Vísir - 19.11.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 19.11.1971, Blaðsíða 8
V 1 S I R . Föstudagur 19. nóvember 1971, isir Utgefancu : KeyKjapnaic hf. Vramlrvamdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson -Vitstjóri: Jónas Kristjánsscm Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Símar 15610, 11660 Afgj.-.la: Bröttugötu 3b. Simi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 195 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 12.00 eintakið. Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Jafnt yfir Rússa og oss fsland hefur lengi átt vinsamlega verzlun viö Sovét- ríkin. íslendingar vona, að þau viðskipti þróist smám saman í átt til vinsamlegra samskipta á öðrum svið- um. En engu að síður telja íslendingar, að fullrar var- færni sé þörf. Saga utanríkismála Sovétríkjanna er síður en svo hugnanleg og sýnir fram á, að oft er skammt milli vináttuhjals og valdbeitingar. Hér á landi er útbreidd óbeit á því misræmi, sem er á fyrirkomulagi sendimannaþjónustu íslands og Sovétríkjanna gagnvart hvoru öðru. Þessi óbeit hef- ur magnazt í kjölfar uppljóstrana á njósnum í Bret- landi og víðar í Vestur-Evrópu. Mönnum finnst sendi- menn Sovétríkjanna hér á landi vera óeðlilega marg- ir. Mönnum finst einnig, að Sovétríkin hafi keypt of niikið af fasteignum í Reykjavík. Mönnum finnst líka misræmi í því, að ferðafrelsi íslenzkra sendimanna í Sovétríkjunum skuli vera svo ákaflega takmarkað, sem raun ber vitni, og að sendiráð íslands skuli ekki mega kaupa fasteign í Moskvu. Vísir gerði þessi mál nokkuð að umræðuefni fyrir nokkrum vikum. Skömmu síðar birti utanríkisráðu- neyti okkar skýrslu um mannfjölda og fasteignir erlendra sendiráða og staðfesti hún upplýsingar Vísis- Sovézkir sendiráðsstarfsmenn eru hér helmingi fleiri en bandarískir og fjórum sinnum fleiri en starfsmenn ýmissa ríkja, sem við eigum meiri samskipti við. — Svipaða sögu er að segja um fasteignirnar. Vísir lagði um þetta leyti til, að ríkisstjórn íslands setti upp ákveðna og almenna reglu um, að erlendir ríkisstarfsmenn hér á landi megi ekki vera fleiri en svo, að ákveðið hlutfall sé milli þeirra og íslenzkra ríkisstarfsmanna í viðkomandi ríkjum. Slík regla hef- ur þann kost, að formlega séð er henni ekki beint gegn neinu ákveðnu ríki. Guðlaugur Gíslason og Ellert B. Schram hafa nú lagt fram tillögu á alþingi um, að settar verði reglur um fjölda erlendra starfsmanna við sendiráð erlendra ríkja á íslandi, svo og reglur um lóða- og húseigna- kaup sömu aðila. Þessi tillaga gengur í sömu átt og tillaga Vísis. í rauninni ganga báðar tillögumar of skammt. Mis- ræmið er því miður víðtækara. Meðan íslenzka rík- inu og öðrum íslenzkum aðilum er ekki heimilt að kaupa fasteignir í Sovétríkjunum, á hið sama að gilda hér. Ríkisstjórninni ber nú að skylda Sovétríkin til að selja fasteignir sínar í Reykjavík- Sama er að segja um ferðafrelsið. í Moskvu er ferðafrelsi íslenzkra sendimanna bundið við 40 kíló- metra radíus frá sendiráðinu, og út á land er þeim óheimilt að fara án leyfis og fylgdar. Auðvitað á jafnt yfir báða að ganga. Við eigum strax að setja ná- kvœmlega sömu reglu um sendimenn Sovétríkjanna á Islandi og annarra rlkja, sem takmaxka ferðafrdsi íslenzkra sendimanna hjá sér. De Gaulle vísaði veginn þrátt fyrir skilningsleysi á sumum sviðum. Stórveldið Evrópa er að fæðast — Evrópumenn eru leiðir á hlutverki sinu i föðurhúsi Bandarikjamanna Gömlu harðsoðnu banda lögin sundrast. Heimur tveggja risavelda er á förum. Innan skamms gætu raunveruleg stór veldi orðið fjögur eða fimm. Kína og Japan og síðast en ekki sízt, — Evrópa, munu væntan- lega taka sæti stórvelda við hlið Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Nýju heimsveldin voru öðruvísi-í laginu . Föðurlegt vald Bandaiíkjanna meðal vestrænna rfkja minnkar. Ægivald Sovétríkjanna I heimi kommúnismans er skert. De Gaulle steig fyrstu skrefrn út úr föðurhúsi Bandaríkja- manna. Aörir