Vísir - 06.10.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 06.10.1971, Blaðsíða 2
Gott ég er góður strákur Rock Hudson kvikmynda- stjama segist mjög njóta hlut- verks síns í nýjustu mýnd sinni, en í henni leikur hann fjölda- moröingja. „Loks tókst honum að drepa goðsögnina um að ég væri góður strákur“, segir hann, „sú goðsögn hefur elt mig alla mína tíð“. Leikstjóri myndarinnar, sem heitir „PrettyMaids ali in a Row“ er Roger Vadim, og urðu Holly- wood-menn næsta hissa er hann valdi Rock Hudson til að leika hlutverk morðingjans. Segir myndin frá gagnfræða- skólakennara sem notar karate við sín sóðastörf, en iítur hreint 1 ekki út fyrir að vera þvflíkur skúrkur sem hann ráunverulega er. Vadim: Ég varð að velja ein- hvern laglegan, hreinlegan mann, frægan fyrir sínar amerísku dygð- ir í þessa rullu. Rock hefur þetta ailt til að bera“. Hudson, sem er 46 ára, fékk á sig stjörnuorð þegar hann hér fyrr á áram fjöldaframleiddi kvik myndir með sjálfum sér og Doris Day í aðalhlutverkum — ævin- lega einhverjar ástarveilu myndir: ,.En ég sé ekkert eftir þessum svefnherbergis grínmyndum með Doris“, segir hann, „það er bara allt annar handleggur og kvik- myndafyrirtækið framleiddi allt of mikið af þessarí vellu“. // Hitínn svæíði mig a — Örn Ragnarsson, 'islenzkur skiptinemi i Kaliforniu kvartar undan hita — enda ættaður úr Ekki er venjulegt að stunda heimanám í sundlaugum, en Erni Ragnarssyni fannst það ágætt í hitanum. Viðtal birtist við Öm Ragnarsson í blaðinu News Chronicle í Thousand Oaks. Ný gerð getnaðar- varna ... og sýnu merkilegri en þær sem þegar er að fá, er í þann veginn að komast á markaðinn. Það var dr. W.Newton Long, sem starfar við Emroy lækna- skólann f Atlanta, Bandaríkjunum, sem á heiðurinn af uppgötvuninni. Hann kallar lyfið DMPA (dep- omedrooxyprogesterone), og segir að hann hafi reynt það á konúm, sem önnur vamarmeðul hafi svik- ið, og slái sitt nýja meðal þeim gömlu alveg við. Segist doktorinn hafa prófað DMPA á 650 konum frá þvf í aprfl 1967 fram í des. 1968. Er getnaðarvöm þessari dælt f kon- umar fjórum sinnum á ári, og fá þær þar með 100% vissu fyrir að getnaður verði ekki. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkj- unum hafa enn ekki Iagt ble'ssun sína yfir þetta lyf — en að því rekur þó brátt — eftir þvf sem læknirinn sjálfur seglr. 400.ooo fyrir hvutta Nei — kærar þakkir, var svar frú Senu Andrews, þegar einhver ríkisbubbi bauð henni 4.500 doll- ara (400.000 fsl. kr.) fyrir frska úlfhundinn hennar, sem heitir hvorki meira né minna en Champion Edgcroft Simon Shea. — Frú Andrews býr með hundinn sinn í Plymouth, Eng- íandi og segir: Þótt hann sé risa- vaxinn úlfhundur, þá er hann eft- ir sem áður kjölturakkinn rninn". Sá, sem bauð mér höfðinglegt verð fyrir Champion, er þekktur hlaupahesta eigandi og hefursenftj lega boðið svo vel í hundinn, þar sem hann er næstum eins stór og hross. Hann er 36 þumlungar á hæðina og vegur 308 pund. Hund- urinn er vel á sig kominn hkam- lega og er sérlega elskulegur f framgöngu, enda var þetta ekki f fyrsta sinn sem frúnni, eiganda hans, býðst fjárhæð fyrir hvutta. Hrútafirði Hitinn í Suður-Kali- fomíu, brúnu hæðirnar og voðalegur skortur á ám og stöðuvötnum kemur honum Emi Ragnarssyni 18 ára skiptinema frá Húnavatnssýslu á íslandi spánskt fyrir sjónir — eða svo segir í upphafi langs viðtals sem blaða- kona ein við blaðið News Chronicle í Thousand Oaks í Kalifomíu tók við Öm Ragnarsson, sem kom til Thousand Oaks í sumar. „Þegar ég kom fyrst út úr flugvélinni í New York“, segir Öm, „gat ég varla dregið andann — svo mikill fannst mér hitinn og reykbrælan (smog) — við þekkjum ekkj til slíks lofts á Is- landi“. Öm Ragnarsson býr hjá John T. Conlan og fjölskyldu hans í Thousand Oaks, en þangað komsty hann sem skiptinemi á vegum American Field Service. „Hitinn hérna er voðalegur — á Islandi er hann yfirleitt á milli 50 og 59 gráða (Fahrenheit) á sumrin, og fer kannski upp f 68 þegar hitabylgja fer yfir land- ið“. örn hefur hins vegar orðið að þola talsvert meiri hita þar syðra Þegar hann kom fyrst út úr flug- vélinni f Thousand Oaks sýndi mælirinn 95 gráður, „og þá var ég nær dauða en lífi“, sagði hann. Og næstu dögum eftir komu sína til Conlan fjölskyldunnar, eyddi hann í að kæla sig í simd- laug fjölskyldunnar, „hvenær sem ég gat, og svo svaf ég lika meira en eðlilegt er, þar sem hitinn gerði mig syfjaðan". „Úr smáborg á norð vestur íslandi“. „Eddy, sem á fimm bræður og tvær systur er frá lítilli borg á norðvestur Islandi", segir blaða- konan ameríska, „og faðir hans, Ragnar Tómasson, kennir ensku við Reykjaskóla, sem er heima- vistarskóli fyrir byggðina í kring. Móðir hans, Sigurlaug Stefánsdótt ir er ráðskona við skólann ...“ Greinilegt er af viðtalinu við örn Ragnarsson, að blaðakonan hefur verið sérlega hissa á öllu því sem hann sa'göi henni af ís- landi — einkum þó er hann sagð- ist sakna þess að fá ekki hákarl að boröa: „En hákarlinn er graf- inn niður í sand og látinn liggja f gröf í sex mánuði, síðan hengd- ur upp og látinn þorna í tvo mán- uöi til viðbótar og síðan sneiddur niður f þunnar sneiðar og borð- aður án frekari matreiðslu!"

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.