Vísir - 06.11.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 06.11.1971, Blaðsíða 9
íS I * . Laugardagur 6. nóvember 1971 9 Þessi mynd sýmr ema fyrstu kennslustundina í skólanum. Aðeins karlmenn hafa óskaö eftir upptöku í skólann enn sem komið er, og þeir eru margir í hárprúðasta lagi eins og sjá má. ■— spjallað við Sigurð B. Haraldsson, efna- verkfræðing, skólastjóra Fiskvinnsluskólans, sem tók til starfa nú / vikunni Það má segja að þetta verði nokkurs konar til- raunastarfsemi í vetur. Þetta er í fyrsta skipti sem skólinn er settur og við höfum enga fyrirmynd, sagði Sigurður Haraldsson, efnaverkfr?eðingur, skólastjóri nýja fiskvinnsluskólans, sem tók til starfa á mánudaginn. Skólinn er til húsa f FísfeifS- .lagshúsinu við Skúlagötu og er rekinn í nokkrum tengslum við Rannsóknastofnun fiskiðieðarins. — Tjaö eru hjá okkur 30 nem- endur, sagði Sigurður, flestir úr Reykjavík það er aö segja níu eru utan áf landi. Þetta eru allt saman ungir menn, á aldrinum frá 17 ára til 21 árs. Þetta má ka'llast góð aösókn. Við auglýstum eftir nemendum 15. september og umsóknarfresturinn var mjög stuttur eða aðeins til 26. sept- ember og á þessum tíma bár.isi þeásar 30 umsóknir. S'iðan hefur talsvert verið spurt um skól- ann en ég hef orðið að vísa frá fólki, sem falazt hefur eftir skólavist eftir að umsóknar- fresturinn rann út. Hliðsjón af framhaldsdeildunum Við munum að nokkru leyti hafa hliðsjón af framhaldsdeild- um gagnfræðaskólanna, sagði Sigurður. Það er miðað viö að þetta veröi svipað og 5. bekkjar- deild gagnfræðaskólans, þessi fyrsti vetur. Námið verður ein- göngu bóklegt í vetur, eins konar undirbúningsmenntun. Þær námsgreinar sem eru frábrugðnar venjulegu skóla- námi eru: fiskvinnslufræði, það er að segja fag sem fjallar um verkun og meðferð á fiski, — framleiðslufræði og mark- aðsfræði, þar sem fiaHað er um hvað verður um f'‘-k!nn. hvprn- ig hann verður seldur og þar fram eftir götunum. — Auk bess° veröur 18«ð nokkur stimd á teiknifræði. Það er að segja nemendum verð’ir veitt tilsögn í að skilja teikningar. Að öðru leyti verður námsefnj líkt og í framhaldsdeildum gagnfræða- skólanna, nema hvað ekki verða notaðar sömu bækur. f i’iffræði verður til dæmis lögð áherzla á fiskilíffræði. Nú önnur fög eru stærðfræði. eðlisfræði, efna- fræði, danska og íslenzka. Fiskiðnaðarmenn — meistarar — fisktæknar í lögum skólans *er náminu skipti niður I þrjú stig. Fyrsta stig tekur þrjú ár og útskrifar fiskiðnaðarmerin. Þeir eiga að vera færir um að annast verk- stjóm, annast gæðamat á fiski og stjóm fiskvinnsluvéla. Fisk- vinnslumeistarar útskrifast eftir fjögurra ára nám. Ætiazt er til að þeir geti annazt verksmiðju- stjórn, einfalda vinnuhagræö- ingu og stjórnun. Eftir fimm ára nám eiga menn að útskrifast úr skólanum sem fisktæknar. Þeir eiga að. geta annazt tiltek,- i.n rannsóknar og skipulagsstörf. o-il Hiffgað ttl”h'éfUr sVó1 til eHgW’ opinber fræðslustarfsemi verið rekin fyrir þá menn, sem annast þessj störf. Þar hefur aðeins verið um að ræða námskeiö. Fiskmat ríkisins hefur annazt námskeið fyrir matsmenn og svo hafa verið haldin smánám- skeið öðru hverju