Vísir - 23.10.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 23.10.1971, Blaðsíða 3
/ISIR. Laugardagur 23. október 1971. — eitt umdeildasta leikhúsverk siðustu ára frumsýnt i Iðnó Leikfélag Reykjavíkur frum sýnir á þriöjudaginn eitthvert umdeildasta leikrit, sem kom ið hefur fram á sjónarsviðið síðustu árin, Hjáip, eins og það heitir í íslenzku þýðing- unni, eftir Edward Bond, ung an enskan höfund. Vilja sum ir kalla þetta verk ruddaleg- an og klámfenginn óþverra, aðrir telja þetta hins vegar mjög „móralskt“ verk. Leik- urinn segir frá villuráfandi ungmennum í suðurhverfum Lundúna, Framkoma þeirra er í hæsta máta óhefluð og það svo að ástæða þótti til þess að banna leikinn, þegar hann var fýrst sýndur í Lundún- um 1965. Leikurinn var þó sýndur í lokuðum klúbbum og síðan færður upp aftur ári seinna og þriðja uppfærsl an 1967 var loks viðurkennd af opinberum aðilum, enda hafði þá verið mikið um4eik inn fjallað og spunnizt um hann mikil blaðaskrif. Sama var upp; á teningnum, þegar leikurinn var sýndur í Þýzkalandi, í Danmörku og víð- ar. Fólkið fylltist ýmist megn- ustu andúð og viðbjóði. eða það var yfir sig hrifið af hreinskilni leiksins. Og hvað er svona hryililegt í þessum leik? Meðal þeirra at- riða, sem hvað mestan viðbjóð hafa vakið hjá áhorfendum, er barnsmorð, sem framið er í leiknum að því er virðist af ein- skærum leikaraskap. Því hefur verið til svarað að þetta morð í leiknum sé ekkj hótinu verra en þau barnsmorð, sem ungir hermenn fremja daglega vitandi og óvitandi í V’ietnam og raunar víðar. Hins vegar er út í bláinn'að reyna að útskýra efni leiksins, enda hlýtur hver aö skilja hann á sinn hátt eins og jafnan. Aftur á mót; má geta þess, að Úlfur Hjörvar hefur þýtt leik- „Pam: Tuttugu og þriggja. Grönn, barmhá, miklar þrýstnar mjaðmir, dökkt hár, langt mjótt andlit. Ljósleit augu. Lítilt nimunftur,'Virðist hæ írifjarlægð, en er minni en hún sýndist.“ Þó að þessi lýsing höfundar eigi kannski ekki akkúrat við ';’HrönhniSfei#»iftrisdóttur, þá' leikur hún nú samt Pam og er það frumraun hennar á leiksviði og þama er hún ásamt Len, sem Kjartan Ragnarsson leikur. „ .. .Mikil lær og grannir öklar..er Mary, sem Sigríður Hagalín leikur. HEILBRIGÐI ÞID GETIÐ SJÁLF BÆTT LÍKAMA YKKAR inn á íslenzku, sem er mjög erfitt verk, þar sem frumtextinn, enski textinn. er mestan part „slang“ sem á sér naumast hlið- stæður í íslenzku máli. Hjálp er fyrsta meiriháttar leikstjórn- arverkefni Péturs Einarssonar hjá Leikfélaginu. Hann hefur þó áður stjórnaö þar barnaleik og auk þess sett upp tvö verk með Litla leikfélaginu og auk þess stjörnar einu verki í sjónvarpi, sett leikrit á svið með stúdent- um o. fl. Leikmynd gerir Stein- bór Sigurðsson, en stærstu •uilurnar í leiknum eru leiknar if Hrönn Steingrímsdóttur, sem 'æmur í fyrsta skiptj fram á sviðinu í Iðnó í þessu verki, '■Cjartanj Ragnarssýni, Guð- 'mundi Magnússvni Sigríði Haga l’in og Guðmundi Pálssyni. Auk þeirra eru leikendur Borg- ar Garðarsson, Sigurður Karls- son, Harald G. Haraldsson, Jón Þórisson og Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Þau eru öll út- skrifuð úr Leiklistarskóla leik- félagsins nema Jón, en þetta er hans fyrsta hlutverk hjá LR. Áður er hann þekktur fyrir leikmyndagerð. Þrengsli verða mikil í Iðnó með tilkrmu þessa verks en þar veVða nú^5 verk í gangj og hafa aldre; verið fleiri. Verður af þeim sökum að „transporta" með leiktjöld < milli húsa eftir sýningar, þar sem tjöldin úr öllum verkunum komast ekki fyrir í leikhúsinu. — JH 4 F Ék ^ Trimmæfingar •ýr Megrun ★ Styrkæfingar Vöðvaæfingar Saunabað Komið í reynslutíma yð- ur að kostnaðarlausu Opið fyrir konur: Mánud., miðvikud. og föstud. kl. 10—20.30. Opið fyrir karlmenn: Þriðjrd on fimmtud. kl. 12—14 og 17—20.30 og Jaugard kl. 10—16 Hringið í síma 14535 eða lítið inn. HEILSURÆKTARSTOFA IDDU Skipholti 21 við Nóatún Hjálpræðisherinn í Reykjavík fær heimsókn frá Noregi Ofursti K. A. Sol- haug og kona hans Þau stjórna og tala á samkomunum: Laugardag kl. 20.30 Fagnaðarsamkoma 23.00 Miðnætursamkoma Sunnudag kl. 11.00 Helgunarsamkoma 14.00 Sunnudagaskóli 15.30 Einkasamkoma 20.30 Hjálpræðissamkoma Þriðjudag kl 20.30 Kveðjusamkoma Deildarstjórinn. brigadér Enda Mortensen tekur þátt í samkomunum, ásamt foringjunum. ALLIR VELKOMNIR. tWM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.