Vísir - 26.10.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 26.10.1971, Blaðsíða 16
Iu ISIR Þríðjudagur 26. oktðber 1971. Getur ekki Öll vélaverkstæði ríkis- ins sett undir einn hatt? blíðara verið — segja jseir á Grims- stöðum á Fjöllum, en þar var sumarveður i morgun „Það verður tekin ákvörð- un um hvort vélaverkstæði ríkisins og áhaldahús verða sameinuð undir eina yfir- stjórn nú á næstunni. Málið hefur verið nokkum tíma í undirbúningi, nefnd var sett f málið í október 1969 og lauk störfum síðast liðið vor“, sagði Gísli Blöndal hjá hagsýsludeild fjármálaráðu- neytisins, er Vísir forvitnað ist um undirbúning að sam- einingu verkstæða ríkisins. „Nefndin hefur skilað skýrslu um athuganir sínar sem voru allrækilegar, og er nú beðið eftir hvort sú skýrsla verður sam- þykkt, og síðan hvað veröur gert f tnálinu. Nefndin gerði tvenns konar tillögur. Önnur var sú, að kom- ið yrði á fót nýrri vélamiðstöð ríkisins, sem þá hefði útibú um landið, þ.e. í Borgarnesi, á Ak- ureyrj og á Egilsstöðum. Hin er sú, að þessi vélamiðstöð og á- haldahús yrðu sameinuð áhalda húsi og viðgerðarverkstæði Vegagerðarinnar". Vegagerðin hefur verkstæði og áhaldahús bæðj hér í Reykja v’ik og víða um latid. Áhalda- húsin úti um ]and eru á milli 10 og 15 talsins, að því er Jón Birgir Jónsson, verkfræðingur hjá Vegageröinni tjáði Vísi, „og þau eru ekk; verkstæði, nema hvað hægt er að skjóta' þar inn tækjum til skyndiviðgerða". Verkstæði Vegagerðarinnar eru svo í Reykjavik, Borgarnesi, Akureyri og á Reyðarfirði. Ákvörðun um sameiningarmál þetta verður tekin fljótlega, þar eð þing er nú komið saman, og mun þá undirnefnd fjárveitinga- nefndar Alþingis fjalla um mál- ið. Verkstæði þau sem þannig verða væntanlega sameinuð und- ir einn hatt, eru t.d. Bílaverk- stæði Landsímans, Vélasjóður, áhaldahús Vitamála, verkstæði Rafveitunnar. o. fl. —GG — Það getur ekki blíðara verið hér uppi á fjöllum, sagði Kristján Sigurðsson bóndi á Grimsstöðum á Fjöllum, er Vísir hringdi í hann i morgun. Meðan við hér suður á mölinni setjum undir okkur haus- inn á móti rigningunni og rokinu spóka þeir sig um austur á Fjöllum í 8 stiga hita og blíðu. Þetta er mjög sérstætt veður á þessum tíma árs, sagði Kristján. Haustið hefur , verið einstaklega gott. Vegir hafa ekkert teppzt og enn er ágætlega fært hérna á milli Norður- og Austurlands, þar sem ekkert hret hefur gert síðan í ágústlok. Hvassviðrið virðist hafa verið mest hérna suðvestaniands, en þó hvergi svo að ylli neinum skaða. — Sjólítið var og ekki vitað að bátar ættu i neinum teljandi erfiðleikum í veðurofsanum í nótt. — JH Mest 25 rjúpur yfir helgina Rjúpnaskyttur komu með um 120 rjúpur ofan úr Fomahvammi eftir helgina. Átta skyttur brugðu sér þangað um helgina* si|mjr stöldruðu stutt við. Þeim sem-béztí varð á- gengt fengu 25 rjúpur yfir daginn. Talsvert hefur sézt af rjúpu i Snjófjalli, einkum í svonefndum Kambi, en veður hefur verið mjög óhagstætt til rjúpnaveiði. Minna hefur sézt til rjúpu á Austurlandi og þar hefur lítið frétzt af veiði. Þegar á heildina er litið virðist rjúpnaveiði ætla að verða með minnsta móti. — JH Allt fullt af síld Bezti sildardagurinn i gær — Sildin elt allt upp á 70 faðma dýpi Nær þúsund lestir af síld veiddust í gær á svæðinu frá Hjörleifs- höfða austur á Skarðs- fjörur og fóru bátar í gærkvöldi og nótt með afla á flestar hafnir frá Þorlákshöfn og austur á firði. Nokkru af síldinni var ekið frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur og ver- stöðva hér við Flóann. Mörg