Vísir - 23.10.1971, Blaðsíða 8
>
VIS IR. Laugardagur 23. október 1971
Otgefandl: Reykjaprent hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánssori\
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Símar 15610, 11660
Afgr^...,la : Bröttugötu 3b. Sími 11660
Ritstjórn : Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 195 á mánuöi innanlands
i lausasölu kr. 12.00 eintakiö.
Prentsmiðja VIsis — Edda hf.
Hver er stefnan?
Ríkisstjórnin hefur oftsinnis lýst því yfir, að land-
helgismálið, útfærsla fiskveiðilögsögunnar í 50 sjó-
mílur, sé „mál málanna“ Það er talið fyrst á „óska-
listanum“, sem ýmsir eru nú farnir að kalla svo, þegar
þeir tala um málefnasamning ríkisstjórnarinnar. Eng-
inn efast um það, að ríkisstjórnin ætli sér að standa
við þetta loforð, þótt hún hafi nú fallizt á að beita
þar mun skynsamlegri vinnubrögðum en ætlunin var
í upphafi. Hún hefur til að mjmda fallizt á það sjón-
armið Sjálfstæðisflokksins, að rétt sé að leggja tillög-
ur um afdrifaríkar ákvarðanir í þessu mikla hags-
munamáli þjóðarinnar fyrir alþingi. Hinir gætnari
menn innan stjórnarinnar og stuðningsflokka hennar
hafa hafnað þeim áformum kommúnista, að tala ekki
við neinn og vinna að útfærslunni með þeim hætti
sem líklegastur væri til að valda sem mestum árekstr-
um og illdeilum við vinaþjóðir okkar í Vestur-Evrópu.
Stjórnin hefur nú fallizt á að taka upp viðræður við
Breta í nóvembermánuði n.k. og væntanlega verður
líka rætt við Vestur-Þjóðverja og fleiri, sem telja sig
eiga hagsmuna að gæta. Þetta er skynsamleg stefnu-
breyting og boðar vonandi að svo fari u:n fleiri mál,
að kommúnistar verði ekki alveg látnir ráða ferðinni,
eins og margir hafa óttazt, sem kynntu sér stjórnar-
sáttmálann og töldu hann líkastan því, að hann hefði
verið saminn % ritstjórnarskrifstofu Þjóðviljans. En
þótt landhelgismálið sé vissulega mikilvægt, eru æði
mörg önnur verke'ni, sem bíða stjórnarinnar, og al-
menningur er farinn að verða mjög forvitmn um hina
raunverulegu stjórnarstefnu.
Málefnasamningurinn er réttnefndur óskaiisti. Af
honum er lítið hægt að ráða, hvað gert verði- Fjár-
lagafrumvarpið, sem nú hefur verið lagt fram á al-
þingi, er þannig úr garði gert, að þar örlar ekki á
stefnu í efnahagsmálunum. Ræða fjármálaráðherra í
fyrrakvöld, sem margir hafa eflaust hlustað á í út-
varpinu bætti þar ekkert um. Þó var ekki örgrannt
um að þess gætti öðru hvoru, að hann hefði nú öðl-
azt svolítið meiri ábyrgðartilfinningu en meðan hann
var í stjórnarandstöðu. En betur má samt ef duga skal
honum til farsællar fjármálastjómar. Frumvarpið er
sannast sagna viðundur, svo einstakt í sinni röð, að
hliðstæða mun vandfundin. Það lofar sannarlega ekki
góðu um hina nýju vinstri stjórnar ráðsmennsku
næstu árin, hve mörg sem þau nú verða.
Engin ný stjórn hefur tekið við blómlegra þjóðar-
búi á íslandi en þessi, eins og fyrrverandi fjármálaráð-
herra sagði réttilega í ræðu sinni í fyrrakvöld. Og
enn eru allar horfur á að ytri skilyrði verði þessari
stjórn hagstæð enn um sinn. Hún ætti því að geta lát-
ið margt gott af sér leiða, en reynslan af fyrri vinstri
stjórnum gefur þó ekki ástæðu til bjartsýni í þeim
efnum.
Verður Breiðholt fá-
^ y
tækrahverfi framtíðar-
innar vegna skipulags?
Er Breiðholtshverfi skipulagt
þanni", að það verði „fátækra-
hverfi framtíðarinnar“? Talsverð
ar umræður urðu um þessa
spurningu á ráðstefnu sam-
bands sveitarfélaga um skipu
Stimir ræð'jmenn héldu
‘ Wam,'1 Jáð ' mildl' ‘lifetta
WRæfrri 'fftóÁtí, éh'''oÖrum
þótti það ólíkiegt.
Lakari skólar, búðir og
skemmtanir?
Ólafur Ragnar Grím.-son hóf
máls á þessu. Hann sagði, að
maður nokkur hefði látið þau
orð falla, þegar byrjað var á bygg
ingu í Breiðholti að „hér hefum
við fátækrahverfi framtíðarinn-
ar“. Ólafur sagöi að fslendingar
hefðu haft það umfram aðrar
þjóðir, aö hér hefði stéttaskipt-
ing verið hverfandi lítil. Þjóðfé-
lagið hefði veriö samstætt. Hann
óttaðist að með Breiðholtshverfi
hefði verið stigið í átt til öfug
þróunar. Þar hefði veriö stefnt
að því, að bvggja hverfi, sem
ætlað hefði verið þeim þjóðfé-
lagsborgurum, sem minnstar
tekjur hefðu. Þessu fól'ki hefði
verið gert kleift að eignast íbúð
ir í Breiðholti með sérstökum
kjörum. En með þessu væri ver
ið að safna saman í þessi hverfi
hinum lægst launuðu. Þeir
byggju þar, en hinir efnaðri
annars staðar.
