Vísir - 04.10.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 04.10.1971, Blaðsíða 9
V í SIR. Mánudagur 4 október 1971 9 70. skobanakönnun V'isis: Viljið þér, að Kina taki sæti i Sameinuðu þjóðunum og Formósu verði visað úr þeim eða bæði löndin séu aðilar að þeim? f/ ORDINAL Vt6 TVO RIKI" „Þetta eru að heita orðin alveg tvö ríki, og sjálf sagt, að þau séu bæði“ — „Pekingstjómin á að fá aðild og Formósa, ef það er talið sjálfstætt ríki, en hingað til hefur það talið sig tilheyra Kínaveldi, og það væri því skrýtið að láta sama ríkið hafa tvær sendinefndir“ — „Ég fylgist ekkert með svona löguðu. Ég hef nóg með heimilisstörfin.“ ★ „Að sjálfsögðu Kína, og mér er svo sem sama þótt Formósa hangi áfram“ — „Ég vildi, að bæði löndin hefðu aðild að Sameinuðu þjóð- unum, en náttúrlega fremur Pekingstjómin en Formósa, ef velja ætti á milli. Allar þjóðir eiga að hafa sæti í SÞ“ — „Ég hef ekkert hugleitt þetta mál, og rpér finnst það komi mér lítið við.“ ★ „Bæði löndin verða að hafa aðild, annað er ó- tækt“ — „Það er bara eitt kínverskt ríki, og það ríki á að hafa aðild að SÞ. Get ekki viður- kennt Formósu sem ríki“ — „Ég er ekkert inni í þessum utanríkismálum, bezt að sleppa þessu" — „Frekar Kína vegna þess mikla mannfjölda, sem býr í landinu“ — „Ég vil, að Kína fái aðild en ekki Formósa, þar sem það telur sig vera Kína og leitar aðstöðu í SÞ“ — „Alveg ókunn- ugur þessum málum“ — „Hvað heldur þú, að ég hafi vit á svona nokkru?“ — „Sízt verra, að bæði séu“ — „Veit ekki, en líkle^a helzt bæði.“ Stuðningsmenn Chiang Kai-sheks mótmæla stefnubreytingu Bandaríkjastjórnar. Niðurstöður úr skoðanakönnuninni uröu þessar: Kína eitt • • • • 27 eðn 13,5% Bæðð............ 92 eðn 46% Óákveðnir ... 81 eða 40,5% Ef aðeins eru taidir þeir, sem afstöðu tóku, iítur tafian þannig út: Kína eitt.........23% Bæði.............77% Þetta eru nokkur af svörum þeirra, sem voru spuröir í skoð anakönnun Vísis, sem í þetta sinn var um eitt stórpólitfskt hitamál, hér á ísland eins og annars staðar. Kínamálið er mik ið f heimsfréttunum einmitt þessa dagana. þar sem nú er búizt við, að samþykkt verði að rtkisstjómin í Peking taki sæti í Sameinuðu þjóðunum, og margir vilja, að Formósa verði rekin úr samtökunum. Nú hefur orðið stefnubreyting hjá fslenzk um stjórnvöldum, og fulltrúj ís lands hefur f haust greitt at- kvæði með tillögum sem hafa falið f sér brottrekstur Formósu manna. Það er skoðun Islend- inga samkvæmt þessari skoðana könnun, sem er gerð eins og aðrar skoðanakannanir okkar með viðurkenndum aðferðum skoðanakannanna, að bæði lönd in ættu að vera í Sameinuðu þjóðunum. 60% kvenna óákveðnar Eins og áður kemur fram mikill munur á svörum kvenna og karla, þegar pólitfsku málin eru á döfinni, og margar konum ar segjast ekkert „vit hafa á sKkum málum“ Við Spurðum 101 konu og 99 karla um allt landið, þar sem kvenþjóðin er heldurV meirihluta landsmanna. Af körlunum sagði 61 að bæði ættu að vera, en 18, að Kína tækj sæt: og Formósu vikið burl Aðeins 20 voru óákveðnir. Af konunum var hins vegar 61 óákveðin, 31 vildf bæði Kfna og Pormósu í SÞ og aðeins 9 vildu víkja Formósu úr samtök unum og Kfna tæki sæti V stað- inn. Mjög lítill munur var á af- stöðu fólks á Reykjavfkursvæð inu og útj á landsbyggðinni. Við höfðum skoðanakönnun um Kfnamálið f fyrravetur. þá var aðeins spurt, hvort fólk vildi, að Kfna yrði tekið inn í Sameinuðu þjóðimar eða ekki. Niðurstaðan var, að 39% vildu, að Kína yrðj tekið inn, 17% vildu það ekki, og 44% voru óákveðnir. Af þeim sem tóku afstöðu, vora 69% fylgjandi að ild Kfna og 31 y2 andvfgir. íslenzkj fulltrúinn hafði til þess tfma ekki greitt atkvæði með þvf, að KVna yrði tekið inn. íslenzk stjórnvöld vildu ekki, að aðild Pekingstjómarinnar yrði greidd því veröi, að Formósu- mönnum yrð; vikið úr samtök unum. Norðurlöndin öll nema ísland, höfðu hins vegar greitt atkvæði með aðild Kína þótt til- lagan væri f því formi, að For- mósa skyldi víkja. Ríkisstjóm íslands virðist nú einnig hafa fallizt á þessa afstöðu. Niðurstöður skoðanakönnunar innar nú og s. 1. vetur sýna, að meirihluti beirra, sem höfðu skoðun vildu, að Kína tæki sæt ið samkvæmt könnuninni f april Nú vill yfirsnæfandi meirihluti fólks, að bæði Kfna og