Vísir - 26.10.1971, Blaðsíða 4

Vísir - 26.10.1971, Blaðsíða 4
VI SIR . Þriðjudagur 26. október 1971, TOTTíNHAM- VILIN FORAFTUR / GANG EFTIR MIKLA — og libib vann stórsigur gegn Nottingham Forest 6-1 — Norwich tapabi i II. deild og hafa jbó öll libin i deildunum tapab leik Eftir Evrópuleik Tott- enham í Nantes í Frakk landi í síðustu viku voru hinir stæðilegu fram- herjar Tottenham gagn- rýndir mjög í ensku blöð unum fyrir lélega nýt- ingu tækifæra — eink- um þó Martin Chivers og Martin Peters — og réttur þeirra í enska landsliðið var jafnframt dreginn í efa. Þeir svör- uðu heldur betur fyrir sig á laugárdaginn og skelltu knettinum sex sinnum í mark hjá Nott ingham Forest á White Hart Lane. Mesti sigur liðsins í 1. deild í þrjú ár — en ekki nýtt fyrir For est að tapa stórt á White Hart Lane, því ekki eru nema örfá ár síðan For- est tapaði þar 9—2- Á fjögurra mín. kafla í fyrri hálfleik var vörn Forest heldur illa leikin. Fyrst skoraöi Peters — þá Chivers rétt á eftir — og síðan fékk Tottenham víta- spyrnu, sem Peters skoraði úr. Það var eina vitaspyrna liðsins í leiknum. I síöari hálfleik skor- aði Alan Mullery fjórða mark Tottenham, en Jimmy Pearce, sem kom í stað Alan Gilzean, sem meiddist, skoraði 2 síðustu mörk liðsins áður en hinn ungi miðherji Forest Paul Richardson tókst að skora eina mark liðs síns í leiknum. Útlitið er nú slæmt hjá Nottingham liðinu. Það er neðst í 1. deild og vörnin er einkum léleg, þvi Forest nef- ur fengið á sig mun fleiri mörk en önnur lið Annars var helzta fréttin á Englandj á laugardag moröhót- un sú, sem George Best fékk — og vinnur lögreglan mjög að því að'reyna að upplýsa'málið. Mörg ■ um finnst slæmt, * ekki komast rí ^ta ;sætiö án ^5t**AÍmWWÉþ(|^ hót-1 ’GeoTjg* jpEgtti^á St.^ James Park í Newcastle undir ' sterkri lögregluvernd og miklu fleiri iögreglumenn voru við- staddir leikinn en venja er. En ekkert skeði. sem benti til þess að framkvæma ætti hótunina. En eitt er víst, að hún hafði á- hrif — ekki aðeins á Best, sem var langt frá s’ínu bezta — held- ur allt Manchester-liðið. Það lék sinn lákasta leik í deildakeppn- inni og var vissulega heppiö að hljóta bæði stigin. Það var Best, sem skoraði' eina markið í leiknum á fyrstu mín. síðari hálfleiks, en eftir það átti Newcastle-liðið, sem lék betur en oftast áður, skot í þver slá og önnur tækifæri fóru for- görðum við litla ánægju 55 þús- und áhorfenda. Tveir menn báru af í liði Manhester — fyrirliðinn Bobby Charlton og hagfræðing- urinn Alan Gowling. En við skulum nú rifja upp úrslitin frá, laugardeginurh. 1. deild: George Best — mark hans færöi Manch. Utd. tvö dýrmæt stig og fjögurra stiga forustu í I. deild. Chelsea - Southampton 3—0 Derby—Arsenal 2—1 Ipswich —Stoke City 2—1 Leeds—Everton 3-2 Liverpool—Huddersfield 2-0 Manch. City—Sheff. Utd, 2-1 Newcastle — Manch. Utd. 0—1 Tottenham —Nottm Forest 6—1 W.B.A. —Leicester 0—1 West Ham — Wolves 1-0 Á föstudagskvöld léku Coven- try og C. Palace og varð jafn- tefli 1—1. 