Vísir - 06.10.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 06.10.1971, Blaðsíða 6
V i S1R. MiövfKudagur 6. október 1971 „Ríkið“ meö ólíreyttan tíma Þorstlátum munu það sennilega verða nokkur vonbrigði, að ÁTVR mun ekki notfæra sér heimildina um lengingu af- greiöslutimans. „Við munum ekki Iengja opnunartímann“ sagði Jón Kjartansson forstjóri f viðtali við Vísi. „Það mundi hafa f för með sér aukinn kostn- að fjTir okkur. Það hefur frekar verið talað um að stytta af- greiðslutimann. í Noregi eru áfengisverzlanir t. d. opnaðar mun seinna en hér.“ Dr. Daddah þakkar Eftir heimsókn sendinefndar Einingarsamtaka Afrikurikja barst forseta íslands svohljóð- andi skeyti: „Við brottför frá hinu fagra landi yðar vildi ég mega færa yður og íslenzku þjóðinni dýpstu þakkir mínar fyrir hlýjar við- tökur og gestrisni, sem sendi- nefnd mín og ég nutum á þess- ari stuttu heimsókn til lands yðar og ágætu höfuðborgar." Dr. Daddah, forseti lýðveldisins Máritaniu og formaður Einingarsamtaka Afrikuríkja. Meira meiddur en fyrst var haldið Einn piltanna þriggja, sem lentu í árekstri við veghefil aust ur á Þrengslavegi fyrra mánu- LÖGTAK Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtökin látin fara fram án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dög- um liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar fyrir eftirtöldum gjöldum: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, svo og söluskatti af skemmtunum, gjöldum af innlendum tollvörutegundum, matvælaeftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktar- sjóðs fatlaðra, skipulagsgjaldi af nýbygging- um, söluskatti fyrir júlí og ágúst 1971, svo og nýálögðum viðbótum við söluskatt, lesta-, vita- og skoðunargjöldum af skipum fyrir árið 1971, gjaldföllnum þungaskatti af dísil- bifreiðum samkvæmt ökumælum, almennum og sérstökum útflutningsgjöldum, aflatrygg- ingasjóðsgjöldum, svo og tryggingaiðgjöld- um af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. 5. október 1971. Starfsmenn vantar Nokkra laghenta starfsmenn vantar okkur nú þegar. Mötuneyti á staðnum. — Uppl. í síma 21220. Vinnuskúr 12-15 fm óskast Uppl. í síma 13288 eftir kl. 6 á kvöldin. Járniðnaðarmenn Óskum eftir að ráða járniðnaðarmenn og menn vana járniðnaði. Áburðarverksmiðja ríkisins. dagskvöld, reyndist meira meidd ur en taliö var í fyrstu fréttum af slysinu. Hann hafði hlotið skurð á höf uðið og heilahristing, en auk þess var hann viðbeinsbrotinn og með brotið herðablað. Hann var fluttur af slysstaönum í vörubíl af mönnum, sem ekki töldu ráð- legt að bíða sjúkrabíls, en gerðu sér ekki grein fyrir, hve illa meiddur hann var. Félagar hans tveir köstuöust út úr bílnum, þegar hann kút- veltist eftir að hafa rekizt á veghefilstönnina, og sluppu þeir lítið meiddir. í myrkrinu um kvöldið hafði ökumaður fólksbílsins ekki gert sér grein fyrir að það var veg- hefill, sem hann mætti á vegin- um, enda voru aðvörunarljósin biluð á heflinum og áðeins öku- ijósin kveikt. Eins og sagt var frá gjöreyði- lagðist fólksbíllinn við árekstur- inn og veltumar. Veitir aðstoð þegar flæðir gólfið mn a Þóroddur Th Sigurðsson vatns veitustjóri hringdi og sagði: „1 þættinum fyrir helgi skrif I Afmælisglens til Steinþórs Árdals 75 ára 16. júl'i 1971, flutt í fagnaði að Lögbergsgötu 5, Akureyri. Þér er höndum tekið tveim, dleðin aldrei flýr þér frá tryggðir skaltu finna. fyrr en þú ert allur. Kominn ertu aftur heim til æskustöðva þinna. Og þó þú arkir út um hlið eilífðar á veginn, Frænda hópur fagnar þér, ætli þú dansir ekki við frjáls og hress í sinni. ., englana, hinumpgin? Þeim. finnst öllum, eins og mér, i \ yndi að návist þinni. Öðrum betur enn þú kannt að eyða deyfð og móki. Og svo áttu alltaf ólífant með ögn af vatni og kóki. Þó að bjáti eitthvað á, ekki ferðu hallur. Hætta skal nú hróðrarmas hér í veizluranni. Heldur skulum við hefja glas til heiðurs góðum manni. AHt í þinni æskubyggð ánægju þér veiti. Fyrir gáska og gamla tryggð gæfan til þín leiti. Gísli Jónsson. I .VAW.W.V.V.V.