skip fengu ágæt köst, en sfldin var á mjög grunnu vatni allt niður í tíu faðma dýpi og lentu bátar f erfiðleik- um með að ná nótunum inn. — Einn Vestmannaeyjabátur lenti í erfiðleikum með að ná nótinni inn og reif hana talsvert. Megnið af þeirri síld, er á iand berzt fer nú f salt. Um helgina hafði verið saltað f 10 þúsund tunnur fyrir niðurlagn- ingaverksmiðjurnar hér innan lands. Þær munu ganga fyrir saltsíld, sem verkuð er hér á landi, en talið er að þær þurfi 17—20 þúsund lestir. Sendinefnd er nú úti í Svíþjóð að semja um sölu þangað á síld. Flest skipanna, sem voru á veiðisvæðinu fengu- afla í gær. Vitað var um veiði eftirtalinna skipa: Örfirisey 120, Ljósfari 15 og var auk þess að kasta, Skarðs- vfk 40, Kap II 50, Halkion 80, Hafrún 50, Gjafar 70, Bergur 160, ísleifur 80, Þorsteinn 100, Helga 60, Jón Finnsson 70, Geir fugl 40 lestir. — JH HLUPU BEINT w Slippstöðvarmálið enn í athugun Þurftu ekki að leita langt yfir skammt „Við hurfum ekki að leita Iangt yfir skammt“, sagði ameríski bókasafnssérfræðingurinn, sem kom frá Bandarfkjunum gagn- gert til að skipulcggja hið glæsi lega bókasafn upplýsingaþjón- ustu Bandarfkjanna að Nesvegi 16. Meðferðis hafði sérfræðingur- inn mikinn doðrant með myndum og upplýsingum hvaðanæva að úr heiminum um bókahillur. Þá var það að hillur frá Sel- fossi vöktu athygli hans — og þar var lausnin fundin. íslenzku hillurnar voru bað bezta, sem bókasafnssérfræðingurinn gat fundið, og svo fór að Selfyssing ar fengu að smíða og valútunni var varið í iönaðamenn hér heima. — JBP FYRIR BILANA Ellefu ára ' telpa slasaðist, | þegar hún varð fyrir b'xl á Miklu- braut á móts við Rauðagerði í ! gærkvöldi um kl. 7. Telpan, sem var f fylgd annarra barna, hljóp nokkuð skyndilega út á götuna og f veg fyrir bifreið, sem ekið var inn Miklubraut. — Ökumað- | ur átt; ekki von gangandj um- ferðar þarna sá heldur ekki : bömin í myrkrinu, því að þarna er akreinin óupplýst, og kom hann ekki auga á telpuna. fyrr en um seinan. Telpan hlaut höf- uðhögg og meiddist á mjöðm og var lögð inn á Landakotsspítala. Þriggja ára drengur varð fyrir bifreið V hádeginu f gær. þegar hann hljóp skyndiler>» út á milli kyrrstæðra bíla og út á Rauða- læk. ávo vel vildi til, að öku- maðurinn ók hæst og varð á- reksturinn ekki harður. Slapp því drengurinn svo til ómeiddur. — GP Enn er á huldu, hvernig rikis-*- stjórnin mun bregðast við vanda- málum Slippstöðvarinnar á Akur- eyri, en eins og skýrt hefur verið frá skortir fyrirtækiö tugmilljóna króna fyrirgreiðslu til að geta hald ið áfram eðlilegum rekstri. I— Nefnd var skipuð ti! aö kanna vandamál Slippstöðvarinnar og hef 1 ur hún fyrir nokkru skilað áliti | sínu til ríkisstjórnarinnar. Taka húsmæður að sér gangbrautavörzlu? Að því er Magnús Kjartansson, iðnaðarráðherra sagði í viðtali við Visi í morgun, hefur ríkisstjórnin faliö iónaðarráðuneytinu og fjár- málaráðuneytinu að fara betur of- an í málið og setja fram beinar til- lögur til ríkisstjórnárinnar um þetta mál. —V.T Umferöamefnd Reykjavkur hefur samþykkt aö ráða gangbrautarverði j við fimm gangbrautir, þar sem skólabörn eiga leið um í skóla og úr honum. Komið hefur til tals að ráða hús mæður úr hverfunum til þessara starfa, en hér yrði ekki um fullt starf aö ræöa, þar sem gangbrautar gæzla yrði mest fyrrj hluta dags. Hin tiðu slys á börnum í um- ferðinni í Reykjavík í haust eru mikið áhyggjuefni og ekki vanþörf á að auka eftirlit meö umferð, þar sem börn eru á ferli. — J^l I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.