Vísir - 06.11.1971, Blaðsíða 16
| Er heiniilt að
feggja bíl við
þenn&n stöðu-
j. mæli?
Þennan stöðumæli fundum við
á horni Bergstaðastrætis og
Skólavörðustígs og þótti hann
allfurðulega staðsettur. Okkur
minnti nefnilega að i lögreglu
samþykktinni kvæði svo á um
að bannað væri að leggja öku-
tækjum við brunahana borgar-
innar, — jafnvel þótt stöðu-
' mælasjóður freistaði ökumanna.
j „Þetta er tvímælalaust brot á
brunamálasamþykktinni," sagði^
' Rúnar Bjarnason, slökkviliðs-
stjóri i gærkvöldi. Sagði hann
að svipað mál heföi komið upp
vestur á Ránargötu, þar var
bílastæði sett framan við, bruna
hana. ,,Auðvitað gæti þetta kom
ið að sök, enda þótt við höfum
aldrei lent í sMku ennþá.“ —
Sagði Rúnar að hann mundi
láta athuga þetta mál við allra
fvrsta tækifæri, sem gæfist.
—JBP
Náttúrulækningahæli
verður byggt fyrir
og aukið við starfsemina i Hveragerði
- Langir biðlistar
Náttúrulækningahæli
verður reist á Norður-
landi einhvern tíma í ná-
inni framtíð. Vísir hafði
í gær tal af Árna Ás-
bjarnarsyni, framkv.stj.
NLF-hælisins í Hvera-
gerði, og tjáði hann okk
ur að Náttúrulækninga-
félagið hefði hug á að
byggja hæli fyrir norð-
an. Mývatn mun hafa
komið til tals sem hugs-
anlegur staður, en Árni
sagði að NLF hefði mest
an hug á að reisa hælið
í Eyjafirði.
„Við förum sennilega að at-
huga þetta mál nánar næsta
vor“, sagöi Árni, „en aMa vega
verður þetta ákveðið á næsta
ári, þ, e. hvar hælið verður reist
og hvenær.“
Mikil aðsókn hefur allá tíð ver
ið að NLF-hælinu í Hverageröi,
en það tekur aðeins við 120
sjúklingum.
„Við höfum aldrei annað eftir
spurninni,“ sagði Árni, „í sum
ar komust t. d. elcki nema um
50 prósent þeirra sem sóttu um
vist hjá okkur að. Það er því
fyrirhugað aö reisa annað hæli
f Hveragerði og mun það verða
byggt fyrir 130—140 sjúklinga."
Sagði Árni að fólk dveldist
yfirleitt á hælinu í 3—6 vik-
ur en tfminn færi þó yfirleitt
eftir því hvað læknir ráðlegði.
Yfirlæknir í Hveragerði er
Björn L. Jónsson.
Það gefur að skilja, að þeg
ar NLF-hælið í Hveragerði ann
ar hvergi nærri eftirspurninni,
þá þýðir lítið fyrir hælið að
ætla að reka áróður fyrir þvf
að útlendingar komi hingað að
iosna viö streituna, en nýlega
birtist í Ekstrablaðinu danska
heilsfðugrein um NLF-hælið f
Hveragerði, og rómaði þar lækn
ir, svo og þjáður forstjóri hve
gott væri að iosna við vinnu-
þrevtu í Hveragerði.
Ámi Ásbjarnarson framkv.stj.
sagði að eftirspumin eftdr hæl
isvist hefði enn ekki aukizt,
þrátt fyrir svo góða auglýsingu
S Danmörku en það gæti vel
verið að aðsóknin ykist með vor
inu.
„Sjúkiingar þeir sem eru hjá
okkur eru haldnir alls konar
kvillum. Þeir sem eru þjáðir af
vinnuþreytu (streitu) eru mjög
oft giktarsjúklingar um leið“,
—GG
Ný mið eins og eftir pöntun
Rækjuvinnslan á Suðurnesjum aftur i fiillan gang
» ' r
a
landinu atvinnulausir
— allir á Siglufirði
Suðumesjabátar cm nú aft-
ur farnir að stunda rækjuveið-
ar af kappi, eftir að bann var
ákveðið við veiðinni á svæðinu
við Eldey, þar sepi veiðin hefur
verið mest hingað til. Virðast
engin vandkvæði vera á því að
finna inið. í gær var fyrsti al-
mennilegi afladagurinn eftir
"'Aibannið.
