Vísir - 19.11.1971, Qupperneq 2
/
Nadine Trintignant, ein mest
spennandi kvikmyndageröarkona
Frakka og eiginmaður hennar,
Jean-Louis Trintignant, lei'kari,
••••••••••••••••••••••••
GERÐIKYKMYND UM
LÁT DÓTTUR SINNAR
Nú þykir fíní að hafa á
sér yfírbragð g/eðikvenna
Fram til ibessa hefur þaö þótt
mióur hug*alegt, að siðprúöar
stúlkur klæddu sig flennulega á
borö við gleðikonur. Það hefur því
þótt hin mesta svíviröing, aö
segja viö stúlku, aö hún liti „gæru
lega“ út. í dag má hins vegar líta
á það sem hina mestu gullhamra.
Fötin, sem áður þóttu aðeins
hæfa gleðikonum og greina þær
frá prúðu stúlkunum eru‘ nefni-
lega aö komast í hátízku hjá þeim
siöprúðu aö því er erlend móðins-
blöð segja okkur.
Meöfylgjandi mynd ætti að sýna
glögglega við hvað við eigum ...
sem einna mesta frægö hefur hlot
ið fyrir kvikmyndirnar „Nótt min
með Maud“ og „Fylgifiskurinn",
eignuðust í janúar 1969 dótturina
Pálínu.
Kvikmynd Nadine Trinitignant
„Svoleiöis hendir aðeins aöra“
hlaut nýverið kvikmyndaverðlaun
í París. Gengur myndin út á þaö,
hvemig hinu fræga kvikmynda-
pari varð við, er Pálína, níu mán-
aða gömul lézt. Snuð bamsins
kæfði það.
Foreldrarnir losuðu sig undan
áhrifum sorgar sinnar með því að
gera kvikmynd um dauöa dóttur
sinnar Að ráði vina sinna valdi
Nadine þau Catherine Deneuve og
Marcello Mastroianni í aðalhlut-
verkin.
Fyrst um sinn, eftir að dauða
dótturinnar bar að, höfðu foreldr-
arni.r lokað sig inni og slitið sig
úr sambandi við umheiminn svo
mánuðum skiþti. Þeim tíma lýsir
kvikmyndin vandlega.
Kviikmyndatakan fór fram á
Ítalíu, einmitt þar sem slysið
hafði átt sér staö og var kvik-
myndun atrlða margrædd og 1-
huguð af leikurunum og Nadine,
sem lagði sig alla fram um að
ná fram sama ógnþrungna and-
rúmsloftinu í kvikmyndina og lék
um vistarverur -þeirra hjóna fyrst
eftir slysið.
Eru kvikmyndagagnrýnendur
franskir á einu máli um að Nad-
ine hafi tekizt aö gera þarna
verulega áhrifaríka kvikmynd,
sem þrátt fyrir stórbrotna og á-
takanlega kafla sneiðir hjá atöri
væmni
Um leik Cathérine Deneuve
hafa þeir það að segja, að hann
hafd ekki tekizt betur til síðan
hún lék í myndinni „Chok“, kvik
mynd Polanskis, sem gerði hana
heimsfræga. Þá róma gagnrýnend
ur einnig mjög sterkan leik
Marcello Mastroianni í myndinni.
Kvikmyndinni lýkur á því, að
hjóndn fara í ferö út í sveit
þar sem þau svo eru þvinguð til
að taka þátt í brúðkaupsgleði.
Þar taka þau að endurheimta sína
fyrri gleði á ný. — Rétt eios og
þeim Nadine og Jean-Louis Trint-
ignant hefur nú nær tekizt að
fulu. .
••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••!
Fimm Bresnef jar mótmæla
É $ M í,
Fimm Gyöingar voru handtekn-
ir á dögunum er þeir ann í aip
þrömmuðu inn í miðborg Parísar -
berandi grímur með svip hins
sovézka forsætisráðherra, Leon-
ids Bresjnevs og flaggandi spjöld
um, sem á voru letruö mótmæli
og áskoranir á borð við „frið til
handa Gyðingum í Sovétríkjun-
um“.
Göngumönnum fylgdu fjórar
stúlkur og útbýttu þær dreifi-
miðum, sem gerðu nánari grein
fyrir kröfum þeirra.
Er Bresjnevarnir fimm og stú'lk-
urnar komu að Louvre, voru þau
handtekiin og þeim ekið f burtu
— aðeins fáum mínútum áður en
hinn raunverulega Bresjnev bar
að garði í þeim erindagjörðum,
aö skoða þar hið mar®fræga
listasafn.
• •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••■•••••••••••®t. . a«o•••••••••••••••
SNÖCCKLIPPTUR
BlTILL
Paul — vorið 1970.
Snög.gklipptur og nýrakaður, í-
klæddur köflóttum jakkafötum,
sem enn báru grófustu klæðskera
saumana. Þannig mætti fyrrum
BítiMinn Paul McCartney fyrir fá-
einum dögum á fínt og fíott ball
í Emperor í London.
í fylgd meö honum var Linda,
kona hans, sem Paul hefur stofnaö
með hljómsveit, sem hlotið hefur
nafnið Wing. Aðrir meðlimir
hljómsveitarinnar eru gítarleikar-
inn Denny Selwell og söngv-
arinn Denny Laine (fyrrum í
hljómsveitinni Moody Blues).
LP-plötu frá hljómsveitinni er
að vænta mjög fljótlega og hljóm
leikaferð hefur verið ákveðin í
kjölfar útkomu plötunnar.