Formósa sitii í Sameinuðu þióðunum. Nokkrir tóku nú óbeðnir fram, að þeim fyndist. að For mósufulltrúinn ætti að hafa sætið en ekki fulltrúj Peking stjómarinnar Þetta gerðu þó aðeins um 2,5%. enda var ekk ert um það spurt. Þessar tvær kannanir gefa til kynna, að meirihluti fslendinga vilji, að ekki aðeins Wna heldur einnig Formósa séu f Samein uðu þjóðunum. Reyndar er þetta nú stefna Bandaríkjanna, sem kúventu i þessu máli á miðju sumri en höfðu jafnan áður bar izt af hörku gegn aðild Peking stjórnarinnar og viljað að full- trúj Formósu hefði sæti Kína bæði á Allsherjarþingi samtak- anna og í öryggisráðinu. Stór hópur veit lítið um málið Enn era um 40 af hverjum 100 íslendingum óráðnir f Kna málinu, og af svörunum má ráða, að stór hópur veit litið, hvað þarna er um að vera, eink um konurnar. Þetta Kinamál, sem varpað hefur skugga á Sam einuðu þjóðirnar árum saman, er sprottið af valdatöku komm únista á meginland; Kína. Það var árið 1949, að Mao Tse Tung vann lokasigur á her Chiang Kai-sheks og hraktj hann út af meginlandinu. Chiang Kai-shek flýði með lið manna, sumir segja milljón, yfir til eyjarinnar For mósu. sem öðru nafn; er kölluð Taiwan. Bandaríkjamönnum þótta framsókn kommúnista ugg vænleg, og floti þeirra tók sér stöðu á sundinu millj Formósu og meginlandsins. Sameinuðu þjóðirnar voru stofnsettar eftir heimsstyrjöld- ina og voru f upphafi bandalag sigurvegaranna f stríðinu. Sam tökin -hafa^^'-dMierjarþing,- þar sem hvert aðildaj-jfk; hgfur eitt atkvæði, bæði stór rfki og smá, og auk þess öryggisráð, en f þvf hafa nokkur stór rfkj frá upphafi átt fast sæti. Þessi rfki eru Bandari'kin, Sovétríkin, Bret land, Frakkland og Kína. Aörir fulltrúar f öryggisráðið eru kosn ir af allsherjarþinginu, en fasta fulltrúamir f öryggisráðinu hafa neitunarvald, þaö er að segja hver og einn þeirra getur hindr að samþykkt sérhverrar tillögu með því að greiða atkvæði á móti henni jafnvej þótt hann sé einn á báti. Sætið í ör- yggisráðinu er því mjög mikil vægt fyrir heimsmálin. Chiang Kai-shek var staðráð- inn í að ná aftur völdum á meg inlandi Kína Hann taldi, að stjórn kommúnista gæti ekki staðið lengi, og vafalaust hafa margir aðrir verið þeirrar skoð unar. Bandaríkin tóku þá af- stöðu að viðurkenna alls ekki rfkisstjóm kommúnista, sem sat f borginni Peking. Völd kommúnista reyndust hins vegar varanleg. í tuttugu og tvö ár hefur þessi þráskák staðið, og fulltrúinn frá For- mósu verið fulltrú; alls Kína hjá Sameinuðu þjóðunum. Báðir að ilar hafa verið ósveig.ianlegir. Tillögunni um aðild Pekingfull trúans hefur fvlgt brottrekstur Formósumannsins, og hinum megin hafa þeir verið, sem ekki viðurkenndu Pekingstjórnina Af staða Bandaríkíanna hefur nú breytzt, og bau viröast munu - sætta sig við, að kommúnistar taki sæti Kfna, ef Formósa verð ur einnig sérstakt aðildarriki. Á meginlandi Kfna búa meira en 700 milliónir manna og á For- mósu meira en 14 milljónir manna Hins vegar getur svo farið að samþykkt verðj óbeint að reka Formósumanninn heim af þvf að Peking‘'tiórnin sættir sigekw við aðra kosti. — HH Anton Gunnarsson, múrari: — Mér finnst aö Kína eigi aö fá aðild. — Hví stofnar Formósa bara ekkj sérstakt riki og verð ur þannig inni með Kína? Ólj Viðar, símvirki: — Mér finnst náttúrlega, að Kína eigi að fá aðild. Alla vega á meðan ekki hefur verið stofnaö sér- stakt rfki á Formósu. m wm — Viljið þér, að Kína taki sæti i SÞ og ror- mósu vísað úr þeim, eða viljið þér, að bæði lönd- in séu aðilar að þeim? f Jón Már Björgvinsson, háskóla- nemi: — Bæðj löndin vil ég að eigi sæti f SÞ. Alla vega Kína, hvort sem Formósa verður þá áfram eöa ekki. Kristján V. Kristjánsson, mat- sveinn: — Ákveðið bæðj löndin inn! Kristín Andrésdóttir, verksmiðju stúlka: — Ég hef ekkj myndað mér neina skoðun á því máli og get þVi ekki gefið neina pat entlausn á vandamálinu ... Tryggvi Arason, rafvirki: — Ég hef nú bara ekki hugsað neitt að ráð: út í það. Hefur beldju ekki þótt það svo aðkallandi. Þeir i útlöndum tara teepiega ao leita ráða hjá mér. En svona í fljótu bragði mundi ég segja, að Kína eigi að taka sætj í SÞ en hvaö Formósu áhrærir . . Það vil ég ekkj gera upp við mig nú.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.