— Sú rækja, sem komíð hefur
á Iand síðustu daga er mjög svip
uð hinni sem veiddist á Eldeyjar-
rvæðinu. Aflinn er yfirleitt hrein
'•ækja, sagði Jón Erlingsson, út-
vegsbóndi f Sandgeröi, en hann
gerir nú út 5 rækjubáta. Við höf
um góöa von um veiðina, sagöi
'én. Það hefur aðallega verið tíö-
inni aö kenna hversu Mtil veiðin
hefur verið síðan veiðibannið kom
á Eldeyjarsvæðið. Bátamir hafa
mest haldi<5 sig utan vidj Hólana,
sem kallað er. en það er allmiklu
lengra úti en áður.
Minni bátarnir hafa helzt úr lest
inni, eftir að farið var að sækja
rækjuna lengra út. Viö höfum hins
vegar ekki þurft að fækka við okk
ur mannskap, heldur skiptum vinn
unni bara meira niöur, sagði Jón.
Tíu skip eru þegar byrjuð aftur
á rækjuveiðinni frá Sandgerði og
Keflavík og trúlega munu þau
verða fleiri, þegar fram í sækir.
Bátamir voru flestir 23 á Eldeyjar
svæðinu, áður en lokað var.
Fréttir bárust um ágætis afla hjá
rækjubátunum sem voru úti í gær,
eða þetta 10 og upp í 50—60 kassa
— af hreinni rækiu. —JH
Nokkur brögð eru að því, að
konum fjölgi á atvinnuleysisskrá
á ýmsum stöðum landsins um þess
ar mundir. Karimönnum gengur bet
ur að halda vinnu með komu vetrar.
Lítið sem ekkert bólar á atvinnu-
leysi í byggingariðnaði enn sem
komið er, og eru aðeins þrír iðn-
aðarmenn á atvinnuleysisskrá á
landinu — allir á Siglufirði.
Atvinnuleysingjum á landinu
fjölgaði um 204 í október, og þeir
Til hvers
er gjáin?
,,Gjáin“ fræga gegnum Kópa-
vogsháls verður nú senn búin til
umferðar. Nú er verið að mal-
bika „gjá“ þessa, og verkinu
brátt lokið.
Björn Einarsson, tæknifræð-
ingur hjá Kópavogsbæ hefur
haft yfirumsjón með verkinu, en
hann kvaðst ekkert vita hvað
verkinu Möi, hvenær því yrði
iokið, eða hvenær umferð verð
ur hleypt á þennan nýja hrað-
brautarkafla.
„Ég vil ekkert segja um þetta'*
sagði Björn Einarsson, „það hef
ur ekki verið haidinn fundur í
bæjarráði um málið, og ég veit
ekkj hvenær þeir hleypa umferö
inni á þarna. Ég vil helduriekk-
ert segja um hvenær verkinu
lýkur, veit það ekki.“
Og á meðan þeir í Kópavogi
vita ekki hvað á að gera við
þennan nýja hraöbrautarspotta,
þá er vfst ekki annað að sera
en bíða eftir að þeir finni út,
hvað bezt. er að gera við malhik
áðar breiðgötur. —OG
eru nú 340. Hins vegar er þetta
aðeins rúmlega helmingur þess, sem
var á sama tíma í fyrra, en þá voru
atvinnuleysingjarnir 673.
Atvinnuleysi jókst á Sauðárkróki
í október. Þar er 51 atvinnulaus
en voru aðeins sex fyrir mánuði.
í Reykjavík er talan enn iág og
65 á skrá, sem var fjölgun um
30. Á Siglufirði fjölgaði atvinnu-
lausum einnig um þrjátíu í mánuð
inum. AHs eru 215 atvinnulausir
í kaupstöðunum, en voru 95 fyrir
einum mánuði.
1 þorpunum er atvinnuleysi mest
á Skagaströnd (32) Hofsósi (32),
og Vopnafirði (35), en í þorpum
eru alls 125 avinnulausir um þess
ar mundir. —HH