Hins vegar hefði það einmitt
verið einn aðalkostur þess ís-
lands, þar sem stéttaskipting er
lítil, aö fólk meö háar tekjur og
lágar tekjur hefði búið hvert
innan um annað í s&nu hverfun
um. Ólafur sagðist óttast, að
verið væri aö gera ísland i
auknum mæli að stéttaþjóðfé-
lagi, þar sem munurinn á stétt
unum væri skýrt afmarkaður.
Eitt f því efni gæti orðið sú
þróun, að fól'k í hverfpn-
um þar sem hinir láglaunaðri
byggju, hefði verri þjónustu, lak
ari skóla fyrir börn sín og lé-
legri búðir og svo framvégis. —
Lífshættir mundu verða mismun
andi í auknum mæli til dæmis
mundu þær skemmtanir sem fólk
í hverfum hinna láglaunaðri
sækti, verða lakari en skemmt'
anir hinna.
„Aðrar stéttir á
Hótel Sögu“
Ólafur Ragnar kvaðst hafa
tekið eftir þessari þróun í
skemmtihúsum borgarinnar nú
þegar. Sér virtist, þótt hann
heföi ekki kannað það fræði-
lega, að það væru •■kki sömu
stéttimar. sem sæktu skemmtan
ir í Hótel Sögu eða Nausti og
þær sem sæktu skemmtanir. í
EFTIR
HAUK
HELGASON
Röðli eöa Þórscafé. Þessi þró-
un værj mjög óæskileg að
sínum dómi. Hann spurði, hvern
ig taka ætti á skipulagsmálum
í framtíöinni til aö hindra, að
þetta gerðist, svo að ,,ekki yrði
útrýmt því íslandi sem við
þekkjum."
Ella mundi svo fara, að skipu
lagsyfirvöld ársins 2000 mundu
fá það verkefni að skipuleggja
sér á parti fyrir hástéttarfó'.k,
millistéttarfólk og lágstéttar-
fólk.
Gestur ráðstefnunnar pró-
fessor Nils-Ole Lund frá Dan-
mörku sagði, að væri það svo,
að á íslandi hefði til þessa ver
ið nærri stéttlaust þjóöfélag,
vr;ri það mikilvægt viðfangs-
efni í skipulagsmálum að sjá
til þess, að svo yrði áfram. Hann
taldi, að þar skipti mestu að
menntunarmöguléikar fólks
væru sem jafnastir, en minna
máli skipti hvort menn byggðu
hús af einni eða annarri gerð
sem stéttartákn sér til gámans.
„Gólfteppi yfir
parkettgólf“
Dr. Bjöm Björnsson prófessor
dró nokkuö í efa fullyrðingar
Ólafs Ragnars Grímssonar um
Breiðholtv Hann taldi ekki, að
yfirvofaridi hætta væri á mikilli
stéttaskiptingu þess vegna.
Hann bvggi til dæmis sjálfur í
Breiðholti og væri prófessor.
Hann sagöist þó hafa áhyggjur
vegna þess, að orð Ólafs Ragn
ars kynnu að rætast seinna, þótt
þau ættu ekki v-iö ástandið
núna.
Guðmundur Einarsson verk-
fræðingur tók fram, að hann
hefði starfað að byggingu 500
íbúða í Breiðholti fyrir þá, sem
sagðir væru lágtekjustétt. Hann
hefði veitt athygli deilum milli
íbúanna innbyrðis, að þeir, sem
hærri tekjur höfðu hefðu ekki j
verið ánægöir með nábýlið við
suma af hinum. í því sambandi
sagði hann það álit sitt, aö
kyartanir vegna íbúðanna, frá
gangs og annars, hefðu verið
meiri en venjulega gerðist af
því að íbúarnir hefðu fengiö
íbúðirnar ,,úpp í hendurnar" án
þess að hafa haft með undir-
búning þeirra og byggingu að
gera að neinu leyti. Hins vegar
taldi Guðmundur, að margir
beir, sem flutt hefðu í Breið-
holt að undanförnu, hefðu lagt
gólfteppi yfir parkettgólf, sem
sýndi, að þeir væru ekki ýkja
fátækir. Enda væri það svo.
sagði hann, að „í mörgum verka
lýðsfélögum í Reykjavík væru
engir fátækir félagar.“
Bárður Daníelsson gagnrýndi
fvrirkomulag i Breiðholti. Til
dæmis hefði veriö ætlazt til
þess að menn „sönnuðu fvrst
á stæröfræðilegan hátt. að þeir
hefðu ekki efni á að búa í fbúð-
unum. áður en þeir hefðu getað
fengið þær“. Guðmundur
Einarsson tók undir þessa
rýni og sagði, að eftir að mer.n
hefðu sannað, að þeir væru
snauðir, hefðu beir verið beðnir
að leggja fram veð' f fasteign.