hjá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins. Skólinn hefur fengið innj í Fiskifélagshúsinu til bráða- birgða. Þar hefur hann til um- ráða 60 fermetra stofu. Þetta húsnæðj verður auðvitað fljót- tega of lítið, þegar skólinn vex. Og húsnæðismálin eru auðvitað mál málanna fyrir þennan skóla. Stjómvöld verða þvf mjög fijótlega að gera það upp við sig hvaða stefnu á að taka í þeim efnum. Á því byggist til- vera hans. Vildu fá skólann út á land Fiskiðnskóli er gamall draum- ur og raunar furðulegt að hann skuli ekki hafa verið stofnaður fyrr. Hann ætti til dæmis að sínu leyti að vera jafnnauðsyn- legur sjávarútveginum og bændaskólamir eru landbúnað- inum. Eini skólinn, sem þjónað hefur sjávarútveginum ein- göngu er Sjómannaskólinn. ■Raunin hefur l‘ika orðiðí SÚ, að skipstjórar sem fara í land •»»hefja'.'gjamá'«t8ifryið‘"^S|cverk*’ un í landi. Þannig er mikið af þeim fiskimatsmönnum, sem nú eru starfandi gamlir skipstjóm- armenn og fer ve] á því þar sem ekki hefur veriö um að ræða sérstaka menntun til þeirra starfa. Þegar byrjað var að ræða um þenna- skóla komu upp raddir um að skólinn yrði staðsettur útj á landi. Bæjarstjóm Akur- eyrar kom til dæmis fram með þá tillögu að skólinn yrði staö- settur á ísafirði. Keflvíkingar munu einnig hafa óskað eftir J>ví að fá þennan skóla. Það tnun engin bábilja að ætla, aö ’i framtíðinni þegar skólanum vex fiskur um hrygg, verði stofnaðar undirbúningsdeildir úti á landi líkt og gert hefur verið í sambandi við Sjómanna- skólann. — JH MrnisnN** ' m. #. - Sigurður B, Haraldsson, skólastjóri við kennslu I hinum nýja skóla. *aaCiZíLi:rÆ.'*ep ^twsk.ztv ~ liassm: — Hvað verjið þér að jafn- aði löngum tíma á dag f dagblaðalestur? Garðar Víborg, nemi: — Það er ógurlega misjafnt. Það ræðst alveg eftir skapinu hverju sinni. Það er að segja. sé ég I góðu skapi les ég af kappi þau tvö dagblöð sem koma heim, og þá lít ég líka gjama í hin blöðin líka, komist ég yfir þau ein- hvers staðar. — Nei. ég hef ekki reynt að bæta skapið með dagblaðalestri, sé það ekki upp á þaö bezta. EgiII Bachmann, skreytingamað ur: — Þvf get ég ekki svarað. Það er svo misjafnt, hvað ég get varið löngum tíma til að líta 1 dagblöðin. Hálftími næg ir mér til að fara nægilega yfir það helzta dag hvem. Aðalsteinn, verzlunarmaður: — Of löngum tfma ver ég til þeirra hluta. Venjulega hálftíma af matarhléi mVnu og svo öör- um hálftfma til viðbótar, þegar ég kem heim úr vinnunni á kvöldin. Rétt rúmur klukkutfmi fer því f það hjá mér dag hvem, að lesa þau tvö dagblöð, sem ég er áskrifandi aö. Björgvin Snorrason, kennari: — Oftast er það ekki langur tími, vart meira en klukkutfmi. Þó geta farið í það hjá mér nokkr ir klukkutímar hafi ég tækifæri til þess og þá les ég gjarna — auk fréttanna, allar þær frétta skýringar sem ég kemst yfir. Það er mér mikil ánægja. Ég sé ÖIl dagblöðin í skólanum, þar sem ég kenni. Heim fæ ég svo Elín Jónsdóttir, atvinnulaus eins og stendur: — Aldrei meira en tuttugu mínútum. Sá tfmi fer nær eingöngu i aö lesa útsíður blaðanna, þ. e. a. s. fréttirn- ar. Það koma tvö blöð heim og á þau er ég jú oröin hraðlæs

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.