Vísir - 13.10.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 13.10.1971, Blaðsíða 1
VERTSHÚSIN BJARGA LEIGUBÍLSTJÓRUNUM Leigubílstjórar í Reykjavik eru nú talsvert uggandi um sinn hag vegna hins niikla innflutn- ings á einkabifreiðum. Fyrstu Fara heint í stúdentinn Allmargir á þrítugsaldri notfæra sér nýja reglugerb um menntaskólanám Allmargt fólk, sem komið er hátt á þrítugs- aldur, hefur í vetur haf- ið nám við menntaskól- ana í Reykjavík, ýmist sem fastir nemendur, eða utanskóla. Sam- kvæmt nýrri reglugerð um menntaskólanám, er öllum, sem náð hafa 21 árs aldri heimilt að spreyta sig við stúdents- próf, án þess að Ijúka áð ur hinum venjulegu und irbúningsprófum, svo sem eins og landsprófi. Þrjár stúlkur um 25 ára aldur eru til dæmis við nám 1 Mennta- skólanum við Tjörnina' í vetur, þar af settust tvær í 1. bekk, en sú þriðja K þriðja bekk. Meira er þó um það að þetta fólk stundi nám utanskóla. Ratinar hefur ætíð verið talsvert um það að fólk stundi mennta- skólanám utanskóla. Þannig eru 4 nemendur, sem komnir eru yfir venjulegan menntaskóla- aldur utariskóla við gamla Menntaskólann og nokkrir eru að búa sig undir stúdentspróf á þennan hátt við Hamrahlíðar- skóla. Reiknað er með að þetta fólk ljúkj náminu á tveimur árum. Það þarf ekki að stunda aðrar greinar heldur en þær, sem stúd- entspróf er tekið f, en þarf auðvitað að-ná tilskildum eink- unurn „Það þyrfti að stefna að því aö koma á fót kvöldskóla fyrir þetta fólk," sagði Guömundur Arnlaugsson, rektor, við Hamra- hlíðarskólann Þannig væri bezt hægt að koma til móts við þetta fólk. Þetta er oft á tíðum fólk, sem bundið er af fjölskyldum og getur ekki alveg hætt að vinna tij þess að stunda námið. Hentugast væri því ef það gæti sótt sköla eftir vinnutíma, .til dæmis eftir klukkan fimm. Það er alltaf spurt það mikið um þetta að ég er sannfæröur um aö nást myndi nógu stór hópur í heilan bekk sex mánuoi ársins voru fluttar inn 3.444 fólksbifreiðar og hef- ur þessi mikli innflutningur haft ' sín áhrif á afkomumöguleika leigubílstjóra í borginni. Leigu- bifreiðar í borginni munu nú vera um 660 talsins og 142 íbú- ar á hvera leigubfl. Það sem bjargar leigubílstjórum er 'hjn mikla aðsókn að vertshúsum borgarinnar um helgar. Getur verið erfitt að fá leigubíl um það leyti sem danshúsum er lokað, en það eru líka einu skiptin sem ekki er nóg framboð af þ'ilum. Hjá bifreiðastjóraféla'ginu Frama fékk blaðið þær upplýsingar, að buast mætti við enn minnkandi at- vinnu hjá leigubílstjórum á næstu mánuðum enda virðist lítið lát á bifreiðainnflutningnum. — SG FJytjum 8% meira út Aukum tekjurnar 5% —og reykjum minna - Sjá nánar um fjárlaga- frumvarpið á.bls. 8. „Ég er víst aldursforseti hér" sagði Elin Hjaltadóttir í 3. bekk Menntaskólans við Tjörnina — og því munu víst fáir trúa. — Hún stingur síður en svo í stúf við aðra nemendur skólans, þótt 26 ára sé. Elin settist í 3. bekk í vetur, en las hina tvo utanskóla í fyrra. Viðureign Fishers og Petrosjans Fréttastofan NTB sendi í morgun leikina f skák þeirra Fischers og Petrosjans f gær- kvöldi. Við vonum, að engar vill ur séu í skeytinu. Skákin var þannig (Petrosjan hvítt): 1. c2—o4, c7—c5, 2. gl-Hf3, ^7— g6, 3. d2—44, c5xd4, 4. f3xd4, b8—c6, 5. e2—e4, d«—f6, 6. bl—c3, d7-d6, 7. f2—f3, c6x d4, 8. dlxd4, f8—g7, 9. cl—e3, o—o, 10. d4—d2, d8—^a5, 11. al —cl, c8—e6, 12. b2—b3, f8-c8, 13. fl—e2, a7-a6, 14. c3—c5, a5xd2, 15. elxd2, f6xd5, 16. c4x c5„ e6—d7, 17. clxc8, a8xc8, 18. hl—cl, c8xcl 19. d2xcl, g8—f8, 20. cl—c2, e7- jafntefli. Sjá bls. 3 Vil kanna hvort rétt- læti sé til á Islandi" 55 - segir Sverrir Magnússon, sem áfrýjar í máli sínu gegn Lands- og Seðlabanka Sverrir Magnússon, fyrrverandj forstjóri Iceland Products, systur- fyrirtækis SÍS í Bandaríkjunum hef ur nú ákveðið að áfrýja undirréttar dómi, þar sem bankastjómir Lands- bankans og Seðlabankans voru sýknaðar af 15.000 dollara skaða- bótakröfu hans. Sverrir höfðaði mál ið á sínum tima vegna kriii'u bank- anna f marz 1968 að hann yrði lát- inn víkja úr starfi meðan r>anns6kn færi fram á „50 milljón króna mis- skilningi" SÍS hjá Landsfoankanum. — Ég vil láta reyna á það, hvort réttlæti sé að finna á íslandi, segir Sverrir vegna þessa máls. — Öllum má ljóst vera, að á sínum tima gerði ég ekkcrt, nema í fullu sam- ráöi við Erlend Einarsson, forstjóra SÍS og eftir hans fyrirmælum. — Ég vil láta reyna á það, hvort jafn alvarlegar aðgerðir eins og beitt var gagnvart mér á sínum tíma líðist skaöabótalausar á íslandi, jafnvel þó að niöurstöður rann- sókna bankanna, sem sýndu að ég var saklaus, haf i seinna verið birtar. Bankarnir voru einmitt sýknaðir í vor, þar sem þeir höfðu birt opin- berlega, að ekki var ástæða til að láta Sverri víkja úr starfi, en þeim var gert að greiða lögmanni Sverris 165 þús. kr. í málskostnað. — VJ Rigning í fyrramálið — 75 gráðu frost var á Hveravöllum í nótf „Hann gengur yfir í suðaustan átt í kvöld, og I fyrramálið verður farið að rigna," sagði Veðurstofan í morgun. „Það hefur verið fjári kalt undan farið miðað við árstfma. Það var t. d. 15 gráðu frost á HveravöMum í nótt, og hér í Reykjavfk var frostið 7 gráður klukkan 9 í morg un." Og þeir segja rigningu koma hér í fyrramálið með suðaustan áttinni, sem skipti síðan yfir f suðvestrið annað kvöld með skúrum. Hvað um það. Rétt að hafa frost lög á blikkmerinni þrátt fyrir allt — og hætt er viö ai5 margur hafi átt í basli með færleikinn undan- farið. Ráöleggingar til bílaeigenda er að ftana á bls. 9 í dag. —•GG j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.