hafa komið á eftir Wiilly Brandt og jafnvel Heath fara eigin götur. — Tító brauzt fyrstur undan oki Moskvu Langur tími leið. Næst kom Kína og síðan Rúmenía og Alban’ia. Ekkj sízt hafa kommún istar f öðrum löndum orðið sjálfstæðari. Evrópa er að fæðast. Evrópu- menn höfðu sett ofan. Gömhi stórvelcjin í álfunni ríktu um aldir. Þjððverjar háðu heims- strfð og töpúðu Hið nýja heims veldi, BandarYkin, 6x úr grasi. í rústum annarrar heimsstyrjald ar lauk heimsveldi Breta. Frakk ar voru spottaðir Þýzkaland sundrað. Nýlendutíma lauk. Heimsveldi framtíðarinnar hlutu að verða öðruvísi í laginu en þau höfðu verið f fortíðinm. Þau hlutu að byggja fyrst og fremst á eigin framleiðslu og eigin mannafia. Bandaríkin standa á traustum merg Iðnaðarmáttur- inn er sá mestj í veröld. Mann aflinn 200 milljónir. Með ein- beitingu rfkiskanitalismans juku Sovétríkin iðnaðarmátt sinn og komust upp að hlið Bandarikj- anna í vfgvélum. Einnig þau byggja á mannfjölda, um 250 milljónir búa f Sovétrikiunum. Hvers máttu sín þá eykríli eins og Bretland með .50 milljónir manna? Stórveldisdraumamir lifðu í undirmeðvitund Evrópumanna 1 undirmeðvitund Evrópu- manna lifðu stórveldisdraumam ir áfram. Vestur-Evrópumenn hafa aldrej unað vel við hin föðurlegu Bandarfkj. Sovétrikin eru þeim miklu hvimleiðari. Leiðtogar gengu fram fyrir skjöldu og mæltu fyrir einingu lllllllllll! JM) iffiS ummummummmmm Umsjón: Haukur Helgason Evrópu. Þeir bentu á. að það yrði hagkvæmt í efnahagsmál um. Það mundi tryggja frið i álfunni, tengja hina fomu fénd ur Frakka og Þjóðverja. Þeir sögðu fátt um evrópskt stór- veldi í framtíðinni Sérvitringar minntust kannskj á það, en enginn ábyrgur stjómmálaleið- togi vogaði að nefna það á nafn. Það hefðu verið helgispjöH á föðurhúsum Bandaríkjanna. En þeir vissu, bvað þeir voru að gera. í aldarfjórðung var ægiveldi Bandarikjanna og Sovétrikjanna slflct, að bandmenn þeirra tuggðu nauðugir viljugir hvað- eina, sem frá þeim bom. Þegar horfið er frá þessurn und- irtylluhætti, stafar það ekki af hatrj á Bandarflcjamönnum frem ur en það var af hatri á Dön- um að íslendingar vildu verða sjálfstæð þjóð. Það er mannlegt eðli að vilja ráða sér sjálfur. Sundraðir yrðu Evrópu- menn brúðudrengir De Gaulle var sérvitringur, og hann braut blað V skiptum Vestur-Evrópumanna við Banda rikin. Hann tók franskar her- sveitix út úr NATO. Honum er kannski ekki bót mælandi fyr Ir kjamorkutilraunir og margs konar hávaða um sköpun fransks stórveldis. Hann mis- skildi kall tímans. þegar hann •'..skellti hurðum framan f Breta •í Efnahagsbandalaginu. En þrátt fyrir alit hafði de GauMe stúder að sögu Rómverja. Ósjálfrátt steig hann stærstu skrefin til sköpunar stórveldis Evrópu- manna. Óafvitandj markaði hann þá leið sem Willy Brandt og Edward Heath hafa sVðan gengið. Þannig ætla Evrópumenn að skáka risaveldum nútímans. Sam einaðir skyldu þeir standa, þvi að sundraðir yrðu þeir aldrei , annað en brúðudrengjr. Þar eru öll skílyrðí stór- veldis framtíðarinnar Bretar eru að ganga i Efna hagsbandalag Evrópu. Þar eru fyrir öll skilyrðj stórveldis í bandalaginu em ríki með yfir 250 milljónir manna. Þau standa á gömlum merg. Iðnaðaimáttur inn er mikill. Menntun á háu stigi. Evrópumenn ganga með sögu fornrar frægðar f blóðinu. Þeir hafa reynsluna öðrum frem ur. Takist að virkja gáfur, ein- beitni og hörku Þjóðverjans, „brilljans" Frakkans og seiglu Bretans, verður sá gmndvöllur öflugri en fyrirfinnst í Banda- ríkjunum. Hnignunareinkennin i Bandarfkjunum em augljós. Sov étrfkin komast varla mikiö lengra. í Efnahagsbanaa’aginu er stefnt að miklu viðtækara sam- starfi en sameiginlegum mark aði fyrir vörur og vinnuafl. Þar er opinskátt um að ræða tilraun til að mvnda nýja „blokk“,'sem stendur saman í stefnu í alþjóða málum ýfirleitt Engin ástæða er til að halda. að barna verðí stsðnarnzt. Stórveldið Evrópa er að fæð- ast.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.