2. deild: Birmingþam — Preston 2—2 Blackpool —Q.P.R. 1—1 Bristoi City —Orient 5—3 Cardiff—Charlton ' 6-1 Hull City—Burnley 1-2 Luton—Carlisle 0-2 » YNI! ■ . , J , ron varö sex smnurn að hirða knöttinn úr marki Nott lam ForeSt á laugardaginn. — Til hægri á myndinni er Steve Kemr>0,• sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea gegn Southampton. Middlesbro — Watford 2—1 Millvall —Norwich 2—1 Oxford —Sunderland 2—0 Portsmouth—Fulham 6 — 3 Sheff. Wed.—Swindon 1—0 Norwirh tapaði þarna sínum fyrsta leik og hafa þá öll liðin í deildunum tapað. Hinn ind- verski markvörður, Norwich, Keelan vbjargaði liði sínu frá miklu verra' tapi. En snúum okkur að leikjun- um f 1. deild. Sheff Utd. tapaði sínum fjórða leik í röð og nú á Maine Road f Manchester. Lið City lék prýðilega og hefði átt að vinna með miklu meiri mun. Ekkert mark var skorað 1 fyrri hálfleik, en þegar 5 mín. voru af þeim síðari skoraðj Mike Summerbee eftir aukaspyrnu Mike Doyle. Bill Dearden jafn- aði fyrir Sheffield, en þegar 10 mín. voru eftir tókst Francis Lee að skora sigurmark City. Leeds áttj í talsverðum erfið- leikum með Everton, sem greini lega er að ná sér á strik. enda göm]u kempurnar nú flestar komnar aftur í liðið. Þetta var afar skemmtilegur leikur, en Leeds átti skilið að vinna. Joe Royle skoraðj fyrsta markið i leiknum eftir 15 m’in. fyrir Everton, en á síðustu sek. hálf- leiksins tókst Terry Cooper að jafna fyrir Leeds. í síöari hálf- leik náð: 'Jac.kie Charlton for- ustu fyrir Leeds, þegar hann fór upp f vítateiginn í aukaspyrnu, en sú forusta stóð ekki lengi — Alan Ball jafnaði. En átta mín. fyrir léiksloft skoraði Peter Lori- mer sigurmark Leeds. Derby átti sk’inandi ieik gegn meisturum Arsenal og vann verðskuldað 2-1 - sem var of lítið eftir gangi leiksins. John O’ljlare skoraöi fyrra mark Derby á 10. mín., en 12 mín. síðar jafnaði George Graham. Arsenal fékk þá hornspyrnu og var knötturinn gefinn inn í víta- teiginn, Colin Boulton hljóp úr marki s’inu, en komst hvergi nærri knettinum og Gráham notaði tækifærið og skallaði í mark. Það má ekki skilja hinn glæsilega, skozka landsliðsmann í færi við mark, þegar hann á tækifæri á skalla. En á síðustu mín. hálfleiksins fékk Derby vítaspyrnu, sem Alan Hinton skpraði úr og það reyndist sig- urmark Derby, þrátt fyrir mikla yfirburði í s’iða'ri hálfleik. í leikn um kom vel í ljós hinn mikli styrkleiki hins nýja miðvarðar Englands, Roy Mc-Farland. Hann hélt hinum hættulegu miðherj- um Arsenal Kennedy og Rad- ford, alveg niðri. Bermudasvertinginn Clyde Best hjá West Ham tryggði liði sínu sigur gegn Úlfunum f leik, þar sem Lundúnaliðið var miklu betra. Mick Hill, sem Ipswich keypti fyrir um ðri frá Sheff. Utd. skoraði bæðj mörk liðs sins gegn Stoke og það nægði til sigurs því Mike Bernard skoraði einn leikmanna Stoke og það eitt mark. Staðán í 1. deild er nú þannig: Manch. Utd. 14 10 3 1 29:13 23 Derby 14 Manch. C. 14 Sheff. Utd. 14 Tottenhafn 13 Leeds 14 6 7 1 22:11 19 8 3 3 24:12 19 8 2 4 23:16 18 6 5 2 28:16 17 7 3 4 20.-M 17

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.