Vísir - 06.10.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 06.10.1971, Blaðsíða 5
. Miövikudagur 6. október 1971 Dregið i Bikarkeppni KSI: Sigurvegarar 2. deildar gegn fallliði fyrstu Bifcarfceppni KSÍ heldur árram am helgina og verða þá fjórir teikir háðir í 1. og 2. wnlerð — en í gær var dregið í 2. umferð keppn- innar og kom þar m.a. upp, að sigurvegararnir úr 2. deild, Vikingur, leika gegn liðinu, sem féll niður úr 1. deild, Akureyri. Enn eru tveir lerkir eftir úr 1. umferð. þaö er Fram—KR, og ís- iandsmeistarar Keflavíkur gegn Breiðabliki. Fyrri leikurinn verður á Iaugardag á Melavellinum og hefst kl. þrjú, en leikur Kefla- víkur og Breiðabliks verður á sunnudag í Keflav’ik og hefst einn ig kl. þrjú. Niðurstaöan í drættinum í gær varð þessi: Akranss — Þróttur Vikingur—Akureyr; ÍBV-—Fram/KR Valur—ÍBV/Breiðablik Þeir öldnu spreyta sig Toyota-umboðið hefur ákveðið að efna til keppni í golfi fyrir öldunga, en í þann flokk golf- manna komast þeir, sem náð hafa 50 ára aldri. Keppnin verður á golfvellj Keilis á Hvaleyti á sunnu dag, leiknar 18 holur, en fyrirhug að er í framtíðinni að hafa þetta 18 holu keppni. Keppt verður bæði með og án forgjafar. Toyota-umboðið gefur tvo farandbikara, en auk þess fylgja með sex bikarar. sem vinnast til eignar. Akranes og Þróttur leika á Akranesi kl. fjögur á sunnudag og ættu þar Akurnesingar að tryggja sér sætj í undanúrslit keppninnar. Þá leika einnig á sunnudag Víkingur og Akureyri og hefst leikurinn kl. þrjú, á Melavellinum. Það ætti aö geta oröið skemmtilegur leikur, og gaman að sjá hvort sigurvegar ar 2. deildar reynast sterkari, en Akureyri, sem féll niöur úr 1. deild. Úrslitaleikur 2. aldursflokks á íslandsmótinu verður háður ann að kvöld, fimmtudag, og verður leikið í flóöljósum á Melavell- inum. Leikurinn hefst kl. 8.30. tvö ársþing Stjórn Badmintonsambands ís- lands hefur ákveðið að 4. ársþing sambandsins veröi haldið í Reykja- v*ik 28. október n. k. Ársþing HSÍ verður haldið í fé- lagsheimilinu á SeltjaxparAeai.Aaþgj ardaginn 9. október n. k. og hefst. kl. 10.00 f, h.,*.Krj .biKnn > ý Reykjanesmótið í handknattleik 1971, hófst sunnudaginn 3. okt. sl. Þá kepptu í 2. flokki karla FH og Haukar og sigraði FH með 21:10. í meistaraflokkj kepptu Haukar og Grótta, og sigruðu Haukar méð 22:17, í hálfleik var staðan 7:7. Næstu leikir verða í kvöld kl. 20.00 í íþróttahúsinu I Hafnarfirði (við Strandgötu). Þá keppa m. a. FH og Haukar í meistaraflokki karla. Bolton vann Manch. City með 3-0 í gær Nokkrir leikir í 3. umferð enska deildabikarsins voru háðir í gærkvöldi og kom mest á óvart, að Bolton úr 3. deild gjörsigraði eitt bezta lið 1. deildar Manch. City með 3—0. Og ekki geta leikmenn City kennt erfiðum ferðaiögum um, því Bolton er nánast orðin samgróin Manchester. Þá kom eionig á óvart, að Cryst al Palace tókst ekki aö sigra eitt frægasta lið Englands á héimavelli sínum. Jafntefli varð 2—2, en 'Villa leikur nú i 3. deild, og komst í úrslit í þessari keppni í vor og tapaði þá fyrir Tottenham. Efsta liö 1. deildar Sheff Utd. átti í erfiðleikum með York úr 3. deild en tókst þó að vinna með 3—2 og er það ) fyrsta skipti í haust, sem liðið fær á sig tvö mörk á heimavelli. Liverpool sigraði Southampton að venju á heimavelli, en aðeins eitt mark var skorað i leiknum. Þá vann Blackpooj úr 2. deild Col- chester úr þeirri fjórðu með 4—0 og QPR úr 2. deild var fyrsta enska atvinnuliðið, sem kom til íslands og Lihcoln hið næsta, sem fylgdi þar á eftir. úr friðarsveit Banda- væntanlegur hingað — og þá fá menn að sjá ping-pong eins og bezt gerist Um tíma í sumar var ekki um annað rneira rætt í heimsfréttunum en ping- pong leikmenn Bandaríkj- anna, sem opnuðu hlið Kína. Og nú er væntanleg- ur hingað einn af þessum frægu köppum, George Braitwaite, en hann er tal- inn í hópi albeztu borðtenn ismanná heims. Hann kem ur hingað í boði borðtennis klúbbsins Arnarins fyrir milligöngu Grétars Norð- fjörð lögreglumanns hjá SÞ. ■ ' George er fæddur 1937 í Guyana en flutti 1959 til Bandarikjanna. Hann hóf störf hjá SÞ en þá byrj- aðj hann að æfa og keppa .fyrir alvöru. 1964 tók hann fyrst-þátt í meistaramóti Bandaríkjanna og hefur verið New York meistari siö an. Tij gamans má geta þess, að hann vann nú í ágúst S-Amer’íku- mót og annað á Jamaica, bæði ein liðaleik og tvíliðaleik. Hann hefur unnið alla beztu menn Kanada og sigraðj nýlega á kanadíska meist- aramótinu, Bretar telja hann einn af 7 beztu leikmönnum sem þar hafa keppt og hann var nýlega kosinn 3. bezti í USA. Hann var valinn í landsliö Bandarikjanna, sem fór i heimsmeistarakeppnina V Japan í fyrra, og fór síðan til Kína sém frægt er orðiö um allan heim. Hann keppti við 3 beztu borð tennisleikara þar og sigraðj 2. Grétar Noröfjörð, sem er mikill unnandi íþróttarinnar, kom áð máli við vin sitt George og spurði hann hvort hann hefð; áhuga á íslands- ferð til kennslu og æfinga með fslenzku borðtennisfólki. George fékk strax mikinn áhuga og Grétar leitaði fyrirgreiðslu ÍSÍ. Borðtennisklúbburinn Örninn tók málið að sér og stendur fyrir beim sókninni og vill þar með stuðla að framgangi borðtennis á íslandi. — Þessi heimsókn er líka mikils virði í undirbúningi undir Norðurlanda- mót i Osló í nóvember sem Is- lendingum stendur til boðs að, sækja. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.