^V.V.V.VAV.V.VV.V.VV.V.V.V.V.1 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Fjölskyld utónleikar í Háskólabíói sunnudag 10. október kl. 3 síðdegis. Stjómandi George CJeve. Kynnir Þorsteinn Hannesson. Flutt verður. Forleikur, scherzo og brúðarmars úr „Draum á Jónsmessunótt“ eftir Mendelssohn, Rómeo og Júlía — fantasia, eftir Tsjaikovsky, Forleikurinn að Leðurblökunni eftir Strauss. Aðgöngumiðar verða seldir í barnaskólum borgarinnar og í bókabúö Lámsar Blöndal, Skólavörðustíg 2 og bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstr. 18. Sendisveinn Óskum að ráða röskan og ábyggilegan sendi svein strax, hálfan eða allan daginn. Þarf að hafa hjól. Sláturfélag Suðurlands aði maður nokkur um raunir, sem hann hefði lent í vegna þess að vatnsleiðsla ha.rm rorn að í húsinu hjá honum. Og hann vék að því, að það gæti komið í góðar þarfir, ef vatns veitan og rafveitan hefðu til reiðu skyndihjPlp, þeaar slíkt bær,- upp á hjá mönnum. Svo vili til, að vatnsveitan og rafveitan láta einmitt f té slika þjónustu og hafa gert árum saman. Það þarf ekki annað en fletta bara í símaskránni og þar sfend ur f hvaða simanúmer menn skulu hringja til þess að til- kynna bilanir.'* Eru Rússarnir undanþegnir’: Guðni skrifar eftirfarandi: „Hvemig er það eiginlega með þessa rússnesku sendiráðsbfla hér í Reykjavík? Samkvæmt frétt f Vísi hafa bifreiðar sendi ráðsins ekki verið færðar til skoöunar árum saman. Lögregl an ber því við að henn; hafi ekki borizt beiðni frá Bifreiða eftirlitinu að taka þessa bila úr umferð Mér er spum: Hven ær var Bifreiðaeftirlitið sett yf ir lögregiuna? Hefur iögrsglan ekki heimild til að taka óskoð aða bíla úr umferð án þess að eftirlitið gefi út einhverja skip un um slYkt Mér er fyrirmun að að skilja svona kjaftæði. Það er nóg af slysum f umferðinni, þótt slysahættan sé ekkf aukin með því að láta óskoðaða bíla aka hér um götumar. Enn fremur finnst mér það einkenni legt, að rússneska sendiráðið skuli hafa þau forréttindi fram yfir önnur sendiráð, að bflar þess virðast ekki þurfa að fara f skoðun Það verður að taka fyrir svona vitleysu undir eins og láta eitt yfir alla ganga.“ Að kenna I i stað Y Væntanlegur uppalandi skrifar: „Hefur bamatfmi sjónvarps- ins fengið undanþágu frá réttrit unarreglum fslenzkrar tungu? í Stundinni okkar sfðasta sunnudag flutti kona ein, smá- bamakennar; og að þvf sem mér er sagt með þeim beztu í borginni, sögu um bókstafinn i. Gerði hún það framúrskarandi vel og gerði söguna bráðlifandi fyrir bömin. En einn galli fannst mér vera á gjöf Njarðar. I sögunni studdist hún við frásögn af tveimur börnum sem vom f yf- irleik 'Byggðist skýring kennar ans á þvf að leikurinn var iát inn mynda bókstafinn i með því að boltinn var látinn tákna punktinn yfir staur, sem leit út á myndinni sem i. Jafnframt margendurtók hún hijóðið sem mvndast við það þeg ar orðið YFIR er sagt. Yfir og yfirleikur er bara álls ekki skrif að með einföldu i, heldur y. Hvernig eiga foreldrar og aðr ir sem kenna börnum stafsetn- ingu að kenna börnum rétta stafsetningu orðsins yfir þegsr þeim er súndur lióslifandi y sjón varpi allt annar stafur? Alla vega treysti ég mér ekki til þess.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.