjan í leiknum, litla manneskjan sem snýr á og afhjúpar stjórnarfar og öld sína. Þess háttar man-n- lýsingu mótaði Árni Tryggvason í Höfuðsmanninum frá Köpe- nick — þótt aldarfarið sjálft, heill hugarheimur leiksins þyrfti að koma fram til miklu meiri hlítar til að sýningin fullnægði þeim metnaði og þeirrj alúð sem við hana er lögð í Þjóðleik- húsínu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.